Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 22

Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 BETL eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson í flestum ef ekki öllum vestræn- um löndum er betl bannað með lögum eða reglugerðum, einnig hér á landi, það bezt ég veit. Þetta hindrar Jón frá Pálmholti ekki í því að vilja fara leið betlisins til aukningar leiguhúsnæðis. Auknar hömlur á útleigu hafa síður en svo bætt ástandið hér frekar en ann- arsstaðar. Jón vill leysa málið með því að fá upphæð, sem er rúmur miiljarður króna — eitt þúsund milljónir — á núgildandi verðlagi „að láni“ til 30—60 ára með 'k% vöxtum. í blaðagrein sinni um þetta efni fyrir mánaðamótin minnist hann hvergi á verðtrygg- ingu. En þótt við gerum ráð fyrir henni eða — eins og ég vil gera ráð fyrir — stöðvun verðbólgunnar, þá er hér um að ræða skilmála, sem ekki er hægt að kalla annað en gjafaskilmála. Það er beðið um meginhluta upphæðarinnar sem gjöf, því að öðruvísi en sem gjöf er fjármagn með þessum skilmálum hvergi fáanlegt. Með tilliti til þeirra, sem í hlut eiga, líkamlega fuilfrískt fólk, unga fólkið eins og það kemur fyrir, , þá kalla ég þetta betl. Þar með er ekki sagt, að ekki megi ýmislegt gera, sem greiði fyrir auknu framboði hús- næðis. Og hvað leiguhúsnæði áhrærir sérstaklega, þá hefir vandinn þar vaxið í takt við lög og reglugerðir, sem yfirvöldin hafa sent frá sér ogleggja kvaðir á eig- endur húsnæðisins. í voru frjálsa þjóðfélagi eru sí- fellt á ferðinni safnanir og sam- skot, í þeim tilgangi að styrkja framgang margvíslegra góðra málefna: líknarmála, menning- armála, trúmála. Þarna er á ferð- inni fjölbreytileg samvinna og samhjálp borgaranna. Undan- tekningarlítið er þetta lofsvert framtak, þeim til sóma, sem að því standa, ekkert betl og enginn hneykslast. Allir eiga að geta fundið til skyldunnar og rækt hana eftir aðstæðum. Enginn þarf að skammast sín. Allir eru á ein- hvern hátt Guðs volaðir. í dag þér, á morgun mér. Atkvæðin Það er samt óhjákvæmilegt að taka stórmálin með í myndina. Dagana fyrir kosningarnar út- býtti fráfarandi ríkisstjórn hluta af upphæð, sem er á annað hundr- að milljónir króna, sem láglauna- bætur. Þetta skeði í nýliðnum mánuði, svo að allir ráðherrarnir vissu, að ríkiskassinn var tómur. Frá áramótum hefir hlaðist upp skuld ríkissjóðs hjá Seðlabankan- um sem nemur nokkur hundruð- um milljóna króna. í rauninni var því verið að útbýta peningum af seðlapressunni. Svavar Gestsson félagsmála- og heilbrigðisráð- herra taiaði mikið um þetta fram- tak. Hann vildi láta þakka sér. Hann viidi ekki að atkvæðin sem verið var að kaupa, færu á rangan lista. Það vantaði vél til hjarta- þræðingar á spítala í borginni, sögðu blöðin, svo að sjúklingarnir verða að bíða, þótt önnur aðstaða til aðgerðanna sé til staðar. Og þeir sem þurfa aðgerð á mjöðm- um, verða að bíða í tvö ár eftir nýjum augnaköllum. Spítalana vantar brýnt margt fleira. En þarna eru fá atkvæði, til þess að gera. Á liðnu hausti kvartaði stjórn Háskólans hástöfum. Hinir lærdu En það er fleira en skrif Jóns, sem vekja óhug hjá þeim sem fylgjast með áróðri Alþýðubanda- lagsins í seinni tíð. Það er eins og sérþjálfaðir menn séu að verki, sérþjálfaðir í lýðskrúmi og lýðs- stjórn. Það er eins og þar sé ein- hver kominn, sem vinnur með öfugum klónum. Sú hugmynd að styðja við bakið á Hjörleifi með því að stofna til samskota rétt fyrir kosningarnar til handa Alu- suisse, í svívirðingarskyni, er áreiðaniega frá einhverjum sér- fræðingi Alþýðubandalagsins í stjórnmálafræðum runnin. Og sú hugmynd, að reyna að rækta hér upp stétt ævinlangra leigjenda, er örugglega frá sama heila runnin. Tilgangurinn með boðskapnum er augljósiega sá, að koma sér upp vænum og öruggum hópi leigj- endaöreiga, sem atkvæðahjörð handa Alþýðubandaiaginu, fólki, sem fengið hafi húsnæði sitt með gjafaskilmálum og það fóiki, sem hefur öll ytri skilyrði til að heyja sína lífsbaráttu á sama hátt og samborgararnir, sjálfbjarga manneskjur. Eftir því sem hinn málefnalegi grundvöllur Alþýðu- bandalagsins hefur brostið verr, hin andlega og pólitíska nekt for- ingjanna orðið ljósari, eftir því hafa tæknibrellur lýðskrumsins orðið meira og meira áberandi, og siðgæðisgrundvöllur áróðursins rotnari: atkvæðakaup fyrir prent- aða seðla, ungu fólki boðað hug- arfar betlisins, útlendingahatur, riftun samninga, efnahagsstefna í pólskum stíl. Fyrirhöfn og sjálfsafneitun Þarfir líkamans láta ekki að sér hæða: matur nokkrum sinnum á dag, klæði og húsnæði, hjá flestum er þetta hið brýnasta. Fæðan seð- ur hinn hungraða, klæðin skýla hinum hrakta, húsið hinum vega- lausa. Togstreitan um vindinn byrjar fyrst þegar öfundin hefur komið metingnum af stað. Þessum þörfum verður að fullnægja. Án margvíslegrar fyrirhafnar og áreynslu verður það ekki gert, allt frá því að maðurinn var rekinn úr Paradís. Jón frá Pálmholti lízt ekkert á það að þurfa að sveitast. Hann vill að þörfinni fyrir hús- næði verði fullnægt að mestu með gjöfum. Þær verða þá að koma frá samborgurunum. En hver á að gefa þeim? Enginn. Þeir eiga að leggja fram áreynsluna og fyrir- höfnina, já og sjálfsafneitunina. Öreigaleigjandans er svo makræð- ið. Einu sinni setti ríkisstjórn hér upp nefnd í erfiðleikum eftir- stríðsáranna, nefnd til þess að gera tillögur í húsnæðismálunum. Hún gerði mig að formanni. Þetta var fyrir daga hinna miklu sjóða. Frá starfi þeirrar nefndar minnist ég nú aðeins tveggja atriða: upp- hafs húsnæðismálastofnunar ríkisins og banns við byggingu kjallaraíbúða, þó kann það bann að vera af eldri toga. Já, kæru valdstjórnarmenn. Það er bannað að byggja kjallaraíbúðir! Vandamálin eru fleiri en eitt, fyrst og fremst skortur á lánsfé. Áf ásettu ráði sagði ég ekki fjár- magn, vegna þess að þjóðin hefur vel ráð á að byggja yfir sig. Þetta mun koma einkar skýrt í ljós, þeg- ar verðbólgan hefur gufað upp. Þá kemur stundum til léleg sveitar- stjórn. En hún á að sjá um nægi- legt framboð á lóðum. Og loks — en ekki hvað minnst — er svo dýr uppmælingaraðall, þ.e. óeðlilega hár byggingarkostnaður. En hann hefur farið lækkandi vegna vax- andi tækni af ýmsu tagi. Unga fólkið hefur glímt við þessi vandamál og flest sigrað, það sýna hinar gífurlegu bygg- ingaframkvæmdir, sem staðið hafa með litlum hléum allt frá því Dr. Benjamín Eiríksson „Þegar verðbólgan hef- ur verið stöðvuð, tel ég ekki ósennilegt að áætla megi að hægt væri að lána 50% byggingar- kostnað sem lán út á 1. veðrétt, lánstími 30 ár, vextir 6—8%, lægri tal- an þegar jafnvægið er orðið fastara í sessi, menn farnir að venjast heilbrigðu ástandi.“ að tókst að höggva fjárfestingar- höftin af þjóðinni, böndin sem héldu aftur af lífsorku hennar. Fyrsta skrefið var ekki stærra en það, að menn máttu byggja yfir sjálfa sig 80 m2. 1 Reykjavík reis Smáíbúðahverfið. Enginn sem sá þar fólkið taka til hendinni fyrsta daginn mun gleyma þeirri sjón. Það var eins og stórfljót hefði skyndilega rutt sig. Það kom bert í ljós, að trú okkar var rétt: unga fólkið skorti hvorki vilja né getu. Enginn falsspámaður kom og sagði: þetta er of erfitt. Verið ekki að þessu striti. Betlið! Heilu hverf- in risu í Reykjavík. Á fáum árum fékk hún á sig stórborgarsvip. Kópavogur byggðist að stórum hluta, Garðabærinn að öllu leyti. Og um allt land risu vegleg íbúð- arhverfi og atvinnuhúsnæði sem lengi hafði verið beðið eftir. Úrtöl- ur og falsrök kommaforingjanna hafa reynst forarpollur, sem þorn- að hefur fyrir þeirri hækkandi sól, sem er sannleikur reynslunnar. Hvernig hefur svo verið staðið að málum, við þessa ríkjandi „martröð afturhaldsins"? Þjóðin hefur búið — og býr enn — við velmegun. Æskufólkinu hafa staðið opnir miklir möguleik- ar til þess að vinna sér inn fé. Mikið af þessu aflafé hefur farið í ótímabæran forgengilegan munað. En svo, þegar komið hefur að heimilisstofnun, þá hafa viðhorfin breytzt. Skemmtanafíknu og eyðslusömu unglingarnir fara allt í einu að sjá nauðsyn og kosti eig- in heimilis, sem yrði að byggjast á eigin húsnæði. Unglingarnir breytast í ungt fólk með ábyrgð. Hjónaefnin búa hjá foreldrum eða ættingjum við lítinn tilkostnað. Allt í einu taka aurarnir nýja stefnu. Þeir fara í verðtryggða eign af einhverju tagi — bankabók eða bíl. Þetta fer svo í lóð og grunn. Þegar spart er á haldið sýnir það sig, að tekjurnar í þessu landi eru svo miklar, að áður en varir eru komnar háar fjárhæðir. Svo koma lán úr ýmsum áttum: lífeyrissjóðum, peningastofnunum og víðar. Oft hjálpa ættingjar og vinir. Áður en varir er komið eigið húsnæði, eigið heimili, eigin fjöl- skylda. Þess munu dæmi, að ný- útskrifaðir kandídatar hafi verið búnir að koma sér upp íbúð fyrir eigið aflafé, aðallega sumarvinnu, og hjálp félaga og ættingja. Þetta unga fólk er duglegt þegar á á að herða, engir betlarar. það kvartar sjálft ekki yfir „ókostum séreign- arstefnunnai “. Jón tekur að sér að gera það fyrir það. En hinar risa- vöxnu byggingarframkvæmdir hér í Reykjavík bera þessu unga fólki miklu fegurra vitni en Jón, því að í þeim á það stóran hlut. Lífs- reynsla þessa fólks heitir „mar- tröð afturhaldsins" á máli sænska sérfræðingsins, sem hér var á ferð fyrir nokkrpm dögum. I Svíþjóð eru menn hættir að gera ráð fyrir því að unga fólkið eigi sér fram- tak. Dýrmæt lífsreynsla í þessari baráttu fyrir því að eignast eigið húsnæði lærir unga fólkið þýðingarmikla lexíu, mannlífinu verðmæta lexíu: gildi hinna efnislegu verðmæta. Dýrið í manninum og þarfir þess gera þau ákaflega þýðingarmikil. Hvaðan koma verðmætin? Þau koma úr fyrirhöfn og erfiði, sveita þíns andlitis, framtaki og sjálfsafneit- un. Þeir sem taka ótímabærar skemmtanir og sólarlandaferðir, tóbak og brennivín, fram yfir eigið húsnæði og öryggi heimilisins, þeir eru náttúrulega til. En á þeim byggir engin þjóð framtíð sína. Það er enginn vandi að sjá hvert makræðið er að fara með Svía. Jón frá Pálmholti er fyrst og fremst talsmaður þessa fámenna hóps og atkvæðavélar Alþýðubandalags- ins. í Bandaríkjunum hefur verið reynt að manna fólk og lyfta því með því að gefa því íbúðir. Eftir nokkurn tíma sjá menn aðeins rúðulausar rústirnar, Allt laust, jafnvel salernisskálarnar, hefur verið fjárlægt og selt. Þeim sem fær verðmætið fyrir ekkert, hon- um er það ekkert. Hann hefur enga tilfinningu fyrir gildi þess. Um þetta vitnar oft hegðun ungl- inga frá efnuðum heimilum. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að sameignarsinnar vorrar aldar hafa rekið sig svo illa á. Það sem allir eiga, það á enginn, og hlýtur meðferð samkvæmt því. Á skömmum tíma hefur mönnum verið sýnt það svart á hvítu, hvað það er sem er svo þýðingarmikið við einkaeignarréttinn, fyrir utan frelsi og öryggi: Einhver er til, sem hefur hina réttu tilfinningu til hlutarins, verðmætisins, eign- arinnar, hugsar því um hana, lítur eftir henni, heldur mannvirkinu og öðrum gögnum í heilbrigðu ástandi. í kommúnistaríkjunum er flest í mikilli vanhirðu, nema helzt það sem valdsmenn verða að hafa daglega fyrir augunum, og það kostar þá mikla gæslu, fé og fyrirhöfn. Ég hef verið að lesa bók eftir sovéskan lögfræðing, Konstantin Simis: The Corrupt Society. Sovét- ríkin eru altekin spillingu og mút- um. Þetta á við um þjóðfélagið jafnt efst sem neðst, segir hann, með ævilanga reynslu að baki. Al- þýða manna sem myndi ekki detta í hug að stela einni rúblu frá náunganum, stelur af framleiðsl- unni blygðunarlaust, og á vinnu- stað flestu lauslegu frá fyrirtækj- um ríkisins. Ég þóttist snemma sjá ýmsa missmíð á kommúnism- anum, en það tók mig tvo til þrjá áratugi að fallast á þann sannleik, að hann væri í andstæðu við mannlegt eðli. Já, glíma unga fólksins við hús- næðisvandann kennir því gildi verðmætanna, fyrirhyggju, ráð- deild og sparsemi og eflir framtak þess og sjálfstraust. Flestir skól- ar, sem koma að gagni, eru strang- ir, þessi líka. Þetta er þeirra sviti, vökur og áhyggjur. Góður árangur er svo hús og heimili, og aukin virðing fyrir sjálfum sér. Jón vill taka Svíana til fyrir- myndar. Á mínum duggarabands- árum var ég nokkur ár í Svíþjóð. Þá voru Svíar ríkir og áttu tals- verðar eignir erlendis og höfðu af þeim tekjur. Nú eru þeir að sökkva í skuldir, enda á helvegi. Þeir vilja líf án fyrirhafnar, líf í hóglífi. Konurnar eru hættar að ala börn til viðhalds þjóðinni, hún er því vel á vegi með að afhenda landið fólki af öðrum þjóðum. Innan skammst er hinn sænski kynstofn horfinn og nýr kynstofn tekinn við. Þetta er víst ekkert ljótt, svona út af fyrir sig, en það er án alls manndóms. Ómennska. Eitrið Stefna Alþýðubandalagsins í húsnæðismálum er óbreytt, þótt Svavar og Jón séu talsmennirnir í augnablikinu. Hún er einföld. Byggingarkostnaður er um 80% vinnulaun, mest faglærðra verka- manna, uppmælingaraðalsins svonefnda. Húsnæðið er dýrt. Nokkurt fjármagn er til ráðstöf- unar. Þar sem fólk á erfitt með að byggja eða kaupa, þá er lausnin auðveld: gefa það sem er til ráð- stöfunar. Og hvað um hina mörgu, sem þá fá ekkert? Nú hefir Jón svar við því: Útbýtum meira gef- ins. Höfum húsnæði að 95% gef- ins, segir Jón, ('/2% vextir. Láns- tíminn 30—60 ár). Rúsínan í pylsuendanum hjá Jóni er svo sú uppástunga hans um húsaleigu- styrki, til viðbótar öðrum gjöfum. Hann segir hvergi hvar eigi að taka féð. En hversvegna ráðfærir maðurinn sig ekki við fjármála- fræðinga Þjóðviljans? Þegar seðlaprentunin eykst vegna verð- bólgunnar og þverrandi sparifjár- myndunar, þá vex „eigið fé“ seðla- prentaranna, Seðlabankans, Uppá þetta horfa nú ritstjórar Þjóðvilj- ans eins og naut á nývirki. „Þetta er hægt, ekki satt,“ segir Jón, með Kristjaníusvip á málfar- inu. Einfalt, ekki satt? Aðeins milljarður. Grein hans hljómar eins og rugl í drykkjurút. í grein hans er eitur Alþýðubandalagsins ómengað. Hugmynd Ég ætla að nota þetta tækifæri til þess að setja fram hugmynd, sem ég held að gæti haft heilla- vænleg áhrif á vettvangi húsnæð- ismálanna, einkum í sambandi við stöðvun verðbólgunnar sem getur varla verið langt undan. Þetta er sú hugmynd, að setja lög sem kveði svo á, að allir lífeyrissjóðir og atvinnuleysissjóðir skuli ávaxt- ast í bönkum og sparisjóðum, þó hvergi meira en — segjum — 20% fjár sjóðsins í sama banka, 5% í sama sparisjóði. Stjórnendur sjóð- anna hafa ekkert með banka- starfsemi að gera. Síðan skyldu peningastofnanirnar láta lán til húsnæðismálanna sitja í fyrir- rúmi um aðgang að þessu fá sam- kvæmt samræmdum reglum um allt land, t.d. um verðrétt, upphæð og lánstíma, vexti, mánaðarlegar greiðslur vaxta og afborgana o.sv.frv. Án nákvæmrar rannsókn- ar málsins er erfitt að setja tölur á blað. Það sem hér fer á eftir verður því að líta á sem einskonar skýringarmynd. þegar verðbólgan hefur verið stöðvuð, tel ég ekki ósennilegt að áætla megi að hægt væri að lána 50% byggingarkostnaðar sem lán út á 1. veðrétt, iánstími 30 ár, vextir 6—8% lægri talan þegar jafnvægið er orðið fastara í sessi, menn farnir að venjast heilbrigðu ástandi. Vextirnir myndu fara eft- ir þeim vöxtum sem sjóðirnir gætu sætt sig við. Þegar frá liði ættu þeir að geta sætt sig við 4% eða minna sem langtíma vexti af áhættulausu fé. Útlánsvextir myndu þá fara niður fyrir 6%. Þeir sem eru hrifnir af tillögum Alþýðubandalagsins í húsnæðis- málum, ættu endilega að kynna sér húsnæðismálin í kommúnist- aríkjunum, fyrst og fremst Sov- étríkjunum og sögu þeirra mála. í Sovétríkjunum miðast húsnæðið við 9 fm á mann. Dr. Benjamín H. J. Eiríksson er fyrnerandi bankastjóri Fram- kræmdabanka íslands og ráðu- nautur ríkisstjórnar um efnahags- mál um árabil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.