Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 43 Knattspyrnu- félagið FRAM • Morgunblaðið kynnir nú leik- menn og þjálfara allra liða sem leika í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu í sumar. „Ætti að lengja keppnistímabilið“ „VIÐ hefdum átt aö halda sæti okkar í 1. deildinni í fyrra — en við vorum mjög óheppnir í síðustu leikjunum,“ sagði Andrzej Strejl- au, hinn pólski þjálfari Fram. „Við vorum þá með mjög ungt lið, þess má geta að tíu leikmenn úr öðrum flokki léku í 1. deild- inni — þar af sex á miðárinu í flokknum. Það er staðreynd að ungir leikmenn eru yfir höfuð ekki nógu agaðir — og það hefur sýnt sig hjá Fram. Við leikum mjög vel í einum leik, en í þeim næsta gengur kannski fátt upp. Við lékum t.d. mjög vel gegn Víkingum í Reykjavíkurmótinu — og það sama má segja um leikina gegn Val og KR, en gegn lakari liðum eins og t.d. Ár- manni var lið mitt mjög slakt." Strejlau sagði að Fram-liðið væri næstum algerlega nýtt lið frá því fyrir tveimur árum. „Við höfum missst menn til útlanda, og nú er helmingur varnarinnar frá því í fyrra ekki með: Trausti Andrzej Strejlau og Marteinn. En engu að síður hefur vörnin verið góð. Hjá Fram reyna allir að vinna vel: öll Fram-fjölskyldan, þjálfari, leikmenn og þeir sem standa i kringum liðið. Marteinn ætti að geta orðið góður af meiðslunum í júlí, og mín skoðun er sú að næsta keppnistímabil eigi hann að geta leikið af fullum krafti með Fram og landsliðinu." Strejlau sagði að það sem fyrst og fremst vantaði 1 ís- lenska knattspyrnu væri meiri tækni. Það væri númer eitt, tvö og þrjú. „Ég sá t.d. báða lands- leikina við Spán á dögunum — og sérstaklega fannst mér yngri strákarnir standa sig vel, þegar haft er í huga að Spánverjarnir eru algjörir atvinnumenn. En þeir höfðu miklu betri tækni. Ég held að það sé ekki vandamál að bæta tækni íslenskra leikmanna — hún lagast t.d. með fleiri leikjum. Mér finnst tímabilið hér á landi allt of stutt. Ég vil láta leika til 1. október — og ljúka keppnistímabilinu á möl. Það er leikið á möl á vorin — þannig að það ætti að vera hægt á haustin líka,“ sagði Strejlau. - SH. „Megum ekki ofmetnast“ „ÞAÐ er ágætt að koma aftur í Fram-liðið. Það hefur orðið mikil endurnýjun síðan ég lék síðast með Fram, en það var í Evrópu- .'teppninni gegn Hvidavre hér heima 1. október 1980,“ sagði Jón Pétursson, fvrirliði Fram, í samtali við Mbl. „Ég er hættur í fótboltanum, en tók svo að mér að sjá um æf- ingar fyrir meistaraflokkinn hjá Fram þar til þjálfarinn kæmi. Nú, svo þegar vantaði í lið á æf- ingum þá lék ég með til að fylla uppí, og ég hef alltaf haft það mikinn áhuga á fótbolta að þeg- ar ég var kominn í svo góða æf- ingu sem raun bar vitni ákvað ég að vera með.“ Jón sagðist hafa fulla trú á því að Fram kæmist aftur upp í 1. deild í ár — ef menn ofmetnuð- ust ekki. Það væri það sem höf- uðmáli skipti. „Þetta verður ekk- ert léttara í 2. deildinni en þeirri fyrstu, því öll liðin vilja standa „Deildin „ÉG hef fulla trú á því að við för- um upp í 1. deild," sagði Halldór B. Jónsson, formaður knattspyrnu- deildar Fram. „Það má segja að eina verkefni deildarinnar í ár sé að komast aft- ur upp — a.m.k. langstærsta verk- efnið. Strax og Ijóst var í fyrra að fall varð staðreynd var hafist handa við það verkefni, og ég hef trú á að með mjög góðu starfi þjálfara, aðstoðarmanna og leik- manna takist það.“ Halldór sagði að sumir hefðu verið hissa á því að liðið væri áfram með hinn pólska þjálfara sinn þrátt fyrir fall, en hann sagði að menn hefðu sest niður og komist að þeirri niðurstöðu að ástæður fallsins hefðu verið allt annars eðlis en orsök þjálf- arans. „Það var hreint ótrúlega mikið um meiðsli hjá okkur í fyrra og það er auðvitað aðalor- sökin. Þjálfari okkar er mjög snjall og það var alls ekki við hann að sakast að við féllum." Halldór vildi engu spá um Jón Pétursson, 32 ára varnarmaður sig gegn þeim liðum sem duttu niður í fyrra, og kannski frekar gegn Fram en KA því við höfum verið svo lengi í 1. deild. óyenjuvel Halldór B. Jónsson. lokastöðu deildarinnar, en sagði þó sem fyrr að Framarar ætluðu sér fyrsta sætið, og hann hefði trú á því að KA og FH myndu berjast um annað sætið, og Völs- ungar kæmu þar á eftir. „Ég held að 2. deildin sé betri nú en oft áður,“ sagði Halldór. „Ég held að hún sé óvenjuvel samsett nú — en hún hefur stundum verið heldur slæm. Ég Og ég held að leikirnir gætu orðið erfiðir ef við náum ekki að skora, og ef spilið gengur ekki upp, förum við að spila eins og andstæðingarnir — förum að hugsa meira um að berjast um boltann en að spila léttan bolta,“ sagði Jón. Fram-liðið er mjög ungt, og Jón sagði að strákarnir yrðu að gera sér grein fyrir þvi að það sem þeir unnu í yngri flokkunum væri liðin tíð — þeir lifi ekki á því nú. „En ef við leikum eðlilega þá eigum við að fara upp aftur. Það er ekki nóg að vita að við séum sterkari á pappirnum — við verðum að sýna það inni á vellinum. En ég hef trú á strákunum og ég hef bjargfasta trú á þvi að við vinnum, og það hefst ekki með öðru en að taka alla leiki mjög alvarlega. Ef eitthvað verður slakað á, gæti farið illa. — SH samsett“ á við að þessi efstu lið, sem ég nefndi, eru a.m.k. ekki þekkt fyrir að leika annað en góða knattspyrnu. Ég hef ekki sömu áhyggjur og sumir að leikmenn 2. deildar séu þannig að þeir sparki í allt sem hreyfist — heldur býst ég við að léttleikinn verði í fyrirrúmi." Að sögn Halldórs er starf knattspyrnudeildar Fram geysi- umfangsmikið — t.d. væri ungl- ingastarfið mjög mikið. „Við er- um með mjög hæfan þjálfara í yngri flokkum okkar, og þá er knattspyrnuskóli okkar öðrum til fyrirmyndar, en Pólverjinn stjórnar honum. En allt starf okkar tengist fjárhagnum — og það er ekki hægt að halda deild- inni gangandi á innkomu af leikjum — þannig að mikið starf liggur í fjáröflun. Við ætlum að reyna í sumar að tryggja fjárhag deildarinar verulega, og vonum að það hafi tekist í haust, sam- fara því að við tryggjum okkur sæti í 1. deild.“ 1 Guðmundur Baldurss. 24 ára markvörður. Friðrik Friðriksson, Þorsteinn Þorsteinsson, 18 ára markvörður 19 ára varnarmaður Hafþór Sveinjónsson, 21 árs varnarmaður Marteinn Geirsson, 31 árs varnarmaður Sverrir Einarsson, 23 ára varnarmaður \ Guðjón Ragnarsson, 19 ára varnarmaður Jón Sveinsson, 17 ára varnarmaður Trausti Haraldsson, 26 ára varnarmaður Bragi Björnsson, Arni Arnþórsson, 19 ára Gísli Hjálmtýsson, 19 20 ára miðvallarspilari miðvallarleikmaður ára miðvallarleikmaður mm Kristinn Jónsson, 19 Viðar Þorkelsson, 20 Steinn Guðjónsson, 19 ára miðvallarleikmaður ára miðvallarleikmaður ára miðvallarleikmaður Ólafur Hafsteinsson, Einar Björnsson, 19 ára 21 árs sóknarmaður sóknarmaður Halldór Arason, 25 ára sóknarmaður Guðmundur Torfason, 21 árs sóknarmaður ■^\J Bryngeir Torfason, 23 ára sóknarmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.