Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Um 5,1 milljónar króna hagnaður hjá Sjóvá 1982 HAGNAÐUR af starfsemi Sjóvátryggingarfélags íslands á síóasta ári nam um 5,1 milljón króna, samkvæmt niðurstööutölum ársreikninga félagsins, sem lagðir voru fram á aðalfundi fyrir skömmu. Hafa þá tekju- og eignaskattar að fjárhæð 5,2 miilj. kr. og að- stöðugjald að fjárhæð 1,8 millj. kr. verið færð til gjalda. Þó að hagn- aður hafi orðið á starfsemi félags- ins í heild varð tap á reglulegri vátryggingastarfsemi 43,9 millj. kr. og stafar að mestu af slæmri afkomu ökutækjatrygginga og er- lendra endurtrygginga. Arið 1981 nam tap á regiulegri vátrygg- ingastarfsemi 22,4 millj. kr. Iðgjöld ársins námu 119,8 millj. kr. Þar af voru frumtryggingar- iðgjöld 103,9 millj. kr. eða 87% af heildariðgjaldatekjum félagsins og höfðu hækkað um 55% frá fyrra ári. Iðgjöld af erlendum endurtryggingum námu hinsvegar 5,9 millj. kr. og hækkuðu um 8% enda hefur markvisst verið dregið úr þeirri starfsemi undanfarin ár vegna slæmrar afkomu þessarar vátryggingagreinar. Fjármunatekjur árið 1982 námu 58,6 millj. kr. en 28,6 millj. kr. árið 1981. Tjón ársins 1982 námu 151,6 millj. kr. og skiptust þannig að tjón vegna frumtrygginga námu 123,4 millj. kr. en tjón vegna endurtrygginga 28,2 millj. kr. Skrifstofu- og stjórnunarkostn- aður var 19,8 millj. kr. og hafði hækkað um 68% frá 1981. A árinu 1982 starfaði að jafnaði 51 maður á skrifstofu félagsins og námu laun og launatengd gjöld 11,4 millj. kr. Hlutafé félagsins var í árslok 1982 11.160.000 kr. Samþykkt var að greiða hluthöfum 10% arð. Eig- ið fé var alls 30,9 millj. kr. og hækkað um 86% frá árinu áður. Þá var einnig haldinn aðalfund- ur Líftryggingafélags Sjóvá hf. Hagnaður af starfsemi þess varð 222 þús. kr. Hafa þá tekju- og eignarskattar að fjárhæð 225 þús. kr. og aðstöðugjald að fjárhæð 74 þús. kr. verið færð til gjalda. Ið- gjöld ársins námu 3,7 millj. kr. en bætur 3,5 millj. kr. Framkvæmdastjóri beggja fé- laganna er Sigurður Jónsson. í stjórn þeirra eru Benedikt Sveinsson hrl. formaður, Ágúst Fjeldsted hrl., Björn Hallgríms- son forstjóri, Teitur Finnbogason fulltrúi og Ingvar Vilhjálmsson forstjóri. Heldur dregur úr at- vinnuleysi í Noregi Hefur þó aukizt um 63% milli ára HEILDARATVINNULEYSI í Noregi í lok aprflmánaðar sl. var 61.500 manns, en til samanburöar var at- vinnuleysi í landinu 67.500 manns í lok marzmánaðar, samkvæmt upp- lýsingum norsku hagstofunnar. Tvær meginástæður eru fyrir þessu minnkandi atvinnuleysi. Annars vegna eykst framboð á at- vinnu jafnan á þessum árstíma og hins vegar hefur bati í ýmsum iðngreinum haft í för með sér auk- in atvinnutækifæri. Það á sér- staklega við í tréiðnaði, áliðnaði og járnblendiiðnaði, en í þessum iðngreinum hefur verið erfiðleika- ástand um nokkurt skeið. Til samanburðar við atvinnu- leysið nú má geta þess, að í lok aprílmánaðar á síðasta ári voru samtals 37.800 manns án vinnu, þannig að atvinnuleysi hefur vax- ið töluvert milli ára, eða um nær 63%. Stjórnvöld hafa á síðustu tveim- ur misserum lagt töluverða fjár- muni í ýmis konar aðgerðir til að koma í veg fyrir vaxandi atvinnu- leysi og verður svo áfram á þessu ári. Stjórnvöld gera sér sérstakar vonir um að takast megi að skapa um 20—25 þúsund atvinnutæki- færi í tengslum við olíuvinnslu landsmanna á næstu misserum, en við hana starfa nú liðlega 50 þús- und manns. Verðbólga undir 3% í Vestur- Þýzkalandi VERÐBÓLGA í Vestur-Þýzkalandi er komin niður í 3% samkvæmt bráöabirgðatölum, sem hagstofan vestur-þýzka lét frá sér fara í liðinni viku. Hækkun framfærslukostnaðar í Vestur-Þýzkalandi frá apríl 1982 til apríl 1983 var hins vegar 3,5%. Hækkun framfærslukostnaðar milli áranna 1981 og 1982 var um 5,3% í Vestur-Þýzkalandi. Efnahagssérfræðingar í Vest- ur-Þýzkalandi virðast vera nokkuð sammála um þessar mundir, að takast megi að koma verðbólg- unni, metinni samkvæmt hækkun framfærslukostnaðar, vel niður fyrir 3% í lok þessa árs. Stjórnarfundur í Norræna verkefnisútflutningssjóðnum hér á landi: Sjóðurinn getur orðið þýðingar- mikill fyrir íslenzka hagsmuni — segir Þórður Friðjónsson, sem sæti á í stjórn hans „MARKMIÐ sjóðsins er að efla samkeppnisstöðu norrænna fyrirtækja á alþjóðavettvangi með því að styrkja verkefni, þar sem Norðurlöndin eiga hagsmuna að gæta," sagði Þórður Friðjónsson, hagfræðingur sem sæti á í stjórn Norræna verkefnaútflutningssj íslandi 10. júní nk., í samtali við Mbl „Sjóðurinn var stofnaður 1. júlí 1982, en í reynd hófst starfsemin nokkru síðar eða í októberbyrjun. Hann vex út frá norrænni sam- vinnu og á sér t.d. hliðstæðu í Norræna fjárfestingabankanum. Sjóðnum er aðallega ætlað að styrkja norræn fyrirtæki og sam- tök við gerð skilyrða- og arðsem- isathugana við alþjóðleg verkefni. Þannig beinist starfssvið sjóðsins að því að styðja við bakið á fyrir- tækjum á meðan þau eru að stíga fyrstu skrefin í leit að nýjum verkefnum. Sá þáttur í starfsemi fyrir- tækja er ákaflega áhættusamur, því aldrei er vitað fyrirfram, hvort árangur verður af slíkri við- leitni. Þetta á ekki sízt við um lítil fyrirtæki, sem hafa takmarkaða reynzlu á erlendum markaði. Sjóðurinn gefur slíkum fyrirtækj- um kost á áhættufjármagni, allt að helmingi kostnaðar. Um endurgreiðslu til sjóðsins er ekki að ræða, ef viðkomandi verkefni mistekst," sagði Þórður Frið- jónsson. Þórður Friðjónsson sagði, að sjóðurinn hefði 9 milljónir óðsins, sem halda mun stjórnarfund á norskra króna í ráðstöfunarfé tímabilið 1982/1983. „1 lok apríl höfðu sjóðnum borizt 36 umsóknir og þar af höfðu 18 verið sam- þykktar, tveimur verið hafnað en aðrar eru til frekari umfjöllunar. Hartnær helmingi af því fé, sem sjóðurinn hefur til umráða fyrir ofangreint tímabil hefur þegar verið ráðstafað. Sjóðurinn hefur því fengið góðar undirtektir og rífandi byr á þessum stutta tíma, sem liðinn er frá því að hann hóf starfsemi sína.“ Þórður Friðjónsson sagði, að af þeim 36 verkefnum, sem stjórn sjóðsins hefur fjallað um, væri um íslenzka hagsmuni að ræða í 5 tilvikum. „Þar af eru tvö verkefni ef til vill sérstaklega mikilvæg. Annað þeirra varðar orkuráðgjöf á Filippseyjum. í því tilviki hefur verkfræðifyrirtækið Virkir fengið aðstoð við að nálgast áhugavert jarðgufuverkefni á Filippseyjum. Síðara verkefnið er könnun á hugsanlegum útflutningstækifær- um til fiskveiða og -vinnslu í Vestur-Afríku. Það verkefni var sett á laggirnar að íslenzku frum- kvæði og er leitt af framkvæmda- stjóra Útflutningsmiðstöðvar iðn- aðarins, Úlfi Sigurmundssyni. Eftirspurn eftir stuðningi frá sjóðnum hefur verið mikil. Flest verkefnin snerta fiskveiðar og vinnslu, en næst á eftir koma orkuverkefni. Á báðum þessum sviðum hafa íslendingar ýmislegt fram að færa og er það vonandi, að sjóðurinn opni leiðir fyrir þá til útflutnings á vörum og þekk- ingu í þessu efni. Þau lönd, sem áhugi hefur beinst að í ríkustum mæli eru Indónesía, Egyptaland, Filippseyjar, Botswana og Saudi- Arabía," sagði Þórður Friðjóns- son. Þórður Friðjónsson sagði, að áherzla hefði verið lögð á gott samstarf og samvinnu við aðrar norrænar stofnanir, sem vinna að svipuðum markmiðum og Nor- ræni útflutningsverkefnasjóður- inn. „í því sambandi má nefna út- flutningsmiðstöðvar og ýmsar fjármálastofnanir. Sjóðurinn er staðsettur í Helsingfors í sama húsi og Norræni fjárfestinga- bankinn og þar á milli er mjög náin samvinna." Af þeim undirtektum, sem sjóð- urinn hefur fengið, verður ekki annað ráðið en að full þörf hafi verið fyrir slíka starfsemi. Sjóð- urinn getur jafnframt orðið þýðingarmikill fyrir íslenzka hagsmuni, því að sú skamma reynzla sem starfsemin hefur fengið, sýnir að íslendingar eiga fullt erindi inn á þá markaði, sem virðast ætla að verða fyrirferð- armestir í starfsemi sjóðsins," sagði Þórður Friðjónsson að síð- ustu. Þess má loks geta, að í stjórn sjóðsins eru 10 manns, tveir frá hverju Norðurlandanna. Af Is- lands hálfu eiga þeir Þórður Frið- jónsson og Björn Líndal sæti í stjórninni. Formaður stjórnar er finnskur, Christian Anderson og framkvæmdastjórinn er norskur, Hans Höegh Henrichsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.