Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 55 Fjórðungsmót hestamanna í Eyjafirði: Búist við allt að 400 keppnishrossum FJÓRÐUNGSMÓT norölenskra hestamanna veröur haldið á Mel- gerðismelum í Eyjafiröi dagana 30. júní til 3. júlí í sumar, aö því er segir í fréttatilkynningu frá undirbúnings- nefnd, er Morgunblaðinu hefur bor- ist. I»að eru hestamannafélög allt frá Hrútafíröi austur um til Þistilfjarö- ar, sem standa aö mótinu. Hesta- menn úr þessum félögum sýna gæö- inga sína á kynbóta- og gæðingasýn- ingum mótsins, en öll fótfráustu kappreiðahross landsins reyna með sér á hlaupabrautinni. í frétt frá undirbúningsnefnd- inni segir: „Undirbúningur fyrir mótið hef- ur staðið allt frá því um áramót. Framkvæmdanefndin, sem skipuð er fulltrúum frá öllum félögunum á svæðinu, hefur haldið fundi nær mánaðarlega. Þess á milli hefur framkvæmdaráðið komið saman, og hiti og þungi undirbúningsins hvílir á framkvæmdastjóranum, Ævari Hjartarsyni, og formanni undirbúningsnefndarinnar, Gunn- ari Egilssyni. Melgerðismelar vel gerðir fyrir hestamannamót Mótssvæðið á Melgerðismelum er sameign hestamannafélaganna við Eyjafjörð, Funa í Eyjafirði, Léttis á Akureyri og Þráins á Grenivík. Félögin hafa landið á leigu, en það er í eigu hreppsins. Auk hestamannafélaganna er ungmennafélag hreppsins aðili að uppbyggingu á svæðinu. Framkvæmdir á Melgerðismel- um hófust sumarið 1975 og árið eftir var haldið þar fjórðungsmót, sem lengi verður í minnum haft, enda veðursæld einstök í Eyjafirði mótsdagana. Síðan hafa verið haldin þar árlega stór sem smá mót, m.a. Islandsmót í hesta- íþróttum. Árlega hefur aðstaðan á melunum verið bætt og nú á næstu vikum verður lokaátakið gert í þeim efnum. Stærsta bygg- ingin í sumar verður bygging 300 metra hringvallar, sem er vel á veg komin. Auk þess verður byggt nýtt hús yfir snyrtingar, veit- ingaskáli stækkaður og önnur að- staða fyrir mótsgesti og starfs- menn stórbætt. Þá má geta þess, að á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að upp- græðslu á melunum með mjög góðum árangri. Það er mál hesta- manna, að eftir framkvæmdirnar fyrir mótið í sumar, verði Mel- gerðismelar fullkomnasta móts- svæðið fyrir hestamannamót hér á landi. Gunnar Egilsson formaöur fram- kvæmdanefndar Fjórðungsmótsins á Melgeröismelum. Fáir útvaldir Á Melgerðismelum verða sýndir allir bestu gæðingar Norðlend- inga, sem valdir verða á úrtöku- mótum, sem þegar eru hafin. Þorkell Bjarnason sér um að velja kynbótahrossin og hefur hann yf- irreið sína í Vestur-Húnavatns- sýslu 30. maí. Daginn eftir verður hann í austursýslunni, en 2. júní á Dalvík og Ólafsfirði. 4. júní fer Þorkell um Eyjafjörð, 6. júní um Suður-Þingeyjarsýslu, 7. júní um Þistilfjörð, 8. júní um Öxarfjörð og Kelduhverfi og 10. og 11. júní verður Þorkell á Vindheimamel- um. Kappreiðahross verða að ná ákveðnum lágmarkstímum til að hafa þátttökurétt á Fjórðungs- mótinu. Þau verða að hafa runnið 150 metra skeið á 17 sek. og 250 metra skeið á 26 sek. á keppnis- tímabilinu. Þá þurfa hlaupahross- in að hafa stokkið 250 metrana á 21 sek., 350 metrana á 28 sek. og 800 metrana á 65 sek. Brokkararn- ir verða að hafa 300 metrana á 39 sek. Að sjálfsögðu sakar ekki þótt hrossin hafi farið þessar vega- lengdir á skemmri tíma, þar sem um lágmarkstíma er að ræða! Unglingar hafa á undanförnum árum unnið sér sess á öllum helstu stórmótum hestamanna. Á Fjórð- ungsmótinu á Melgerðismelum verður lögð áhersla á unglinga- keppnina, en það hefur viljað brenna við að unglingarnir hafi verið einskonar „aukanúmer" á mótum. Keppt verður í yngri og eldri flokki og keppnin fer fram á aðalvellinum. Búist við fjölmenni Reikna má með 300—400 keppn- ishrossum á Melgerðismelum á Fjórðungsmótinu, en auk þess verða þar ferðahestar mótsgesta og aðrir hafa með sér hesta til útreiða á meðan á mótinu stendur. Hvað mótsgestir verða margir er erfitt að spá um. Það fer eftir veðri og öðrum aðstæðum. Móts- stjórnin gerir sér vonir um að sjá 5—6 þúsund manns á svæðinu, sem er ekki óraunhæft miðað við aðsókn að Landsmótinu í fyrra. Ef vel tekst til má því búast við að vísir að hestamannaþorpi rísi á Melgerðismelum í sumar. Lögð verður áhersla á að þorpsbúum geti liðið sem best, við að skoða falleg hross, hrossakaup, skemmt- anir og útreiðar síðast en ekki síst, enda liggja reiðvegir til allra átta á Melgerðismelum. Þá er stefnt að því að þjónustan við þorpsbúa verði með þeim hætti, að þeir þurfi sem minnst að leita út af mótssvæðinu á meðan mótið stendur. Reist verður stórt þjónustutjald, þar sem m.a. verður kjörbúð frá Kaupfélagi Eyfirð- inga, sem Jens Ólafsson ætlar að sjá um að standi undir nafni, eins og hans er von og vísa. Og þó að slitni gjörð eða annað tilheyrandi reiðtygi þá kemur það ekki að sök, því slíkt verður hægt að fá í versl- un mótsins. Þar verða einnig seld- ir veggplattar og aðrir minjagrip- ir tengdir mótinu. Mikil vinna hefur þegar farið fram við undirbúning Fjórð- ungsmótsins á Melgerðismelum í sumar, en meira þarf til og nú er lokaátakið framundan. Allt er unnið í sjálfboðavinnu. Sem dæmi má nefna, að þessa fjóra mótsdaga þurfa norðlenskir hestamenn að vinna um 500 stundir við sjálft mótið, samkvæmt vaktaskrá sem þegar hefur verið gengið frá. Það er því ljóst, að mikið verður um að vera á Melgerðismelum í sumar, enda stærsta hestamanna- mót hérlendis í ár. Þangað liggja leiðir hestamanna og annarra landsmanna, sem una sér með glöðu fólki og fallegum hrossum. Skráningu lýkur um mánaða- mótin. Þátttökutilkynningar þarf að senda til skrifstofu Búnaðar- sambands Eyjafjarðar eða Lands- sambands hestamanna í Reykja- vík.“ Dagskrá Fjórðungsmótsins Fimmtud.: Kl. 10.00 Mótssetning. Kl. 10.10 B-flokkur gæðinga dæmdur — aðalvöllur Kl. 10.30 Hryssur dæmdar — efri völlur Kl. 16.00 Eldri flokkur ungl. dæmdur — aðalvöllur Hrímnir frá Hrafnagili var einn þeirra hesta er athygli vöktu á Melgeröis- melum 1981. Hér fer Bjöm Sveinsson á gæöingnum. Lögö verður áhersla á aö gera veg unglinga sem mestan á fjórðungsmótinu. Myndin er tekin á íslandsmóti í hestaíþróttum, sem fram fór á Melgerðis- melum sumarið 1981. Föstud.: Kl. 09.00 Stóðhestar dæmdir — efri völlur Kl. 09.00 A-flokkur gæðinga dæmdur — aðalvöllur Kl. 15.30 Yngri flokkur ungl. dæmdur — aðalvöllur Kl. 18.00 Undanrásir kappreiða 250 m stökk 300 m brokk, fyrri sprettur 350 m stökk 800 m stökk Kl. 21.00 Kvöldvaka. Laugard.: Kl. 09.00 Yngri flokkur unglinga kynntur — aðalvöllur Kl. 09.45 Eldri flokkur unglinga kynntur — aðalvöllur Kl. 10.30 B-flokkur gæðinga kynngur — aðalvöllur Kl. 11.30 A-flokkur gæðinga kynntur — aðalvöllur Kl. 13.00 Stóðhestar sýndir samkv. skrá. Kl. 14.30 Hryssur sýndar samkv. skrá. Kl. 17.00 Sýning hrossaræktun- arbúa og ræktenda. Kl. 18.00 Milliriðlar kappreiða 150 m skeið, fyrri sprettur 250 m skeið, fyrri sprettur Kl. 19.00 Sölusýning — efri völlur Kl. 21.00 Kvöldvaka. Sunnud.: Kl. 10.00 Hópreið aðildarfélaga. Kl. 10.30 Helgistund. Kl. 10.45 Ávörp. Kl. 11.00 Yngri flokkur unglinga, verðl. veitt. Eldri flokkur unglinga, verðl. veitt. Kl. 11.30 Stóðhestar sýndir, dóm- um lýst. Kl. 13.00 Hryssur sýndar, dómum lýst. Kl. 15.30 Sýning hrossaræktun- arbúa og -ræktenda. Kl. 16.00 A-flokkur gæðinga, úr- slit, verðl. veitt. Kl. 16.45 B-flokkur gæðinga, úr- slit, verðl. veitt. Kl. 17.30 Kappreiðar, úrslit 150 m skeið, seinni sprettur, verðl. veitt. 250 m skeið, seinni sprettur, verðl. veitt. 250 m stökk, verðl. veitt. 300 m brokk, seinni sprettur, verðl. veitt. 350 m stökk, verðl. veitt. 800 m stökk, verðl. veitt. Kl. 18.00 Dregið í happdrætti mótsins. Mótsslit. Egilsstaðir: Trésmiðja Fljóts- dalshéraðs 10 ára KgilHstöðum, 5. júní. f GÆR var haldið upp á 10 ára afmæli Trésmiöju Fljótsdalshéraös hf. í Fellabæ. Einar Orri Hrafn- kelsson, framkvæmdastjóri, bauö gesti og starfsmenn velkomna til afmælishátíðarinnar, rakti aðdrag- anda aö stofnun fyrirtækisins, sögu þess og uppbyggingu. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs er rekin í hlutafélagsformi, en að- aleigandi og framkvæmdastjóri er Einar Orri Hrafnkelsson auk ættingja sinna og Freys Jóhann- essonar, tæknifræðings í Reykjavík. Fyrirtækið var form- lega stofnað 2. febrúar 1973, en fyrsti áfangi byggingar sjálfrar trésmiðjunnar var hafinn árið áður. Síðan hefur húsakostur rýmkast mjög og enn er fyrir- huguð bygging viðbótarálmu við trésmiðjuna. I ávarpi sínu þakkaði Einar Orri sérstaklega Helga Gísla- syni, fyrrum oddvita Fella- hrepps, góðar viðtökur þegar hann sótti um lóð fyrir trésmiðj- una í Fellahreppi á sínum tíma. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs er nú með stærstu húseiningafram- leiðendum á landinu; framleiðir um 20—30 hús á ári — en fyrsta og annað starfsárið voru einung- is framleidd 5 og 12 hús. Fyrsta einingahús Trésmiðju Fljóts- dalshéraðs var reist á Eskifirði í april 1973 — en þau hafa síðan verið reist víða um land, m.a. við Sigöldu, en flest þeirra á Mið- Austurlandi. I ávarpi sínu brýndi Orri ráða- menn til að efla austfirskan iðn- að og fagnaði sérstaklega stofn- un Iðnþróunarfélags Austur- lands — sem hann taldi verða austfirskum iðnaði lyftistöng. Trésmiðju Fljótsdalshéraðs bárust margar árnaðaróskir í tilefni þessara tímamóta, m.a. heillaóskaskeyti frá iðnaðarráð- Trésmiöja Fljótsdalshéraös í Fellabæ. herra, Sverri Hermannssyni, og einnig frá fráfarandi iðnaðar- ráðherra, Hjörleifi Guttorms- syni. Þá tóku margir gestir til máls og óskuðu fyrirtækinu alls hins besta. Að loknum ávörpum var við- stöddum boðið til kvöldverðar í Veitingaskálanum við Lagar- fljótsbrú. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs er einn stærsti vinnustaðurinn í Fellabæ. Þar vinna nú að stað- aldri 20 menn — en í upphafi voru starfsmenn fyrirtækisins einungis tveir til þrír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.