Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 ,, x/ítS x-tlu&um ab kanna, huorb uib gxbum fengiS hærri yfirdr'dibarheimilcl ■ " I Við þurfum vissulega á því að halda að fá nýtt blóð hér í fyrir- tækið — væri ekki ráð að fara í blóðbankann? Hefurðu ekki enn ráð á að fá þér fyrirsætu? HÖGNI HREKKVÍSI AF FJÖUMÖKGUM TEÖUNPUM fiF/iAÓSA.. . Ofiieysla og örbirgð Ingjaldur Tómasson skrifar: „Á síðastliðnum jólum heyrði ég mjög skelegga, stutta predikun frá kirkju hér í Reykjavík. Þar var ljóslega brugðið upp mynd af hinu gegndarlausa ofneyslubruðli í pkkar vestræna heimshluta, og að íslendingar væru þar síst eftirbát- ar. Þetta væri enn hörmulegra vegna þess að segja mætti að hálf- ur heimurinn liði mikinn skort á nær öllu því er við hér teljum sjálfsagða hluti. Ekki er hægt að segja að okkar „velkristna" þjóð viti ekki af þeim miklu þjáningum fólksins í hinum vanþróaða heimshluta, því að lif- andi myndir eru sýndar af hung- urdauða barna og allsleysi hins sárþjáða fólks næstum hvern ein- asta dag inni á flestum heimilum landsins. í messunni sem að ofan greinir gat presturinn um þá miklu fjar- stæðu, sem ýmsir okkar þjóðar- leiðtogar hafa lengi haldið fram, að flest okkar vandamál séu sök íslenskra bænda. Hann talaði um hina miklu ofneyslu þjóðarinnar og gat um hið mikla óþarfa hundahald, sem hér er og þykir hið mesta stöðutákn að hafa sem stærstan hund við hlið sér í sem dýrustum heimilisbíl. Sami prest- ur gat áður um hina óhóflegu söfnunaráráttu þjóðarinnar og líkti henni við hrafninn, sem frægur væri fyrir söfnunarsýki. Það velmegunarfólk, sem hleður gegndarlausu óhófi allt í kringum sig og tímir ekki að sjá af eyris- virði til fólksins á þriðja farrými geimfarsins okkar, sem jörð nefn- ist, er langt frá því að geta talið sig kristið fólk. Dæmisagan um Lasarus og hinn ríka og fátæka sanna það, svo auðskilið sem það er hverjum manni. Gegndarlaus ofneysla íslend- inga blasir við hverjum manni, sem labbar út og lítur í kringum sig: Mergð bíla spýr þúsundum tonna af erlendri eiturorku út í okkar annars hreina andrúmsloft, á meðan hin mikla íslenska tand- urhreina orka er Iátin renna ára- tugum saman óbeisluð í sjó fram. Við hinar mörgu stórglæsilegu íbúðarhallir okkar er ekki óal- gengt að sjá tvo eða jafnvel þrjá heimilisbíla. Líka má sjá skemmtibáta með vél og öðrum nýtískulegum búnaði. Fjöldi hús- eigenda dvelur langdvölum í sumarhúsum víðs vegar um land. Aðrir draga með sér hjólhýsi lengri eða skemmri leiðir og dvelja í þeim. Geysimikil og stöð- ugt vaxandi ferðalög erlendis, kostuð bæði af einstaklingum og hinu opinbera, t.d. menntafólk og heilar herdeildir hinnar opinberu hástéttar. Aðeins fátt éitt hefur verið hér upp talið af hinu gegnd- arlausa bruðli okkar íslendinga. Og allri þessari óhófsútgerð er svo haldið uppi með erlendu lánsfé. Þrjú dæmi um vestræna ofneyslu Allefnuð eldri hjón íhuguðu hvað þau ættu að gera við allan auðinn, sem þau áttu eftir langa ' efnalega hagsæld. „Þetta gerum við,“ sögðu bæði hjónin. „Rífum eða seljum gamla húsið okkar og byggjum annað stærra og búum það öllu því nýtískulegasta sem nú þekkist, bæði hvað varðar hús og innbú.“ Og það var sannarlega ekki látið sitja við orðin tóm. Með öðru var enginn vínbar nógu full- kominn hérlendis, svo að hann var pantaður frá Hollandi. Kannast fólk nokkuð við svipaða sögu úr helgri bók? Kvikmynd frá Bandaríkjunum var sýnd í sjónvarpi. Læknir, sem var sérfræðingur í skurðaðgerðum til að lækna ýmis líkamslýti manna, var orðinn stórauðugur af þessu starfi sínu. Og auðæfin voru með öðru lögð í gríðarstóra glæsi- höll, „sundlaug og saunabað" og stóra fiskatjörn með miklum fjölda hinna glæsilegustu fiska víðs vegar að úr heiminum. Hjón- in voru barnlaus, svo að ekki þurfti að hafa áhyggjur af þeim. Sýnd var í sjónvarpi mynd frá Svíþjóð, af fjölskyldu í sumarferð. Húsbóndinn, sem stýrði bílnum, virtist vera undir stöðugu stressi. Bílaþvagan virtist svo gegndar- laus, að bíllinn var iðulega skorð- aður í umferðarhnútum. Og eitt sinn er hann ætlaði að fá sér bens- ín, festist hann svo kyrfilega í bílaþvögunni, að hann gat sig hvergi hrært. Varð hann að fá mannhjálp til að rétta sér bensín í ílátum. Umgengnin á áningarstöð- um var yfirþyrmandi. Fjallháir haugar af alls konar umbúðum og drasli. Sorptunnurnar voru svo yf- irfullar, að ekki sást í þær. Eitt stórvandamálið var að afinn var með í ferðinni. Hreinlætisaðstaða Þessir hringdu . . „Hér er margur harður steinnu Gerður hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Ég var að finna að því um daginn, að þið Morgunblaðs- menn væruð einlægt að líta við (= horfa um öxl) hjá einhverj- um, síðast hjá gullleitarmönnum á Skeiðarársandi. { dag (föstu- dag 10. júní) les ég í forsíðu- ramma framan á síðara blaðinu, þar sem vísað er til greinar inni í blaðinu: „... Við fengum nokkrar góðar uppskriftir hjá Ómari Hallssyni veitingamanni og litum við í verslunum sem versla með garðhúsgögn." Þá datt mér í hug eftirfarandi vísa, sem ég man því miður ekki hver orti: Hér er margur hardur steinn og hausarnir eru tinnur. I>að er ei nema einn ojj einn sem á því grjóti vinnur. Inni í sama blaði segir blað- amaður, sem „guðar á skjáinn", m.a. í umfjöllun um sýningu á myndböndum í BBC: „Það væri kannski ekkert óvitlaust, að ís- lenska sjónvarpið gerði það sama og BBC ..." Hvað merkir þetta? Ekkert óvitlaust = vit- laust: „Það væri kannski vit- laust..." Þið verðið að gá að ykkur, blaðamenn. Ábyrgð ykk- ar er mikil. Flestir eru nú farnir að steikja á útigrillum og búa um sig í stólum og sófum [ utandyra, a.m.k. þegar veðr- ið er sæmilega hagstætt. | Undanfarin sumur hafa höf- uöborgarbúar getað fengið sér slíkar steikur í Valhöll. Við fengum nokkrar góðar uppskriftir hjá Ómari Halls- [syni, veitingamanni, ogjitum við í verslunum sem versla með garðhúsgögn. Hestavísa Gamall Skagfirðingur skrifar: „Laugardaginn 11. þ.m., var þáttur Gísla Jónssonar um ís- lenskt mál í Morgunblaðinu, eins og vant er, snjall og fróðlegur. Síð- ast í þættinum var hestavísa, sem mun vera kunn víða, að minni hyggju, að minnsta kosti heyrði ég hana á yngri árum norður í Skagafirði, en síðan eru mörg ár, en þar var vísan svona: Stutt með bak, en breitt að sjá brúnir svakalegar, augun vakin, eyrun smá, einatt blaka til og frá.“ GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Lengi var barist, og kenndu hvorir hinum um upptökin. Rétt væri: ... og kenndu hvorir öðrum um upptökin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.