Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 13

Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 45 VÍÐIR „Allir leikirnir verða erfíðir“ ».Ég er svona mátulega bjart- sýnn á deildarkeppnina í sumar. Við komum vel undirbúnir til leiks. Æfingasókn hefur verið góð og breiddin í hópnum það mikil að keppni er um hvert s»ti í liðinu," sagði Haukur Hafsteinsson, þjálf- ari Víðis, í samtali við Mbl. Þetta er í fyrsta skipti sem Víðir leikur í 2. deild og munur- inn á 3. og 2. deild er talsverður. í fyrra voru leikirnir mjög mis- erfiðir. En ljóst er að í sumar verða allir leikir erfiðir. I sambandi við hvaða mark- mið við höfum sett okkur, þá Haukur Hafsteinsson, þjálfari. höfum við einsett okkur að taka einn leik í einu og sjá þannig til í hvaða baráttu við lendum. Þó verður maður að gæta þess að vera raunsær. Við erum nýliðar í deildinni og því hlýtur fyrsta markmiðið að vera að halda sér f deildinni." Viltu spá einhverju? „Ég vil sem minnstu spá um röð liða í deildinni. Mér finnst þó ekki ólíklegt að þau lið, sem komu niður úr 1. deildinni, Fram og KA, skipi tvö efstu sætin. Um það hverjir falla vil ég engu spá.“ „Takmarkiö að halda okkur í deildinni“ „Sumarið leggst mjög vel í mig og ég er nokkuð bjartsýnn á góðan árangur á þessu keppnistímabili," sagði fyrirliði Víðis, Guðjón Guð- mundsson í samtali við Mbl. — „Þar sem við erum nýliðar í 2. deild þá verður það takmark okkar að halda sæti okkar í deildinni. Núna erum við búnir að spila 2 leiki og erum með 2 stig og ef marka má þessa leiki þá eru liðin í 2. deild mun sterkari en þau f 3. deild. — Núna erum við búnir að æfa mjög vel í vor og tel ég að við komum vel undirbúnir á mótið. Við erum með mjög góða breidd og það er hart barist um sæti í liðinu. Það er mjög gott, því þá verður hver maður að sýna sitt besta í leikjum til að haída sínu Guðjón Guðmundsson, 23 ára miðvallarleik- maður, fyrirliði. sæti. Við erum með blandaðan hóp af ungum og efnilegum strákum og einnig leikreyndum strákum/mönnum. —- Ég vona að knattspyrnan verði betri í sumar en í fyrra, en þá léku öll liðin of stífan varn- arleik. Fyrstu umferðirnar lofa góðu því það hefur verið skorað mun meira núna en undanfarin ár — það eru nefnilega mörkin og lífleg knattspyrna sem fólk kemur á völlinn til að sjá.“ — Viltu spá einhverju um úr- slitin? — „Ég spái því að Fram og KA verði í toppbaráttunni og að Völsungar og FH fylgi þeim fast á eftir, en hin liðin verða mjög svipuð að styrkleika." „Verðum í meðal- mennskunni í sumar“ „ÉG get ekki sagt annað en ég sé tiltölulega bjartsýnn á sumarið. Þetta er í fyrsta skiptið sem við lcikum í annarri deild, og setjum því markið ekki hærra en að halda okkur í henni. Fótboltinn sem leik- inn er í 2. deild er bæði harðari og hraðari og við þurfum tíma til að átta okkur á því, þess vegna reikna ég með því að við verðum allir í meðalmennskunni," sagði Ingi- mundur Guðnason formaður Víðis þegar Mbl. ræddi við hann á dög- unum. Hvernig gengur að fjármagna þetta? „Það hefur gengið sæmilega. Við höfum haft góða fjáröflun- arnefnd og svo vonumst við til að áhorfendum fjölgi eitthvað i formaður Víðis. sumar til að styðja við bakið á okkur. Annars er óhætt að segja að við höfum haft góða áhorf- endur á síðustu árum og þurfum ekki að kvarta undan fámenni á vellinum. Ein góð aðferð til að afla peninga er að halda dans- leiki, það er alltaf gróði af þeim. Einnig gáfum við út dagatal með auglýsingum á og fengum góðan pening út úr því.“ Viltu spá einhverju? „Nei, ég held ég láti það eiga sig, en því er ekki að neita að þegar maður hugsar um hugs- anlega sigurvegara þá koma stóru nöfnin alltaf upp í huga manns og á ég þá við Fram og FH en ég vil samt engu spá.“ sus 01 Ll Gísli Heiðarsson, 18 ára markvörður. Helgi Bjarnason, 29 ára markvörður. Sigurður Magnússon, 23 ára varnarmaður. Halldór Einarsson, 25 ára varnarmaður. Jón Ögmundsson, 27 ára varnarmaður. Björn Vilhelmsson, 18 ára varnarmaður. 28 ára varnarmaður. 21 árs miðvallarleikmaður. miðvallarleikmaður. Svanur Þorsteinsson, 18 ára miðvallarleikmaður. Baldvin Gunnarsson, 23 ára miðvallarleikmaður. Klemenz Sæmundsson, 20 ára miðvallarleikmaður. Guðmundur J. Knútsson, Jónatan Ingimarsson, Grétar Einarsson, 27 ára sóknarmaður. 28 ára sóknarmaður. 18 ára sóknarmaður. Daníel Einarsson, 24 ára sóknarmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.