Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 3

Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 35 til handritakaupa fyrir sænska fornfræðaráðið. Jón Eggertsson var frá Ökrum í Skagafirði og var um skeið klausturhaldari á Möðruvöllum í Hörgárdal, en hann átti í langæjum málaferlum út af því starfi og ýmsu fleira við marga helstu fyrirmenn landsins. Meðan hann dvaldist í Kaup- mannahöfn vegna málarekstrar hafði hann komist f samband við fulltrúa sænska fornfræðaráðsins, og hann tók að sér að verða Svíum úti um íslensk fornrit með því að skrifa slík rit upp og með því að kaupa gömul handrit. Af greinargerð Jóns um hand- ritakaupaferðalag hans til íslands má sjá að hann hefur fengið menn í flestum sýslum landsins til að Nikulásdýrkun breiddist mjög út á 10. og 11. öld. Normannar taka Sikiley á 11. öld og á síðari hluta sömu aldar ráða þeir allri Suður-Italíu að heita má og þar á meðal borgin Bár, sem þá var án- ingarstaður Jórsalafara og mikil- væg hafnarborg við sunnanvert Adríahaf. Þar hafði jafnan gætt mjög býsanskra áhrifa. Hin forna Lýkia var þá í höndum Tyrkja og þar á meðal helgur dómur Nikulás í Mýru. Normannar ræna honum 1087 og flýtja í Bár. Það er senni- legt að sú færsla hafi stuðlað einna mest að dýrkun Nikulás á Vesturlöndum, því að ríki Norð- manna var víðlent. Líklegt má telja að dýrkun Nikulás hafi eink- um borist til íslands úr lendum íslandi, en útgáfustjórn þessa bindis skipuðu Bjarni Einarsson dr. phil., Jón Samsonarson mag. art., Kristján Eldjárn dr. phil., Ólafur Halldórsson dr. phil. og Sigurður Líndal prófessor. Um- sjón með verkinu og hönnun um- brots önnuðust Guðni Kolbeinsson BA. og Sigurgeir Steingrímsson cand. mag. Peter Cahill MA. snar- aði formálum á ensku og gerði enskan útdrátt úr köflunum úr Nikulás sögu. Handiitadeild Konungsbók- hlöðu í Stokkhólmi veitti góðfús- lega leyfi til að ljósprenta eftir handritinu og er bókin unnin hér- lendis að öllu ieyti eins og Skarðs- bók, fyrsta bindið í ritröðinni. Ljósm.: Páll Jónsson. Munkaþverá. Bergur Sokkason var skipaóur príór í Benediktínaklaustrinu á Munkaþverá 1322 og kjörinn þar ábóti 1325. Lárentíussaga segir hann hafa samið þar „ágæta sióu“. Bergur var „hinn fremsti klerkur, söngvari haröla sæmilegur og mælskumaður mikill, svo að hann setti saman margar sögubækur heilagra manna í norrænu máli með mikilli snilld". spyrja uppi handrit og fala þau, og sjálfur reið Jón við sjötta mann um Norðurland og Vesturland og allt suður í Árnessýslu til kaup- anna. Handritasöfnun Jóns Egg- ertssonar hefur verið erfiðleikum bundin, því að sama sumar kom til landsins Hannes Þorleifsson, nýskipaður sagnaritari konungs, til að safna handritum og flytja til Danmerkur og að því er Jón Egg- ertsson segir í skýrslu sinni, lét Hannes lesa á alþingi konunglega tilskipun um að honum einum skyldu fengin handrit í hendur. Þrátt fyrir þessar aðstæður varð Jóni vel ágengt í söfnun sinni, og hann flutti með sér rúma fimm tugi bóka, sem sumar vóru mjög verðmætar. Meðal þeirra var það handrit Nikulás sögu, sem hér birtist, og fyrir það hafði hann gefið þrjá ríkisdali. Útbreiðsla Niku- lásdýrkunar í formála sínum segir Sverrir Tómasson meðal annars: Norðmanna á meginlandinu og Englandi, enda þótt ekki sé fyrir það að synja að Væringjar hafi getað kynnst henni i Miklagarði og flutt hana heim með sér til Noregs og íslands. Það mætti einnig hugsað sér að námsmenn, eins og t.d. þeir feðgar Isleifur og Gizur eða Sæmundur Sigfússon, hefðu getað kynnt dýrlinginn Nik- ulás fyrir löndum sínum. óhætt mun að fullyrða að Nikulás hafi verið orðinn þektur dýrlingur á Is- landi á 12. öld, því að um daga Þorláks helga er í lög leitt að fasta náttföstu fyrir postulamessur og Nikulásmessu. Helguð minningu Kristjáns Eldjárn Aðalritstjóri ritraðarinnar Is- lensk miðaldahandrit er dr. phil Jónas Kristjánsson, forstöðumað- ur Stofnunar Árna Magnússonar á Leifur Þorsteinsson, Myndiðn, annaðist ljósmyndun handritsins, litgreining var unnin hjá Prent- myndastofunni hf., en litprentun sem og önnur prentvinna ásamt umbroti var unnin af starfs- mönnum Kassagerðar Reykjavík- ur. Formálar eru settir hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Pappi í bókina (Ikonofix matt 170 gr) var framleiddur í Þýska- landi sérstaklega fyrir þetta verk. Bókin er bundin í pergament á kjöl og horn. Pergamentið var unnið í Bretlandi. Bókin er hand- saumuð og handbundin í Bókfelli hf. og fylgir henni vönduð askja. Ráðunautur um bókband og útlit var Hilmar Einarsson. Einn af ritstjórum bókarinnar, dr. Kristján Eldjárn, lést áður en verkinu var að fullu lokið. Hann var fæddur 6. desember árið 1916, á messudegi heilags Nikulásar. Útgáfa Helgastaðabókar er helguð minningu hans. — AH. BILLINN BILASALA SÍMI 79944 SMIÐJUVEGI 4 KÓPAVOGI ERTU HORNREKA? fáðu þér þá gott hornsett /.i Greiðslukjör i 6 til 8 mánuði BUS6A6NABÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 MEIRA VIÐGERÐAR OG VATNSÞÉTTINGAR- EFNI SEM GERA EN AÐ DUGA. THORITE Framúrskarandi viðgerðar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl. Thorite er til- valið til viðgerða á rennum ofl. ACRYL60 Eftir btöndun hefur efnið tvöfaldan þenslueiginleika, tvöfaldan þrýstieiginleika, þrefaldan sveigjanleika og áttfalda viðloðun miðað við venjulega steypu. WATERPLUG Sementsefni sem stöðvar rennandi vatn. Þenst út við hörnun og rýrna/ ekki. Þetta efni er talið alger bylt- ing. THOROGRIP Thorogrip er sementsefni, rýrnar ekki, fljótharðnandi. Þenst út við þornun og er ætlað til að festa ýmsa málmhluti í stein og stein- steypu. 15 steinprýði ll Stórhöfða 16, sími 83340. B.B.BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. (H. BEN. HUSIO)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.