Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 íslensk miðaldahandrit HELGASTAÐABÓK Einn mesti kjörgripur handrita heilagra manna sagna Hinn 6. desember 1982, á Nikulásmessu, kom út annað bindi í ritröðinni Islensk miðaldahandrit, Helgastaðabók, sem hefur að geyma sögu Nikulás- ar erkibiskups, en hann er meðal þeirra dýrlinga kaþólsku kirkjunnar, sem hvað mest helgi hefur hvflt á hérlendis. Helgastaðabók er ríkulega lýst eða skreytt, og er talin einn mesti kjörgripur ís- lenskra handrita heilagra manna sagna. Svo sem frá var skýrt í Morgunblaðinu er bókin kom út, hefur verið vandað til útgáfunnar eftir föngum, bæði hvað varðar ytra útlit og fræðilega umfjöllun. SkII Nikulás reisir upp af dauða þrjá menn. Þessi jartein er eitt kunnasta kraftaverk sæls Nikuláss. í Nikuíássögu Bergs Sokkasonar eru þetta þrír kaupmenn, en almennust er sagan þannig að þetta hafi verið skólaklerkar. í þeirri gerð hefur breska tónskáldið Benjamin Britten þekkt söguna og samiö eftir henni fagran hymna. Framan við ljósprentun hand- ritsins eru þrír ítarlegir formálar, fræðilegar ritgerðir, sem ekki hafa birst fyrr, og eru samdar sér- staklega vegna útgáfunnar. Sverr- ir Tómasson cand. mag. ritar um íslenskar Nikulássögur; Stefán Karlsson mag. art. um uppruna og feril Helgastaðabókar, og dr. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns íslands, skrifar um lýs- ingar (skreytingar) í Helgastaða- bók, og fylgja ritgerðinni margar skýringamyndir. Formálar eru allir á íslensku og ensku. Þá eru birtir í bókinni tutt- ugu og sex valdir kaflar úr hand- ritinu, prentaðir með nútímastaf- setningu, og hafa þeir ekki áður verið gefnir út hér á landi. Fleiri útgáfur í bígerð Helgastaðabók er sem fyrr segir annað bindið í ritröðinni íslensk miðaldahandrit, þar sem birtar eru ljósprentanir handrita í rétt- um litum. Fyrsta bindið var Skarðsbók Jónsbókar, sem út kom 1981. íslensk miðaldahandrit koma út á vegum Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi og bóka- forlagsins Lögbergs. Fleiri rit eru væntanleg að sögn Sverris Krist- inssonar í Lögbergi, og sagði hann meðal þeirra handrita, sem fyrir- hugað væri að gefa út vera Stjórn, Konungsbók Eddukvæða, Flateyj- arbók og fleiri. Útgáfa Skarðsbókar á sínum tíma sætti talsverðum tíðindum, og sagði Sverrir hinar góðu mót- tökur er bókin fékk, sýna að eins vel hefði tekist með útgáfuna, sem vonir stóðu frekast til. Kvað Sverrir ánægjulegt að geta nú boðið fólki annan dýrgrip, Helga- staðabók með hinum fögru mynd- um og stafaskrauti. Á sama hátt og Jónsbók tengist meginþætti ís- lenskrar löggjafar og réttarfars, er Nikulássaga tengd íslenskri kirkjusögu og trúarlífi, enda fjall- ar hún um einn þeirra dýrlinga, sem næstir stóðu átrúnaði íslend- inga á miðöldum. Hcilagur Nikulás á íslandi í kynningarriti um Helgastaða- bók segir svo um heilagan Nikul- ás: Heilagur Nikulás var verndar- dýrlingur sjófarenda. Það var því eðlilegt að hann yrði einn þeirra dýrlinga sem mestrar helgi nutu á íslandi. Kemur það fram í því að hann var samkvæmt heimildum nafndýrlingur 39 kirkna hér á landi og verndardýrlingur 13 kirkna annarra. Aðeins María mey, Pétur postuli og ólafur helgi áttu ítök í fleiri kirkjum hér á landi. Meðal þeirra kirkna, sem helgaðar voru heilögum Nikulási, var Bessastaðakirkja, og því er mynd dýrlingsins nú í einum hinna steindu glugga í kirkju for- setasetursins. Áðrar kirkjur, sem helgaðar voru honum, stóðu m.a. að Brautarholti á Kjalarnesi, Fitj- um í Skorradal, Gilsbakka í Hvít- ársíðu, Stafholti, Kolbeinsstöðum, Bjarnarhöfn f Helgafellssveit, Hvoli í Saurbæ, Haga á Barða- strönd, Söndum í Dýrafirði, Und- irfelli í Vatnsdal, Holtastöðum í Langadal, Goðdölum og Mælifelli í Skagafirði, Glæsibæ og Saurbæ í Eyjafirði, Illugastöðum í Fnjóska- dal, Ljósavatni, Lundarbrekku í Bárðardal, Grenjaðarstað í Aðal- dal, Eiðum og Vallanesi á Héraði, Núpsstað og Kálfafelli í Fljóts- hverfi, Skógum undir Eyjafjöllum, Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, Skarði á Landi og Odda á Rang- árvöllum. Enn er ótalin kirkjan á Helgastöðum í Reykjadal, en þar varðveittist um aldir sú bók með Nikulás sögu sem hér er gefin út og nú er kennd við þann stað. Bergur Sokkason ábóti á Munkaþverá Klaustur var sett á Munkaþverá í Eyjafirði árið 1155. Þar var Benediktsregla. Fyrsti ábóti klaustursins var Nikulás Berg- þórsson er bar heiti dýrlings sem frá segir í Nikulás sögu. Hann hafði ferðast víða um lönd og samdi m.a. ritið Leiðarvísir og borgaskipan, en það er lýsing á leið norrænna pílagríma suður til Rómar og þaðan austur til Jerú- salem. Á fyrra hluta 14. aldar var ábóti á Munkaþverá Bergur Sokkason, en hann setti saman þá sögu af heilögum Nikulási sem varðveitt er í Helgastaðabók. Um Berg Sokkason er fátt vitað með fullri vissu. Hann er talinn fædd- ur eigi síðar en aldamótaárið 1300 og sótti nám að Munkaþverá hjá Lárentíusi Kálfssyni er síðar varð Hólabiskup. Bergur gerðist 1316 eða 1317 munkur á Þingeyrum, en þar var einnig Benediktsklaustur. Hann var skipaður príór á Munka- þverá 1322 og kjörinn til ábóta- sætis á staðnum 1325, en hvarf frá því níu árum síðar „fyrir lítillætis sakir" að því er segir í annál. Síðar er þess getið að hann hafi tekið við ábótavaldi að nýju 1345. Um dán- arár hans er ókunnugt. Þegar Bergi var fengið ábótastarf sat Lárentíus Kálfsson á biskupsstóli, og kemur Bergur ábóti við sögu hans. Þar er honum svo lýst: „Var hann fornmenntur maður umfram flesta menn þá á íslandi um klerk- dóm, letur, söng og málsnilld; saman setti hann margar heilagra manna sögur í norrænu sem birt- ast mun og auðsýnast meðan þetta land er byggt." Handritið sannkallaður kjörgripur í formála sinum að Helgastaða- bók segir dr. Selma Jónsdóttir meðal annars: Handritið Perg, 4to nr. 16 af Nikulás sögu Bergs Sokkasonar er sérstætt meðal íslenskra handrita vegna óvenjulega mikilla lýsinga. Á þrem heilum myndsíðum og í fimmtán sögustöfum er lýst at- burðum úr lífi og dauða Nikulásar erkibiskups af Mýru og krafta- verkum hans lífs og liðins. Birta þessar lýsingar mjög lifandi myndir af þeim þáttum sögunnar, sem listamaðurinn hefur tekið til meðferðar, hvort sem hann hefur valið efnið sjálfur eða verið falið það á hendur af manni þeim, sem hefur kostað þessar miklu og gullskreyttu lýsingar. Handritið Perg, 4to nr. 16 er sannkallaður kjörgripur, og hefur ekkert verið til sparað að gera lýs- ingarnar sem glæsilegastar. Þegar handritinu er flett blasir við mik- ill fjöldi lýsinga, heil málverk, sögustafir, upphafsstafir skreyttir með mannsandlitum, dýrum og kynjaverum og stílfærðum rósum og formum ásamt miklu blaða- skrauti, sem er á fleygiferð upp og niður síðurnar, hringandi sig inn- an í upphafsstöfum og utan þeirra. Bókin hefur ljómað af gló- andi gulli, einkum í bakgrunni myndanna, en einnig í klæðum persónanna, jafnvel í hári þeirra. Myndsíðurnar þrjár fyrir fram- an sjálfa söguna eru einsdæmi í íslenskum handritum, sem varð- veist hafa. f þeim lýstu handritum íslenskum, sem enn eru til, er yfir- leitt aðeins ein heilsíða lýst, og er þá annaðhvort fremst í bókinni eða á mótum efnisþátta; þó geta slíkar bækur einnig státað af sögustöfum. Annars er það ekki algengt, að íslensk handrit séu lýst með sögustöfum, en hins veg- ar eru þau oft með skreyttum upp- hafsstöfum. Svo skemmtilega vill til að þrjú altarisklæði með refilsaumi, sem sýna atriði úr ævi dýrlinga á svip- aðan hátt og í Nikulás sögu, hafa varðveist og munu vera frá líkum tíma, svo að ætla má að hér á landi hafi verið tíðkað að segja sögur dýrlinga í myndum. Senni- lega hafa þessi verk verið gerð fyrir kirkjur, vígðar þeim dýrlingi, sem listaverkið var helgað. Svíar sóttust eftir ísl. handritum Stefán Karlsson fjallar um upp- runa og feril handritsins í formála sínum, og segir þar meðal annars: Það handrit Nikulás sögu erki- biskups, sem hér birtist ljósprent- að í litum, mun hafa verið skrifað og lýst á ofanverðri 14. öld og var um langan aldur eign kirkjunnar á Helgastöðum í Reykjadal; það er því réttnefnt Helgastaðabók, þó að það muni ekki hafa borið það nafn fyrr en nú. Á 17. öld barst handritið til Svíþjóðar og á nú heima í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, þar sem það ber safnmarkið Perg, 4to nr. 16 meðal íslenskra handrita safnsins. Með vaxandi áhuga á norrænum fornfræðum á 17. öld fóru Svíar að sækjast eftir íslenskum handrit- um. Árangursríkasta aðgerð í þessum efnum var sendiför Jóns Eggertssonar til íslands 1682—83

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.