Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 39 Þjóðarframleiðsla mun aukast um 1,5% í magni á Norður- löndunum í ár I»JÓÐARFRAMLEIÐSLA Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar mun aukast um 1,5% að meðaltali í magni á þessu ári, samkvæmt niðurstöðum nýbirtrar efnahagsspár fyrir löndin, sem unnin er af efnahagssérfræðingum sænska bankans Svenska Handelsbanken. Sérfræðingar bankans segja að þessi aukning þjóðarframleiðslu Norðurlandanna sé nokkuð um- fram meðalaukningu í löndum inn- an Efnahags- og framfararstofn- unar Evrópu, OECD, sem verði ef að líkum lætur í kringum 0,5%. Hins vegar verði aukning þjóðar- framleiðslu í Bandaríkjunum og í Japan nokkru meiri, eða 2,5% í Bandaríkjunum og 3% í Japan. Ef litið er á stöðuna í einstökum löndum, spá sérfræðingar bankans því, að aukningin verði minnst í Danmörku innan Norðurlandanna, eða um 0,5%. Þá muni þjóðar- framleiðsla aukast um 1% í Noregi, en hins vegar um 2% bæði í Finn- landi og Svíþjóð. í spánni kemur fram, að vænt- anlega muni atvinnuleysi heldur fara minnkandi á Norðurlöndun- um, samfara aukinni þjóðarfram- leiðslu, en um þessar mundir er at- vinnuleysið mest í Danmörku, eða 10% af mannafla. Það er um 6% í Finnlandi og 3,5% í Noregi og Sví- þjóð. Opel stefnir að 15% söluaukningu á árinu Markaðshlutdeild Opel í Evrópu jókst úr 8,3% í 9,6% 1982 „VIÐ ERUM ákveðnir í að selja 1.100.000 bfla í Evrópu í ár, sem er liðlega 15% aukning frá síðasta ári, sem þó kom mjög vel út fyrir fyrirtækið," sagði Ferdinand Beickler, aðalforstjóri Opel Beickler sagði ennfremur, að á síðasta ári hefði Opel selt alls 955.234 bíla í Evrópu, sem hefði verið um 18% aukning frá árinu þar á undan, á sama tíma og bíla- sala almennt jókst um 1,9% í Evr- ópu. „Okkur tókst að auka mark- aðshlutdeild Opel úr 8,3% í 9,6%, sem við erum mjög ánægðir með.“ A síðasta ári varð söluaukning Opel langmest í Frakklandi, eða nærri 50% og í Bretlandi, þar sem söluaukningin var um 40% milli ára. Þá nefndi forstjórinn, að sölu- aukningin í hefðbundnum mark- aðslöndum Opel eins og Belgíu og Austurríki hefði verði um 20% á síðasta ári. Beickler nefndi ennfremur, að sala Opel í Hollandi hefði aukizt um 19% á síðasta ári, en Opel hef- ur verið mest seldi bíllinn þar í landi sl. 14 ár. Opel jók markaðs- hlutdeild sína í Vestur-Þýzkalandi ■verksmiðjanna vestur-þvzku. úr 16,2% í 18,2%, sem Beickler sagði sérstaklega ánægjulega þróun fyrir fyrirtækið. Aðalsölubíll Opel-verksmiðjanna er Kadettinn, en ennfremur var mikil sala í Ascona-bílnum og nýja Rekordinum, sem hefur fengið betri viðtökur, en Opel-menn þorðu að vona fyrirfram. Beickler sagði ennfremur, að viðtökur fólks við nýjasta bíl verksmiðjunnar, Corsa, væru mjög góðar, en um smábíl er að ræða. „Við stefnum að því að selja um 200.000 bíla af þeirri gerð- inni í ár í Evrópu." Að síðustu kom það fram hjá Beickler, að forsendan fyrir því, að evrópskir bílaframleiðendur gætu haldið áfram að auka markaðssókn sína og hreinlega taka þátt í hinni hörðu baráttu á bílamarkaðinum, væri síaukin framleiðni og hefði Opel gert sérstakt átak í þeim efn- um á liðnum misserum. Ungverjar bjóöa skatt- frjálsa bankareikninga „Sviss Austur-Evrópu“? UNGVERJAR hafa fyrstir þjóða í Austur-Evrópu heimilað vestrænum aðilum að opna skattfrjálsa bankareikninga, sem ekki eru gefnar upplýsingar um til viðkomandi yflrvalda. Stjórnvöld í Ungverjalandi ákváðu á síðasta ári, að gera tilraun með þetta til að fá inn í landið meira af vestrænum gjaldeyri, en reynzla síðustu sex mánaða af þess- ari bankastarfsemi er að mati Ungverja góð. Samkvæmt upplýs- ingum sænska viðskiptaritsins Veckans Affárer, hafa um 40 millj- ónir dollara verið lagðar inn á þessa skattfrjálsu reikninga til þessa. Vextir á þessum reikningum eru 3—4% yfir vöxtum eins og þeir eru á Vesturlöndum um þessar mundir, auk þess sem eigendur fjárins geta innleyst það þegar þeim helzt hent- ar. Talsmaður ungverska seðlabank- ans sagði á dögunum, að Ungverjar hefðu ekkert á móti því að verða „Sviss Austur-Evrópu". STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR Modei Hjarta er íslensk gæðavara, hönnuö í gömlum bændastíl, aóeins í nýrri og betri útfærslu. Framleitt úr valinni, massífri furu. Fæst í Ijósum viöar- lit eóa brúnbæsað og lakkað meó sýruhertu lakki. Velja má ó milli þess að seta og bak sé úr viöi eóa klætt meö áklæöi aö eigin vali. Model Hjarta nýtur veröskuldaóra vinsælda, enda ákaflega hlýlegt sett, hvort sem er í boröstofunni eöa eldhúskróknum — og jafnt í nýjum húsum sem gömlum. EÐA 20% ÚTBORGUN OG EFTIRSTÖÐVAR Á 6-8 MÁN. FRAMLEIÐANDI FURUHÚSGAGNA i HÆSTA GÆOA- FLOKKI FCIPUHÚS ÍÐ HF. Sudurlandsbraut 30 105 Reykjavík • Simi 86605. LÆKKIÐ BYGGINGA- og VIÐHALDSKOSTNAÐ meö DC 781 SILICONE KITTI BERIÐ SAMAN VERÐIÐ ÁÐUR EN ÞIÐ KAUPIÐ EN ÞAÐ SEM EKKI ER HÆGT AÐ BERA SAMAN ERU ... GÆÐIN 1. DC 781 Silicone Kitti var fyrst á heimsmarkaðnum. 2. DC 781 Yfir 20 ára vandræðalaus notkun. 3. DC 781 er eina Silicone Kitti sem stenzt kröfur. SNFJ, Frakklandi, DIN, Þýzkalandi, BSI, Englandi, Fed. Spec., Bandaríkjunum. 4. DC 781 er mest selda Silicone Kitti í heimi og á íslandi. 5. DC 781 inniheldur ekki fylliefni og er 100% Silicone. Biöjiö um ókeypis myndalista um DC 781 Silicone Kitti DOW CORNING Fyrstir með Silicone í heimi. KISÍLL HF Fyrstir meö Silicone á íslandi. Lækjargata 6B — Pósthólf 527 — 121 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.