Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 Landsþing Landssam- bands sjálfstædiskvenna FJÓRTÁNDA landsþing Lands- sambands sjálfstæðiskvenna var haldið í Keflavík 14. maí sl. Svo sem áður hefur komið fram lét Margrét S. Einarsdóttir, sjúkraliði, af formennsku í Landssamband- inu á þinginu eftir að hafa gegnt því starfi í fjögur ár og var Hall- dóra Rafnar, kennari, kjörinn formaður til næstu tveggja ára. Stjórn landssambandsins skipa nú Ásthildur Pétursdóttir, Kópavogi, Birna Guðjónsdóttir, Sauðárkróki, Erna Mathiesen, Hafnarfirði, Esther Guðmundsdóttir, Reykja- vík, Hulda Guðbergsdóttir, Sel- fossi, Jósefína Gísladóttir, ísafirði, Ragnheiður Ólafsdóttir, Akranesi, Sigrún Porsteinsdóttir, Vest- mannaeyjum, Sólrún V. Jensdóttir, Reykjavík, Svanhildur Björgvins- dóttir, Dalvík, Svava Gunnlaugs- dóttir, Borgarnesi, Vigdís Pálsdótt- ir, Keflavík, og Þórunn Sigur- björnsdóttir, Akureyri. Á þinginu flutti Salome Þor- kelsdóttir, alþingismaður, ræðu um stjórnmálaviðræður og Elín Pálmadóttir, blaðamaður, sagði frá störfum friðarnefndar kvenna. Aðalumræðuefni þings- ins var „breyttir starfshættir — breytt starf kvenfélaga innan stjórnmálaflokkanna". Fram- sögu um það efni höfðu Esther Guðmundsdóttir, þjóðfélags- fræðingur, og Ásdís J. Rafnar, lögfræðingur. Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir flokkar — óhagstæður samanburður Esther Guðmundsdósttir sagði m.a. í sínu erindi: „Stjórnmála- flokkarnir hafa því miður verið nokkuð svifaseinir að komast í takt við tímann um breytt við- horf til kvenna í stjórnmálum. Það sést best á því að í nýafstöðnum Alþingiskosning- um þrefaldaðist hlutur kvenna á Alþingi. Af þeim níu konum, sem náðu kjöri tilheyra fimm nýjum stjórnmálaöflum, sem risu upp fyrir kosningarnar. Hlutfall kvenna í þingflokkunum er lægst hjá Sjálfstæðisflokkn- um, (að undanskildum Fram- sóknarflokknum, sem hefur enga konu á þingi), og því miður hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið sig einna verst af gömlu flokkunum að koma konum í ábyrgðarstöð- ur innan flokksins, sbr. með- fylgjandi töflu. Margir forystumenn flokksins lifa í fornri frægð, þegar þetta umræðuefni ber á góma. Því þó að við höfum haft forskot hér áður þá höfum við það ekki leng- ur. T.d. áttum við fram að síð- ustu Alþingiskosningum 7 konur af þeim 12 sem setið hafa á Al- þingi frá upphafi en við eigum ennþá bara 7 af þeim 17 konum sem nú hafa komist inn fyrir dyr Alþingis. Frá því að frú Auður Auðuns var ráðherra fyrir um tólf árum, hefur því miður ekki mikið þokast í jafnréttisátt inn- an flokksins. Tölulegar upplýs- ingar um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins samanborið við aðra flokka sýna að flokkur- inn hefur dregist aftur úr á síð- ustu árum, svo nú verðum við að herða róðurinn, konur góðar. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er stærsti stjórnmálaflokkur landsins, má ekki sofna á verðin- um, hann verður að vera í sí- felldri breytingu og laga sig að breyttum viðhorfum í þjóðfélag- inu, með því að hvetja konur til að taka virkan þátt í flokksstarf- inu og fá þær til að taka sæti ofar á framboðslistum. í síðustu kosningum lýsti stór hópur kjós- enda því yfir að hann vill að kon- ur fái aukin áhrif í þjóðfélaginu, er hann studdi sérframboð kvenna í þremur kjördæmum landsins." Kvenfélögin „Á undanförnum árum hefur 1 Að fá konur til að kjósa flokk- inn. 2. Að gæta þess að eðlileg endurnýjun verði á flokks- bundnum konum og reyna jafnframt að fjölga þeim. 3. Að þjálfa konur og gera þær hæfari til að ganga í forystu- sveit flokksins. 4 Að taka „kvennapólitík" upp í enn ríkari mæli. 5. Að taka þátt í alþjóðasam- vinnu kvenna í sambærilegum flokkum. Ég tel að svo stöddu ekki æski- Iegt að leggja niður kvenfélög stjórnmálaflokkanna, en þau þurfa að aðlaga sig breyttum tímum, taka upp aðrar starfsað- ferðir og ný verkefni. Það mun skila sér í auknum áhrifum kvenna innan flokksins og auka Margrét S. Einarsdóttir, fráfarandi formaður. Halldóra Rafnar, formaður. U Esther Guðmundsdóttir, lagsfræðingur. Frá þinginu. verið rætt um það hvort leggja eigi niður kvenfélög stjórnmála- flokkanna eða ekki. Sagt er að það sé ekki í anda jafnréttis að hafa konur einangraðar í sérfé- lögum. Þar sem kvenfélög stjórnmálaflokka á Norðurlönd- unum hafa verið lögð niður hafa konurnar í þessum flokkum samt bundist óformlegum sam- tökum og kallað sig jafnréttis- hóp eða kvennahóp. Sjálfsagt eru áhrif kvennahreyfinga innan stjórnmálaflokkanna mismun- andi eftir flokkum og mismun- andi á mismunandi tímum. En kvenfélögin eiga að vera uppeld- isstöð, þar sem konur fá þjálfun t.d. í ræðumennsku, fundarsköp- um og greinaskrifum svo eitt- hvað sé nefnt, en fari síðan út í blönduðu flokksfélögin. Konur og karlar hljóta að eiga auðvelt með samvinnu í flókksstari á sama hátt og innan fjölskyld- unnar og á vinnumarkaðnum. Því miður starfa allt of mörg kvenfélög innan stjórnmála- flokkanna sem hefðbundin kven- félög. Þær konur sem vilja vinna að líknarmálum eða halda nám- skeið í saumum og matargerð, eiga að gera það í almennum kvenfélögum en ekki nota kven- félög flokksins til þess. Ég ætla að nefna hér fimm atriði sem eiga að teljast verkefni kvenfélaga stjórnmálaflokkanna: Tafla. Alþýðubandalag (’82) konur Alþýðuflokkur (’82) konur Framsóknarfl. (’82) konur Sjálfstæðisfl. (’81) konur Landsfundur/ Miðstjórn/ Framkv,- Flokksráð Flokksstjórn stjórn 42% 52% 36% 25% 22% 27% 21% 14% 14% 19% 17% 20% fylgi hans og áhrif í þjóðfélag- inu.“ Sjá töflu. Lágt hlutfall flokks- bundinna kvenna Ásdís J. Rafnar sagði m.a. efG irfarandi í framsöguræðu sinni á þinginu: „Kvenfélög Sjálfstæðis- flokksins voru á sínum tíma stofnuð til að fylkja konum um málefni Sjálfstæðisflokksins og virkja konur til starfa á vett- vangi þjóðmála. Siðustu áratug- ina hafa kvenfélögin fylkt hon- um um málefni flokksins, en það er spurning hvort þau gera það i dag og hvort þau hafi virkjað konur að nokkru marki til starfa á vettvangi þjóðmálanna. Það er alvarlegt hættumerki fyrir stór- an stjórnmálaflokk eins og Sjálfstæðisflokkinn, að aðeins 19% flokksbundinna félaga í höfuðborginni eru konur. Utan af landi hef ég ekki tölur. Og hvernig lítur dæmið út ef konur á aldrinum 16—35 ára eru tekn- ar út úr þessari tölu? Sjálfstæðiskonur hafa síðustu árin gefið út bækur, m.a. um svokallaða fjölskyldupólítík og við höfum haldið fundi og ráð- stefnur um þau mál sem um stjórnmál almennt. Mikil vinna sjálfstæðiskvenna virðist ekki hafa skilað miklum árangri, ef til þess er litið að síðasta árið hafa kvennaframboð komið fram sem hafa talið kjósendum trú um að þær væru rétt að finna upp púðrið, og fengið mikinn stuðning kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur, en það er ekkert lögmál að hann verði það áfram nema kjósendur framtíðarinnar sjái áhugamál sín og viðhorf speglast í tali og starfi trúnaðarmanna flokksins, ekki sízt á Alþingi. Nú sem oft áður er fyrir hendi ákveðinn leiði í garð stjórnmála- flokkanna, og sökin á þeim leiða eiga stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamennirnir fyrst og fremst. Það er m.a. hlutverk stjórnmálamanna og þeirra sem taka að sér ábyrgðarstöður inn- an flokka að vekja áhuga al- mennings á stefnu og málefnum flokksins. Það tregðumál að sömu frambjóðendurnir skipa lista flokkanna í öllum kjör- dæmum meira og minna ár eftir ár hefur líka dregið úr áhuga al- mennings á gömlu flokkunum. Það er ekki grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins sem hefur fælt konur frá flokknum sem öðrum flokkum í síðustu kosn- ingum heldur framangreind at- riði og þrjú veigamikil atriði í viðbót. Það mikilvægasta af þeim er það að konur hafa ekki notið nægilegs framgangs í Sjálfstæðisflokknum og verið málsvarar hans út á við. Kvenfélögin gegna tvímæla- laust miklu hlutverki fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en vissulega mega starfshættir þeirra breyt- ast með breyttum tímum. Kven- félögin eiga að vera vettvangur þar sem konur hittast og ræða stjórnmál og þau eiga að sjá konum fyrir fræðslu á þessu sviði og það er ekki sízt skylda kvenfélaganna að bera fram og styðja kvenframbjóðendur í prófkjörum flokksins í hverju kjördæmi. Helmingur þjóðar- þjóðfé- Ásdís J. Rafnar, lögfræðingur. innar (konurnar), vilja eiga fleiri fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum en nú er og því kalli verður Sjálfstæðisflokkur- inn að svara ef hann gerir kröfu til stuðnings þessara kjósenda við málefni sín. Hvað fræðslustarf kvenfélag- anna varðar er af mörgu að taka. Námskeið, umræðuhópar, náms- stefnur, félagsfundir, stuttir há- degisfundir eða rabbfundir, svo dæmi séu nefnd. Áhugi kvenna fyrir stjórnmálum er stöðugt að aukast og konur hafa meiri tíma en áður til að sinna stjórnmála- áhuga sínum. Kalli eftir fræðslu verða kvenfélögin að hlýða, því þangað er leitað, sem lifandi starf fer fram. Og þátt fjölmiðla í pólitísku starfi mega sjálfstæð- iskonur ekki vanmeta. Ef við ætlum að stuðla að stöðugt öflugri Sjálfstæðisflokki til forystu í landinu þá gerum við það bezt með lifandi umræðu og starfi, og með því fyrst og fremst að vera í fararbroddi f baráttumálum hvers tíma.“ Að loknum framsöguerindum fóru fram miklar og líflegar um- ræður um verkefni og stöðu kvenfélaganna. Meðal atriða sem þar komu fram ná nefna, að starfsemi kvenfélaga Sjálfstæð- isflokksins væri mismunandi mikil, í mörgum verulega mikil og árangursrík. Ennfremur að þó að konur væru hlutfallslega fæstar flokksbundnar f Sjálf- stæðisflokknum af gömlu flokk- unum, þá væru þær eftir sem áð- ur tölulega lang flestar í Sjálf- stæðisflokknum. Töluverðar um- ræður fóru fram um áróðursmál og tækni til að auka hlut kvenna í ábyrgðarstöðum innan Sjálf- stæðisflokksins. Landssamband- ið heldur landsþing á tveggja ára fresti. Landssamband sjálfstæðiskvenna Umsjón: Sólrún Jenadóttir, Björg Einarsdóttir, Ásdfs J. Rafnsr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.