Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 53 l^L^AKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRA MANUDEGI Á þurrkasvæðunum í Eþíópíu I mars síðstliðnum: Hjúkrunarkona með fár- sjúkt barn. virtist nánast engin. En flestir vita, að eldri menn þurfa oftar að gegna þörfum sínum en fólk á besta aldri. Af þessu spunnust enn ný leiðindi og var þó varla á baet- andi. Svo var það á síðasta áfangastað að afinn útvegaði sér bát og fór út á vatn að veiða. Þeg- ar fjölskyldan var búin til heim- ferðar þá var hann ennþá úti á vatninu að fiska og neitaði að koma í land fyrr en honum sjálf- um sýndist. Og húsbóndinn varð eðlilega æfur af reiði og hrópaði til gamlingjans: „Þú skalt svo sannarlega á elliheimili við fyrsta tækifæri." Og þannig endaði myndin. Minna má á brúðartertu hins nýríka danska skemmtiferðarek- anda, sem þurfti háan lyftukrana til að hægt væri að byrja að úða í sig tertutoppinum. Já, dæmi þessu lík eru mýmörg. Ofneysla bæði í mat og drykk, klæðnaði og á flest- um öðrum sviðum neyslu. Dæmi- sagan um ríka manninn, sem klæddist pelli og purpura og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði, meðan hinn fátæki lá hungraður, klæðlítill og kaunum hlaðinn við dyrnar, er nú að gerast í æ stærri í Kaupmannahöfn í maí síðastliðn- um: Fulltrúar fri Heimsmetabók Guiness slá máli á brúðartertu Sím- onar Spies. stíl, miðað við hið gegndarlausa óhóf vestrænt, meðan íbúar hinna vanþróuðu þjóða veslast upp og deyja þúsundum saman af alls- leysi. Að lokum eitt vers úr okkar stórágætu sálmasöngbók: Jesús grætur, heimur hlær, hismið auma síkátt lifir. Svndaþra llinn séð ei fær sverd er höfdi vofir yfir. vSál hans viðjum vefjast lætur. VeröM hlær, en Jesús grætur.** Karlmannaföt frá kr. 1.795,00 Terylenebuxur, nýkomnar Gallabðxur Flauelsbuxur Gallabuxur, kvensmö Stretch-gallabuxur Regngallar o.m.ll. ódýrt kr. 475,00 kr. 315,00 og kr. 365,00 kr. 330,00 kr. 330,00 kr. 525,00 kr. 585,00 Andrés, herradeild, Skólavöröustíg 22, sími 18250. Á einum stað 130 sófasett að skoða Greiðslukjör í 6 til 8 mánuði UÚSGACNARÖLLIN BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK 8 91-81199 og 81410 Furðulegt þjóðfélag Kristín Lárusdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Stjúpdóttir mín á von á barni sínu nú um miðjan júní. Hún býr úti á landi og var alltaf ákveðin í að koma suður til að fæða þetta barn eins og hin tvö, af vissum öryggisástæðum. En hún er orðin ansi þreytt og ákvað því að fæða í heimabæ sínum í þetta sinn. Og svo fóru þau hjónin að at- huga með þetta fæðingarorlof sem talað hefur verið um, að eigin- manninum beri réttur til. Spurn- ingin var, hvort hann gæti ekki bara verið heima sjálfur til að passa litlu börnin þeirra, sem eru eins og tveggja ára og ákaflega hænd að foreldrum sínum. Mamma þeirra hefur alltaf verið heima, svo að þau eru ekki vön því að vera fjarri pabba og mömmu. Það yrðu því ansi mikil viðbrigði fyrir angana litlu, ef einhver nán- ast ókunnugur þyrfti að gæta þeirra á meðan mamma verður fjarverandi vegna barnsfæðingar- innar. En þá kemur í ljós, að þetta er svolítið skrýtið þjóðfélag sem við búum í. Sú furðulega staðreynd blasir nefnilega við, að faðir má aðeins taka þriðja mánuðinn frá starfi sínu í launalausu fríi, en alls ekki fyrsta mánuðinn. Þetta finnst mér ákaflega einkennilegt, því ef allt gengur vel, þá er móðir- in komin heim og orðin allhress þriðja mánuðinn eftir fæðinguna og þarf þá ekki undir venjulegum kringumstæðum á hjálp hans að halda. Til hvers er þetta fæðingarorlof fyrir karlmenn ætlað? Spyr sá, sem ekki veit. Svo er annað mál sem mig lang- ar til að koma á framfæri og snertir þetta furðuiega þjóðfélag sem við búum í. Ég á sjálf sex börn, það yngsta á öðru ári. Svoleiðis vill til, að ég þarf að fara á sjúkrahús í aðgerð, en þá kemur upp annað vandamál. Þegar ég fór að huga að því, hvar ég gæti fengið fóstur fyrir yngsta barnið, blasir sú staðreynd við mér, að allir mínir nánustu vinir eru úti á vinnumarkaðinum til að afla heimilunum tekna, þvi að ekki veitir víst af í þessu verð- bólguþjóðfélagi. í öðru lagi eru eldri ættingjar mínir sjúklingar og hafa alls enga heilsu til að hjálpa mér í þessu efni. Það er til hundavinafélag og kattavinafélag og guð má vita hvað mörg vinafélög. Og maður getur komið kettinum sínum í fóstur eða hundinum sínum, ef á þarf að halda, jafnvel þótt aðeins eigi að bregða sér í sumarfrí. En það er ekkert barnavinafélag tii, sem tæki við barninu manns í fóstur, þegar svona stendur á, hvað þá, ef maður ætlaði nú bara í sumarfrí. Ætli það þurfi enn eina kerf- isstofnunina í viðbót til þess að sinna þessu verkefni? Virðingarfyllst." BROSTU! MYNDASÖGURNAR ✓ Vikuskammtur afskellihlátri auGlysingastofa kristinar mf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.