Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 Akureyri Þorvaldur Jónsson, 19 Logi Einarsson, 19 íra Tómas Vilbergsson, 23 ára markvörður. markvörður. ára varnarmaður. Erlingur Kristjánsson, Haraldur Haraldsson, Jóhann Örlygsson, 20 21 árs varnarmaður. 27 ára varnarmaður. ára varnarmaður. Ólafur Haraldsson, 24 Gunnar Gíslason, 22 Ásbjörn Björnsson, 21 ára varnarmaður. ára miðjuleikmaður. árs miðjuleikmaður. Jóhann Jakobsson, 30 Þórarinn Þórhallsson, Kristján Kristjánsson, ára miðjuleikmaður. 23 ára miðjulcikmaður. 21 árs miðjuleikmaður. Ormarr Örlygsson, 21 Steingrímur Birgisson, Kagnar Rögnvaldsson, árs framherii. 19 ára framherji. 21 árs framherji. Hinrik Þórhallsson, 28 Friðfinnur Hermannsson, Bjarni Jónsson, 18 ára ára framherji. 20 ára sóknarmaður. sóknarmaður. „Erum í betri æfingu en síðastliðið sumar“ Guðjón Guðjónsson fyrirliði KA leikur nú sitt þriðja keppnistímabil með KA. Áður lék hann með ÍBK. Guðjón sagði að sumarið legð- ist vel í sig. „Eg held að 2. deildin skiptist í tvennt, fimm lið berj- ast á toppnum og fimm í neðri hlutanum. Það er erfitt að dæma getu KA-liðsins af þeim leikjum sem búnir eru, en ég er samt bjartsýnn. Við höfum æft mjög vel og mikill hugur í mönnum. Ég tel að liðið sé í mun betri æfingu núna en síðastliðið sumar, þá Guðjón Guðjónsson var liðið ekki í nógu góðri æfingu og átti það stærstan þátt í því að við féllum. Við höfum æft mun meira í vor en í fyrra og einnig eru æfingarnar erfiðari og skemmtilegri núna. Ef ég á að spá, þá held ég að KA, Fram og FH berjist um þessi tvö sæti sem losna í 1. deild, en annars verði röðin þannig: 4. KS, 5. Völsungur, 6. Njarðvík, 7. Víðir, 8. Fylkir, 9. Einherji, 10. Reynir. AS. „Of langt milli keppnistímabila“ Þjálfari KA í sumar er þýskur og heitir Fritz Kissing, 35 ára gamall. Hann þjálfaði lið Breiðabliks sl. tvö sumur. Hvað finnst þér um ís- lenska knattspyrnu? „Mér finnst vera of lítil festa hjá liðunum hér og árangurinn mikið upp og niður, vantar stöð- ugleika. Einnig finnst mér liðin taka of langt frí á milli keppnis- tímabila, liðin ættu að byrja að æfa strax í nóvember á fullu, en að vísu er erfitt að æfa úti hér, seinni hluta vetrar. Einnig finnst mér að menn taki vetraræfingar ekki nógu al- varlega þar sem þeim finnst svo langur tími þar til byrjað er að leika, en það er nú takmarkið hjá þeim.“ Hvað viltu segja um KA-liðið? Fritz Kissing „í liðinu er góð blanda af ung- um og eldri og reyndari leik- mönnum og í þeim leikjum, er búnir eru, hefur okkur gengið bærilega að' mínu mati, það eru margir leiknir strákar í liðinu og svo margir sem eru mjög sterk- ir.“ Viltu spá um röð liðanna í 2. deild? „Ég held að Fram og Völsung- ur verði aðalkeppinautar okkar um 1. deildar-sæti en ég þekki ekki nógu vel til liðanna í deild- inni og geta því einhver önnur lið komið til með að blanda sér í toppbaráttuna. Eg vona bara að KA komist upp í 1. deild og ég held að þeir hafi ekki síðri möguleika til þess en þau lið sem ég hef séð til í 2. deildinni, ef við sleppum við meiðsli." AS. „Æfingaaðstaða hefur verið hræðileg" Gunnar Kárason er formaður knattspyrnudeildar KA og er þetta þriðja árið sem hann er formaður deildarinnar. Gunnar sagðist álíta að fjögur lið muni berjast um sigur í 2. deild, og það yrðu sennilega KA, Fram, Völsungur og Fylkir. „Ég held að KA-liðið sé mjög svipað að styrkleika og það var á síðasta keppnistímabili og litlar breytingar hafa orðið á mann- skap en ég er bjartsýnn á árang- ur liðsins í sumar, strákarnir hafa æft mjög vel og er mikill hugur hjá þeim að endurheimta 1. deildar-sæti sitt. Annars hefur aðstaða til æf- inga í vetur verið alveg hræðileg, vegna óhagstæðrar tíðar og get- Gunnar Kárason ur slíkt komið niður á liðinu auk þess sem möguleiki til æfinga- leikja á vorin er til muna verri hjá okkur en liða af Reykjavík- ursvæðinu og spilar kostnaður- inn við það miklu. Vellirnir á Suðurlandi eru miklu fyrr tilbúnir en hér fyrir norðan, en við höfum ekki fjár- magn til að ferðast suður á vorin til að leika æfingaleiki. Kostnaður við deildina er mjög mikill og sjáum við ekki fram á að endar nái saman og má benda á það að ferðakostnað- ur liða af Stór-Reykjavíkur- svæðinu er aðeins um 15% af okkar ferðakostnaði," sagði Gunnar að lokum. AS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.