Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 8,10% u # 1 1-des. 1978 SAMTALS SKERÐING VERÐBÓTAVÍSITÖLU FRÁ 1.DES. 1978: NÁLÆGT 50% 8,37% 4,40% 1,53% 1,55% 1,34% l.mars l.júní l.sept. I.des. 1980 7,71% 4,29% 2,20% 0,54% joj Lli l.mars l.júnf l.sept. 1982 13 l.des. Verðbólgan og stjórn Seðlabankans eftir Hauk Helgason hagfræðing í. Það hefur lengi verið sKo. mín að stjórn Seðlabankans, bankastjórnin sjálf og bankaráðið, eigi mjög drjúgan þátt í þeirri verðbólgu sem þrúgað hefur okkur íslendinga um langt árabil og aldrei meira en nú um stundir. Ég geri mér vel ljóst að með þessum orðum er mikið sagt, að í þeim felst mikil ákæra á hendur stjórn bankans. Mörgum kann að þykja þessi ádrepa mín furðuleg, ekki síst vegna þess að hingað til hefur það verið talin goðgá að gagnrýna að- gerðir stjórnar bankans. Og meira en það. Um langt skeið hafa ríkis- stjórnir og alþingismenn, flestir hverjir, og raunar mikill hluti landsmanna hlustað með djúpri andakt á hinar árlegu ræður aðal- bankastjórans, dr. Jóhannesar Nordal, á aðalfundum bankans svo og önnur þau orð er hann hefur látið falla i fjölmiðla við ýmis tækifæri. Og enn liggur meira undir steini. Sjálfur veit ég dæmi þess að þegar ágreiningur hefur orðið á milli ríkisstjórnar eða meirihluta ráðherra annarsvegar og stjórnar bankans hinsvegar, svo sem varð stöku sinnum í tíð ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsen, þá var það stjórn bankans sem gekk með sigur af hólmi; ríkisstjórnin lét í minni pokann og hafðist ekki að. Þetta aðgerðarleysi ríkisstjórnar dr. Gunnars tel ég vera eina meg- inástæðuna fyrir því að hún varð að láta af völdum og þá við lítinn orðstír. í raun var hér um að ræða brot á anda og bókstaf laganna um Seðlabanka íslands, en þar segir svo í 4. grein: „í öllu starfi sínu skal Seðlabank- inn hafa náið samstarf við ríkis- stjórnina og gera henni grein fyrir skoðunum sínum varðandi stefnu í efnahagsmálum og framkvæmd hennar. Sé um veruiegan ágrein- ing við ríkisstjórnina að ræða, er Seðlabankastjórn rétt að lýsa hon- um opinberlega og skýra skoðanir sínar. Hún skal engu að síður telja það eitt meginhlutverk sitt að vinna að því, að sú stefna, sem ríkisstjórn- in markar að lokum, nái tilgangi sín- um.“ (Auðkennt af HH.) 2. Verðbólgan hér á fslandi á sér langa sögu. En í og upp úr síðari heimsstyrjöldinni þróaðist hún á þann veg að allar þær ríkisstjórn- ir sem síðan hafa setið að völdum hafa talið það forgangsverkefni að ráða niðurlögum hennar. í ársbyrjun 1968 var ákveðinn nýr grundvöllur að vísitölu vöru og þjónustu og var þá miðað við grunntöluna 100. Nú — rúmum 15 árum síðar — er þessi vísitala komin upp í 10.875 stig, hefur m.ö.o. meira en hundraðfaldast. Á þessu 15 ára tímabili hafa sex ríkisstjórnir setið á valdastóli. Hin fyrsta þeirra var ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins undir forsæti Bjarna Benediktssonar/Jóhanns Hafstein. Þegar hún lét af völdum í júlí 1971 var framfærsluvísitalan komin upp í 162 stig. Næsta ríkisstjórn var sam- stjórn Framsóknarflokksins, Al- þýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna undir forsæti Olafs Jóhannesson- ar. Þessi ríkisstjórn sat að völdum í þrjú ár, sagði af sér í júlí 1974, og var vísitalan þá komin upp í 318 stig — hafði sem næst tvöfaldast. Þriðja ríkisstjórnin var sam- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og var Geir Hallgrímsson forsætisráðherra. Stjórnin var við völd þar til í sept- ember 1978 og var vísitalan þá komin upp í 1.319 stig, hafði fer- faldast og vel það á fjórum árum. Fjórða ríkisstjórnin var sam- stjórn Framsóknar, Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins og enn varð Ólafur Jóhannesson forsæt- isráðherra. Þegar þessi ríkisstjórn lét af völdum í október 1979 var vísitalan komin upp í 2.086 stig. Fimmta stjórnin var minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins og var Benedikt Gröndal forsætisráð- herra. Þessi ríkisstjórn sat fram í febrúar 1980 og var vísitalan þá komin upp í 2.458 stig. Loks kemur svo ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen sem hvarf úr valdastóli nú á dögunum og var vísitalan þá komin upp í 10.875 stig, hafði ferfaldast á rúmum þrem árum. Það skal strax tekið fram að hinar mismunandi hækkanir á Haukur Helgason tímum ríkisstjórnanna sex segja ekki alla söguna. Ein stjórnin sat að völdum í nokkra mánuði, aðrar lengur og aðeins ein þeirra var við völd í heilt kjörtímabil. Annað kemur líka til. Á þessum 15 árum urðu ýmsar mikilvægar breytingar á ytri aðstæðum sem höfðu veruleg áhrif á þróun verð- bólgunnar hér á landi. Sem dæmi má nefna að verðbólgan í við- skiptalöndum okkar fór vaxandi, olíuhækkanirnar miklu sem urðu 1973/74 og 1979/80, skreiðarmark- aðurinn í Nígeríu lokaðist, en veigamest eru að sjálfsögðu hin misjöfnu aflabrögð landsmanna, einkum á síðustu árum þegar loðnan hvarf og samdráttur varð á þorskafla. 3. Nú skulum við athuga lítillega þetta fyrirbæri sem við köllum verðbólgu. Fróður maður hefur sagt að verðbólga ætti sér ekki neina eina meginorsök, heldur væri hún niður- staða af samspili margra þátta, bæði efnahagslegra og félagslegra. Þetta sem hinn vísi maður sagði er hverju orði sannara. Orsakir verðbólgu eru margslungnar, ekki síst hér á íslandi því um margt búum við íslendingar við nokkra sérstöðu. Það sem fyrst og fremst ein- kennir hagkerfi okkar er að við þurfum að flytja til Iandsins margskonar varning, bæði hráefni og neysluvörur, til þess að halda við góðum lífskjörum. í annan stað er útflutningur okkar ákaflega einhæfur, um það bil 80% af verðmæti útflutnings okkar er andvirði fisks og fiskaf- urða. Þetta tvennt veldur því að hag- kerfi okkar er óvenju næmt fyrir sveiflum sem kunna að verða í aflabrögðum og fyrir verðbreyt- ingum, sem verða á fiski og fiskaf- urðum á erlendum mörkuðum. En sem sagt: Verðbólgan er niðurstaða af samspili efnahags- legra þátta og skulum við huga að þrem þeirra, sem mestu hafa vald- ið í þróun verðbólgunnar hér á landi, sem sé laununum, vöxtunum og gengislækkunum. Ef frá eru talin utanaðkomandi áhrif, sem þegar hefur verið minnst á, þá eru það þessir þrír þættir sem sameiginlega eru megin- valdurinn að verðbólgunni hér á ís- landi. f samspili þessara þátta er ekki hægt að tala um upphaf eða endi, að einn þátturinn sé orsök verð- bólgu og annar afleiðing, öllu heldur er hægt að tala um gagn- verkandi áhrif, hver þátturinn magnar annan, einna helst er hægt að tala um vítahring. Tökum dæmi: Þegar gengi krónunnar er lækk- að hækkar allur innflutnijigur í krónum talið, m.ö.o. verðlag'ið hér innanlands hækkar, verðbólgan vex. Samkvæmt því vísitölukerfi sem hér hefur verið notað í áratugi til þess að halda við kaupmætti laun- anna hækka þau um ákveðna pró- sentu fjórum sinnum á ári. Þessar launahækkanir hafa að sjálfsögðu þau áhrif að verðbólgan vex. Stjórn Seðlabankans tekur ákvarðanir um vaxtahækkanir. Að vísu er sagt í tilkynningum bank- ans að þær séu gerðar „í samráði við ríkisstjórnina", en hér er að mestu um formsatriði að ræða. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa nákvæmlega sömu áhrif á þróun verðbólgunnar og launahækk- anirnar. Þeir aðilar sem þurfa að inna af höndum hina hærri vexti greiða þá ekki úr eigin vaxa, vext- irnir fara út í verðlagið, verðbólg- an vex. Það gefur augaleið að við ís- lendingar erum. í stöðugri sam- keppni við aðrar fiskveiðiþjóðir á heimsmarkaðnum. Þessvegna verðum við að halda framleiðslu- kostnaði okkar á svipuðu stigi og er hjá þessum þjóðum. Þegar framleiðslukostnaður okkar hækkar umfram þetta stig, vegna hinna gagnverkandi áhrifa frá hækkunum á launum, frá hækkunum á vöxtum, frá lækkun- um á gengi krónunnar — þá er enn á ný gripið til gengislækkunar og svo koll af kolli, verðbólgan vex í sífellu. 4. Rétt er að fara nokkrum orðum um margnefnda þrjá efnahagslega þætti. Ekki þarf að segja mikið um gengislækkanir krónunnar. Öllum er ljóst að þær hækka verðlagið í landinu, magna verðbólguna. Sem kunnugt er eiga laun að fylgja breytingum á vísitölu fram- færslukostnaðar sem reiknuð er út fjórum sinnum á ári. Ekki þarf að orðlengja um þá staðreynd að þessi vísitala hefur hækkað í sí- fellu á undanförnum áratugum og launin hafa því hækkað um ákveðna prósentutölu á þriggja mánaða fresti. Þessi prósentutala er miðuð við þær hækkanir sem orðið hafa á ákveðnum vörum og þjónustu á undanfarandi þrem mánuðum. Hitt er svo önnur saga að stjórnvöld hafa með valdboði og æ ofan í æ skert þessa prósentutölu, lækkað hana og alltaf undir því yfirvarpi að verið væri að berjast gegn vaxandi verðbólgu. Þetta hafa stjórnvöld gert um langt ára- bil og er nýjasta dæmið sem kunn- ugt er nokkurra daga gamalt. Samkvæmt ákvæðum kjara- samninga og í samræmi við nýút- reiknaða vísitölu áttu laun að hækka um 22% hinn 1. júní sl. Vísitalan hafði hækkað svo mikið vegna þess að vörur og þjónusta höfðu hækkað um þessa prósentu- tölu á þrem undanförnum mánuð- um, í marz, í apríl, í maí. Tuttugu og tvö prósentin áttu að bæta upp þær hækkanir sem þegar höfðu átt sér stað. Ríkisstjórnin nýja ákvað með bráðabirgðalögum að laun skyldu hækka um 8% og auðvitað var sagt: Við í ríkisstjórninni ætlum okkur að ganga á milli bols og höf- uðs á verðbólgudraugnum. Og rétt er það. Átta prósent hækkun launa hefur minni áhrif á verðbólguna en tuttugu og tveggja prósenta hækkun. Vextir hér á íslandi eru með þeim hæstu sem til eru í víðri ver- öld. Þessir vextir eru mjög mikil- vægur þáttur í framleiðslukostn- aðinum hérlendis alveg eins og launin. f þessu sambandi vil ég leyfa mér að fara þess á leit við Morg- unblaðið að það endurprenti mynd af hlutfallslegri skiptingu á helstu kostnaðarliðum úr síðustu árs- reikningum fyrirtækis sem virðist vera mjög vel rekið, Eimskipafé- lags íslands. Ársreikningurinn birtist í blaðinu 22. mars sl. Eins og sést á myndinni nam launakostnaður 11% af heildar- útgjöldum félagsins, en fjár- magnskostnaðurinn — vextirnir — nam 12%. Ég veit með vissu að hlutfalls- lega svipaðar tölur eru í reikning- um velflestra fyrirtækja í landinu, útgerðarfyrirtækja, fiskvinnslu- stöðva, verslana. Auðvitað eru á þessu undan- tekningar — fáeinar trúi ég — en ef litið er yfir heildina myndi koma í ljós að ekki er ýkja mikill munur á launakostnaðinum ann- arsvegar og vaxtakostnaðinum hinsvegar. Þessi óskaplegi vaxtakostnaður á mjög drjúgan þátt í verðbólg- unni, hann eykur framleiðslu- kostnaðinn sem aftur leiðir til gengisfellingar. Eins og áður segir er það Seðla- bankinn sem tekur ákvarðanir um vaxtahækkanir og er því einkar fróðlegt að kynnast viðhorfum dr. Jóhannesar Nordal til vaxta. Vísa ég í ummæli hans í Tímanum 4. maí sl., en þar segir svo m.a.: „ ... en það er alveg ljóst mál að vextir hafa alltaf hækkað á eftir verðbólgu, en ekki á undan henni, þannig að þeir geta ekki verið að- alverðbólguvaldurinn. Það eru því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.