Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 7 Karlmannaföt 1795—2450 kr. Terelyn buxur 475 kr. Permanent press buxur 495 kr. Gallabuxur 365—425 kr. Strets gallabuxur 525 kr. Gallabuxur kvensniö 380 kr. Regngallar og fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22. Sími 18250. Framhjóladrlf - Supershlft (sparnaöargír) • Útíspeglar beggja megin - Ouarts klukka - Utað gler í rúöum - Rúllubelti - upphituö afturrúða - Stórt farangursrýml - o.m.fl. Verö frá kr. 255.000 r- #■----—----------------------------------- 50 ‘%FiÍ\ASTEMilTR á' ¥ Höfum til afgreiðslu strax fánastengur úr áli ílengdum6-8-10-12-14-16metra. * Fanastengumar eru með öllum fylgihlutum, hún, nál, línu og jarðfestingu. y. Uppsetning er auðveld, leiðbeiningar fylgja með. Frestun Svavars Gestssonar Arni Benediktsson, einn af oddvitum SfS, sýnir fram á það í grein í Tíman- um, að kaupmáttur launa hrundi um 20% á síðustu mánuðum fráfarinnar rík- isstjórnar frá meðaltali árs- ins 1982. I greininni segir hann orðrétt: „Nú kann einhver að segja að þessi viðmiðun sé ekki rétt, launin hefðu að óbreyttu hækkað um 22% þann 1. júní og breytt þess- ari stöðu. En það er ekki rétt, staðan hefði ekki breytzt. hað voru allir sam- mála um að ekkert væri til fyrir slíkri launahækkun, enda hefði hún étist upp á skömmum tíma í gengis- fellingum og kostnaðar- hækkunum, þannig að eng- inn var að bættari. I'ar að auki lá fyrir tillaga frá Svavari Gestssyni um að fresta launahækkuninni þann I. júní um einn mán- uð á meðan verið væri að reyna að mynda nýja stjórn og finna nýjar leiðir. Nýjar leiðir til hvers? Nýjar leiðir til þess að komast hjá því að greiða þessa 22% hækk- un, sem ekki var til fyrir og efnahagslíf þjóðarinnar þoldi ekki. Nú eins og jafnan áður er ekki hægt að hefja raunhæfa baráttu við verð- bólguna, baráttu fyrir bætt- um lífskjörum, nema með því að stiga fyrst eitt skref aftur á bak. Það er að sjálfsögðu harkalegt að þurfa að skerða lífskjör enn frekar þegar lífskjara- skerðingin er þegar orðin 20%. En það var gjörsam- lega óhjákvæmilegt ef unnt átti að vera að skapa grundvöll fyrir nýja sókn. Þar að auki færu lífskjör stöðugt versnandi hvort sem er, ef ekkert væri að gert Ef frestun Svavars Gestssonar hefði náð fram að ganga væri Ld. nú þegar komin fram 2% kjara- skerðing til viðbótar áður komnum 20%, og heildar- kjaraskerðing hefði orðið þeim mun meiri, þegar loksins hefði verið tekið ( taumana." Hver hefði grætt á 134% verðbólgu 1983 Þórður Friðjónsson, efnahagsráðunautur ríkis- Árni Þóröur Björn Kaupmátturinn hrundi hjá fyrri ríkisstjórn „Síðasta ríkisstjórn náöi ekki tökum á verðbólgunni. . . Reynt var að halda uppi kaupmætti launa á allan hátt, m.a. meö er- lendri skuldasöfnun, en samt sem áður varö aö skerða umsamið kaupgjald. Við þessar aðstæður fór vandinn stöðugt vaxandi og á síðustu mánuðum stjórnarinnar hrundi kaupmáttur launa, sam- fara minnkandi afla og markaðserfiðleikum. Þegar ríkisstjórnin lét af völdum í maílok hafði kaupmáttur launa hrunið um 20% frá meðaltali ársins 1982. Það er í þeirri stöðu að núverandi ríkis- stjórn tekur við og við það hljóta aðgerðir hennar aö miðast.“ (Árni Benediktsson í grein í Tímanum 22. júní sl.) stjórnarinnar, flutti erindi á aðalfundi Verzlunarráðs íslands nýverið, þar sem hann áréttaði eftirfarandi efnisatriði: • I. Ef ekki hefði verið gripið til efnahagsað- gerða, sem núverandi ríkisstjórn stóð að, hefði meðaltalshækk- un verðbólgu milli ár- anna 1982 og 1983 orðið 90% — og verð- bólguvöxtur frá upp- hafi til loka árs 1983 orðið 134%! • 2. Efnahagsaðgerðir stjórnarinnar leiða til þess að verðbólga frá upphafi til loka árs verður 83% og verð- bólguhraðinn í lok árs 30%, ef fer sem horfir. • 3. Kaupmáttur launa rýrnar, vegna efna- hagsaðgerða, um 3% umfram það, sem hann hefði rýrnað að óbreyttu milli áranna 1982 og 1983. Er þá hvorki tekið tillit til þeirra áhrifa, sem óðaverðbólgan hefði haft á rekstraröryggi fyrirtækja og þar með atvinnuöryggi fólks né neikvæðra áhrifa til lengri tíma litið á lífskjör í landinu að óheftri verðlagsþróun. Hver annar en Þjóðvilj- inn og Alþýðubandalagið vill gerast talsmaður óheftrar verðbólgu? Hver hefðu áhrif 134% verð- bólgu orðið á kaupmátt, at- vinnuöryggi og lífskjör fólks í landinu? Of mikil veiði- sókn — of lítid veiðiþol Björn DagbjarLsson ritar grein í íslending á dögun- um, sem ber yfirskriftina „Glevmdu skipin". Þar segir hann m.a.: „Það var svo sem reynt að malda í móinn þama á árinu 1981 og bent á það að flotinn væri meira en nógu stór og afkastamikill til að fullnýta fiskistofnana og „skrokkaldur" skip- anna sagði ekkert um veiðihæfni þeirra eða að- búnað áhafna. Töflur sem birtust í „Vísi" 24/4 1981 sýndu, að margir aflahæstu bátarnir eru háaldraðir á skrokkinn. Þaö var líka | reynt að benda á það, að þá þegar voru flest eða öll nýleg fiskiskip rekin með stórtapi. En allt kom fyrir ekki. A innan við 12 mán- aöa tímabili 1980/1981 var tekin ákvörðun um eða lagður grundvöllur að upp undir 20 nýjum fiskiskip- um. Það var þá líka kölluð endurnýjun þegar fluttir voru inn 10 ára gamlir breskir dallar. Það er kannski eðlilegt að menn vilji gleyma þessum ákvörðunum nú, en engu að síður voru þær teknar á þessu tímabili og verða ekki afturkallaðar. Flestir viðurkenna að það sé skynsamlegt fyrir okkur að eiga nokkuð öfl- ugan skipasmíðaiðnaö, sem er a.ni.k. fær um allt viðhald fiskiskipa, endur- nýjun þeirra og að svo miklu leyti sem þess gerist þörf, og svo smíði á öllum ríkisreknum skipum svo sem flóabátum, strand- ferðaskipum, varðskipum, vitaskipum og rannsókna- skipum. Það er alveg ófært að Ita byggja ríkisskipin erlendis en þurfa svo hálf- partinn að neyða heima- smíðuðum fiskiskipum upp á sjóðakerfi sjávarútvegs- ins. Kíkisskipunum, sem smíðuð eru erlendis má I heldur ekki gleyma." Egilsstaðir: Norræna félagið efnir til Danmerkurferðar KgilsNtöAum, 1. júlí. NORRÆNA félagið á Egilsstöðum efnir til hópferðar á vinabæjamót sem haldið verður í Sore í Dan- mörku 16.—18. september næst- komandi. Þátttökutilkynningar þurfa að berast stjórn félagsins fyrir 15. þ.m. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. I starfsskýrslu formanns kom m.a. fram að eitt höfuðverkefni félagsins á síðastliðnu ári var út- gáfa bókar um vinabæjakeðju Egilsstaða í samráði við norrænu félögin í vinarbæjunum — en vinabæir Egilsstaða eru: Eiðs- vellir í Noregi, Skara í Svíþjóð, Soro í Danmörku og Suolahti í Finnalndi. Bókin kom út í byrjun þessa árs, 192 bls. að stærð og hin vandaðasta að öllu leyti. Hún ber heitið „Vánner i Norden". Þá gekkst Norræna félagið á Egils- stöðum fyrir Svíþjóðarkynningu á síðasta starfsári og drjúgur tími fór til hvers konar vina- bæjasamskipta — sem segja má að hafi verið þungamiðja starfs félagsins nú sem áður. í tengslum við væntanlegt vinabæjamót í Soro verður hald- inn sérstakur fundur formanna norrænu félaganna í vinabæjun- um og verður þar m.a. fjallað um stækkun vinabæjakeðjunnar — þannig að hún nái einnig til Fær- eyja, Alandseyja og Grænlands. Væntanlegir þátttakendur á vinabæjamótinu í Soro frá Eg- ilsstöðum munu gista á einka- heimilum og standa heimilin þeim opin til gistingar um viku- skeið eftir að vinabæjamótinu lýkur. Stjórn Norræna félagsins á Egilsstöðum var endurkjörin á aðalfundinum í gær, en hana skipa: Ólafur Guðmundsson, formaður; Helgi Halldórsson, varaformaður; Ragnheiður Þór- arinsdóttir, ritari; Elísabet Svav- arsdóttir, gjaldkeri og Halldór Sigurðsson, meðstjórnandi. — Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.