Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 3 pKiAéííííí með espeare línuna Nýju SIGMA flugulínurnar auðvelda þér lengri og nákvaemari köst. Fjölbreytnin gefur þér kost á línunni sem hentar þér best. Shakespeare flugulínur, fluguhjól og flugustangir, t.d. Boron, Graphite eða Ugly Stick, tryggja þér ánægjulega veiðiferð. Þú ert öruggur með Shakespeare. Shakespeare veiðivörur fást i nœstu sportvöruverslun. Þorskafli 1983: Spáð 80 þúsund tonna aflarýrnun SAMKVÆMT endurskoðadri þjóð- hagsspá 1983 eykst útflutningur að raungildi um 13—14%. Reiknað er með 300 þúsunda tonna þorskafla samanborið við 382 þúsund tonn á sl. ári. Hins veg- ar er gert ráð fyrir 250 þúsund tonna loðnuafla á síðustu mánuð- um ársins. Miðað er við svipað veiðimagn af bolfiski, öðrum en þorski. Þannig fæst út 4% sam- dráttur á verðmæti heildarafla, en 8—9% samdráttur í afla öðrum en loðnu. Þá er spáð 3—4% aukningu í sölu áls og að önnur útflutnings- framleiðsla aukist um 9—10%, en þar vega ullarvörur og niðursuðu- vörur þyngst. Gert er ráð fyrir töluverðri sölu eldri framleiðslu. Niðurstaðan í spánni er 1% sam- dráttur útflutningsframleiðslu í heild. Guðrún Guðjohnsen, formuAur HuMUrekUrfélags ísUnds, afhendir Fjölnir blómaskreytingu og ávísun frá félaginu vegna vinnuUpsins sem hlaust af fangavistinni. ViA hliA Fjölnis eru þau Valur Tryggvason og Emilía Sigur- steinsdóttir, félagar í Hundaræktarfélaginu. Hundseigandinn laus úr prísundinni UNGI hundseigandinn, Fjölnir Geir Bragason, sem ákvaA aA sitja af sér fjársekt vegna hundahalds, hefur nú veriA leystur úr haldi. Enn er á huldu hver greiddi þá upphæA sem sektin hljóAaði upp á, en einhver óþekktur maAur kom að hegningarhúsinu á Skólavörðustíg í gærmorgun og greiddi sektina. Ilundaræktarfélagið lagði til 2.000 krónur til að bsU upp vinnutap Fjölnis, og hefur sett á stofn sérstakan sjóð fyrir þá hundaeigendur sem kjósa að fara að dæmi Fjölnis og greiða ekki sektir vegna hundahalds. í morgun gekk maður upp að Fjölnir Geir sagði í samtali við Skúla Steinssyni, forstöðumanni Mbl. að hann væri ánægður yfir hegningarhússins á Skólavörðu- stíg, og afhenti honum þá upphæð sem sekt Fjölnis Bragasonar fyrir hundahald hljóðaði upp á, og sagði að það væru verðlaun fyrir hund- inn, og skyldi greiðslan notuð til að leysa Fjölni úr haldi. Steinar kom þeim skilaboðum til Fjölnis og var hann feginn og þakklátur manninum fyrir greiðsluna. Ekki er þó enn vitað hver maðurinn er, en það var ekki Guðmundur Óskarsson, fisksali, sem boðist hafði til að láta draga sekt Fjölnis frá útistandandi skuldum hegn- ingarhússins við fiskbúðina Sæ- björgu. athyglinni sem af fangavist hans hefði vakið og sagðist hafa orðið var við stuðning fólks við málstað- inn, m.a. hefði verið gengið að honum á götu og honum óskað til hamingju með að vera sloppinn út. Fjölnir hafði frétt af sjóði þeim sem Hundaræktarfélagið ætlar að setja á stofn og leist mjög vel á að hundaeigendur í svipaðri aðstöðu og hann yrðu styrktir af félags- skapnum. Guðrún Guðjohnsen, formaður Hundaræktarfélags íslands, af- henti Fjölni blómaskreytingu, styttu og ávísun upp á tvö þúsund krónur, frá félaginu sem viður- kenningu og bót fyrir vinnutap sem hlaust af fangavistinni. Guð- rún sagði að félagið hefði stofnað sjóð til styrktar þeim hundaeig- endum sem stæðu í sömu baráttu vegna hunda sinna og Fjölnir. Guðrún sagði einnig að þetta væri örugglega einsdæmi í heiminum að fólk væri sett í fangelsi vegna hunda sinna og kvað sorglegt að' ungur piltur væri kominn á saka- skrá hjá lögreglunni fyrir það eitt að eiga hund. Valur Tryggvason og Emilía Sigursteinsdóttir, félagar f Hundaræktarfélaginu, voru sam- mála Guðrúnu um að þetta atvik yrði vonandi til að koma málstað hundaeigenda á framfæri og sögðu þau að nú væri unnið að reglugerð um hundahald, sem gilt gæti um allt land enda tæki hún tillit til bæði hunda, hundaeig- enda og annarra borgara. „Þótt Fjölnir sé nú laus úr prís- undinni, er þó ekki séð fyrir end- ann á baráttu okkar fyrir hunda- haldi í Reykjavík og annars staðar þar sem það er bannað," sögðu hundavinirnir að lokum. Fjölnir heldur hér á ávís- uninni og styttu af dreng og hundi, en hundurinn Pete er hinn rólegasti þrátt fyrir allt umstangið. Fjallvegir smám saman að opnast „FJALLVEGIR koma meira og meira til eftir því sem hlýnar í veAri og líAur á sumar,“ sagAi Lórens Kafn hjá vegaeftirlitinu er Mbl. spurAist fyrir um ástand fjallvega. Lórens sagAi aA af vegum vestanlands væru Uxahryggir enn ófærir svo og SteingrímsfjarAarheiAi, en TröllatunguheiAi væri orðin fær jeppum. ÞorskafjarAarheiAi er fær, en þar eru enn 7 tonna öxulþungatakmarkanir vegna aurbleytu. Af vegum norðanlands er í vikunni, en lokað er inn að Snæ- Þverfjall enn ófært en Lágheiði felli. er orðin fær jeppum. Af fjallveg- Hellisheiði eystri er ófær og um norðaustan- og austanlands er fært um Hólssand og upp í Hólmatungur og Hljóðakletta og Axarfjarðarheiði er fær jeppum. Jeppum er heimilaður akstur um Kjöl en engum öðrum bílum, unn- ið er að því að gera hann færan. Fært er fyrir jeppa í Kerlingar- fjöll. Sprengisandur er lokaður vegna snjóa og bleytu, en fært er i Herðubreiðarlindir og jafnvel inn í Drekagil. Vonast er til að fært verði inn í Kverkfjöll seinna óvíst hvenær hún verður fær, en jeppafært er í Mjóafjörð. Ennþá er ófært inná Lónsöræfi og göngubrúin yfir Jökulsá í Lóni inn við Illakamb er ófær gang- andi fólki þar sem burðarstreng- ur í henni slitnaði. Fært er í Eldgjá úr Skaftártungum og von- ast er til að vært verði i vikulokin í Landmannalaugar, en ófært er um Fjallabaksleið syðri og um Jökuldali á milli Eldgjár og Landmannalauga. Fært er orðið fyrir jeppa inn í Veiðivötn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.