Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ1983 Þriðjungur Chad er sagður fallinn N'Djamenm, ('had, 5. júlí. Al\ IJFPREISNARMENN í Chad studdir af Líbýumönnum, hertu enn sóknina gegn stjórnarhernum í landinu í dag og réðust á borgina Oum Chalouba. Var þeim átökum lýst af forsetanum, Hissine Habre, sem bardaga „upp á líf og dauða“ um undirtökin í landinu. Forsetinn sagði ennfremur, að ekki hefði dulist neinum, að her Líbýumanna taeki þátt í átökunum Mannréttindahrcyfingin Amnesty International hefur ásakað her og lögreglu í Sri Lanka um að hafa haft fanga í einangrun í allt að átta mán- uði án dóms og laga, pyntað fjölda þi irra og myrt suma. I>á hafa samtök- in sakað sömu aðila um að hafa skot- ið af handahófi á tvo menn, að því að talið er, í tilviljunarkenndri hefnd fyrir tvo lögregluþjóna sem skotnir voru á kosningafundi fyrir nokkru. Eórnarlömbin sem um er að ræða, eru þjóðernissinnar úr röðum Tamila, en öfgahópar úr þeirra röðum eru grunaðir um nokkur rán og hryðju- verk á síðustu árum. gegn stjórnarhernum í landinu. Stjórnarherinn hefur á undanfar- inni viku orðið að hörfa verulega ir í skýrslu AI, að enn séu að minnsta kosti 65 manns í haldi, þar af tveir sem ekkert hefur til spurst í 2 ár. Telur AI að öruggt sé að nokkrir fangar hafi látið lífið af völdum pyntinga, en engar tölur sé þó hægt að nefna. Þá er skyldfólki fanganna bannað að heimsækja þá, því ekki sagt hvar þeir eru niður- komnir og meinað að ræða við lögfræðinga til að vernda hags- muni þeirra. Stjórnvöld í Sri Lanka hafa ekki tjáð sig um ásakanir Amnesty International, hvað svo sem síðar verður. fyrir uppreisnarmönnum og er nú talið að þeir hafi náð allt að þriðj- ungi landsins á sitt vald. Allar fregnir frá Chad eru þó fremur óljósar og upplýsingum deiluaðil? ber hvergi saman. Forsetinn sagði á fréttamanna- fundi í N’Djamena í dag, að sú stund rynni upp, að stjórnarherinn léti til skarar skríða gegn upp- reisnarmönnum og það svo um munaði. Sú gagnsókn yrði gerð þegar rétta augnablikið kæmi, hvorki fyrr né síðar. Habre sagði jafnframt á fréttamannafundinum, að þau vopn sem borist hefðu frá Frakklandi kæmu að góðum notum en væru engan veginn nægilega öfl- ug til þess að sporna gegn upp- reisnarmönnunum. „Við eigum í höggi við herafla, sem er óvenjulega vel vopnum bú- inn,“ sagði Habre og vitnaði þá til uppreisnarmanna. „Hins vegar mun stjórnarherinn gera allt, sem í hans valdi stendur til þess að koma ástandinu í landinu í eðlilegt horf sem allra fyrst,“ sagði forsetinn, en gaf í skyn að Chad færi fljótlega opinberlega fram á alþjóðlega hjálp. Voru fréttamenn sammála um, að einungis hefði vantað herslumuninn á, að hann færi opin- berlega fram á frekari aðstoð Frakka á fréttamannafundinum. Pyntingar á Sri Lanka Lundúnum, 5. júlí. AP. Andlitslyfting Eiffel-turnsins l'essa dagana er verið að lappa upp á Eiffel-turninn í miðri Parísarborg. Talið er að „andlitslyftingin** kosti vart undir 80 milljónum íslenskra króna. Myndin hér að ofan sýnir málara að störfum hátt uppi í turnin- um. Afganistan: Sextíu féllu í átökum við kornbirgðageymslu Nýiu Delí. 5. júlí. AP. Nefnd á vegum AI var á ferðinni í Sri Lanka fyrri hiuta síðasta árs og yfirheyrði þá marga aðila. Hátt- settir embættismenn og aðrir sem hefðu getað staðfest málið fyrir hönd stjórnvalda neituðu hins veg- ar með öllu að ræða við Al-nefnd- ina. Nýlega lögðu samtökin svo fram ákæru sína. Pyntingarnar hafa að sögn AI verið hinar hroðalegustu, menn hengdir upp öfugir á krókum og barðir sundur og saman með járnstöngum, nálum stungið undir neglur manna á fingrum og tám og fleira óhugnanlegt í þeim dúr. Seg- AÐ ÞVÍ er segir í fréttum frá Nýju Delhí réðust afganskir skæruliðar á sovéska kornbirgðageymslu í útjaðri Kabúl með þeim afleiðingum að til harðra bardaga kom á milli þeirra og stjómarhersins. Er talið að a.m.k. 60 manns hafi fallið í átökunum. Árás þessi var gerð fyrir rúmri viku og fáum dögum síðar gerðu skæru- liðarnir skyndiárás á flugvöllinn og ollu þar umtalsverðu tjóni. Eftir því sem heimildarmenn herma var tveimur eldflaugum skotið að kornbirgðageymslunni dagana 25. og 26. júní og var hún nánast lögð í rúst. Til vélbyssu- bardaga kom í kjölfar eldflauga- árásarinnar. Var haft eftir íbúum í Kabúl, sem urðu vitni að átökun- um, að eigi færri en 60 manns hefðu fallið. Var þar um að ræða óbreytta borgara, stjórnarher- menn og skæruliða. Sjónarvottar úr röðum óbreyttra borgara herma enn- fremur, að a.m.k. ein flugvél hafi verið eyðilögð í árás skæruliðanna á flugvöllinn fyrir nokkrum dög- um. Ekki var vitað um manntjón í því tilviki. Þá hafa borist af því fregnir að, að þyrlur stjórnarhersins hafi gert stórfelldar árásir á þrjú smá- Ónefndur tæknifræðingur starf- aði á vegum stjórnvalda og leiddi Batakhev í gildru. Þrettán sinnum síðan árið 1981, afhenti tæknifræð- ingurinn Batakhev upplýsingar í samráði við vestur-þýsk stjórnvöld. Tæknifræðingurinn var sérhæfður þorp skammt frá borginni Kandahar í suðurhluta landsins. Er nánast allt daglegt líf í þorpun- um í molum eftir árásirnar og skortur á matvælum og öðrum nauðsynjavörum tilfinnanlegur. tölvusérfræðingur og að sögn hans, bað Batakhev Þjóðverjann um að fá fleiri tölvusérfræðinga til að miðla upplýsingum. Vestur-þýska leynilögreglan greip Batakhew 17. febrúar síðast- liðinn, er hann var í þann mund að skila tæknifræðingnum skjölum sem hann hafði ljósritað, auk þess sem hann er sagður hafa ætlað að greiða samstarfsmanni sínum 1.500 mörk. Batakhew var starfsmaður við sovésku viðskiptamiðstöðina í Köln, en yfirmenn þeirrar miðstöðvar, svo og sovéski sendiherrann í Bonn, neituðu að tjá sig um þetta mál er fréttaskýrendur fóru þess á leit við þá í gær. Batakhew neitaði að svara þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar í réttarsalnum í gær. Hann ávarpaði dómara sína á rússnesku þrátt fyrir að hann tali reiprennandi þýsku. Sagöi hann réttarhöldin fáránleg, þetta væri allt saman sviðsetning, hann hefði verið leiddur grunlaus og saklaus í gildru og þetta væri ekkert annað en bragð af hálfu stjórnvalda í Vestur-Þýskalandi til að spilla sambúð Vestur-Þýskalands og Sov- étríkjanna. Ceorge Schultz, utanríkisráðberra Bandaríkjanna, gengur fram hjá bandarískum landgöngulióum við komuna til Beirút. Solzhenitsyn segist vilja snúa heim til Sovétríkjanna Lundúnum, 5. júlí. AP. ALEXANDER Solzhenitsyn, hinn heimskunni rithöfundur og Nóbelsverð- launaskáld og útlagi frá Sovétríkjunum frá árinu 1974, sagði í viðtali við breska útvarpið, BBC, í dag, að hann vonaðist innst inni eftir því, að sá dagur rynni upp, að hann gæti snúið aftur til heimalandsins. „Eg er ekkert unglamb lengur eins og aldur minn segir til um, en lifi þó enn í voninni um að geta snúið heim á ný einhvern tíma. Sagan hefur kennt okkur, að hið óvænta getur alltaf gerst og það án nokkurs fyrirvara," sagði Solzhenitsyn. Skáldið hefur nú um nokkurra ára skeið búið ásamt fjölskyldu sinni í Cavendish í Vermont-ríki í Bandaríkjunum. Þar hefur hann óskiptur getað helgað sig ritstörfum. llann er löngu orðinn heimsþekktur fyrir bækur sínar „Gulag eyjaklasinn" og „Dagur í lífi Ivan Denisovitch." „I Bandaríkjunum hefur mér tekist að láta drauma mína ræt- ast, þ.e. að lif mitt sé samfelld vinna. í Sovétríkjunum tókst mér aldrei að helga mig ritstörf- unum alfarið, en núna er ég með fimm eða sex borð þakin handrit- um að væntanlegum skáldverk- um mínum. Starf mitt felst nú einvörðungu í því að skrifa frá morgni til kvölds. Ég er þeirrar skoðunar, að ég sé loksins að gera það, sem mér var ætlað við fæðingu. Öll mín verk eru þó sannast sagna böðuð þeiin vonarljóma, að ég megi ein- hvern tíma upplifa það að snúa aftur til heimalands míns,“ sagði rithöfundurinn. Njósnari fyrir rétt í V-Þýskalandi DUsseldorf, 5. júlí. AP. GENNADI Ratakhev, 42 ára gamall Sovétmaður, var leiddur fyrir rétt í Diiss- eldorf í gær, sakaður um iðnaðarnjósnir í þágu KGB og Sovétríkjanna. Verði hann sekur fundinn, á hann yfír höfði sér eins til tíu ára fangelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.