Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 23 Stjórn U: Fagnar framtaki lögreglu í Rangárvallasýslu ráðherra sinn, Margaret Thatcher, í broddi fylkingar hefðu unnið stórsigur þegar þeir fengu 42% at- kvæða. Þarna er mjótt á munun- um í atkvæðahlutfalli. Sjálfstæð- isflokkurinn fékk þó ekki meiri- hluta á Alþingi eins og íhalds- menn fengu stórkostlegan meiri- hluta á breska þinginu. Sjálfstæð- isflokkurinn varð því að leita sam- starfs við aðra flokka um stjórn landsins. Við sjálfstæðismenn stefnum auðvitað að meirihluta á Alþingi en á grundvelli meiri- hlutafylgis með þjóðinni allri. Engin ríkisstjórn án þátttöku Sjálf- stædisflokksins Að kosningum loknum var þó öllum ljóst að engin ríkisstjórn yrði mynduð í Iandinu án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Við sjálf- stæðismenn gengum til viðræðna um stjórnarmyndun með opnum huga og vorum tilbúnir til að kanna alla hugsanlega möguleika til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Það kom fljótt í ljós að enginn grundvöllur var til stjórnarmynd- unar með þátttöku Alþýðubanda- lagsins sem hafði sjálft útilokað það með stefnumörkun á mikil- vægum sviðum, sem ekki kom til greina að Sjálfstæðisflokkurinn gæti samþykkt. Það kom líka smátt og smátt í ljós að stjórnarmyndun með aðild Alþýðuflokks og Bandalags jafn- aðarmanna var ekki raunhæfur möguleiki þannig að eina leiðin til myndunar þingræðisstjómar var samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og sú varð raunin. Áratugum saman hafa þessir flokkar tekist á í íslenskum stjórnmálum og margir Sjálfstæð- ismenn hafa lengi haft vantrú á samstarfi okkar og framsóknar- manna. Við megum á hinn bóginn ekki halda á málum eða haga málflutningi okkar á þann veg að slíkt samstarf geti aldrei komið til greina. Væntanlega er öllum ljóst, að hefðu þessir tveir flokkar ekki tekið höndum saman nú um ríkis- stjórnarmyndun hefði stjórnleysið haldið áfram, og jafnvel þótt for- seti íslands hefði skipað utan- þingsstjórn hefði það orðið mikið áfall bæði fyrir Alþingi sem slíkt og stjórnmálaflokkana sérstak- lega og þar með lýðræðið í land- inu. Ríkisstjórnin hefur setið í rúm- an mánuð. Við sjálfstæðismenn ráðum nú yfir ráðuneytum sem við höfum ekki stjórnað áratugum saman eins og menntamálaráðu- neytinu og viðskiptaráðuneytinu, auk utanríkisráðuneytisins. Sú að- staða sem við höfum í núverandi ríkisstjórn gefur okkur því marg- vísleg tækifæri til að fylgja eftir stefnumálum okkar í fjölmörgum málaflokkum og þá ekki síst á þeim sviðum sem ég hef nú nefnt þar sem við höfum ekki haft beina stjórn mála á hendi um svo langan tíma. Stærsti vandi í sögu lýðveldisins En meginmáli skiptir að heild- arstefna ríkisstjórnarinnar leiði til þess að við leysum þann gífur- lega vanda sem við okkur blasir og er meiri en nokkru sinni eftir að lýðveldið var stofnað hér á landi. Fyrstu ráðstafanir ríkisstjórnar- innar voru að sjálfsögðu þær að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahagsmálum. Ég nefni aðeins tvennt í því sambandi. I fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin verið gagnrýnd fyrir það að hún hafi ekki strax í upphafi haldið uppi nægilega öflugri upplýsinga- miðlun til almennings um þessar aðgerðir og stöðu mála. Því er til að svara að það tekur nokkurn tíma að gera þjóðardæmið upp og að mínum dómi skiptir meira máli að slík upplýsingamiðlun um viðskilnað vinstri flokkanna og aðgerðir núverandi ríkisstjórnar sé á traustum grunni byggð, en hvenær hún hefst að marki. Við skulum minnast þess að hin hvíta bók Viðreisnarstjórnarinnar kom ekki út fyrr en mörgum mánuðum eftir að sú stjórn tók við völdum. En vissulega er það rétt að það er einn höfuðþáttur í stjórnmálabar- áttu nútímans, og kannski ríkari en nokkru sinni fyrr, að halda uppi öflugri upplýsingamiðlun til almennings og raunar forsenda þess að nauðsynlegar aðgerðir takist. Í annan stað vil ég nefna að að- gerðir þær, sem ríkisstjórnin hef- ur beitt sér fyrir, koma að sjálf- sögðu harkalega við lífskjör fólks- ins í landinu. Það var óhjákvæmi- legt að grípa til ráðstafana í efna- hags- og atvinnumálum sem hafa slíkar afleiðingar í för með sér. Staðreyndin er sú að við höfum lifað langt um efni fram sem þjóð. Við höfum safnað stófelldum skuldum í öðrum löndum og þeir sem mest tala um erlend áhrif á fslandi mættu minnast þess, að e.t.v. eru áhrif útlendinga á okkar mál hættulegust, ef við erum bundin á skuldaklafa erlendis. Margir spyrja hvort þessar að- gerðir muni leiða til nýrra stór- felldra átaka við verkalýðssam- tökin eins og raunin varð veturinn 1978 þegar ríkisstjórn sú, sem ég veitti forstöðu beitti sér fyrir rót- tækum aðgerðum til þess að stöðva verðbólguhjólið. Því er til að svara að mikið vatn er runnið til sjávar síðan þá og menn hafa vonandi lært af reynslunni. Menn gera sér grein fyrir að margt væri öðruvísi nú, ef þær ráðagerðir hefðu gengið fram, og hag okkar betur komið. Ungt fólk til ábyrgdar Ég er sannfærður um, ef við sjálfstæðismenn höldum uppi nægilega öflugri upplýsingamiðl- un til almennings um ástand þjóð- arbúsins, að allur almenningur gerir sér grein fyrir viðskilnaði og þrotabúi vinstri stjórna og mun fylgja okkur að málum og vera reiðubúinn til þess að sýna nokkra biðlund þar til í ljós kemur að að- gerðirnar bera raunverulegan árangur. Staða Sjálfstæðisflokksins er ekki aðeins í veði heldur veltur þjóðarheill á því að þessar ráð- stafanir nái þeim árangri sem að er stefnt. Ég get ekki hugsað þá hugsuin til enda hvað gerast muni ef ráðstafanir núverandi ríkis- stjórnar fara út um þúfur af ein- hverjum ástæðum, eða verða brotnar niður með einhvers konar skæruhernaði af hálfu verkalýðs- samtakanna. Svo mikið er í húfi fyrir íslendinga að til þess má ekki koma. Við sjálfstæðismenn lítum fram til bjartari tíma í málefnum flokks okkar og þjóðar. Við eigum að nýta til fu’ls þau tækifæri sem aðstaða í ríkisstjórn skapar okkur til þess að hafa áhrif á framvindu þjóðfélagsins og beina uppbygg- ingu þess í þá átt sem er í sam- ræmi við hugsjónir okkar og meg- inþorra þjóðarinnar. I málefnum flokksins sjálfs er nú mikilvægt að kalla fulltrúa yngri kynslóða til aukinnar ábyrgðar og láta þá sýna hvað í þeim býr og hvers þeir eru megn- ugir. Hlutverk þeirra eldri er að vera yngri kynslóðinni sá bakhjarl reynslu og þekkingar sem allir þurfa á að halda. Yngri sem eldri, konur sem karlar, launþegar sem vinnuveit- endur, til sjávar sem sveita munu sameiginlega gera Sjálfstæðis- flokkinn að því forystuafli með þjóðinni, er tryggi að tilraunin sem hófst með lýðveldisstofnun- inni 1944 takist, og í heiðri verði haldin saga, afrek og menningar- arfleifð genginna kynslóða. Þá munu niðjar okkar sem ferðast um þessar slóðir á komandi öldum njóta þess og kunna að meta það að vera íslendingar engu síður en við ferðafélagarnir höfum gert í dag. STTJÓRN Landvarðafélags 'slands fagnar lofsverðu framtaki Irgreglu- yfirvalda í Rangárvallasýslu er þau gengust fyrir eftirlitsflugi um óbyggðir heígina 25.—26. júní í sam- vinnu við landhelgisgæsluna. Landverðir hafa ítrekað bent á nauðsyn samhæfðrar gæslu flug- véla, bíla og staðbundinnar vörslu með hálendinu. Óspillt íslensk náttúra er ómetanleg auðlind og ekki seinna vænna fyrir íslensk stjórnvöld að reka af sér slyðru- orðið í náttúruverndarmálum. Stjórn Lí vill einnig vekja at- hygli á að vegalögreglan gæti auð- veldlega tekið að sér hreyfanlega gæslu á hálendinu fengi hún til þess jeppa. Fyrir utan eftirlit með hugsanlegum náttúruspjöllum yrði slík gæsla til að auka öryggi þeirra fjölmörgu sem leggja leið sína um erfiðar slóðir hálendisins. (Fréttatilkynning frá stjórn Lf). SERTILBOÐ HEIMILISTÆKJA HF: FRABÆRT 26 TOMMU PHILIPS LITSJÓNVARPSTÆKI 35.975.- Philips lifsjónvörpin eru einstaklega góö tæki, enda eru þau mest seldu litsjónvörp í heimi. í tilefni af sumri og sól og sýningum íslenska sjónvarpsins í júlí bjóðum við nú þessi frábæru tæki á tilboðsverði. VIÐ ERUM ÓTRÚLEGA SVEIGJANLEGIR _________í SAMNINGUM!_______ IPHILIPS Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.