Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 32
BÍLLINN BILASALA SIMI 79944 SMIOJUVEGI4 KORAVOGI R A V CHARLES Á ÍSLANDI fimmtudaginn 7. júli kl. 20.00 og 23.00 á Broadway. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 Sambandið sel- ur 30 þúsund barnapeysur til Rússlands Iðnaðardeild Sambandsins und- irritaöi nýveriö samning við Rússneska samvinnusambandið um sölu á 30 þúsund barnapeysum, alls að verðmsti um 8,5 milljónir króna. Peysurnar verða til afgreiðslu seint á þcssu ári. Þess má geta, að útflutningur á ullar- og skinnavörum varð um 203 milljónir króna á síðasta ári og hafði aukizt um 74,6% frá ár- inu á undan. Helztu viðskiptalönd Iðnaðardeildar Sambandsins eru Norðurlöndin, Sovétríkin, Vest- ur-Þýzkaland, Bandaríkin og Kanada. Fjöldi fólks var á Reykjavíkurflugveili við komu ítölsku flugsveitarinnar í gsrkvöldi. Og stöðugur straumur lagði leið sfna á völlinn til að skoða farkosti ítalanna, og minnast þess að 50 ár eru liðin frá því að ítölsk sveit undir stjórn Balbo flugmarskálks flaug yfir hafíð. Á innfelldu mjndinni má sjá suma farskjótana. Morgunblaðið: ÓLafur K. Magnússon. Fjöldi fagnaði flugsveitinni FJÖLDI Reykvíkinga lagði leið sína út á Reykjavíkurflugvöll í gsrkvöldi við komu sex fíugvéla úr ítölsku fíugsveitinni, sem nú er á leiðinni frá Ítalíu til Chicago til að minnast Atlantshafshópfíugs ft- ala fyrir 50 árum. Flugvélarnar lentu upp úr klukkan 20 eftir samflug yfir Reykjavík. Héðan komu þær eft- ir fjögurra stunda flug frá Stornaway á Suðureyjum, en þaðan eru þrjár flugvélar vænt- anlegar fyrir hádegi í dag. Gangtruflanir komu fram í einni vélanna þriggja og þá var ákveð- ið að tvær biðu meðan bilun væri lagfærð, því í fluginu yfir hafið fljúga vélarnar þrjár og þrjár Flugvélarnar, sem nú fljúga yfir hafið, eru einshreyfils, þriggja sæta, einkaflugvélar. Þeim stjórna herflugmenn í Atl- antshafsfluginu. Fulltrúar Flugmálastjórnar og Flugmála- félags íslands tóku formlega á móti flugsveitinni í gærkvöldi og blöktu íslenzki og ítalski fáninn við hún þar sem flugvélunum var lagt fyrir framan gamla flug- turninn. Næsti viðkomustaður flugsveitarinnar er Narssarss- uaq í Grænlandi. Flugstöðin verður íslenzkt mannvirki: Bandaríkjamenn láta í té 20 milljónir dala Undirritað var i gær samkomulag milli ríkisstjórna Úlands og Banda- ríkjanna um byggirgu nýrrar fíug- stöðvar á Keflavíkui Hugvelli. Sam- komulagið undirrituð.i Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, og Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Ríkisstjórn Mokveiði í Elliðaám MOKVEIÐI var í Elliðaánum í Reykjavík fyrir hádegi í gær, en þá komu á land 29 laxar, sem er metveiði í ár. Á sunnudag veiddist einnig mjög vel í ánum, en þá komu 34 laxar á land allan daginn, en búast má við að það met hafi verið slegið í gær. Á há- degi í gær voru komnir um 250 laxar upp úr Elliðaánum, sem er mjög góð veiði svona snemma veiðitímabilsins. Friðrik Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur, sagðist í samtali við Mbl. aldrei hafa séð árnar jafn kjaftfullar af laxi, þar hafi verið sporður við sporð. Hann sagði að í gær hefði laxamergðin verið slík í fossinum að margir laxar hafi verið að reyna að stökkva fossinn í einu. íslands staðfesti samkomulagið á fundi sínum í gærmorgun, sem og meirihluti utanríkismálanefndar Al- þingis, þ.e. fulltrúar allra fíokka nema Alþýðubandalags. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda ríkisstjórnirrar sig til að leggja fram allt að 20 milljónir króna að jöfnu til að hefja fram- kvæmdir og skal féð handbært fyrir 1. október nk. Bandaríkja- menn skuldbinda sig til að leggja fram samtals 20 milljónir dollara (jafnvirði 550 m. ísl. kr. á núver- andi gengi) til byggingarinnar. Auk þess hafa Bandaríkjamenn, samkvæmt eldra samkomulagi, skuldbundið sig til að greiða allan kostnað við framkvæmdir utan- húss, flughlaðs, vega og leiðslna. Ríkisstjórn fslands skuldbindur sig til að byggja flugstöðina og skal að tilskildu samþykki Alþing- is láta í té á réttum tíma og í ljósi ríkjandi efnahagsástands á fs- landi þær fjárhæðir, sem þörf er á umfram framlag Bandaríkjanna. Á fundi með fréttamönnum, sem Geir Hallgrímsson utanrík- isráðherra boðaði til, sagði hann það von sína, að þetta samkomu- lag kæmi báðum aðilum að gagni. Þetta væri nauðsynleg fram- kvæmd til að koma fram aðskiln- aði almennrar flugumferðar og varnarliðsstarfs og til að bæta að- stöðu flugfarþega og starfsfólks. Heildarkostnaður fslendinga væri áætlaður 20 til 25 milljónir doll- ara. Hann sagði ólaf Jóhannes- son, fyrrverandi utanríkisráð- herra, starfsmenn utanríkisráðu- neytis og sendiherra íslands í Bandaríkjunum, Hans G. Ander- sen, hafa unnið að undirbúningi þessa samkomulags, sem væri nú farsælltga til lykta leitt. Sjá orðsendingar utanríkis- ráðherra fslands og sendiherra Bandaríkjanna á bls. 5. Fleiri ungl- ingar fá vinnu hjá borginni Á FUNDI borgarráðs Reykja- víkur nýlega var samþykkt 800 þúsund króna aukafjár- veiting til að ráða til starfa 25 úr þeim hópi skólafólks sem óskað hefur eftir vinnu hjá borginni í sumar. Áður hafði borgarstjórn samþykkt 5 milljóna króna aukafjárveit- ingu til að veita 100 ungling- um atvinnu í sumar. Markús Örn Antonsson, for- seti borgarstjórnar, sagði í samtali við Mbl. að með þess- ari aðgerð væri vonast til að allt skólafólk í borginni hefði fengið sumarvinnu. Sagði hann að eftirspurn eftir vinnu hjá borginni hefði verið mjög mikil í sumar, fram að síðustu mánaðamótum hefðu til dæm- is 1.516 unglingar sótt um vinnu hjá borginni miðað við 1.329 á sama tíma í fyrra. Fimmtán milljónir króna til bænda vegna vorharðinda Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var samþykkt tillaga frá landbúnað- arráðherra þess efnis, að úr ríkis- sjóði verði veittar 15 milljónir króna til aðstoðar bændum, sem verst urðu úti vegna vorharðinda. Bjargráða- sjóður mun úthluta fjármunum ásamt nefnd, sem landbúnaðarráð- herra skipaði til að gera úttekt á afkomu bænda vegna þessa og til- lögur um hvernig bezt yrði staðið að aðstoð við þá. Að sögn Jóns Helgasonar, land- búnaðarráðherra, hefur þriggja manna nefnd, sem hann skipaði, unnið áfangaskýrslu um málið. Þar kemur fram að bændur á austanverðu Norðurlandi, Norð- austurlandi, hluta Vestfjarða og á annesjum norðanlands, hafa far- ið verst út úr vorharðindunum. Mestur vandinn skapaðist, að sögn ráðherrans, vegna snjóa og af því hversu fóðrunartíminn varð lang- ur. Jón sagði að reynt yrði að hraða eftir megni greiðslu þessara 15 milljóna króna til bændanna. Landbúnaðarráðherra sagði einnig, að hann hefði nýverið sent Framleiðsluráði landbúnaðarins tillögur þessarar sömu nefndar, sem hann gerði að sínum, þess efnis að hluti af kjarnfóðurgjaldi verði endurgreiddur til bænda á þessum sömu svæðum. Hann sagði að Framleiðsluráðið hefði ekki fjallað um málið en afgreiðslu þess mætti vænta í vikunni. „Sú endurgreiðsla kemur til viðbótar þessum 15 milljónum króna. Þarna yrði um endurgreiðslur að ræða á því sem innheimt hefur verið af bændum," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.