Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 Tveir metrar í mark í 100 metra hlaupinu é metetaramótinu á dðgunum. Oddur Sigurösson KR er hélfum metra é undan Þorvaldi Þórssyni ÍR, og Jóhann Jóhannsaon ÍR teygir sig fram úr Agli Eiössyni UÍA og Hirti Gíslasyni KR. í fimmta ssBti varö Siguröur Sigurösson Á, en hann er utan myndarinnar. Morgunblaöiö/Ágútt Ásgeirsson. Þessar stúlkur veröa I eldlinunni ( milllvegalengdahlaupunum ( Kal- ott-keppninni. Nasat er Ragnheiöur Ólafsdóttir FH, þé Rakel Gylfadótt- ir FH, Súsanna Helgadóttir FH og Hrönn Guömundsdóttir ÍR. MorgunblsOiö/Ágúst Ásgsirsson. Tíunda Kalott-keppni frjálsíþróttalandsliðsins Um næstu helgí tekur íslenzka frjáteíþróttalandsliðið þétt í Kal- ott-keppninni, og er það í tíunda sinn sem íslendingar taka þétt í þessari keppni, en hún fer aö þessu sinni fram í Alta í Noröur- Noregi. Fyrirfram er útilokað aö segja um möguleika landsliösins í keppninni, þar sem lítið er vitaö um getu mótherjanna, sem eru úrvalsliö Norömanna, Svía og Finna, af Kalott-svaeðunum svonefndu, sem eru landsvæöin noröan 64 breiddargráöu. En ef gengiö er út frá því aö geta keppinautanna só svípuö og hingaö til, mé búast viö spenn- andi keppni. Helzt koma Finnar og íslendingar tíl greina aö sigra í keppninni, þótt róöurinn veröi erfiöur, en þótt meiri sviptingar eigi sér jafnan staó í flokka- keppnínni, eru jafnvel meiri líkur é sigri í öörum hvorum flokknum, karla eöa kvenna. ísland hefur einu sinni unnió Kalott-keppnina, þaö var áriö 1975 í Tromsö, og nokkrum sinn- um unniö í undirflokkum, karla- eöa kvennakeppnina. Tóku ís- lenzkir frjálsíþróttamenn þátt í þessari keppni fyrst áriö 1972, og hafa jafnan veriö meö síöan ef undan eru skilin árin 1973 og Silva fékk gullskó og bolta frá Adidas Á heimsmeistaramóti unglinga í knattspyrnu sem haldínn var í Mexíkó fyrir skömmu veitti Adidas verðlaun fyrir aó skora flest mörk og einnig var kosinn besti leikmaöurinn. Giovani Silva frá Brasilíu varð markahæstur með sex mörk og hlaut hann gullskóinn í verðlaun fyrir það, en hann var einnig kosínn besti leikmaðurinn og fyrir það fékk hann gullboltann. Argentínu- mennirnir Zarate og Jose Luis Islas urðu jafnir í 2.—3. sæti sem leikmenn mótsins og skiptu þeir meö sér silfur- og brons- boltanum. 1981, þegar Ijóst þótti aö kostnaö- ur af þáttöku yröi Frjálsíþrótt- asambandinu ofviða. Sótst er eftir þátttöku íslenzka frjálsíþrótta- landsliösins í keppninni, því aö sögn fulltrúa hinna er keppnin ekki svipur hjá sjón þegar islendingarn- ir hafa veriö fjarverandi, þá hafa yfirburöir Finna reynst of miklir. Landsliö Islands var valiö aö af- loknu meistaramótinu um fyrri helgi, og eru í því 49 íþróttamenn og hefur aldrei veriö teflt fram jafn fjölmennu frjálsíþróttalandsliói í einni og sömu keppninni. Og þaö er athyglisvert aö þriójungur liðs- ins eru nýliðar i landsliöshópnum, eöa 17 manns, og er þaö engin smábreyting á frjálsíþróttahópn- um. Viö nýliðana eru bundnar miklar vonir, enda allir ungir aö ár- um. Þess ber þó aö geta aö þrír úr hópi mestu afreksmannanna eru fjarverandi vegna þátttöku í M heimsleikum stúdenta, og tveir til þrír landsliösmenn aörir fjarver- andi af öörum ástæöum. En tals- verö ynging hefur þó átt sér staö í landsliðinu, þótt áfram séu þraut- reyndir keppnismenn kjölfestan. Flugvél á leigu Vegna Kalott-keppninnar réöst Frjálsiþróttasambandiö í þaö stór- virki núna aö taka Boeing-737, flugvél Arnarflugs, á leigu og verö- ur flogió meö henni beint til Alta í kvöld og komiö heim aöfaranótt mánudags. í landsliöshópnum eru rúmlega 50 manns meö sex manna fararstjórn, en jafnframt eru í feröinni um 70 farþegar, sem frjálsíþróttafólkiö og aörir hafa út- vegaö til aö létta undir meö Frjáls- íþróttasambandinu, vegna þátt- tökunnar í Kalott, sem kostar hátt i milljón krónur. Á íslandi að ári A næsta ári veröur rööin aö nýju komin aó Islendingum aó halda keppnina, og veröur hún líklegast haldin í Reykjavik þriöju helgi í júlí, eða 14. og 15. júlí. Veröur þaö án efa mesta frjálsíþróttamót hér á landi næsta ár, því í úrvalsliöunum þremur og íslenzka liöinu veröa á þriója hundraö keppendur. Skemmtileg keppni Eins og áöur sagöi var landsliöiö endanlega valið aö loknu meistaramótinu, en þar var keppt um landsliössæti í um 14 greinum. Mótiö reyndist mjög skemmtilegt, hörö og tvísýn keppni í mörgum greinum, þannig aö andrúmsloft á mótinu var þrungiö spennu. Er þaö talsverö breyting frá því sem lengi hefur veriö. Þannig var sérstaklega jöfn og tvísýn keþpni i 100 metra hlaupi karla, þar sem 5-6 virtust geta unniö þegar 70 metrar voru af hlaupi. Þá skáru Oddur Sigurös- son og Þorvaldur Þórsson sig úr og munaöi aöeins hálfum metra á þeim í markinu. Allir hlaupararnir reyndu til hins ýtrasta og varö hlaupið því jafnt og skemmtilegt. Sömu sögu er aö segja um 1.500 og 5.000 metra hlaupin, sem voru stórskemmtileg á aö horfa og spennandi, einkum þó 1.500 metr- arnir, þar sem þrír böröust um sig- ur alveg þar til á marklínunni. Þá var keppni í hástökki karla tvísýn lengst af, einkum þegar aö ráin var komin í tvo metra, en þá voru enn eftir fjórir keppendur. Stökkhæöirnar eru aö vísu enn ekki miklar hér á landi, miöað viö þaö sem annars staöar gerist, en keppnin tvísýn og þaö er þaö sem hugsanlega getur dregiö áhorfend- ur á völlinn. Keppni í hástökki kvenna var einnig tvísýn. Ennfremur var mjög jöfn og skemmtileg keppni í 110 metra grindahlaupi karla, sem lofar góöu, en grindahlaupin eru í hópi þeirra greina, sem hvaö mestar framfarir hafa oröiö í hér á landi. Þá létu nýir menn og yngra fólk aö sér kveöa í mörgum greinum. Aðrar greinar mætti ugglaust nefna, en þaö setti sitt mark á mótiö aö nokkrir fremstu frjáls- íþróttamanna íslendinga voru fjar- verandi vegna æfinga eða keppni utan landsteinanna. Mótiö var engu aö síður eitt hiö skemmtileg- asta í langan tíma, hvort sem það var vegna eöa þrátt fyrir fjarveru þeirra. Daninn fyrstur DANiNN Kim Anderson heldur forystunni í Tour de France-hjólreiðakeppninni. Fjórði og lengsti hluti keppninnar var hjólaöur í gær og bestan tíma á þess- ari leiö fékk Serge Demierre frá Sviss. Þessi hluti var 300 km og var á norö-vesturströnd Frakklands. Kapparnir eru nú staddir i borginni Le Havre. Eric Vanderaerden, sá er klæöist „gulu treyjunni" í keppninni nú, dró á Anderson á þessari leiö og írinn Sean Kelly vann einnig upp tima. Serge Demierre, svissneski meistarinn, fékk hroöalegan tíma á mánudaginn — tapaöi niöur 20 mínútum — en varö svo fyrstur í gær eins og áöur sagöi. Um tima hafói hann niu mín. forystu — en i lokin varö hún 4 mín. og 51 sek. Þær verja hoéöur telonzkra kvonna ( kastgroinum Kalott-kappninnar í Alta um næstu holgi. Guörún Ingólfsdóttir KR (miöið, Margrét Óskarsdóttir ÍR til vinstri og Soffía Gestsdóttir til hægri. Morgunblaóið/Agutl Aagalrsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.