Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 7 J ■■■■ 8%? Verötrygging veitir vörn gegn veröbólgu - en hefur þú hugleitt hversu mikla þýöingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arðsemi þína? Yfirlitið hér að neðan veitir þér svar við þvf. VERÐTRYGGÐUfl SPARNAÐUR - SAMANBURÐUR A AvOXTUN Verötrvgging m. v. lánskjarav ísitölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf raungildi höfuöstóls Raunaukning höfuöst eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. rikissj. 3.5% 3.7% 19ár 38.7% Sparisjóðsreikn 1% 1% 70ár 9.4% 100% Verðtryggð veðskuldabréf Dæmi um raunaukningu höfuðstóls eftir 9 ár. Verðtryggð spariskirteini ríkissjöðs Verðtryggður sparisjóðsreikningur GENGI VERÐBREFA 10. júlí 1983: VEÐSKULDABRÉF VERDTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.- Sölugengi m.v. naln- vaxtir Ávöxtun umfram 1970 2. 1971 1. flokkur flokkur 14.981,50 12.956, 05 2 afb./ári (HLV) varötr. 1972 1. flokkur 11.240,74 1 ár 96,49 2% 7% 1972 2. flokkur 9.530,73 2 ár 94,28 2% 7% 1973 1. flokkur A 6.759,42 3 ár 92,96 2V4% 7% 1973 2. flokkur 6.227,18 4 ár 91,14 2%% 7% 1974 1. ftokkur 4.298,39 5 ár 90,59 3% 7% 1975 1. flokkur 3.537,79 6 ár 88,50 , 3% 7’/«% 1975 2. 1976 1. flokkur flokkur 2.665,56 2.525,80 7 ár 87,01 3% 7'/4% 1976 2. ftokkur 2.012,34 8 ár 84,85 3% 7 V4% 1977 1. flokkur 1.866,78 9 ár 83,43 3% 7V4% 1977 2. flokkur 1.558,77 10 ár 80,40 3% 8% 1978 1. flokkur 1.265,73 15 ár 74,05 3% 8% 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur 995,81 839,48 648,83 489.63 384,99 320,52 245.63 223,05 166,72 umfram vardtryggingu ar MeOalévöxtun 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sóiugongi m.v. nafnvexti (HLV) VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 1.fl. — 1981 Sölugangi pr. kr. 100.- 4.100,17 3.536,40 2.502,85 2.502,85 1.658,99 1.503,34 1.203,20 1.064,11 231,17 12% 14% ie% 18% 20% 47% 1 ár 59 60 61 62 63 75 2 ár 47 48 50 51 52 68 3 ár 39 40 42 43 45 64 4 ár 33 35 36 38 39 61 5,ár 29 31 32 34 36 59 w Ofanskráð gengi er m.a. 5% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrættlsbréfln eru gef- in út á handhafa. Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik Iðnaöarbankahúsinu Sími 28566 I HUGVEKJA jBk eftir .. Js sr. Jón Dalbú Hróbjartsson „Ég segi yður: Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea, komist þér aldrei í himnaríki ... (Matt. 5. 20—26) Fjallræðan er ef til vill sá kafli Nýja testamentisins sem flestir þekkja. Þar er að finna þekkta ritningarstaði eins og sæluboðin, faðir vor, gullnu regluna o.fl. En fjallræðan geymir líka mjög alvarleg orð, sem eru jafnvel þess eðlis að sumir vildu helst strika þau út. Stundum er fróðlegt að lesa í lesendabréfum dagblaðanna athugasemdir fólks við kirkju og kristindómi, og ekki síst hugmyndir fólks um Biblíuna. Ýmsir vilja t.d. alveg losa okkur við Gamla testamentið, segja það úrelt með öllu og jafnvel hættulegt yfirlestrar fyrir heiðarlegt fólk. Aðrir tína til kafla úr Nýja testa- mentinu sem einnig er lagt til að verði strikaðir út. Ef farið hefði verið eftir at- hugasemdum fólks varðandi Biblíuna frá ritun hennar til okkar daga, þá væri lítið orðið eftir af henni. En Guði sé lof, við eigum heila Biblíu í dag, sem enn flytur okkur orð Guðs, boðskap sem ætlaður er öllum mönnum á öllum tím- um. Guðspjallið í dag geymir nokkur alvarleg orð úr fjall- ræðu Jesú, en hluti þeirra er skráður hér í upphafi þessarar hugvekju. Jesús tekur sér guð- dómlegt vald og undirstrikar það með orðunum: Ég segi yð- ur! — Hann var nokkru áður að vitna í lögmálið og spámennina sem aldrei mundi líða undir lok, en svo tekur hann sjálfur til máls og flytur orð Guðs. En við tökum eftir því, að hann er ekki að koma með nýja kenningu, heldur er hann að staðfesta það sem í Gamla testamentinu stendur. Hann er að skerpa lögmálið og leiðrétta það sem farið hafði úrskeiðis í meðförum mann- anna. Þessa leiðréttingu byrj- ar Jesús með því að fjalla um réttlætið. — Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræði- manna og farísea, komist þér aldrei í himnaríki! Þetta eru stór orð. En hvaða réttlæti er Jesús að tala um? Áður en ég reyni að svara því, væri ekki úr vegi að athuga lítillega hvaða réttlæti það var sem einkenndi fræði- mennina og faríseana. Fræðimennirnir voru þeir sem rannsökuðu ritningarnar og kenndu fólki. Þeir voru mjög hátt skrifaðir í þjóðfé- laginu, enda mikið til þeirra leitað. Líferni þeirra var líka mjög vandað. Það sama má Rétt- læti Guðs segja um faríseana. Þeir voru flokkur leikmanna, sem hafði tekið sér fyrir hendur að reyna að lifa mjög nákvæm- lega eftir lögmálinu, en meira en það, því þeir bættu ýmsu við lögmálið, bjuggu til reglur og umgengnisvenjur. Allir vissu hverjir farísearnir voru, þeir báru af hvað snerti fram- komu og lífsmáta, voru nánast fullkomnir í augum almenn- ings. Réttlætiskennd þeirra var mikil og maður skyldi ætla að einmitt þeir hefðu fallið undir skilgreiningu Jesú á réttlætinu. Nú er því aftur á móti svo farið, að Jesús fordæmir rétt- læti þessara góðu borgara. Hann segir berum orðum að þeir iðki verkaréttlæti, sem alls ekki gildi fyrir augliti Guðs. Þetta finnst reyndar mörgum harður dómur, því það er svo ríkt í okkur að sýna getu okkar og verðleika þegar Guð er annars vegar. Enda má segja að öll önnur trúarbrögð en kristindómur snúist um þetta. Einkenni kristinnar trúar er aftur á móti þetta réttlæti sem Jesús talar um í fjallræð- unni, réttlætið sem tekur langt fram réttlæti fræði- mannanna og faríseanna. Með þessum orðum er Jesús ekki að segja, að við þurfum að vera miklu betri en faríse- arnir til þess að eignast eilift líf. Hann er að opna augu okkar fyrir því að leið verka- réttlætisins er vonlaus. Við getum aldrei í eigin krafti gert okkur hæf fyrir Guðs ríkið. Það er einmitt þetta sem Páll postuli útmálar í bréfum sínum. Hann er farísei, hann kunni ritninguna svo til utan- bókar, hann hafði vandað líf- erni sitt eins mikið og unnt var og allt hafði hann til að bera til þess að vera gildur borgari. Én þegar hann mætir Jesú Kristi, þá lýkst það upp fyrir honum, að þrátt fyrir mannkosti sína og hlýðni við hinar ýmsu reglur lögmálsins, þá er hann syndari sem skort- ir hjálp Guðs. Hann sér rétt- læti Guðs birtast í Jesú Kristi, hann sér að fyrir trú á Jesúm er hann réttlættur í augum Guðs og á fyrirgefningu synd- anna. M.ö.o. Jesús er það réttlæti sem hann talar sjálfur um í fjallræðunni, hann var sú réttlætiskrafa sem hann gerði til lærisveina sinna. Með þetta í huga ættum við betur að skilja er hann svo segir: Verið í mér þá verð ég líka í yður. — Fylgið mér! En hvað þá um góðverkin? Er ekki kristilegt að vinna góð verk? — Jú góðverkin eru kristileg. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra ... “ Þannig talaði Jesús líka. En má megum við ekki gleyma því, að góðverkin eru fyrst og fremst unnin fyrir náunga okkar en ekki fyrir Guð. Krist- inn maður vinnur góðverk í gleði sinni yfir að vera barn Guðs, ekki til að taka sig út í augum Guðs, heldur til þess að gleðja náungann og hjálpa honum. Og með því að sína trú okkar þannig í verki, þá erum við að sjálfsögðu verkfæri Guðs hér í heimi, sendiboðar hans. Guð hjálpi okkur til þess að sjá fagnaðarerindið í orðum fjallræðunnar, svo við vinnum góðverkin í anda þess réttlæt- is sem Jesús boðar. Angelini látinn Rómaborg, 8. júlí. AP. ÍTALSKI hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Cinico Angelini lézt í Rómaborg á fimmtudag eftir langvinn veikindi. Hann var 82ja ára. Angelini var þekktur fyrir ýmis létt tónverk, og á efri árum sneri hann sér einnig að því að semja jazzverk. A Þjónustuverkstæöi W RENAULT Þjónustuverkstæöiö veröur lokaö vegna sumarleyfa frá 18. júlí til 8. ágúst nk. ^^^>Kristinn Guönason hf.<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.