Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JtJLÍ 1983 stofnanir (Federal Centers for Disease Control) lögðu fram 14.1 milljón bandaríkjadala (tæpar 388.2 milljónir króna) til rann- sókna á AIDS árið 1983 og munu líklega leggja fram 16.7 milljónir dala (tæpar 459.8 milljónir króna) til starfsins árið 1984. Dr. Joseph Sonnabend veiru- fræðingur við AIDS-stofnunina (AIDS Foundation) hefur lagt fram þá tilgátu sína, að sjúkdóm- urinn orsakist af endurtekinni snertingu við algenga veiru, s.s. cytomegalo-veiruna (cytomegalo- virus) eða Epstein-Barr-veiruna (Epstein-Barr virus). Dr. B.H. Kean við New York-sjúkrahúsið telur, að sjúkdómsvaldurinn sé veira, er hafi stökkbreyst í skæð- ara form veiru við hraða smitun frá einum hýsli til annars. Dr. Sheldon Landesman við Down- state-læknamiðstöðina sagði suma vísindamenn vera að velta því fyrir sér, hvort sjúkdómsvald- urinn gæti ekki verið veira, er ný- lega hafi borist frá Miðbaugs- Afríku eða öðrum afskekktum hlutum heims. Vísindamenn við Harvard-háskóla benda á T-frumu veiru, er valdi hvítblæði, sem lík- legan sjúkdómsvald AIDS (human-T-cell-leukemia virus). Sjúkrahúslæknar hafa reynt að berjast við sjúkdóminn með lyfja- meðferð, ígræðslu beinmergs, int- erferón og síun blóðs (plasma- pheresis — sennilega átt við síun um himnu með það smásæjum götum, að veiran sitji eftir). Ekk- ert dugði og fjöldi fórnarlamba eykst stöðugt. Tólf sjúklingar Dr. Dan Williams létust. Thomas Lansen taugaskurðlæknir við W estchester-læknamiðstöðina skar burt æxli úr heila 29 ára AIDS-sjúklings. Þetta var þó skammgóður vermir, því viku síð- ar fóru að sjást merki annars æxl- is í heila sjúklingsins. Lansen læknir fór heim það kvöldið og óskaði þess, að hann þyrfti aldrei aftur að skera upp AIDS-sjúkling. „Þetta fólk er ekki á neinum batavegi," segir Lansen læknir. „Maður kemst ekki hjá því að finna til vonleysis við svona að- gerðir. En eitthvað verður að gera.“ Fjórir fangar sýktust af AIDS í fangelsinu á Rikers-eyju. Þrír lét- ust í Auburn-fangelsinu og 100 samfangar þeirra fóru í hungur- verkfall til að krefjast þess, að all- ir hommar yrðu útilokaðir frá störfum í eldhúsi fangelsisins. Yf- irmenn stofnunarinnar létu setja notkun andlitsgríma í reglur eld- hússins, en AIDS-sjúklingar voru settir í einangrun. Þegar tveir meðlimir í Metró- pólítan-óperufélaginu (Metropol- itan Opera company) smituðust af AIDS, bjó Gene Boucher barítón- söngvari óperunnar til lista yfir einkenni sjúkdómsins. Bæklingn- um var dreift af Félagi amerískra tónlistarmanna (American Guild of Musical Artists) og eintak var hengt upp hjá ballet New York- borgar (New York City Ballet). Nokkrar bókaverslanir létu harna kort vegna sjúkdómsins. Á fram- hliðinni stóð: „Ertu veikur? Á meðan þú ert að láta þér batna...“, og ,á bakhlið stóð: „...gerðu lista yfir alla þá, sem þú hefur smitað." Hjá heilbrigðisyfirvöldum í New York (Bureau of Preventable Disease) hringdu daglega allt að 50 felmtri slegnir borgarbúar til að spyrja um AIDS. Einn þeirra þurfti að sannfæra um, að AIDS bærisí sennilega ekki með moskítóflugum. Oðrum var sagt, að engin ástæða væri til að reka þjónustustúlku, enda þótt hún væri frá Haítí. Einn heilbrigðis- læknanna var spurður af ná- granna sínum hvort það væri enn óhætt að fara um Greenwich Vill- age. Annar nágranni spurði, hvort hún ætti að hafa áhyggjur af því að vinna með homma. Hægt væri að telja upp þúsund- ir svipaðra frásagna og að framan eru ritaðar. Dr. James Oleske var spurður að því í síma, hvort óhætt væri að bjóða kynvilltum ættingja i skírnarveislu. Ekkja tónlistar- mannsins Charles Mingus velti því fyrir sér, hvort hún ætti að hætta að fara í sundiaug fjölbýlishúss síns. „Á mínum barnsárum gekk enn taugaveiki og mæður bönnuðu börnum sínum að synda í sund- laugum," segir Susan Mingus. Fyrirtæki á Wall Street, er hafði starfsmann með AIDS, hringdi í Dr. Joyce Wallace á St. Vincents-sjúkrahúsinu. „Þeir sögðu, að starfsmennirnir væru felmtri slegnir, þar eð einn þeirra væri með AIDS. Þeir vildu ekki vinna með honum. Þeir spurðu mig hvernig þeir ættu að verjast sjúkdómnum," segir Dr. Wallace. Og hann svaraði í símann: „Þið skuluð ekki sofa hjá honum og ekki nota stungunálina hans.“ Kona ein á Long-eyju trúði vin- konu sinni fyrir því, að eiginmað- urinn hennar gengi með AIDS. Skyndilega vildu nágrannarnir ekki að börnin þeirra léku sér með dóttur hjónanna. Vinkonan neyddi konuna til að taka dótturina úr skóla. Starfsmenn hreinsunar- deildar staðarins neituðu að tæma öskutunnur hjónanna. Konan greip til þess örþrif^ráðs að leita hjálpar hjá neyðarheilbrigðis- þjónustu homma (Gay Men’s Health Crisis). Þar varð Diego López félagsráðgjafi henni til hjálpar. Saga konunnar minnti hann á viðbrögð fólks í styrjöld. „Þegar fólk er hrætt, býr það til hryllilega hluti í huga sér, sem enginn fótur er fyrir," segir López, en hann var landgönguliði í Bandaríkjaher í Víetnamstríðinu. Á Manhattan-eyju var læknis- skoðun vegna AIDS, er fram átti að fara í skóla einum, bönnuð með skömmum fyrirvara. Skólayfir- völd voru hrædd um, að salar- kynni skólans yrðu menguð. Læknisskoðunin varð að fara fram í hverfamiðstöð nálægt skólanum. Kona ein kom með dóttur sína og spurði, hvort dóttirin gæti verið í hættu, ef hún sækti sýnagógu með hommum. I miðborg New York ræddi Kar- en Smith um AIDS við vinnufé- laga sína, en Karen starfar á aug- lýsingastofu. Talið snerist um ein- kenni sjúkdómsins og einhver minntist á það, að einn starfs- mannanna hefði verið með upp- hlaup á handlegg. Einhver sagði starfsmanninn hafa lést mikið að undanförnu. Þá hafði líka einhver tekið eftir því, að maðurinn þjáð- ist af þráföldum hósta. Og svo fór, að Karen Smith varð ekkert um það gefið að sitja við skrifborð sitt nærri manninum. „Mér varð órótt, ef hann hóstaði eða ræskti sig,“ segir Karen Smith. „Og ég hef spurt sjálfa mig, hverju ég sé eiginlega að anda að mér.“ Skömmu síðar varð frú Smith að fara yfir skjöl með starfsmann- inum. „Eg varð að standa upp við manninn. Ég sagði við sjálfa mig, að ég yrði að vera róleg. Jafnvel þótt hann gengi með sjúkdóminn, væri ég ekki í hættu. Hins vegar hvíslaði önnur rödd að mér, að ég ætti að taka til fótanna. Snúa mér við og hlaupa. Komast bara strax í burtu. Ég hélt niðri í mér andan- um og sagði síðan við sjálfa mig, að ég gæti ekki verið þekkt fyrir að láta svona. Svona afstaða hjálpaði ekkert. Ég yrði stundum að anda. Og svo fór, að ég sneri mér stundum við og dró andann fyrir aftan mig.“ í annað skipti fór Karen út að borða með vini sínum, sem er hommi. Þegar komið var að eftir- réttinum, ákváðu þau að skipta ostakökusneið. Karen gerði ráð fyrir því, að þjónustustúlkan mundi koma með sneiðina á einum disk. En þjónustustúlkan hafði skorið sneiðina í tvennt og borið hana fram á tveimur diskum. „Ég hafði ekki velt þessu fyrir mér, þegar við pöntuðum sneiðina. En meðan ég borðaði, hugsaði ég með mér, hve heppin ég hefði verið. Vinur minn kynni jú að hafa AIDS. En svo hugsaði ég með mér, að ég hlyti að vera orðin eitthvað verri að láta svona lagað hvarfla að mér.“ Það kom að því, að Karen Smith ræddi um ótta sinn við sálfræðing AIDS-sjúklingurinn Michael Callen (til hægri) ásamt Richard Dworkin. Frá Blóðbankasambandi Bandaríkjanna: Yfirlýsing um áunna ónæmisbæklun og blóðgjafir Blóðbankasamband Bandaríkj- anna (American Aasociation of Blood Banks), Rauði kross Bandaríkjanna og fleiri samtök og nefndir þar hafa gefið út yfir- lýsingu viðvíkjandi hinum alvar- lega sjúkdómi af óþekktri orsök, sem nefndur hefur verið áunnin ónæmisbæklun (AIDS er hin enska skammstöfun fyrir sjúk- dóminn). Yfirlýsing samtakanna er svo- hljóðandi: Nýlegar skýrslur gefa til kynna, aö nýr sjúkdómur af ókunnri orsök sé fram kominn í Bandaríkjunum og er hann settur í samband viö óeölilega starfsemi ónæmiskerfis- ins, Kaposisarkmein, sýkingar hjá kynvilltum karlmönnum, innflytj- endum frá Haítí, eiturlyfjaneytend- um sem fá eiturlyf i æö og fleiri einstaklingum. Sjúkdómurinn hef- ur hlotið nafnið áinnin ónæmis- bæklun (Acquired Immune Defici- ency Syndrome, skammstafaö AIDS). Tilkynnt hefur veriö um yfir 800 manns, sem hafa fengiö þennan sjúkdóm [í Bandarikjunum í mars/ apríl 1983] og dauðsfallatíðni hefur veriö mjög há. Þótt flest sjúk- dómstilfelli hafi verið greind í New York, San Fransisco og Los Angel- es, hafa þau fundist á öörum stöð- um í Bandaríkjunum. Sjúkdómur- inn virðist aöallega berast frá manni til manns og líklega vegna náinnar snertingar. Taliö hefur ver- iö mögulegt, aö sjúkdómurinn bærist meö blóöi, en þaö er ósannaö enn sem komiö er. Þaö sem þó þykir styrkja líkur til aö smit berist á þann hátt eru átta blæöarar meö áunna ónæmis- bæklun (AIDS), sem staöfest hefur verið meö nægilegum rannsóknum og hefur þessum sjúklingum verið gefiö þykkni af storkuþætti VIII, sem unninn er úr mannsblóöi. Menn tilfæra einnig nýfætt barn, sem fékk sjúkdóminn eftir aö hafa fengið 19 einingar af blóöhluta og var einn þeirra úr blóögjafa, sem síöar dó af völdum áunninnar ónæmisbæklunar (AIDS). Auk þess eru tilgreindir færri en tíu sem taldir voru með sjúkdóminn, þótt ekki væri hann fyllilega staö- festur meö rannsóknum og voru þessir einstaklingar blóöþegar — sjúklingar sem gefiö hafði veriö blóö. Enginn sýkill hefur veriö ein- angraöur og engin rannsókn er til, sem gerir mögulegt aö greina sjúkdóminn eða mögulega smit- bera. Sannanir fyrir aö sjúkdómur- inn berist meö blóögjöf eru ófull- nægjandi. Meöal þess, sem veldur áhyggjum hjá starfsmönnum blóöbankaþjónustunnar og knýr þá til aö stinga upp á varnarráö- um, er, að sjúkdómurinn finnst í blæðurum, sérstaklega þeim, sem hafa fengiö þykkni af storkuþætti VIII og enn fremur, aö samfara löngum meögöngutíma er sífelld aukning á nýjum sjúkdómstilfell- um. Okkur er Ijóst, aö ekki liggja fyrir fullgildar sannanir fyrir, aö ónæmisbæklunin (AIDS) flytjlst meö blóði eöa blóöafuröum. Viö gerum okkur grein fyrir erfiðleik- unum á aö semja leiðbeiningar sem byggöar eru á ófullnægjandi upplýsingum. Þaö er þörf fyrir meiri upplýsingar um þennan sjúkdóm. Heilbrigöisyfirvöld ættu aö veita fé til aö rannsaka orsakir hans, hvernig sjúkdómurinn berst í menn og bæöi hvernig viöeigandi varnarráðstöfunum sé beitt og hvernig megi lækna hann. Starfsmenn blóöbanka- þjónustunnar eiga aö halda áfram aö aöstoöa heilbrigöisstofnanir viö rannsókn á ónæmisbæklun þess- ari. Þar sem möguleiki er á, aö áunnin ónæmisbæklun (AIDS) geti orsakast af blóögjöf, er okkur sá kostur tiltækur að grípa til ráöa, sem okkur finnast skynsamleg nú. Vöntun á sérhæföu prófi beinir meginviöleitni okkar inn á tvö sviö: Auka þarf varúö í notkun blóös og afuröa, sem unnar eru úr blóöi. Nota verður öll skynsamleg ráö til aö takmarka blóösöfnun frá einstaklingum eða hópum, sem vitaö er aö hafa aukn- ar líkur á aö vera meö áunna ónæmisbæklun (AIDS). Tillögur okkar til varnaðar eru eftirfarandi: (1) Blóðbankastarfsmenn ættu aö heröa enn frekar upplýsinga- herferð fyrir lækna, svo þeir vegi ákvöröun sína um aö nota hvern blóðhluta á móti áhættunni, sem fylgir blóðgjöfinni, hvort heldur hún er vel þekkt (eins og lifrar- bólga, frumurisaveira (cytomeg- alovirus), eöa mýrakalda) eöa á rannsóknarstigi (eins og áunnin ónæmisbæklun, AIDS). (2) Hafa mætti í huga aö nota oftar en hingaö til eigin blóö sjúkl- ings, sem hann á í geymslu, í staö þess aö gefa blóö frá öörum, sér- staklega viö skuröaögeröir sem ákveðnar eru meö góöum fyrir- vara. (3) Blóöbankar ættu aö vera viðbúnir auknum pöntunum á eigin framleiöslu á storkuþætti VIII (kuldabotnfalli). Breytt T-eitla- frumustarfsemi, sem fylgir áunn- inni, ónæmisbæklun (AIDS), er sögö sjaldgæfari hjá blæöurum, sem fá storkuþátt VIII sem kulda- botnfall, heldur en þeim, er fá þykkni af storkuþætti VIII (fyrir- tækjaframleiöslu). Þótt þetta þýði ekki endilega, aö kuldabotnfalls- storkuefniö sé áhættulaust, geta ofangreindar upplýsingar leitt til meiri eftirspurnar á því. (4) Könnun á heilsufari blóögjaf- ans ætti aö fela í sér sérstakar spurningar, sem beinast aö því aö finna ónæmisbæklunina eöa snertingu blóögjafans viö ónæm- isbæklunarsjúklinga. Sérstaklega ætti aö spyrja blóögjafa spurn- inga, sem gæfu svör viö, hvort hann væri haldinn nætursvita, hita af óþekktum orsökum, óútskýran- legu þyngdartapi, eitlastækkun eöa Kaposisarkmeini. Öll jákvæö svör, sem styrkja grun, ber aö meta, áöur en blóögjöf er þegin. (5) Þeir, sem hafa þaö hlutverk aö hvetja blóögjafa til aö gefa blóö, ættu ekki aö beina kröftum sínum aö hópum manna, sem gætu haft aukna tíöni af áunninni ónæmisbæklun (AIDS). (6) Þaö er mikiö áhyggjuefni, hvort rétt sé á þessari stundu aö reyna aö takmarka blóögjafir sjálfboöaliöa úr hópum, sem hafa aukna tiöni áunninnar ónæmis- bæklunar (AIDS). Læknisfræöileg, siöfræöileg og lögfræöileg atriöi tengjast spurningunni um hvaö sé rétt í þessum efnum. • A) Læknisfræöilegar og vísinda- legar sannanir, sem fáanlegar eru núna um, aö ónæmisbæklunin, berist meö blóöhlutum, eru ófull- nægjandi. Færri en 10 sjúkdóms- tilfelli af ónæmisbæklun (AIDS), sem hafa hugsanlega tengsl viö blóögjöf, hafa fundist, þrátt fyrir 10 milljón blóögjafir á ári [í Bandaríkj- unum]. Faraldsfræöilegar rann- sóknir, sem ná til alls landsins, eru í gangi [þ.e. talning á öllum sjúkdómstilfellum f Bandaríkjunum á mánuöi hverjum]. Komi fram upplýsingar, sem gefi til kynna, aö ákveöinn hópur blóögjafa sé hættulegur m.t.t. ónæmis- bæklunar, veröa sérstakar leiö- beiningar sendar blóöbankastarfs- mönnum án tafar. • B) Um þessar mundir er tals- veröur þrýstingur á blóöbanka- starfsmenn að skera niöur blóö- gjafir hjá kynvilltum körlum. Beinar og óbeinar spurningar viövfkjandi kynhegöun eru óviðeigandi. Slík hnýsni í einkalífiö er aöeins rétt- lætanleg, ef afdráttarlaus ávinn- ingur er augljós. Staöreyndin er sú, aö ástæöa er til aö halda, aö hvernig sem á málum er haldiö í þessum efnum, þá sé árangur nán- ast enginn viö aö útiloka blóö- gjafa, sem hugsanlega gætu veriö meö ónæmisbæklunina (AIDS). (7) Þótt ekki sé til neitt sérhæft próf, til aö bera kennsl á ónæm- isbæklunina (AIDS), eru til kenni- leiti rannsókna og læknisskoöun- ar, sem eru fyrir hendi í næstum öllum sjúkdómstilfellum af áunn- inni ónæmisbæklun (AIDS). Fteynt er að meta þessi sérhæfðu kenni- leiti í þeim hlutum Bandaríkjanna, þar sem mest hefur boriö á þess- um sjúkdómi. Kennileitin eru eitilfrumufækkun í blóöi, ónæmis- flækjur og anti-HBc. Viö mælum ekki meö neinum prófum fyrir ónæmisbæklun í blóöbönkum eins og sakir standa nú. Þessar leiöbeiningar eru geröar í fullri vitund þess, aö orsök ónæmisbæklunarinnar (AIDS) er ókunn og aö flutningur á sjúk- dómsvaldi meö blóöi er ekki full- sannaöur. Við höldum samt, aö viö veröum aö eiga svar viö þeim möguleika, að nýr smitsjúkdómur hafi komiö upp á yfirboröið, gert sig gildandi. Viö höldum, aö upplýsingar þær, sem aö ofan eru skráöar, séu skynsamlegar og viöeigandi. Viö munum áfram hafa eftirlit meö nýrri þróun og endurskoöa stööu okkar snögglega, ef læknis- fræöilegar eöa vísindalegar niöur- stööur gefa til kynna, aö önnur leiö aö settu marki sé tímabær. Ólafur Jrnason yfirlcknir BIMbankans þýddi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.