Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 21 að niðurstöðu um fjölda kynlífs- nauta sinna. „Ég hugsaði með mér, að þeir væru kannski þúsund, en svo fannst mér það engan veginn geta staðist," segir Callen. „En viti menn, þeir voru fleiri.“ Eftir því, sem upplýsingar um AIDS urðu meiri, veitti Callen því eftirtekt, að margir vina hans hættu að heilsa honum með kossi. Þegar hann tók franska kartöflu af diski vinar síns, snerti hinn síð- arnefndi ekki meira af réttinum. Fáir urðu til þess að fara með Callen út og spurðu hann, hvort smákveisa væri nokkuð einkenni sjúkdómsins. „Fyrst voru menn afar elskulegir og spurðu um líðan mína,“ segir Callen. „En síðan fóru þeir að biðja mig um að líta og meta smæstu sár.“ Smávægileg hitavella eða kveisa nægði til þess að senda hundruð homma af stað til lækna. Fjöldinn allur ráðfærði sig við Dr. Kean. Hann minnist þess, að þeir hafi spurt, hvað þeir gætu tekið til bragðs, sér til varnar. „Ég sagði besta ráðið vera það, að þeir giftu sig.“ Aðrir ofsahræddir karlmenn þyrptust á skrifstofu Dr. Dan Williams á Vestra 57. stræti. Venjulega var sjúkleikinn ekki annar en smá kvef eða kannski in- flúensa, sem varð þessum mönn- um aðvörun um að halda sig frá baðhúsunum og þeim stöðum öðr- um, þar sem greitt er fyrir kynlíf. „Mér finnst betra að fá sjúkl- inga, sem haldnir eru hræðslu og taugaveiklun og eru lifandi fimm árum seinna, heldur en fá þá, er stinga höfðinu í sandinn og deyja svo úr sjúkdómnum," segir Dr. William. „Það er til meðferð við hræðslu og taugaveiklun." En svo fór þeim tilfellum að fjölga, sem höfðu ekki bara ein- kenni hræðslu og kvíða. Margir sjúklinganna sögðust hafa dvalið oft í baðhúsunum. Aðrir sögðust lifa rólegu lífi, þar sem fáir kyn- lifsnautar komu við sögu. óheppni þeirra var jafnvel unnt að kenna frekar um, en óheppilegum lífsstíl. Dr. William sagði þessum AIDS- sjúklingum, að þeir ættu að borða skynsamlega, forðast áfengi og eiturlyf, hætta reykingum og halda sig frá stöðum, þar sem margt fólk héldi sig og sjúkl- ingarnir gætu smitast af ýmsum smitsjúkdómum. Engin lækning var við sjálfri óreglunni, er kemst á ónæmiskerfi líkamans. Það eina sem Dr. William gat gert, var að horfa á ónæmiskerfi sjúklinga sinna leysast smátt og smaft upp í ekki neitt. „Fólk biður mig um að gefa sér pillu, sprauta sig, lækna sig,“ segir Dr. William. „Fólk telur vera til einfalda lausn á öllum hlutum. Al- menningur er afar barnalegur í þessum efnum." Eftir greiningu AIDS hjá 24 ára gömlum karli, var honum ekið frá húsi foreidra sinna og skilið við hann á götunni. Öðrum var úthýst af elskhuga sínum og neyddist til að lifa í húsasundum á sama tíma og hann hafði 38 gráðu hita. Þegar einn sjúklinganna lést, neitaði fjölskylda hans að taka við líkinu. Sjúklingur að nafni Arthur Felson var svo heppinn, að vinur hans yf- irgaf hann ekki. En svo sá vinur- inn villandi frétt í sjónvarpinu, sem sagði, að sjúkdómurinn kynni að smita á heimilum við hvers- dagsverk. Ofsahræðsla við sjúk- dóminn leiddi sennilega til þess, að vinurinn framdi sjálfsmorð. „Ég gat einfaldlega ekki talað um fyrir honum," segir Arthur Felson. Á mörgum sjúkrahúsum voru AIDS-sjúklingar settir í einangr- un. Hjúkrunarkonur komu inn á herbergin klæddar búningum og hönskum. Fjöldi þeirra hafði einn- ig grisjur fyrir vitum. Á lækna- miðstöð fyrrverandi hermanna á Fyrstu breiðgötu þrjóskuðust margir starfsmannanna við að baða AIDS-sjúklinga. Öðrum var hreinlega skipað að skipta um á rúmum þessara sjúklinga, svo það yrði gert. Einn sjúklingur á Belle- vue-sjúkrahúsinu heyrði barið að dyrum og þegar hann opnaði hurð- ina, sá hann matarbakka sinn •iggja fyrir framan hana. Starfs- maður sjúkrahússins hafði aug- sýnilega skilið hann þar eftir og flúið síðan. Læknir einn á öðru sjúkrahúsi í New York sagði við AIDS-sjúkling sinn, að hann mætti fara heim til að deyja. Sjúklingurinn dó á sjúkrahúsinu, þar sem engin ráðskona fannst til að annast hann heima. Þær óttuð- ust smitun. Á Lenox Hill-sjúkrahúsinu tók hjúkrunarkonan Deborah Curran eftir því, að sumir meinatækna sjúkrahússins forðuðust að taka ÁIDS-sjúklingum blóð. „Þeir tauta þráfaldlega fyrir munni sér, að þeir geti ekki smitast. Og margsinnis reyna þeir ekki einu Fyrirsætan Joe Macdonald á meðan hann var heilsuhraustur. sinni að taka sjúklingunum blóð og læknirinn verður að gera það,“ segir Curran. Sjálf fann Deborah Curran í fyrsta sinn til hræðslu við smitun á fimm ára hjúkrun- arferli sínum, er hún var beðin um að taka slöngu úr æð ungs AIDS- sjúklings. „Ég dró ekki einu sinni andann fyrr en ég var komin út,“ segir Curran. „Ég gekk inn. Sjúklingur- inn starði á mig og fylgdist gaumgæfilega með hverri einustu hreyfingu minni. Ég sagðist ætla að taka slönguna úr æð hans og hann samþykkti það. Annað sagði ég ekki. Eg vildi ekki þurfa að anda að mér.“ Hjúkrunarneminn Claudia Cozzi var sett á deild á St. Vinc- ents-sjúkrahúsinu, þar sem voru hvorki meira né minna en sjö AIDS-sjúklingar. Á einni vaktinni stakk annar nemi sig óvart á stungunál, er hafði verið notuð á einn AIDS-sjúklinganna. Cozzi segir næstu andartökin hafa líkst atriði úr Paradísarmissi Miltons, slík var skelfingin og lætin. Nem- inn var sprautaður með gamma- glóbúlíni og síðan var ekkert ann- að hægt að gera nema bíða í tvö ár og kanna þannig hvort stúlkan hefði smitast af AIDS. Cozzi muldraði fyrir munni sér, að enginn úr heilbrigðisstéttinni hefði enn smitast af AIDS, er hún snerist um sjúklingana. Oft stóð hún við rúm þeirra og hlustaði á tal þeirra. Margir ræddu um fjöl- skyldur sínar. Aðrir sögðust óska þess, að þeir hefðu ekki verið kynvilltir. Sumir neituðu að boröa og sögðust fremur stytta sér ald- ur, en þjást frekar. Nokkrir reyndu að afneita sjúkdómi sín- um. Þeir fóru framúr, reyktu, skrifuðu bréf og hringdu í símann uns þeir voru orðnir of veikburða til að hreyfa sig. „Þeir eru vigtaðir daglega og verða smátt og smátt að engu,“ segir Claudia Cozzi. „Þeir vita all- ir að hverju stefnir. Það er það hryllilega. Þeir vita að þeir eiga ekki afturkvæmt." Einn daginn sendi Dr. Joyce Wallace hjá AIDS-stofnuninni Cozzi með þrjú sýni til Federal Express flutningaþjónustunnar á 7. Breiðgötu. Þegar afgreiðslu- maðurinn sá orðið AIDS I nafni stofnunarinnar, stífnaði hann. Hann bað Cozzi að tæma pakkann, er sýnin voru í. Hún tók fram þrjú lokuð tilraunaglös. „Hann bað Guð fyrir sér og sagði þetta vera það, er allir væru að tala Qm. Ég bað hann vera rólegan. Ég yrði fyrri til að smitast en hann.“ Cozzi var send til aðalstöðva fyrirtækisins á 11. Breiðgötu. Henni var vísað til yfirmanns. Hún minnist þess, að hann sagði eitthvað í þá átt, að það væri hún sem væri með AIDS. „Allir sem þarna voru hrukku við og litu á mig, sem væri ég haldin holds- veiki.“ Yfirmaðurinn hringdi í símann og talaði við heilsugæslu- stofnunina í Atlanta (Centers for Disease Control, eða C.D.C.). Skömmu síðar sneri hann sér að Claudiu Cozzi og sagði heilsu- gæslustofnunina vera að velta fyrir sér, hvernig skyldi merkja pakkann. Hvað teldi hún vera best? „Hann leyfði mér ekki að snerta símann," segir Cozzi. „Ég stakk upp á merkingunni „krabba- mein“.“ Yfirmaðurinn sagði, er hann hafði lagt á, að heilsugæslustofn- unin hefði ákveðið að senda mætti sýnin, ef pakkinn væri merktur „krabbameinsvaldur" (carcino- gen). „Hann sagði þá ætla að setja þau í betri umbúðir." Jafnvel þótt Cozzi hefði sett sýnin í fjóra pakka í viðbót, hefur flutninga- þjónustan augsýnilega átt í erfið- leikum með að sannfæra starfs- menn sína um öryggi flutning- anna. Tilraunaglösin komust ekki á áfangastað fyrr en alllöngu síð- ar. í Greater New York Blood Pro- _gram-blóðbankanum var einkenn- Tim AIDS bætt við spurningalista væntanlegra blóðgjafa. Þeir sem svöruðu spurningunum á full- nægjandi hátt, voru beðnir um að gefa það til kynna, ef þeir til- heyrðu einum áhættuhópa AIDS. Það eyðublað var síðan brotið þrisvar og heftað og ritaður á það blóðflokkur. Síðar las meinatækn- ir eyðublaðið yfir og setti til hliðar það blóð, er talið var hugsanlega sýkt og það síðan rannsakað frek- ar. Þrátt fyrir þessar varúðar- ráðstafanir og það, að líkur á smitun af AIDS við blóðgjöf væru einn á móti rúmlega milljón, hringdi óttaslegið fólk enn í for- stjóra stofnunarinnar, Dr. Robert L. Hirsch . „Við fáum hringingar frá fólki af öllum stigurn," segir Dr. Hirsch. „Og við verðum að svara því ein- hverju. Við reynum það, en það er bara svo lítið sem við vitum.“ Hjá sjúkrabílaþjónustu New York (Emergency Medical Serv- ice) tóku yfirmenn að setja saman minnislista fyrir starfsfólk sjúkrabílanna, þar sem það var hvatt til að hreinsa gaumgæfilega þann búnað, er notaður væri við flutning sjúklinga, er hugsanlega væru haldnir AIDS. Það kom einnig til greina, að borgin keypti sérstakar grímur (S-tubes), er vernda mundu þá, er þyrftu að reyna blástursaðferðina á sjúkl- ingum. Einn starfsmanna þjón- ustunnar, Eileen Sullivan, las bækling um AIDS og hóf að nota hanska, er hún þurfti að hlú að sjúklingi, sem blæddi. Ef Eileen fór í sjúkrakall, þar sem sjúkling- urinn var að öllum líkindum hommi eða eiturlyfjaneytandi, henti hún öllum ódýrari búnaði að loknum sjúkraflutningi. Annað lét hún liggja það sem eftir var dags í vínanda. „Við erum afskaplega hrædd,” segir Sullivan. I 6. Umdæmi New York-lögregl- unnar fylltist ung lögreglukona hræðslu, er hún var að aðstoða homma, sem hafði fengið höfuð- högg. Hún tók um höfuð mannsins og reyndi að hægja á blæðingum með pappírsþurrkum. „I /yrstu fór um mig fiðringur,“ segiriögreglu- þjónninn. „Blóðið hafði sama rauða litinn og blóð hvers annars. En ég hugsaði með mér, að það gæti verið, að maðurinn væri haldinn sjúkdómnum. En svo hugsaði ég enn fremur, að ég gæti ekki horft á, meðan manninum blæddi út fyrir framan mig. Þetta var eins og maður væri að fást við sjúkling með holdsveiki eða eitthvað í þá áttina. Svona kemur maður ekki fram við fólk, en óttinn var fyrir hendi. Og auðvitað kom að því, að ég þvoði mér ræki- lega með sótthreinsandi.“ Annað útkall lögregluþjónsins var vegna búðarþjófnaðar. Hún handtók mann, er hafði stolið ein- hverju smálegu úr forngripaversl- un í Greenwich Village. Á leið til lögreglustöðvarinnar, sat lög- reglukonan í baksæti þjónustu- bifreiðarinnar með fanganum. „Hann sagði við mig, að hann væri haldinn AIDS. Ég svaraði því til, að mér þætti afar leitt að heyra það. Mér fyndist þó, að hann gæti e.t.v. eytt þeim tíma, er hann ætti ólifaðan, á annan hátt en hann gerði. Hann svaraði mér á þann veg, að hann ætti stefnumót um kvöldið og þyrfti á peningunum að halda.“ Verslunareigandinn féll frá ákæru, er hann frétti síðar að þjófurinn væri haldinn AIDS. En þótt meinatæknir byrjaði að nota hanska jg lögregluþjónn hreinsaði sig með sótthreinsandi, var enn ekkert í fréttum um lækn- ingu við AIDS. Fórnalömbin voru „aðeins" nokkur hundruð hommar, eiturlyfjaneytendur og Haítíbúar og bandarísk yfirvöld virtust ekk- ert áfjáð í að veita miklu fé til rannsókna á sjúkdómnum. „Við skulum ekki segja, að ekki hafi verið til nægilegt fjármagn — við skulum segja, að það hafi verið EKKERT," segir Dr. Linda Laub- enstein við Háskólasjúkrahús New York-borgar. Eftir því sem ógnin varð meiri og fjöldi fórnar- lamba fyllti þúsundið í Bandaríkj- unum, gerðu heilbrigðisyfirvöld AIDS að þeim sjúkdómi, er njóta skyldi forgangs hvað varðaði rannsóknir og fjárframlög. Heil- brigðisyfirvöld (National Insti- tutes for Health) og heilsugæslu- SJÁ NÆSTII SÍÐU Frá Blóðbankanum: Áunnin ónæmisbæklun (AIDS) Morgunblaðinu barst fyrir nokkru yflrlýsing frá Blóöbank- anum varðandi áunna ónœm- isbœklun, eða AIDS (Acquired Immunodeficiency Syndrome). Birtist hún hér í heild. islenskir blóðgjafar, eins og blóðgjafar á öðrum Norðurlönd- um, teljast meöal þeirra, sem hvaö sjaldnast bera í sér alvar- lega smitsjúkdóma. íslenskir blóögjafar hafa full- nægt þörfum sjúkrahúsa fyrir blóö og blóöhluta í lækninga- skyni, þó hefur þurft aö kaupa til landsins mestan hluta storku- þáttar VIII, sem notaöur er viö meöferö blæðara innan og utan sjúkrahúsa. Þessi storkuþáttur hefur meö fáum undantekning- um aö mestu veriö keyptur frá Finnlandi, sem hefur selt mikiö af honum til annarra landa. Heimsmarkaöur er fyrir þenn- an storkuþátt og hafa mörg fyrir- tæki nýtt hann og safnaö til framleiöslunnar blóöplasma úr fólki af ýmsum uppruna. Oft er um aö ræöa fólk sem selur blóö sitt eöa hluta þess, plasmahlut- ann, til aö afla sér tekna. Þaö er einmitt þetta fólk, sem nefnt hef- ur veriö „áhættuhópar“ vegna þess, aö þeir blóöhlutar, sem safnaö er úr því og ekki veröa sótthreinsaöir (sæföir), bera miklu oftar í sér alvarlega sýkla, en blóö þeirra sem gefa blóö sitt til lækninga. Helstu varnarráðstafanir gegn áunninni ónæmisbæklun (AIDS) eru eftirfarandi: (1) Að velja heilbrigða blóð- gjafa. (2) Aö velja eingöngu blóö- gjafa, sem gefa blóð sitt í lækn- ingaskyni eins og íslenskir blóðgjafar gera. (3) Að taka ekki blóð til lækninga úr þeim, sem grunaöir eru um kynvillu eða eiturlyfja- neyslu. (4) Að blóöhlutar og blóð- þættir séu, eftir því sem við veröur komið, sem mest unnir úr blóðgjöfum sem eru innlend- ir og valdir samkv. 1. og 2. lið. (5) Sérstakrar varúöar skal gætt í vali á erlendum blóðgjöf- um. Við þaö val verður aö taka tillit til þjóðernis og lands blóðgjafans, auk heilbrigðis- hátta í heimalandi blóðgjafans. (6) Blóðhlutar og blóðþættir, sem fengnir eru utanlands frá, séu frá þjóðum og aöilum, sem vitað er, aö framleiöa þessi lækningaefni með hlutfallslega fæstum aukakvillum vegna smitefna eða aukaverkana af öðrum toga. (7) Nýta skal sem best heilsuforsögu og sérstakar rannsóknir (svo sem vegna lifrarbólguveiru B og syphilis), til að fyrirbyggja smitburð frá blóðgjafa til blóöþega um leið og aflaö er gagnlegra upplýs- inga um heilsufar blóðgjafans og um dvalarstað hans og ferðalög erlendis. í Blóöbankanum eru aö jafnaöi gerö ákveöin próf vegna lifrar- bólguveiru B og syphilis. Þótt ekkert eitt sérstakt próf sé til greiningar á ónæmisbækluninni (AIDS), er greining fengin meö ákveöinni samsteypu sjúkdóms- einkenna og ýmissa rannsókn- arniöurstaðna. Meðal þeirra rannsókna eru undirflokkanir á eitilfrumum (T-hjálpar- og T-bæli-lymfocytum), auk vefja- flokkarannsókna. Þessum rannsóknum var beitt til aö rannsaka einn kynvilltan karlmann, sem grunaöur var um aö vera meö ónæmisbæklun (AIDS). Niöurstöður þeirra komu ekki heim viö sjúkdóminn. Þrír eldri sjúklingar meö Kaposis- arkmein hafa veriö rannsakaöir aö undanförnu á þennan hátt. Þessa dagana stendur yfir rann- sókn á þeim einstaklingum, sem mest hafa fengið af storkuþætti átta (VIII) vegna dreyrasýki. Landlækni og Læknablaöinu mun send greinargerö um þessar rannsóknir. Blódbankanum, 6. júlí, 1983. Ólafur Jt'nsson yfirlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.