Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 23 sinn. í tímanum lét sálfræðingur- inn Karen fá bækling um sjúk- dóminn. „Sálfræðingurinn sagði mér, að hún væri farin að borða heima, frekar en að fara út á veit- ingastað. Hún hefur líka áhyggjur af AIDS,“ sagði Karen. Fórnarlömb AIDS í New York urðu 288. Þeirra á meðal er Marc- us Goncalves, frægur fatahönnuð- ur frá Brasilíu. En samt er enn fjöldi manns, sem stundar baðhús- in, sem sumir læknar í New York telja eina helstu orsök útbreiðslu AIDS í borginni. Á þessum stöð- um eru karlmenn, sem vefja hand- klæði um mittið og lauma sér síð- an inn í sérstaka klefa til samfara. Dr. Dan William telur hættuna jafnmikla og aki maður drukkinn á 220 km hraða. Eigandi Everard- baðhússins, Irving Fine, segir viðskipti hins vegar aðeins hafa minnkað um 10%. „Ég áfellst þá ekki,“ segir Fine. Aðsóknin minnkar á East Side- gufubaðssofunni á 56. stræti, þeg- ar rætt er um AIDS í fjölmiðlum. Síðan koma viðskiptavinirnir aft- ur að nokkrum dögum liðnum. „Vissir karlar fara, ef talið hér á stofunni berst að sjúkdómnum," segir Jim Schwartz forstjóri. „Þeir vilja vera eins kærulausir og þeir mögulega geta.“ Schwartz hreins- ar nú gufubaðsstofuna með sótt- hreinsandi efni og notar sterkari bakteríueyði á gólf stofunnar. „Ég veit, að þetta kemur aðeins að takmörkuðum notum. En mað- ur reynir allt sem hægt er,“ segir Schwartz. En ótalin eru vændishúsin og vændisbarirnir. Þeir læknar eru til, sem telja kynlífið, sem fram fer á þessum stöðum, eiga eftir að reynast eins banvænt og það kyn- líf, sem stundað er í baðhúsum New York. Dr. William segir kyn- lífsnauta á þessum stöðum vera jafnsýkta af AIDS og þeir, er stunda böðin. „Þetta er aðeins spurning um tíma. Þetta er aðeins spurning um kynlíf með manni, sem er sýktur. Og síðan er við- komandi kominn í sama farið og allir hinir.“ Fyrirsætan Susi Gilder er ein þeirra, sem telur sig geta verið rólega. Á veitingastaðnum Tex- arkana á Vestra 10. stræti urðu hún og kærastinn hennar Eddie ásátt um að lifa aðeins kynlífi með hvort öðru. Þegar Susi þurfti að skreppa frá borðinu, sagði Eddie: „Ég hef verið settur í siðbót af Svarta dauða." Og meðal þeirra AIDS-sjúkl- inga, sem enn eru lifandi, er Michael Callen. í maímánuði sl. var honum boðið að vitna fyrir þingnefnd um AIDS, en það er Roy Goodman öldungadeildar- þingmaður sem er formaður nefndarinnar. Skömmu fyrir nefndarfundinn hringdi aðstoðar- maður nefndarinnar í Callen og spurði hann, hvort hann hefði í hyggju að taka einhvern með sér. Callen sagðist með ánægju kalla saman nokkra AIDS-sjúklinga, ef þess yrði óskað. „Ja, komdu ekki með neina slíka," hefur Callen eftir mannin- um. Nokkrum dögum síðar var Call- en að borða morgunverð ásamt elskhuga sínum í veitingabúð á 6. stræti. Elskhuginn, Richard Dworkin, er trommuleikari frá Chicago. Þeir hittust fyrst fyrir ári síðan, er Callen ákvað að eyða þeim tíma, sem áður hafði farið í baðhúsin, í að stofna homma- hljómsveit. Hann setti auglýsingu í dagblað eitt og Dworkin svaraði. Kvöld eitt var Dworkin í íbúð Callens. Callen minnist þess, að þegar Dworkin leitaði á hann í þetta fyrsta sinn, brá Callen af- skaplega. „Ég bað hann hafa hem- il á sér. Ég hefði nefnilega AIDS.“ En Dworkin ákvað að taka áhætt- una og karlarnir hófu sambúð. Eftir að hafa stundað keiluspils- brautir, „teherbergi" og baðhúsin, lifir Michael Callen nú nokkuð svipuðu lífi og góður meþódisti frá Ohio-fylki gerir. „Ástin er skrýtin," segir Rich- ard Dworkin. Einkaréttur: Los Angeles Times Hótað sviptingu ríkisborg- araréttar og fyrirfór sér Ljm, Mumchnwta 7. jiH. AP. SEXTÍU og þriggja ára gamall Úkraínubúi, Michael Popczuk, sem í síðustu viku hafði verið hótað sviptingu ríkisborgara- réttar vegna gruns um aðstoð við nasista í herferð þeirra gegn gyðingum í Úkraínu í síð- ari heimsstyrjöldinni, fannst látinn í íbúð sinni í gær. Það var eiginkona hans, Martina Minaya, sem kom að líki hans, þar sem það lá í blóðpolli á stofugólfinu. Lá riffill við hlið líksins og virð- ist svo sem Popczuk hafi svipt sig lífi. Bandaríska dómsmála- ráðuneytið krafðist þess í síðustu viku, að Popczuk yrði sviptur ríkisborgararétti sín- um vegna meintrar aðstoðar við nasista á stríðsárunum. Að sögn eiginkonu hans varð honum svo mikið um kær- una, sem lögð var fram á hendur honum, að hann hugðist þegar í stað svipta sig lífi. „Látið mig hafa kúluna strax í dag. Ég er veikur maður og hef þegar gengist undir sex skurðaðgerðir. Ég þoli ekki meira," var haft eftir Popczuk daginn, sem honum barst ákæran. Sjálfur þvertók Popczuk fjTÍr að hafa átt nokkuð saman við nasista að sælda á stríðsár- unum. Ý«V»Ý«Ýi Í88KAPAR1 Hollensk hágæðavara á sérstaklega hagstæðu verði ARC358 — Lúxus barskápur með teak-áferð. 90 lítra. Sérstakt frystihólf fyrir ísmolagerð. Verð kr. 8.710,- H. 52,5 cm. B. 52,5 cm. D 60 cm. AFE523 — Frystiskápur , 140 lítra með sérstökum hraöfrysti. Verð,kr. 14.280,- H. 85 cm. B. 55 cm. D. 60 cm. ARF805 — Rúmgóður 310 lítra ísskápur. 2ja dyra með 65 lítra frystihólfi. Auðveldur að þrífa. Sjálfvirk afþýðing Verð kr. 16.520,- H. 139 cm. B. 55 cm. D. 58 cfn. HLJOM8ÆR HUOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 ARF874 — ísskápur, 270 lítra með 24 lítra frystihólfi. Verð kr. 12.685,- H. 134 cm. B. 55 cm. D. 60 cm. AFE268 — ísskápur, 340 lítra með 33 lítra frystihólfi. Verð kr. 14.460,- H. 144 cm. B. 60 cm. D 64 cm. iíJSikííli; EÆkStíí Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.