Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir Dálítið sérstök lífsreynsla Séra Guðmundur Karl Ágústsson og séra Auður Eir. Skilti úr Fjallræðunni 6. sunnudagur eftir trinitatis Matt. 7.5—16 Ég var á stórri flugstöð erlendis. Ég leitaði að sjónvarps- skerminum, þar sem ég gæt séð hvar fugvélin, sem ég átti að taka næst myndi vera, þræddi mig eftir skiltum til að finna rétta ganga og dyr. Þarna var aragrúi af skiltum. Þá sá ég skiltið, sem á stóð skrifað, að ef einhver vildi fá að tala við prest væri hann að finna á ákveðnum stað. Það var gott að vita að líka var hugað að sálusorgun í allri þessari umferð, þótt raunar sé mikil sálusorgun í þeirri hjálp, sem fæst til að finna rétta leið um stóra flugstöðvarbyggingu. Þetta líkist lífinu. Það er oft skemmtileg ferð en getur verið erfitt að skipta um leiðir, flókið að finna ganga að nýjum áfanga. Allir þurfa að hyggja að sáluhjálp sinni á þeirri ferð og við verðum að eiga til þess vísa sálusorgun og umhyggju. Fjallræðan, sem guðspjallið í dag er tekið úr, er leiðbeining til lífsgöngunnar, hvatning, huggun, áminning. Kastið ekki perlum ykkar fyrir svín! Biðjið og ykkur mun gefast! Varizt falsspá- menn! Þetta eru nokkur af skiltunum, sem við myndum taka úr textanum í dag. Guð gefi okkur náð til að lesa okkur eftir þeim leiðbeiningum svo við náum að lokum til eilífs lífs. Guð gefi okkur náð til að fá Frelsara okkar Jesú Krist sem leiðbeinanda og sálusorgara og eiga hvert annað sem ferðafélaga, sem hægt er að tala við og treysta á leiðinni. Biblíulestur vikuna 10.—16. júlí Sunnudagur 10. júlí: Mánudagur 11. júlí: Þriðjudagur 12. júlí: Miðvikudagur 13. júlí: Firamtudagur 14. júlí: Fdstudagur 15. júJí: Laugardagur 16. júií: I. Mós. 24.15—28 I. Mós. 24.29—41 I. Mós. 24.42—55 I. Mós. 24.56—67 I. Mós. 25.19—34 Róm. 9.6—13 Róm. 9.14—29 Þxð vxntxr einn! Prestastefnan er nvlega afstaðin. Þá var gleði í höllu, prestar hittust af öllum hornum landsins, jeppar og fólkshílar með margvíslegum sýslu- bókstöfum fvlltu bílastæðin við fund- arstaði prestanna og glaðlegar kveðj- ur streymdu manna á milli. Síðan tókust samræður í innileik, alvarleg- ar eða gamansamar eftir efnum. Svo kom kveðjudagur, prestar pökkuðu saman og héldu aftur til síns heima, væntanlega hlaðnir nýjum hugmynd- um og hlýju í hjarta yfir samfélagi systra og bræðra í marga góða daga. Við tókum Ólafsvíkurklerk tali á prestastefnu og spurðum hann um safnaðarstarfið þar vestra. Prestur í Ólafsvík og nágrenni er séra Guð- mundur Kar! Ágústsson. Hann tók við embætti þar árið 1981 þá ný- útskrifaður úr guðfræðideild. Við: Hvað þjónar þú mörgum kirkjum, séra Guðmundur Karl? Séra Guðmundur Karl: Ég þjóna þremur kirkjum, Ólafsvíkurkirkju, Ingjaldshólskirkju og Brimilsvalla- kirkju. f Ólafsvík er messað hálfs- mánaðarlega, á Ingjaldshóli þriðja til fjórða hvern sunnudag og á Brimilsvöllum er messað á stór- hátíðum og einu sinni á milli ef hægt er. Þar búa ekki fleiri en rétt rúmlega 20 manns. Við: Eru kirkjukórar við allar kirkjurnar? Séra Guðmundur Karl: Já, já, ágætir kórar á Ingjaldshóli og í Ólafsvík og kórfólk úr Ólafsvík fer með mér að Brimilsvðllum. Fólk hugsar ákaflega vel um kirkjurnar á öllum stöðunum. í Ólafsvík er gott safnaðarheimili undir kirkj- unni. Við: Hafið þið annað safnaðar- starf en guðsþjónusturnar? Séra Guðmundur Karl: Við höfum barnaguðsþjónustur í Ólafsvík ALME.NNA kristilega mótið fór frara í sumarbúðunum í Vatna- skógi um síðustu helgi. Mótshaldið er árviss viðburður í starfi KFUM og K og Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Yfirskrifl móts- ins nú var „Við fætur Jesú ...“ Dagskráin var fjölbreytt, svo ungir sem aldnir hefðu af gagn og gam- an. Hátt á þriðja hundrað manns voru í skóginum þessa helgi og fjölskyIdufólk var áberandi margt. Samverustundir voru af ýms- um toga: Biblíulestur, lofgjörð- ar- og vitnisburðarsamkoma, kristniboðssamkoma, barna- stundir og messa. Alveg vantaði þó samverustund af léttara tag- inu, sniðna að hætti unglinga. Úr því verður vonandi bætt. Messu á sunnudagsmorgni ann- annan hvorn sunnudag. Á Hellis- sandi heldur Jóhanna Vigfúsdóttir sunnudagaskóla og ég er þar með henni. Þar er alltaf sunnudaga- skóli allan veturinn nema þegar messað er. Við: Hvernig finnst þér að vera nú orðinn prestur á Snæfellsnesi eftir að hafa alist upp í Reykjavík? Séra Guðmundur Karl: Á ég að segja eins og mér finnst, eða það, sem ég ætti að segja? Við: Eins og þér finnst. Séra Guðmundur Karl: Mér finnst ágætt að vera þarna. En þetta er dálítið sérstök lífsreynsla fyrir mig að vera í þessu fámenni miðað við Reykjavík. Mér finnst það at- hyglisvert hvað fólk er hér hvert öðru háð varðandi allt almennings- álit. Samt líkar mér ákaflega vel við fólkið og þykir gott að starfa með því. Eitt skyggir þó á ánægj- una, það er húsnæðið sem mér er gert að búa í. Ég get ekki nýtt Helgiletkur i einai samverastundinni. aðist sr. ólafur Jóhannsson, skólaprestur. Að loknu almenna mótinu var helminginn af þvi og búskapurinn þar er nánst tjaldbúskapur. Við: Það er víst víða sama sagan á prestheimilum. Prestar búa sum- ir í margra bala húsum og þurfa að kynda alheiminn fyrir ærið fé. En eru bætur í sjónmáli hjá þér? Séra Guðmundur Karl: Já, ég eygi von um að geta farið í nýtt hús- næði með haustinu. Að þeim orðum sögðum er hringt inn til nýs fundar og við séra Guðmundur Karl hlýðum kallinu og fellum talið. Það hvarfl- ar um huga minn hvort prestarnir eigi góða heimkomu hjá áhugas- ömum söfnuðum. Umræðan á fundinum snýst um hinn almenna prestdóm, þá staðhæfingu Lúthers að allir kristnir menn séu prestar. Með bjartsýni hugsa ég til hins væna fólks í Ólafsvík og nágrenni, sem með gleði syngur í kirkjukórn- um og annast kirkjuna af mynd- arskap. haldinn aðalfundur Sambands íslenskra Kristniboðsfélaga, einnig í Vatnaskógi. Þessi klxusx sem hér fer x eftir er sett x xlvg xgætx setningxvél. x henni er fjöldi txknx og xllir bókstxfirnir — xllir nemx einn. En þxr eð xllir hinir stxfirnir eni til stxðxr kemur þettx ekki svo mjög xð sök — eðx hvxð? Þennxn gxllx setningxrvélxr- innxr mx heimfærx x kristið sxmfélxg, okkxr sxmfélxg. Sxmkvæmt skilningi Lúthers, eru xllir kristnir menn prestxr, hver x sínum stxð. Þxð er hinn svokxllxði xlmenni prestsdómur. Hver einstxklingur hefur þxr sitt xkveðnx hlutverk. Ef ein- hvern vxntxr í hópinn, t.d. þig, þx er þegxr x heildinx er litið eins og skrifxð sé með gxllxðri setningxvél. Einhver xnnxr þxrf þx xð txkx þitt sæti, en hxnn getur sxmt xldrei komið í þinn stxð. Sömu sögu er xð segjx um bókstxfinx x setningxvélinni. Enginn getur komið í stxð þess sem vxntxr, svo úr verði ein heild. Væri hxnn til stxðxr yrði sennilegx léttxrx xð lesx þessx klxusu — ekki rétt? Gættu þess, xð þinn stxður í sxmfélxgi trúxðrx komi xldrei til með xð stxndx xuður. Leiðrétting Á SUNNUDAGINN var áttum við viðtal við séra Einar Þór Þorsteinsson á Eiðum. Tvær missagnir urðu þar og séra Ein- ar óskaði eftir leiðréttingu. Hin fyrri er að það er Gísli Sigur- björnsson forstjóri á Grund, sem hefur lagt fé fram til að kosta prédikunarstarf guðfræðinema á Austurlandi nú í sumar en ekki Kristnisjóður, sem hins vegar styður svipað starf á tveimur öðrum stöðum á landinu. Þá er þess að geta að sumarbúðirnar á Eiðum eru reknar af Prestafé- lagi Austurlands, þar sem hópur presta á Austurlandi starfar saman. Við sendum ykkur, góðu lesendur, bestu kveðjur með þessum leiðréttingum og biðjum velvirðingar á mistökunum. Almenna mótið Ólafsvík: Hótel Nes í nýjum búningi Ólafsvík, 5. júlí. MIKLAR breytingar hafa verið gerðar á húsnæði Sjóbúða hf. í ólafsvík. Þar rekur fyrirtækið Hótel Nes matsölu með vinveitingaleyfi og góðum gisti- herbergjum. Gengið hefur verið frá sérinngangi gesta með góðri gesta- móttöku. Hótelstjóri Hótel Ness er Baldur Bjarnason en matreiðslumeist- ari er Finnbogi Steinarsson. Með breytingum þessum, ásamt öflun vínveitingaleyfis með mat, er aðstaða öll betri en áður til aö gera gestum vel til hæfis. Hótel Nes hefir og leiðbeiningaþjónustu um margs konar afþreyingu f byggð sem óbyggð á utanverðu Snæfellsnesi. Meðfylgjandi mynd tók Björn Guðmundsson. Hótel Nes er á efri hæð hússins, á hinni neðri eru margs konar þjónustufyrirtæki. Helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.