Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 39 Vá! nefnist enn ein hljómsveitin Enn ein hljómsveitinin, Vái, hefur litið dagsins Ijós á höfuö- borgarsvæðinu. Óhætt mun þó aö fullyröa, aö þessi er ekki al- veg eins og allar hinar. Bæði er, aö meölimirnir koma hver úr sinni áttinni og svo hitt aö tón- listin er ekki eins og menn eiga aö venjast. Þeir, sem kunnastir munu vera í sveitinni, eru Steinþór Stefánsson, bassaleikari, og Stefán, trommuleikari, úr Fræbbblunum heitnum. Stein- þór lék reyndar um tíma meö Q4U. Auk þeirra sér Vilborg Halldórsdóttir um sönghliö mála í sveitinni og Siguröur Dagsson (ekki þó markvöröur- inn snjalli úr Val) trommar af fítonskrafti. Loks ber aö nefna fimmta meðliminn, Ólaf Pál Sigurðs- son. Hann er reyndar aö því er best varö komist ekki fasta- maöur í sveitinni, en fer meö Ijóöabálka viö undirleik Vál þegar þannig stendur á. Killing Joke lifir ennþá Ekkert hefur heyrst af högum hljómsveitarinnar Killing Joke um langa hríö, eöa allt frá því hún var aö þvælast hér á landi í fyrravor, sem frægt er oröið aö endemum. Þeir Jaz og Geordie eru þó ekki dauöir úr öllum æöum ennþá og halda nafninu enn gangandi meö aöstoð tveggja annarra. Ný breiöskífa er vænt- anleg frá þeim kumpánum í þessum mánuöi. Hálft í hvoru á ferðalagi Sönghópurinn Hálft í hvoru er þessa dagana á tveggja vikna tónleikaferöalagi um Sví- þjóö. Sönghópurinn þáöi boö frá Sveriges Rikskonserter um aö koma fram á alls 11 stööum, bæjum og þorpum t Svíþjóö, og flytja þar íslenska tónlist, bæöi á mannamótum og götum úti. Þetta er í annað sinn sem sönghópnum er boöiö til Sví- þjóöar. í fyrra fór Hálft í hvoru í einnar viku feröalag um Norö- ur-Svíþjóö, en aö þessu sinni spannar ferðalagiö allt frá Hels- ingjabotni og suöur til Skánar. Flokkurinn er eins skipaöur og í feröinni í fyrra, nema hvaö Bergþóra Árnadóttir hefur nú sagt skiliö viö hann. Toppmenn í stað bringuhárloss Hljómsveitin Toppmenn (full- um skrúöa. Nokkuö er nú oröiö um liöiö frá því okkur barst inn á borð frétt um andlát hljómsveitarinnar „Bringuhárin". Hvort þaö var hár- los eöa eitthvaö annaö sem var banabitinn er ekkert vitaö, en önnur sveit hefur nú verið stofnuö í stað hinnar gömlu. Ber hún nafniö Toppmenn (flott skal þaö veral). Fyrir mistök af hálfu umsjón- armanns Járnsíöunnar fyrirfórst upphaflega fréttin og þar meö all- ar upplýsingar um sveinana fjóra. Nöfnin eru því alls ekki á hreinu, en við veröum bara aö treysta á aö einhverjir þekki þá af mynd- inni. Stuömenn (stuöi. Valgeir Guöjónsson lengst til hssgri. Nyr angi ut úr Stuðmanna- ævintyrinu i fæðingu? Plata þeirra Jolla og Kóla nýkomin út Ný plata var væntanleg á markaðinn í vikunni, som var aö l(óa. Plata þassi er um margt merkilegri an margar aörar, sam von hafur veriö á. Aöstandendur þassarar plötu aru nefnilega þair Valgair Guöjónsson, Stuömaöur maó meiru, og Siguröur „Bjóla“ Garóarson, sam aitt sinn garói garöinn frægan mað Spilverki þjóðanna. A plötunni nefna þeir félagar sig Jolli og Kóla. Þeir hafa undanfariö hálft annaö ár dundaö sér vlö aö setja saman efni á hljómplötu ásamt ýmsum vinum og kunningj- um, en kunnugir segja, að ævintýr- iö hafi byrjaö á Stokkseyri, þar sem þeir settust niöur og sömdu nokkur lög og texta. Fljótlega eftir þaö hófust þeir handa viö aö hljóðrita sum þess- ara laga. Upphaflega var ætlunin aö þeir félagar geröu þetta allt saman sjálfir, en áöur en varöi voru hinir og þessir kunningjar búnir aö „droppa“ inn og splla stef hér og þar. Allt efniö á plötunnl er eftlr þá Valgeir og Sigurö „Bjólu“, en auk þeirra eru þeir Þursar og Stuö- menn Egill Ólafsson, Þóröur Árna- son, Ásgeir Óskarsson og Tómas Tómasson meö í spilinu. Þá má nefna þá Jakob Magnússon, enn einn Stuömanninn, Björgvin Gísla- son, Björn Thoroddsen, Eggert Þorleifsson, Hjört Howser og Ág- úst Guðmundsson, sem allir koma viö sögu á plötunni. Ef marka má fyrstu hlustun af prufueintaki þessarar plötu tvímenninganna leikur vart nokkur vafi á því, aö hún á eftir aö slá í gegn. Hversu rækilegur sá gegn- umsláttur veröur hins vegar á svo aftur á móti eftir aö koma i Ijós. Herdís ætlar að hætta í Grýlunum Þau tíöindi bárust Járnsíöunni til eyrna rótt áóur en hún fór í prentun, að Herdís Hallvarðsdótt- ir, bassaleikari Grýlanna, hefói ákveóió aö segja skiliö við hljóm- sveitina. Ekki er vitaó hvað veld- ur þessari ákvöröun, en víst er að skaró hennar veróur vandfyllt. Herdís hefur nefnilega aó hinum Grýlunum ólöstuöum haldiö uppi „trukkinu“ í hljómsveitinni, enda afbragösgóóur bassaleikari. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu er Herdís ekki alveg hætt aö leika meö Grýlunum. Hún hélt utan í vik- unni ásamt Richard Korn, vænt- anlegu mannsefni sinu ef marka má síöustu fregnir, og veröa þau erlendis í 3 vikur. Þegar heim kem- ur mun hún hins vegar koma nokkrum sinnum fram meö Grýl- unum áöur en hún kveöur þær al- veg. Er ekki talið óeölilegt aö mlöa viöskilnaöinn viö mánaðamótin ágúst/ september. Aö sjálfsögöu hljóta þessar fregnir aö koma eins og þruma úr heiöskíru lofti yfir aödáendur Grýl- anna og alla aöra, sem fylgjast meö framgangi popptónlistar á landinu. Stutt er síðan Grýlurnar komu heim eftir einkar vel heppn- aöa tónleikaferð um Norðurlönd og fregnir hafa einnig borist, aö plata þeirra, Mávastellið, hafi falliö vel i kramið hjá enskum. Chaplin endurvakinn og heitir nú Sjapplín Hljómsveitin Chaplin, sem geröi stormandi lukku á öllum sveitaböllum hér fyrir nokkrum árum, hefur verið endurvakin. Núna heitir hún þó ekki Chap- lin, heldur Sjapplín. Höfuöpaurinn, Kristján Edelstein, hefur ákveðið aö dusta rykið af gitarnum eftir nokkurra mánaða hlé og eru þaö ánægjuleg tiöindi því jafn- vel var óttast um tíma, aö hann heföi alfariö sagt skiliö við - poppbransann eftir aö hann hætti viö aö leika meö Puppets, sem síðar varö aö Deild 1. Auk Kristjáns eru fjórir aörir sveinar í sveitinni. Höröur Óttarsson sér um hljómborös- leik, Ævar Rafnsson um bass- ann, Halldór Hauksson lemur húöirnar og Kári Waage syng- ur. Hann er enn ekki kominn til landsins, en mun væntanlegur á næstunni og þenur þá radd- böndin af alefli. Þá er þess aö vænta aö Magnús Baldursson leiki á saxófón með sveitinni. Kristján sagöi í stuttu spjalli viö Járnsíöuna fyrir skemmstu, aö Sjapplín ætlaöi sér af fullum krafti á sveitaballamarkaöinn í sumar. Hins vegar væri bekkur- inn þétt setinn í þeim efnum og því ekki gott aö segja hvernig gengi aö útvega „djobb". Menn yröu bara aö bíöa og sjá og umfram allt aö vona híó besta. Kristján Edelstein, höfuöpaur Sjapplin, lyftir hér glasi. Ólafur Ragnarsson blandar fyrir aWa Út er komin aldeilis óforvar- andis hljómplata er ber nafniö Blanda fyrir alla. Á þessari plötu er aö finna sex lög eftir Ólaf Ragnarsson og Kristófer Bogason. Flytur Ólafur lögin sjálfur ásamt „vinum og vanda- mönnum" eins og þaö er oröaö í tilkynningunni. Fátt annaö er aö hafa, utan hvaö platan var tekin upp í Stúdíói Stemmu fyrir „nokkru síöan", svo aftur sé vitnaö í snubbótta tilkynningu. Hins vegar segir aftan á plötu- umslaginu, aö platan hafi verið tekin upp í september 1981 og varla flokkast þaö undir fyrir „nokkru síöan" þótt menn skiiji orötakiö í eins víðu samhengi og frekast er unnt. Fátt þekktra manna kemur víö sögu á þessari plötu, en nefndir eru „þrælar“ þrír og þeir eru allir mismunandi þekktir innan tónlistarbrans- ans. Einn úr Reflex, annar eitt sinn i Big Nós Band og sá þriöji einnig og var aö auki í Árblik á meöan sú sveit var og hét, langt á undan sinni samtiö. Utgefandi þessarar plötu er Kviksjá og mun þaö fyrirtæki einnig sjá um dreifingu hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.