Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Sjálfboðavinna í óbyggðum Atroðningur manna og dýra á viðkvæma náttúru landsins er verðugt áhyggju- efni allra þeirra innlendu og erlendu manna sem njóta þess að ferðast um ísland. Það eru ekki skynsamleg viðbrögð við löngun manna til að komast í sem nánasta snertingu við náttúruna að ætla að stemma stigu við ferðum þeirra með því að gefa opinber fyrirmæli um smátt og stórt. Fræðslan er besta og skynsamlegasta úr- ræðið til að hvetja menn til bættrar umgengni. Sigrún Helgadóttir, starfsmaður Náttúruverndarráðs, sagði í viðtali við Morgunblaðið sem birtist sl. sunnudag: „í bandarískum þjóðgörðum er umhverfisfræðsla geysimikil. Þessir garðar eru orðnir 100 ára gamlir. Á fyrstu árunum var herinn settur til að gæta þeirra. Þá var þetta gæsla og verið að reka út sauðfé o.s.frv. En síðan var tekin upp önnur stefna og stjórn- unaraðferð. Þá var fengið fólk sem ætlað var fremur að fræða gesti og gera þeim ljóst af hverju þessi vernduðu svæði væru svona mikilvæg. Semsagt að fá fólkið til að vinna með sér af því að það skilur. Ef það ekki skilur hvað er þarna, þá hefur það vitanlega ekki áhuga á því. Ég hefði kosið að svipuð þróun gæti orðið hér.“ Morgunblaðið hefur áður bent á hve fáránlegar hug- myndir þeirra manna eru sem tala eins og besta leiðin til að vernda óbyggðir íslands sé að hafa þyrlur á sveimi yf- ir þeim og einna helst skrið- dreka á jörðu niðri. Leiðin sem farin var í Bandaríkjun- um og Sigrún Helgadóttir lýsir hér að ofan er miklu vænlegri. En Sigrún nefnir fleira athyglisvert í fyrr- greindu viðtali. Hún hvetur til þess að stofnað verði til sjálfboðaliðasveita sem leggi Náttúruverndarráði eða öðr- um lið við að bæta og fegra umhverfið og gera fólki auð- veldara að njóta þess. Skýrir Sigrún frá eigin þátttöku í slíku sjálfboðastarfi í Bret- landi og hlut breskra sjálf- boðaliða hér á landi. Eins og fram kemur í orð- um Sigrúnar Helgadóttur eru aðstæður hér á landi aðrar en í Bretlandi og viðhorf til sjálfboðaliðastarfa allt önn- ur. Hins vegar er bæði sjálf- sagt og eðlilegt að Náttúru- verndarráð kanni hvort ekki sé áhugi á því hjá einhverjum að dveljast í óbyggðum og vinna þar launalaust að um- hverfisvernd. Verkefnin eru nóg og fjármunir Náttúru- verndarráðs af skornum skammti. Og eins og Sigrún Helgadóttir segir: „Launin yrðu ekki greidd í peningum, en ég tala af eigin reynslu þegar ég fullyrði að ýmislegt annað er að fá fyrir sjálfs- boðaliðsvinnu á friðlýstu svæði. Benda má á að vinnu- staðirnir væru þau svæði á Íslandí, sem búa yfir fegurstu og fjölbreytilegustu náttúru landsins og það er hverjum manni mikilvægt og dýrmætt að fá tækifæri til að dvelja á og kynnast slíkum stað.“ Enn hækkar bensíniö Hækkun á bensínverði er að verða jafn regluleg og tunglkoman. Það er líklega markmið íslenskra stjórn- valda að sjá til þess að örugg- lega sé hvergi dýrara bensín í Norðurálfu en hér á landi. Lækki bensínverð á alheims- markaði er hlutur ríkissjóðs í verði þess aukinn, svo að for- skotið tapist ekki. Sé ymprað á því að innkaupaháttum á bensíni sé breytt og dregið úr opinberri yfirstjórn fyrtist viðskiptaráðuneytið. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram af hinni nýju ríkisstjórn um breyt- ingar í opinberum rekstri. Hugmyndir þessar eiga það sammerkt að þeim verður ekki hrundið í framkvæmd nema hugur fylgi máli og beitt sé járnvilja gegn tregðulögmáli hinnar opin- beru stjórnsýslu. Sömu sögu er að segja um færibanda- hækkanir á opinberum álög- um. Bensín hækkaði um 2,60 kr. í gær, þar af um 0,33 aura vegna hækkunar á innkaups- verði en langstærsti hluti hækkunarinnar, 2,07 kr.. rennur í ríkissjóð. Sjálfvirk: okur ríkissjóðs á bensíni verður að stöðva. * ERLENDUM VETTVANGI eftir BJÖRN BJARNASON einn maður glatar ærunni", þar segir meðal annars: „Við vitum að Sakharov er mikill vinur þeirra í Bandaríkj- unum sem helst vildu afmá land okkar og sósíalismann í heild sinni af yfirborði jarðar. Þessir vinir hans láta ekki staðar num- ið í að útmála hin „hörmulegu örlög Sakharovs". Við viljum hafa sem fæst orð um slíka hræsni. Land okkar hefur verið ákaflega þolinmótt við þennan mann, sem lifir lífi sínu í friði og ró í Gorky-borg, en þaðan sendir hann mannhatursskrif sín. Við minnumst hér eins at- burðar. Það var að sumarlagi, eins og nú, fyrir nákvæmlega 30 árum. Einn af sorglegustu og dimmustu atburðum 20. aldar- innar átti sér stað í Bandaríkj- unum. Yfirvöld þar í landi tóku af lífi vísindamennina Ethel og Júlíus Rósenberg. Þau tóku hjónin af lífi að undangengnum löngum, fáránlegum og spilltum réttarhöldum. Það sem „vitnaði" á móti þeim hafði verið fundið upp af leyniþjónustunni. En öfugt við Sakharov, sem hvetur til ógnana og þvingana gegn sínu eigin landi, og hvetur til þess að fyrsta höggs árásar- vopnum verði Leint að okkur, voru Rósenbergshjónin saklaus fórnarlömb hinnar samsettu vél- ar bandarísks „réttlætis". Þau hvöttu til útrýmingar múg- morðsvopna, og þau voru heið- arleg og mannleg. Sakharov, kjarnorku- sprengjan og „mannhatursskrif‘ Andrei Sakharov, sovéski vísindamaðurinn og handhafi friðarverð- launa Nóbels, sem haldið hefur verið í útlegð og einangrun í borginni Gorky, sendi bandaríska tímaritinu Foreign Affairs grein um hættuna af kjarnorkuvopnum og vígbúnaðarkapphlaupinu. Að formi til er greinin opið bréf til Stanley Drell, prófessors við Stanford-háskóla í Kaliforníu, en hann er kjarnorkueðlisfræðingur líkt og Sakharov og í hópi þeirra Bandaríkjamanna sem hvetja eindregið til takmörkunar á vígbúnaði. Bréf Sakharovs hefur orðið tilefni harðorðra árása á hann á vegum sovéskra áróðursstofnana. Dálkahöfundur The New York Times, Anthony Lew- is, sem síður en svo verður talinn í hópi „hauka" ef nota má svo slitið orð til að lýsa afstöðu með einföldum hætti sem allir skilja, segir að grein Sakharovs veki ekki ánægju hjá öllum sem séu virkir í umræðum um vígbúnað- armál í Bandaríkjunum. Þar sé því haldið fram, að alls ekki sé unnt að nota kjarnorkuvopn til hernaðar, að kasta einni sprengju geti leitt til gjöreyð- ingar. „Það skiptir næsta litlu,“ segir Sakharov, „hvað veldur því að gripið sé til kjarnorkuvopna," því að í öllum tilvikum muni það vafalaust leiða til allsherjar kjarnorkustríðs og þar með „al- menns sjálfsmorðs". Og kemst síðan að þessari niðurstöðu: „Því aðeins er unnt að rökstyðja til- vist kjarnorkuvopna að þeim sé beitt í því skyni að fæla hugsan- legan árásaraðila frá kjarnorku- árás, þ.e. ekki er unnt að skipu- leggja kjarnorkustríð í því skyni að vinna það.“ Þessi lýsing er í raun kjarninn í ógnarjafnvægis- kenningunni. Sakharov segir að í stað þess að treysta á kjarnorkuvopn í Vestur-Evrópu til gagnsóknar gegn innrás með venjulegum vopnum eigi aðildarþjóðir Atl- antshafsbandalagsins að efla venjulegan herafla sinn, svo að hann geti örugglega staðist inn- rásarherjum Varsjárbandalags- ins snúning. En Sakharov bendir jafnframt á það, að Bandaríkja- mönnum stafi hætta af því að Sovétmenn hafi komið sér upp fullkomnari langdrægum land- eldflaugum sem skjóta má frá Sovétríkjunum til Bandaríkj- anna. Hann segir að litlar líkur séu á þvi að Sovétmenn muni af- sala sér þessum yfirburðum. „Sé nauðsynlegt að verja nokkrum milljörðum dollara í smíði MX-eldflauga til að jafna þenn- an mun, þá verða Vesturlönd lík- lega að gera það,“ segir Sakh- arov. í tilefni af þessari grein Sakh- arovs sendi áróðursskrifstofa sovéska sendiráðsins í Reykja- vík, Novosti, út í íslenskri þýð- ingu níðgrein um Sakharov, sem undirrituð er af fjórum „með- limum Vísindaakademíunnar". Greinin ber yfirskriftina „Þegar Það er erfitt að tala um heið- arleik hjá manni sem í raun ?" veru hvetur til styrjaldar gegn eigin landi. Fyrir mörg hundruð árum sagði Erasmus að það væri aðeins fámennur hópur manna sem væru upphafsmenn styrj- alda.“ Þessi samsetningur sem dreift er hér á landi á vegum sovéska sendiráðsins er dæmigerður fyrir þær hótanir sem sóvésk yf- irvöld hafa í garð öflugra og sjálfstæðra einstaklinga eins og Andrei Sakharovs. Boðskapur- inn er sá, að Sakharov sé rétt- dræpur þar sem hann hvetji til kjarnorkuárásar á Sovétríkin! Þessi grein ætti frekar að heita: „Þegar fjórir meðlimir Vísinda- akademíunnar glata ærunni". Umsögn sinni um grein Sakh- arovs lýkur Anthony Lewis með þessum orðum: „En það sem mestu skiptir við hana er að mikilleiki mannsins Andrei Sakharovs skín þar í gegn. Hann hefur verið í rúm þrjú ár i út- legð, hundeltur af KGB, heils- unni hrakar, þó er hann enn fær um að skrifa af óbuguðum sannfæringarkrafti, reynslu og hita um mestu hættuna sem ógnar öllu mannkyni." Áhrifamáttur Andrei Sakh- arovs er í raun meiri en allrar sovésku áróðursvélarinnar. Þess vegna bregst hún ókvæða við þegar rök hans og skynsamlegur málflutningur fá enn einu sinni hljómgrunn á Vesturlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.