Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 Citroen BX16TRS 90 hestöf1,11,5 sek. í 100 km hraða og sigurvegafi í sparaksturskeppni BIKR: Meðaleyosla 6,14 I á hundraðið. Citroén BX 16 TRS er í einu orði sagt stórkostlegur bíll. Þú verður helst að koma og kynnast honum af eigin raun. Við tökum uppí vel með farna, nýlega Citroén bíla. Við lánum 25% af kaupverði til 8 mánaða. Verð kr. 414.100.- Innifalið: Hlífðarpanna undir vél, skráning og ryðvörn. Globuse LÁGMÚLI5, SÍMI81555 Eru skáldin launa verð? — eftir dr. Jónas Kristjánsson Að undanförnu hafa verið mikl- ar umræður í blöðum og skoðanir nokkuð skiptar, um fyrirhuguð „bókmenntaverðlaun forseta ís- lands í minningu Jóns Sigurðsson- ar“, sem Vigdís Finnbogadóttir forseti boðaði nýlega á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Segja má að það sé að bera í bakkafullan lækinn að auka enn við þessi skrif, og síst langar mig að kynda undir deilum um málefni sem er, að flestra áliti, gott og heillavænlegt. Hitt væri heldur að ég vildi reyna að hug- styrkja þá sem átt hafa við áhyggjur að stríða vegna þessa verðlaunamáls. Ég mun aðeins setja fram nokkrar hlutlausar at- hugasemdir, byggðar á reynslu sögunnar og breytingum á þjóðfé- lagsháttum og mati skáldlistar á næstliðnum áratugum. Fyrr á tímum trúðu menn því að hæfileikinn til skáldskapar væri mönnum algerlega áskapaður, hann væri af guði gefinn, enda fengju skáldin iðulega innblástur sem stundum var kallaður „guð- dómlegur". Þá varðaði litlu um lífskjörin, hvort skáldið bjó við ör- birgð eða allsnægtir; það var jafn- vel talið örvandi fyrir andann ef menn höfðu ekki allt of mikið að bíta og brenna. „Þurfa skáld að svelta?" spurði íslenskur þjóð- málaskörungur og fóðurmeistari rithöfunda fyrr á þessari öld. Skáldin hafa varla efast um snilli sína þá fremur en nú, en ekki munu þau sjálf hafa talið fátækt eða annríki verða skáldskap sín- um til framdráttar. Bjarni Thor- arensen amtmaður barmar sér yf- ir embættisönnum sem veiti fáar tómstundir til kveðskapar. Sigurð- ur Nordal talar um hina skáldlegu ímyndun sem búi í ungum mönnum, en kafni síðan í hlóðun- um þegar grautarpottur lífsbar- áttunnar sé settur á þær. Og Stephan G. Stephansson mun vart hafa þakkað fátæktinni sín bestu ljóð: Því eðli Kolbeins var yfirmennt. Hann orkaði því sem er fáum hent, að lepja upp mola um lifsins stig, en láta ekki baslið smækka sig. Skoðanir manna á vinnu og þörfum rithöfunda hafa nokkuð breyst nú á öld efnishyggjunnar, og skáldskapurinn hefur færst úr goðheimi niður til jarðarinnar. Nú er viðurkennt að fagrar bók- menntir, eins og önnur andans verk, krefjist lærdóms og vinnu, kyrrðar og næðis, nosturs og þrautseigju, en minna er talað um innblástur og andagift. Vera má að þessi grái hversdagsleiki hafi svipt skáldlistina nokkru af fornri Bankastarfsmenn rifta gildandi samningum SAMBAND íslenskra bankamanna hefur sagt upp gildandi kjarasamn- ingum sínum og bankanna frá 24. september miðað við 31. júlí. í fréttatilkynningu frá Sam- bandi íslenskra bankamanna segir að stjórn sambandsins álykti að afskipti stjórnvalda af samning- um aðila vinnumarkaðarins séu óréttlát og vegna þeirrar óvissu sem ríkir um afkomu launþega og árangur í baráttunni við verðbólg- una, telji bankastarfsmenn rétt að segja upp gildandi kjarasamning- um. I(atnsþétt sökkla- og grunnaefni Hyggjast gera kvik- mynd um laxveiðar sinn í Danmörku 18. og 19. júní sl. Af hálfu íslands sóttu fundinn Gylfi Pálsson skóla- stjóri og Karl Ómar Jónsson verkfræðingur. SAMBAND norrænna stang- veiðifélaga hélt árlegan fund Thoro efnin hafa um árabil veriö notuð hér á íslandi hafa staðist hina erfiðu þolraun sem íslensk veðrátta annað hefur brugðist. með góðum árangri. Þau er og dugað vel, þar sem Á fundinum var harðlega mótmælt laxveiðum í sjó og samþykkt að láta gera kvikmynd um þessar lax- veiðar og laxveiðar almennt. Það er Jón Hermannsson kvikmyndagerðarmaður, sem kemur til með að gera handrit að myndinni. dýrð og dularkrafti, en fyrir skáld og rithöfunda munu það vera góð skipti að láta dálítinn skerf af guðlegum íblæstri ef þeir fá í stað- inn sómasamleg ritlaun. Þótt einstakir afreksmenn eins og Stephan G. hafi sigrast á fá- tækt sinni og innt af höndum merkileg skáldverk á andvöku- stundum eftir daglegt strit, eru áreiðanlega flest höfuðverk bók- mennta samin af skáldum sem höfðu góðan tíma, gott næði til skáldskapariðkana, hvað sem leið jarðneskum gæðum. Dæmi má draga af Rómverjum hinum fornu. Þeirra bestu skáld, svo sem Óvíð, Hóras og Virgill, ortu aðalverk sín er þeir voru á góðum þroskaaldri og bjuggu við allsnægtir. Sjálfur Ágústus keisari og hægri handar maður hans, Mekenas auðkýfing- ur, veittu skáldunum fé og fríðindi og settu þau stundum beinlínis til verka. Þannig bauð Ágústus Virgli að yrkja mikla hetjukviðu um allt Rómverjakyn, og skyldi hún sér í lagi vera til lofs og dýrðar keisar- anum sjálfum. Skáldið gaf sér góðan tíma, las nokkrar línur fyrir ritþrælum sínum á morgnana og snyrti þær síðdegis. í tíu ár bauk- aði hann við ljóðabálk sinn, ferð- aðist um og dvaldist á veðursæl- ustu stöðum landsins. Þá var kvið- unni að mestu lokið, en þó hafði Virgill enn ætlað sér þrjú ár til snyrtingar er hann veiktist af sól- arbruna og andaðist, og hafði hann þá eitt ár um fimmtugt. Það hefði mátt ætla að slíkt kvæði yrði aðeins innantómt glamur lofsyrða um vinnuveitanda hans, en svo varð ekki. Eneasarkviða hefur jafnt að fornu og nýju verið talin öndvegisverk rómverskra bókmennta og var lesin af öllum latínuskólasveinum í nítján hundruð ár. Lærimeistarar Rómverja voru Grikkir, og helzta fyrirmynd Ene- asarkviðu var Odysseifskviða 'DJÖFULL PRMHDUR FRRINN BÐ HLRKKR TIL VETRHR1N5U THOROSEAL F.C. sökklaefni Er vatnsþétt grunn- og sökklaefni. Fyllir og lokar steypunni. Má bera á raka fleti. Thoroseal F.C. verður harðara en steypa og andar til jafns við steypuna. Borið á með kústi. Verð aðeins kr. 48.000 kr. á m2 — 2 umferðir. !i steinprýöi Stórhöfða 16, sími 83340. Fyrirsætukeppni í Mexíkó í nóvember ELITE, umboðskrifstofa sýn- ingarstúlkna, heldur alþjóða- fyrirsætukeppni í nóvember nk. í keppninni, sem fer fram í Acapulco í Mexíkó, eiga flest ríki Evrópu, auk Amer- íku, fulltrúa. Tímaritið Líf hefur tekið að sér að annast alla fyrirgreiðslu hér á landi og kynna væntanlegan full- trúa íslands í keppninni. Eiga þátttakendur að senda af sér tvær ljósmyndir, sem síðan er valið úr af sérstakri dómnefnd í New York. Úrslit undankeppni verða kynnt við hátíðlega athöfn í september og fer sigurvegarinn til Acapulco ásamt fylgdarmanni að heiman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.