Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 47 Júgóslavi til KR NÚ HEFUR endanlega veriö gengiö frá ráðningu þjálfara til KR-inga í handknattleik fyrir næsta vetur. Það er Júgóslavi sem mun þjálfa þá og heitir sá Neveljko Vujinovic og er hann 34 ára gamall. Hann mun koma til landsins í byrjun ágúst ásamt fjölskyldu sinni og hefja þjálfun þá. Vujinovic hefur starfaö sem þjálfari i nokkur ár og síöastliöinn vetur var hann meö þýska liöiö Tusþo Nurnberg og kom þeim uþþí 1. deildina þar í landi, einnig hefur hann veriö þjálfari hjá St. Otmar í Sviss. • Vujinovic þjálfar KR í hand- bolta í vetur. Hannes Þorsteinsson meistari á Akranesi Meistaramót golfklúbbsins Leynis á Akranesi fór fram dag- ana 11.—16. júlí sl. Keppt var í fjórum flokkum karla, kvenna- flokki, unglingaflokki og drengja- flokki. Úrslit í einstökum flokkum uröu þessi: Meistaraflokkur: Hannes Þorsteinsson 312 Ómar Örn Ragnarsson 316 Jón Alfreðsson321 Kvennaflokkur: Sigríöur Ingvadóttir 410 Elín Hannesdóttir 429 Katrín Georgsdóttir 442 1. flokkur karla: Pétur Jóhannesson 320 Reynir Þorsteinsson 325 Gunnar Júlíusson 336 2. flokkur karla: Jón Svavarsson 365 Jón B. Jónsson 368 Gunnar M. Gunnarsson 371 3. flokkur karla: Halldór Sigurösson 397 Gunnlaugur Magnússon 420 Unglingaflokkur: Friöþjófur Árnason 363 Vilhjálmur Birgisson 375 Guðmundur Guömundsson 394 Drengjaflokkur: Alexander Högnason 326 Árni Þór Hallgrímsson 352 Skúli Guömundsson 358 J.G. Öruggur sigur HJÁ Golfklúbbi Borgarness var meistaramót í gangi ( síðustu viku eins og annars staöar og þar uröu úrslit þau aö Siguröur Már Gestsson sigraöi örugglega í 1. flokki, en hann lék á 307 höggum, næstur varð Bragi Jónsson á 331 og Gestur Már Sigurósson varö þrióji á 341. Úrslit í öörum flokk- um uröu þessi: 2. flokkur: Ómar Einarsson 361 Henry Þór Gráz 375 Einar Jónsson 381 Unglingaflokkur: Snæbjörn Óttarsson 182 Unglingarnir léku aöeins 36 holur. Kvennaflokkur: Kristín Hallgrímsson 286 Kosta Boda-kvennamótið: „Tveir“ með sama golfsettið Kosta Boda opna kvennamótiö fór fram hjá Golfklúbbi Suóur- nesja, laugardaginn 9. júlí sl. Verslunin Kosta Boda gaf öll verólaunin og er þettaí þriöja sinn, sem þessi keppni er haldin hjá G.S. Fyrir utan hinn glæsilega farandgrip, sem á sér engan líka á íslandi, hrepptu keppendur verölaun fyrir mismunandi „af- rek“. Þaö telst líklega mest til tíö- inda, aö í móti þessu kepptu „tveir" meó sama kylfusettið, en samkvæmt ströngustu reglum er slíkt óheimilt. Þarna tókst konum loks aö slá karlmönnum viö í golfinu, því að í þesr>u tilviki var þetta fullkomlega löglpgtl Steinunn Sæmundsdótf.ir keppti nefnilega á þessu móti og naut aöstoöar ófædds barns sínsl Hanna Gabríelsdóttir hlaut „sexuverölaunin” í ár, Lóa Sigur- björnsdóttir púttaði best, Eygló Geirdal þurfi aö losa sig viö helm- inginn af golfboltunum sínum og fleygöi þeim i Bergvíkina, Þórdís Geirsdóttir hlaut forkunnarfagran vasa fyrir aö vera næst holu í ööru höggi á 9/ 18 holu, Guörún Ei- ríksdóttir var næst holu á Bergvík, 1,52 sm. Tvær nýútsprungnar golfmeyjar mættu í sitt fyrsta mót. Ónnur þeirra tók kylfu í hönd í fyrsta sinn fyrir 2 vikum og bætti sig „aöeins“ um 40 högg á seinni 9 holum. Tvær vaskar stúlkur tóku aö sér hlutverk miskunnsama Samverjans og leiddu hinar nýút- • Hinn glæsilegi verólaunagripur í Kosta Boda keppninni. sprungnu gegnum mótiö og hlutu þær báðar viöurkenningu fyrir frábæra þolinmæði. En snúum okkur að alvörunni. Sigurvegarar mótsins uröu — án forgjafar: 1. Ásgeröur Sverris., GR 81 högg. 2. Þórdís Geirsdóttir, GK 82 högg. 3. Kristín Þorvaldsd., GK 87 högg. Með forgjöf: 1. Kristín P., GK71 högg nettó. 2. Ágústa J., GR 74 högg nettó 3.-4. Guör. E., GR 77 högg nettó 3.-4. Kristín S., GR77 högg nettó Kristín varö af 3. sætinu þar sem hún var meö hærra skor en Guörún á síöustu 3 holum. Þaö hefur veriö einkennandi fyrir þetta mót, hve mikil gleöi og kátína einkennir mannskapinn. Blessaðir karlarnir eru grænir af öfund og hefur heyrst, aö þeir hugi á ýmsar líkamsbreytingar til þess aö fá aö vera meö. S3EMUNDUR FRCWE)I Elbi að sigla með selnum forðum ef Flugleiðir hefðu verið byrjaðir að fljúga til Parísar! Eins og flestum er kunnugt lenti Sæmundur í umtals- verðum samgönguerfiðleikum og varð að beita göldrum til þess að komast yfir hafið. Nú er öldin önnur því Flugleiðir bjóða PEX-farmiða á ótrú- lega hagstæðu verði til Parísar, Luxemborgar og Frankfúrt. París verð kr. 9.899.- Luxemborg verð kr. 10.242.- Frankfúrt verð kr. 9.993.- Um PEX-miða gilda m.a. eftirfarandi skilmálar: Lágmarks- dvöl er 1 vika. Bóka skal fram og til baka og greiðsla þarf að fara fram samtímis. Allar nánari upplýsingar veita sölu- skrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og feroaskrifstofur. Af hverju ætli Sæmundur hafi ekki leigt sér örn? Gengi 1/7 ’83 FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.