Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 Um 5% framleiðslu- aukning hjá Sements- verksmiðjunni 1982 Gjallframleiósla Sementsverk- smiðju ríkisins á síðasta ári varð sú mesta í sögunni, þegar alls voru framleidd 103.600 tonn, en til sam- anburðar voru framleidd 98.500 tonn á árinu 1981. Þessar upplýs- ingar koma fram í ársskýrslu fyrir- Uekisins. Rekstrarsdagar ofns verksmiðj- unnar voru 347 á síðasta ári og framleiðslan því 298,5 tonn á dag að meðaltali. Er hér um 5% fram- leiðsluaukningu að ræða miðað við dagsmeðaltal undanfarinna ára. Afkastaaukning ofnsins stafar af ýmsum tilraunum og endurbót- um á brennslu gjallsins, sem hóf- ust 1981. Ráðgjafafyrirtæki Sem- entsverksmiðjunnar, F.L. Smidth í Kaupmannahöfn, telur að hægt sé að auka afkastagetu ofnsins allt að 20%. í því skyni verða gerðar breytingar á ofninum á næsta ári. Til að anna sementsþörfinni innanlands voru flutt inn 7.200 tonn af dönsku gjalli og því bland- að saman við íslenzkt gjall við mölun. í portlandssement og hrað- sement var sem fyrr blandað 5—6% af járnblendiryki. Aukning á magni ryksins í 7,5% eins og stetnt var að tókst aðeins í stuttan tíma. Framleiðsla sements varð 127.500 tonn og 50 tonn af hvítu sementi voru flutt inn. Til sam- anburðar voru framleidd samtals 115.300 tonn á árinu 1981. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Samdráttur í bflaframleiðslu 1982: Japanir í fyrsta sæti með 26,3% markaðshlutdeild JAPANIR framleiddu flesta bfla á síðasta ári, eða 7.186.660, sem jafn- gildir um 26,3% markaðshlutdeild- ar og hefur hlutdeild þeirra farið vaxandi síðasta áratuginn, en fyrir liðlega 10 árum var hlutdeild þeirra innan við 8%. Alls voru framleiddir 27,3 milljónir bfla á liðnu ári, en til samanburðar voru framleiddir 28,1 milljón árið 1981. í öðru sæti framleiðenda eru Bandaríkjamenn, en þeir fram- leiddu samtals 5.071.457 bíla á s'íðasta ári, sem jafngildir um 18,6% markaðshlutdeildar. Þá koma Vestur-Þjóðverjar, en þeir framleiddu samtals 3.712.044 bíla á síðasta ári, sem jafngildir um 13,6% markaðshlutdeildar. Franskir bílaframleiðendur eru fjórðu í röðinni, en þeir framleiddu alls 2.739.788 bíla á síðasta ári, sem jafngildir um 10,0% markaðshlutdeildar. f fimmta sæti koma ítalir með 1.347.187 bíla, sem jafngildir um 4,9% markaðshlutdeildar. Þá koma Sovétmenn með 1.265.500 bíla, sem jafngildir um 4,6% markaðshlutdeildar. f sjöunda sæti eru Bretar með 937.022 bíla, sem jafngildir um 3,4% markaðshlutdeildar. f átt- unda sæti eru Spánverjar með 803.356 bíla, sem jafngildir um 2,9% markaðshlutdeildar. í ní- unda sæti eru Kanadamenn með 796.769 bíla, sem jafngildir um 2,9% markaðshlutdeildar. f tí- Af einstök- um tegundum var mest fram- leitt af Ford unda sæti eru Brasilíumenn með 796.860 bíla, sem jafngildir um 2,6% markaðshlutdeildar. Þá koma Austurríkismenn með 376.247 bíla, sem jafngildir um 1,4% markaðshlutdeildar og loks koma Svíar með 310.557 bíla, sem jafngildir um 1,1% markaðshlut- deildar. Þessi upptalning segir einung- is til um fjölda framleiddra bíla, en ekkert um verðrr^eti eða stærð þeirra. Ef litið er á framleiðsluna eftir einstökum merkjum kemur eftir- farandi í ljós: 1. Ford með 2.617.107 bíla 2. Toyota með 2.360.600 bíla 3. Nissan með 1.936.322 bíla 4. Renault með 1.707.268 bíla 5. Volkswagenmeð 1.576.900 bíla 6. Chevrolet með 1.485.469 bíla 7. Fiat með 1.158.300 bíla 8. Opel með 980.000 bíla 9. Honda með 903.800 bíla 10. Mazda með 855.453 bíla 11. Oldsmobile með 828.203 bíla 12. Buick með 751.332 bíla Ef litið er á heildarframieiðslu hinna einstöku samsteypa er General Motors í efsta sæti, Ford í 2. sæti og Toyota í 3. sæti. SÍERRA Landsbanki íslands 1982: Halli á rekstri og versn- andi eiginfjárhlutfall ÞRÁTT fyrir rekstrarhalla á síðasta ári jókst eigið fé Landsbanka íslands verulega í krónum talið. Nam aukn- ingin ura 51,9%, eða tæplega 163,5 milljónum króna og var eigið fé í árs- lok 1982 því liðlega 478,7 milljónir króna. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Landsbankans, sem ný- lega var birt. Aukning eigin fjár stafar annars vegar af endurmati á verði fast- eigna, en hins vegar af gjaldafærsl- um vegna verðbreytinga, sem einn- ig kemur fram í endurmatsreikn- ingi. Hins vegar er veruleg hækkun eigin fjár í krónum ekki nægjanleg til að tryggja óbreytt hlutfall eigin fjár við helztu stærðir efnahags- reikningsins. Hluti eigin fjár af heildarinnlán- um hafði verið 13,6% í árslok 1981, en var í árslok 1982 um 12,9%. Sem hlutfall af niðurstöðutölum efna- hagsreiknings hafði eigið fé lækkað úr 6,1% í 4,7%. Þriðji og ef til vill marktækasti mælikvarðinn á fjárhagsstöðu bankans er þó hlutfallið milli eigin fjár og skuldbindinga bankans. Er þá átt við heildarskuldir án eigin fjár en að meðtöldum ábyrgðum utan efnahagsreiknings. Þetta hlutfall lækkaði mest, eða úr 5,3% í 4,1%. Halli ársins 1982 nam 2.762 þús- undum króna, en árið áður hafði hagnaður numið 25.646 þúsundum króna. Vakin er athygli á því í ársskýrslunni, að þessi niðurstaða fæst eftir að lagt hefur verið fram' fé til afskriftareiknings útlána og til sjóðs vegna skuldbindinga við eftirlaunasjóð starfsmanna. Ennfremur er gjaldfærsla vegna verðbreytinga í samræmi við ákvæði skattalaga komin til sög- unnar, en það er sú upphæð sem mest munar um. Hún nam 92.189 þúsundum króna á árinu 1982 samanborið við 57.621 þúsundir króna árið áður. Framlag til af- skriftareiknings útlána var 14.170 þúsundir króna árið 1982 og greiðsla í sjóð vegna eftirlauna- skuldbindinga 4.849 þúsundum króna. í skýrslunni segir, að höfuðskýr- ingar á lakari afkomu séu tvær. í fyrsta lagi þrengdi verulega að lausafjárstöðu bankans vegna mun hraðari aukningar skuldbundinna lána og almennra útlána en inn- lánsaukningin gat staðið undir. Talsverður hluti útlána var því fjármagnaður með yfirdrætti á viðskiptareikningi bankans í Seðla- banka. Jók það enn á vandann, að bönk- um var gert skylt á tímabilinu 5. febrúar til 1. nóvember að greiða sérstaka bindiskyldu til Seðla- banka. f öðru lagi var lagður á nýr skattur samkvæmt lögum og greiddi bankinn 17,2 milljónir króna í þann skatt, auk 43,8 millj- óna króna í aðra skatta og gjöld til ríkissjóðs að frátöldum launaskatti. Skatturinn var lagður á sem veltu- skattur en tekjuskattur mun koma síðar í hans stað. Rekstrarkostnaður bankans nam 280 milljónum króna í fyrra, en þar af voru launagreiðslur um 173 milljónir króna. Hafði kostnaður- inn hækkað milli ára um 72%, en sem hlutfall af tekjum lækkaði hann úr 14,9% árið 1981 í 12,3% árið 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.