Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 45 ■w VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Ádur en lengra er haldið Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „„Ondum á ládeyðuna og vitum hvort hún svarar ekki. Svo gerði frumskaparinn í öndverðu, eftir dauðan fyrri alheim.“ Lífgeislar nr. 40, bls. 162. Svo hefur oss þráfaldlega tjáð verið „að handan", að stjörnunni Jörð kunni að verða betri forlaga auðið en þeirra að farast í kjarn- orkueldi. „Ég þykist geta eygt betri tíma framundan," segir einn. Þannig taka þeir til orða hver af öðrum, með ýmsum til- brigðum. Þessu verður að trúa til þess að hægt sé að lifa. En til þess að hægt sé að trúa því, verður jafnframt að trúa á æskuna. Það hefur aldrei gerzt, að ellin hafi sigrað heiminn eða bjargað heim- inum. En hún hefur getað rétt æskunni holl ráð og hönd til bjargar. Ég þykist sjá hvað hefur, öðru fremur, sljóvgað hugsunina. Það er afstæðishyggjan. Dæmi: Maður að nafni E. var að tala um hreyf- ingar tunglsins. „Tunglið sýnist ganga um jörðina," sagði hann. „En er nú víst að svo sé? Við gæt- um eins vel hugsað okkur að það gangi um sólina," útlistaði hann. „Við teiknum braut jarðar um sólu og braut tungls um sólu (það er hægt, á sama blaði) og er þetta að vísu dálítið margbrotnara og torskildara en brautahringir um sól og jörð — en enginn getur full- yrt að annað sé réttara en hitt.“ — Fram komu tvær punktalínur umhverfis sólu og færðust þær á misvíxl, þannig að litli punktur- inn var ýmist utar eða innar en sá stóri. Og menn stóðu og undruð- ust, við þúsund menntaskóla og háskóla og sögðu: Hvorugt er öðru réttara! En þetta eru ósannindi. í raun- veruleikanum gengur tunglið um jörðina. Raunveruleikinn er ekki punktur á blaði, heldur hnettir í himingeimi. Þessi fullyrðing herra E. er jafnröng og þeirra sem voru að segja að kenning Kópernikusar væri ekki vitund réttari en kenning Tychó Brahes. Þá villu hef ég hrakið með skipu- legri aðferð, og komu engin mót- rök fram. (Ungur maður beitti sömu aðferð — og hafði betur.) En að hafa rökin er náttúrulega ekki alltaf hið sama og að hafa máttinn og möguleikana til þess að gera af þeim afl í mannheimi, afl hinnar vaknandi hugsunar. Ævinlega verðum við að leggja hugsanir okkar niður í rásir hinna streymandi krafta í þeirri von að þær berist með þeim lengra og víðar. Hvenær skyldu kraftarnir fara að streyma út frá okkur sjálfum, öðrum til vakn- ingar og hvatningar? Þegar Jarðarmaður skynjar gegnum Nærstirning, að sólin sjálf glóir þar á himni, sem lítil stjarna meðal annarra stjarna og nær að festa sér afstöðu hennar í minni, er fótfestu náð á hjalla sem verður að yfirstíga, áður en lengra er haldið." Karl Jensen: Fyrsti mótorbátur- inn í eigu Keflvíkinga Skúli Magnússon, Keflavík, skrifar: „Skömmu eftir síðustu aldamót varð bylting í útvegsmálum Islend- inga, er vélar voru settar í báta í flestum verstöðvum landsins. Um leið stækkuðu bátarnir, er manns- höndin var hætt að knýja þá áfram, en segl og árar urðu æ fáséðari og hurfu loks alveg. Almennt er talið að þetta hafi einkum átt sér stað á árunum 1902—1910. Keflvíkingar hafa jafnan talið að fyrsti vélbátur þeirra hafi komið 1908. Hét hann Júlíus og var u.þ.b. 7 lestir að stærð. Eigandi hans var hlutafélagið Vísir. Bátur þessi var skamma stund ofansjávar, því hann strandaði á vetrarvertíð 1910. Árið eftir voru eigur hlutafélagsins Vísis seldar á uppboði. Nokkuð voru komuár Júlíusar á reiki (sbr. greinar mínar í 6. og 7. tbl. Faxa 1972). Þó er nokkurn veg- inn ljóst, að hann hefur komið til Keflavíkur síðla sumars eða um haustið 1908. Bátsins er getið á danskri skipaskrá 1908, og í veðmálabók Gullbringusýslu 1907-1908, bls. 540-542 (Þjóð- skjalasafn) er þinglýst lán, að upp- hæð 2200 kr., sem Arnbjörn Ólafs- son, kaupmaður og einn af hluthöf- um í Vísi, tók hjá Fiskveiðasjóði ís- lands. Þinglýsingin er dagsett 30. júní 1908, en þá virðist báturinn ekki kominn til Keflavíkur. Til tryggingar fyrir láninu léði Guðni Jónsson jörð sína, Vatnsnes við Keflavík. En líkindi eru þó til að Júlíus hafi ekki verið fyrsti vélbáturinn í eigu Keflvíkinga. 1 veðmálabók Gull- bringusýslu 1907—1908, bls. 178 (Þjóðskjalasafn), er þinglýst afsal á u.þ.b. 8 lesta vélbáti með 10 hestafla vél, til þriggja Keflvíkinga: Ólafs Jónatanssonar, Gríms J. Sigurðs- sonar og Steins ólafs Jónssonar. Hét báturinn Karl Jensen og var áður eign Gísla Hjálmarssonar, kaupmanns á Norðfirði. Kaupverð hans var 4500 kr. Afsalið er dagsett 25. maí 1907. Fóru kaupin fram með milligöngu Ágústs Flygenring, kaupmanns í Hafnarfirði. Virðist því næst að ætla, að báturinn hafi verið þar. Þó kemur það ekki fram í afsalinu. Á þessum árum reru Suðurnesja- menn víða á Austfjörðum á vor- og sumarvertíðum. Trúlegt er, að kaup bátsins hafi einmitt verið ráðin eft- ir slíka vertíð. Engar frekari heim- ildir eru fyrir hendi um þennan fyrsta vélbát, sem komst í eigu Keflvíkinga, né hve lengi eða hvort hann var gerður út frá Keflavík. Ólafur Jónatansson, einn af eig- endum bátsins, mun hafa búið í Keflavík um tíma, og m.a. stundað smíðar. Hann reisti hús við Suður- götuna, þar sem seinna bjó Elías Þorsteinsson, útgerðarmaður. Marta Valgerður Jónsdóttir segir frá honum í Faxa í þætti um Ágúst Jónsson, hreppstjóra. Þar sem svo fátt finnst um Karl Jensen, fyrsta vélbát Keflvíkinga, þætti mér vænt um, ef bátaáhuga- menn úti á landi, og einkum á Aust- fjörðum, létu mig vita, ef þeir ættu í fórum sínum frekari heimildir um bátinn." GÆTUM TUNGUNNAR Fatapoki fannst rétt hjá Hesthálsa- afleggjara Sonja Berg hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Svoleiðis er, að ég var ásamt fleirum á ferð frá Húsafelli niður í Borgarnes sunnudaginn 10. júlí, og þá fund- um við stóran Hagkaups-poka, fullan af barnafötum, flestum nýj- um, líklega af krakka sem verið hefur á leið í sveitina. Þetta var rétt hjá afleggjaranum upp að Hesthálsi og við skildum pokann eftir í Hótel Borgarnesi, svo að enginn þyrfti nú að líða í sveitinni sinni vegna sumarfataleysis. Báðir er sagt um tvo (en ekki um tvenna). Þess vegna er rétt að segja: Bretinn og Frakkinn gistu hér báðir. Hins vegar: Bretar og Frakkar börðust hvorirtveggju i styrjöldinni (ekki báðir!) og varð mikið mannfall í liði hvorratveggju (ekki beggja!). SIGGA V/GGA £ A/iVtRAW Tehder Vittles. Tender Vittles Hagsýn húsmóðir gefur kisu sinni PURINA kattafóður daglega. Næring við hæfi - RANNSÓKNIR TRYGGJA GÆÐI PURINA umboðið m §§8á Stummer merkið sem tryggir gæði og endingu ek Bunm Bamm Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði, © 54255 FISKVINNSLU SKÓIINN ,, cíENGUR VEL? JR PRP MRTTU BÓKR? É6 SKRRR 5V0 FRRMÚR RÐ Bx ER MEIRR RÐ JjEGJR BÚIN R95KJÓTR KENN URUNUM RFTURFVRIR MIG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.