Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JtJLÍ 1983 37 Janúar-júní: Um 6,51% sam- dráttur í útgáfu Eurobond-bréfa ALLS voru gefin út 268 svokölluð „Eurobond" skuldabréfalán fyrstu sex mánuöi ársins, samtals að verö- mæti um 23.614,56 milljónir dollara. Til samanburðar voru gefin út skuldabréf að verömæti 25.259,10 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn er því um 6,51% milli ára. Um 79,75% af bréfunum eru gefin út í dollurum, eða samtals að upphæð um 18. 830,96 milljónir dollara. Þá koma bréf í vestur- þýzkum mörkum að verðmæti um 2.857,48 milljónir dollara, sem jafngildir um 12,1% af útgáfunni. í þriðja sæti eru bréf útgefin í “ECU“, en þau voru að verðmæti um 842,16 milljónir dollara, sem jafngildir um 3,57% af heildinni. í fjórða sæti eru bréf gefin út í kanadískum dollurum, en verð- mæti þeirra er um 468,16 milljónir dollara, sem iafngildir um 1,98% af heildinni. I fimmta sæti koma bréf útgefin í brezkum pundum, en verðmæti þeirra var 442,14 milljónir dollara, sem jafngildir um 1,87% af heildinni. Ef litið er á útgáfuna landfræði- lega kemur í ljós, að 56,75% bréf- anna fara til aðila í Evrópu, 15,94% fara til aðila í Bandaríkj- unum, um 9,71% til aðila í Kan- ada, og síðan minna hlutfall til ýmissa landa víðs vegar um heim- inn. Noregur í júní: Vöruskiptajöfn- uður jákvæður um 1,7 milljarða VERULEG breyting varð á vöruskipt- um Norömanna viö útlönd í júnímán- uði sl., þegar vöruskiptajöfnuöur landsmanna var jákvæöur um liðlega 1,7 milljaröa króna, en hann var já- kvæöur um aðeins 1,2 milljarða króna í maí sl. Ef síðan er litið ár aftur í tímann kemur í ljós, að vöruskiptajöfnuður Norðmanna var neikvæður um 218 milljónir króna í júnímánuði 1982. Hann hefur því batnað um liðlega 1.918 milljónir króna á einu ári. Útflutningur Norðmanna í júní- mánuði var að verðmæti liðlega 9.941 milljón króna, en innflutn- ingsverðmætið var á sama tíma um 8.178 milljónir króna. Sambæri- legar tölur fyrir júní á síðasta ári eru útflutningsverðmæti upp á 8.418 milljónir króna og innflutn- ingsverðmæti upp á 8.636 milljónir króna. Vöruskiptajöfnuður Norðmanna fyrstu sex mánuði ársins var hag- stæður um liðlega 14.287 milljónir króna, en til samanburðar var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 7.415 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Útflutningsverðmæti Norð- manna fyrstu sex mánuðina var um 60,5 milljarðar króna, en inn- flutningsverðmætið á hinn bóginn um 46,2 milljarðar króna. Sam- bærilegar tölur fyrir janúar til júní á síðasta ári eru 52,6 milljarða króna útflutningsverðmæti og um 45,2 milljarða króna innflutnings- verðmæti. Gunnar Gröndal, deildarstjóri. Ragnar Sigurjónsson, sölustjóri. Mannabreytingar hjá Sambandinu EINS og fram hefur komiö í fréttum lét Magnús G. Friögeirsson af starfi um sl. mánaöamót sem sölustjóri í Sjávarafuröadeild fyrir skreiö, mjöl og lýsi. Geröist hann frá sama tíma meö-framkvæmdastjóri í Búvörudeild Sambandsins. Við starfi Magnúsar sem sölu- stjóri fyrir skreið, mjöl og lýsi hef- ur nú tekið Ragnar Sigurjónsson. Ragnar starfaði í Skipadeild Sam- bandsins frá 1960 til 1964. Næstu tvö árin var hann við nám og störf í Noregi og Bretlandi. Hann hóf aftur störf hjá Sambandinu 1971; starfaði í Véladeild til 1976 og eftir það fjögur ár á skrifstofu Sam- bandsins í Hamborg. Sl. 3 ár hefur Ragnar verið deildarstjóri í Um- búða- og veiðarfæradeild Sjávar- afurðadeildar. Hann er kvæntur Sigríði Thorlacius og eiga þau 2 börn. Við starfi Ragnars sem deildar- stjóri í Umbúða- og veiðarfæra- deild tekur Gunnar Gröndal. Gunnar starfaði í Innflutnings- deild Sambandsins frá 1971 til 1980, en hefur sl. 3 ár starfað á skrifstofu Sambandsins í Ham- borg. Gunnar er kvæntur Oddnýju Björgvinsdóttur og eiga þau tvo syni. /7 GUÐNIGUÐMUNDSSON REKTOR M.R. SÝNIR SINA EDINBORG í VIKUFERÐ TEj N-A ENGLANDS OG SKOTLANDS Hann leiðir menn um rómuð héruð: Northumberland þjóðgarðinn og hæðir Devonhéraðs. Á leiðinni gefst færi á að rifja upp sjálfstæðisbaráttu Skota forðum daga og tilurð Ijóðsins fræga: Yul tak the high road an I’ll tak the low road an I’ll be in Scotland afore ye. For me an my true love will niver meet agin on the bonnie, bonnie banks of Loch Lommond. Guðni þekkir svæðið vel, greip þar í gítar stöku sinnum á námsárunum. Sagan geymist vel í ljóðum. Að sjálfsögðu gefst þátttakendum færi á að versla í Princes Street og skoðunarferð um bæði Stirling Castle og Edinborgarkastala. Gist er í afbragðs hótelum: Park Hotel í Falkirk við Edinborg og Holiday Inn í Newcastle. Hér kemur svo einn góður sem Skotar kunna manna best að meta: Verðið er kr. 9.500 Fargjald og gisting alla leið ásamt morgunverði og kvöldverði í landi. Brottför 27.júlí “nsl 19/7 85 Afbragðsgóð greiðslukjör FARSKIP AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166 Askriftarshnmn er 83033 8S 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.