Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 21
Eldkastid stadnæmdist við kirkjuna MORGUNBLAÐIÐ, 21. JÚLÍ 21 „Nú fannst ei stundin of löng að tala við guð‘ — sagði síra Jón Steingrímsson eftir sögulega messu á Kirkjubæjarklaustri Kirkjubæjarklaustri 20. Júlii. Frá tuNindamanni Morgunblaíisins. „HVER sem þetta guðs almættis- verk veit, sér eður skoðar hér eftir má víst falla í forundran yfir slíkura drottins dásemdarverkum," sagði sá frómi síra Jón Steingrímsson, sem í dag fiutti sannkallaða Eldmessu í kirkjunni hér að Kirkjubæjar- klaustri. Margt fólk var í kirkjunni og það þótt meö þeim ugg og sorg- bitna þanka væri, að það kynni að verða í seinasta sinni að í henni yrði embættað, af þeim ógnum sem þá fóru í hönd og nálægðust. Síra Jóni mæltist svo um undur þau og stór- merki er þarna urðu: „Nær vér til kirkju komum, var svo þykk hita- svækja og þoka, sem lagði af eldin- um ofan árfarveginn, að kirkjan sást naumlega eður svo sem í grillingu úr klausturdyrunum. Skruggur með eldingum svo miklar kippum saman, að leiftraði inn í kirkjuna og sem dvergmál tæki í klukkunum, en jarðhræringin iðugleg." — Voru menn ekki skelfdir mjög og óttaslegnir þarna í kirkj- unni? „Sú stóra neyð, sem nú var á ferð og yfirhangandi, kenndi mér nú og öðrum að biðja guð með réttilegri andakt, að hann af sinni náð vildi ei í hasti eyðileggja oss og þetta sitt hús, þá var svo hans almættiskraftur mikill í vorum breyskleika. Ég og allir þeir, er þar voru, vorum þar aldeilis óskelfdir inni; enginn gaf af sér nokkurt merki til að fara út úr henni eður flýja þaðan meðan guðsþjónustugjörðin yfir stóð, sem ég þó hafði jafnlengi og vant er; nú fannst ei stundin of löng að tala við guð. Hver einn var án ótta biðjandi hann um náð og biðjandi þess, er hann vildi láta yfir koma. Ég kann ei annað að segja, en hver væri reiðubúinn þar að láta lífið, ef honum hefði svo þóknazt, og ei fara þaðan burtu, þó að hefði þrengt því hvergi sást nú fyrir, Slr* Jón Steingrimsson á Prestbakka fiytur eldmessu sína. hvar óhult var orðið að vera.“ Síra Jón Steingrímsson hætti að tala hér frekar um, svo ei yrði sagt með sanní að hann vildi leita sér eða öðrum lofdýrðar af mönnum, fyrir það kraftaverk er gerðist á meðan messugjörðinni stóð. „Ekki oss, heldur þínu nafni drottinn gefum vér dýrðina," sagði síra Jón Steingrímsson. Eftir embættið var farið að skoða, hvað gerzt hefði fyrir hans kraft og eftir hans vilja: Þá varð bert að eldinum hafði eigi um þverfótað miðað, frá því hann var kominn fyrir það, heldur hafði um þann tíma og í því sama takmarki hlaðizt saman og hrúgazt hvað ofan á annað, þar í afhallandi far- veg hér um 60—70 faðma á breidd, en 20 á dýpt, sem sjáanlegt verður til heimsins enda, ef þar verður ei önnur umbreyting. Holtsá og Fjarðará hlupu fram yfir þær stíflur, er það nýja hraun hafði gert þeim, og í mestu flug- ferð og boðagangi kæfðu nú eld- inn, er rumlandi rann í árfarveg- inum, og hljóp svo fram og ofan af áður téðri dyngju, með fossum og iðukasti. Um þessa drottins velgjörð og blessun mælti síra Jón Stein- grímsson: „Við fórum frá kirkj- unni glaðværari heim, en frá geti sagt og þökkuðum guði fyrir svo ásjáanlega vernd og frelsi, sem hann veitti oss og sínu húsi. Já, allir er þetta almættisverk sjá og heyra af því sagt, aldir og óbornir, prísi og víðfrægi þar fyrir hans háleita nafn.“ Þess má til fróðleiks geta, að menn hafa þegar gefið staðnum nafn, þar sem eldkastið stað- næmdist hér vestur af Kirkju- bæjarklaustri, og nefnist hann Eldmessutangi eftir þeirri messu- gjörð síra Jóns Steingrímssonar, er að framan getur. „Eitt sérdeitís — segir klausturhaldari Sigurður Ólafsson Kirkjubæjarklaustri, 20. Júlii. Frá tíðindamanni Morgunblaósins. „Hvorki með penna eður munni get ég frá skýrt þeim kvölum og hörmungum á gripum og mönnum, er jarðeldarnir hér í fjöllunum hafa orsakað,“ sagði sá velæruverðugi Sig- urður klausturhaldari Ólafsson í Kirkjubæ. Hann hefur ei þorað að gefa sig heiman að til nokkurra ferða síðustu vikur, heldur látið halda nótt og dag vakt, svo eldurinn yfirfélli ei klaustrið eður kirkjuna ófarvarandis. Þá lét hann á dögunum flytja allt lauslegt úr kirkjunni og klaustrinu á óhultari staði, þar sem ei sá annað fyrir, en eldflóðið mundi því granda, því ef það hefði áfram haldið sömu ferð, var ei annað fyrir manna sjónum en það hefði upp sveigt bæði klaustur og kirkju. „Fjöldamargar jarðir, mest- allar klaustranna Kirkjubæjar og Þykkvabæjar, eru af jarðeld- inum upp brenndar og eyðilagð- ar með húsum, túnum, engjum, skógi og mestöllum högum, hvar í bland eru tvær kirkjur, í Skál og Hólmaseli, sú þriðja í Ásum er að mestu um koll dottin af jarðskjálfta," varð Sigurði að orði. Klausturhaldarinn sagði það vera eitt sérdeilis guðs almættis- verk, að eldurinn ei upp svelgdi bæinn og kirkjuna að Kirkju- bæjarklaustri, sem lá fyrir hon- um opinn, eftir það hann komst í Skaftárfarveg, brúsandi sem sjór, með fyrir víst 60 faðma hæð. „Eldurinn komst hér nærri inn undir túnið, stóð þar svo log- andi sem annar múrveggur, án þess að færast fremur nær bæn- um,“ sagði klausturhaldari Sig- urður. „Þegar eldgjáin upp sprakk fyrir norðan Síðuna að austan- verðu, í fyrradag, þenkti enginn hér um slóðir annað en himinn og jörð mundi þá og þá koll- steypast, en vonandi er að hlé það, sem nú varir, haldist og raunum þessum sé þarmeð af lokið," sagði klausturhaldari Sigurður Ólafsson að síðustu. guðs almættisrerk“ Klausturhaldari, Sigurður Ólafsson, ræðir við tíðindamann Morgunblaðsins um undur þau og stórmerki, er urðu þegar messan stóð yfir í Klausturkirkju í gær, 5. sunnudag eftir trinitatis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.