Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 Funchal. Texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR rak frá landi í áttina til strandar Afríku. Mikil skelfing greip um sig, meðal þeirra, sem höfðu kom- izt í land, hvar þau voru á ókunn- um stað og sáu ekki, hvað gæti orðið þeim til bjargar. Urðu þess- ar raunir stúlkunni um megn, auk þess sem hún var sárveik og máttvana eftir marga daga hrakn- inga. Machim gróf hana skammt frá ströndinni og setti lítinn kross á leiðið. Sjálfur var hann yfirkom- inn af sorg og þótti sem lífið hefði misst lit sinn og ljóma og aðeins fimm dögum síðar tóku félagar hans honum gröf við hlið sinnar heittelskuðu. Félögum þeirra tókst að komast á skipsbátnum yf- ir til Afríku og eru hér með úr sögunni. Ástarsaga og raunir þeirra Roberts og Anne eru Mad- eirabúum hugleikin og margar sagnir, flestar af rómantískum toga tengjast eynni og menn hafa þær á takteinum. Sá sem löngum talinn er fyrsti landnámsmaðurinn er Gonzalves Zarco. Hann hafði komið til ná- grannaeyjarinnar Porto Santo ár- ið áður og 1419 sté hann á land á Madeira og krafðist formlega til- kalls til eyjarinnar fyrir hönd Hinriks prins og sæfara. Hann og fylgdarmaður hans Tristao Vaz Teixeira urðu síðan fyrstu land- stjórar á eynni. Zarco gaf henni nafnið „Ilha de Madeira" en Mad- eira mun vera gamalt orð yfir við. Þeir sem komu til Madeira á næstu árum, fluttu einnig með sér ýmsar erlendar jurtir og trjáteg- undir og meðal annars lét Hinrik sæfari flytja inn sykurreyr frá Sikiley. Næstu eitt hundrað og fimmtíu árin dafnaði svo eyjan undir HVERSKYLDI VERA GALDUR MADEIRA? Á Madeira trítla ég áfjáð í leikhúsið til að hlýða á Árstíðir Vivaldis og horfi dolfallin af aðdá- un á landslag, sem er klætt skógi milli fjalis og fjöru. Það er ekki einhlítt að útskýra þetta, staðir hafa mismunandi áfrif á okkur og sumir verða hugstæðari í endur- minningunni en aðrir. Án þess að við getum stutt það skynsamleg- um eða tölulegum rökum, að feg- urðin sé eilífari þar. Þetta er til- finningalegs eðlis og ákaflega ein- staklingsbundið og ég kann ekki á þessu skýringu, hef bara vissuna innra með mér. Sögum ber ekki saman um, hvernig fund Madeira bar að og hver hafi komið fyrstur til eyjar- innar. Sagan segir — og mun vera sönn — að meðal þeirra fyrstu hafi verið enskur ævintýramaður, Robert nokkur Machim ásamt ást- konu sinni Anne de Arfet. Þau höfðu fellt hugi saman, foreldrum Anne til mestu skapraunar. En ástin varð öllu yfirsterkari og ásamt nokkrum félögum Machims ýttu þau nú skipi úr vör og var ferðinni heitið til Frakklands. Skipið var varla komið út úr höfn- inni, þegar foráttuveður skall á og hraktist skipið af leið. í þrettán sólarhringa geisaði óveðrið og þau voru fyrir löngu búin að gefa upp alla von um að ná nokkurn tíma landi. Loks hillti undir óþekkt land, og nokkrum dögum síðar komu þau inn í lygnan flóa og sáu að landið var fagurt og blómlegt. Robert, Anne og nokkrir skipsfé- lagar fóru í land á lítilli kænu. Þessi staður heitir síðan Machico, þar er eitt af mörgum litríkum og vinalegum þorpum Madeira. Um nóttina brast á stormur og skipið Það liggur einhver galdur í loftinu á Madeira. Fram til þessa hef ég sárasjaldan fundið hjá mér þörf til að hlýða á klassiska tónlist, ég hef heldur ekki verið hneigð fyrir skógrœkt og fundizt of mikið af trjám til baga, vegna þess þau skyggja á landslagið. Mjúkir dalir umluktir háum fjöllum. stjórn Portúgala, ýmsir kunnir að- ilar stigu þar á land og síðar varð Madeira eins konar áningarstaður þeirra sem voru á leið til Evrópu frá Austurlöndum. Kólumbus bjó á Madeira um hríð eftir að hann hafði gengið að eiga dóttur eins af portúgölsku landstjórunum. Franskir sjóræningjar gerðu at- lögu að Madeira 1566 en 1580 lenti eyjan undir stjórn Spánarkon- ungs, en fékk sjálfstæði sex ára- tugum síðar eftir byltingu. Tutt- ugu árum síðar gekk Karl II Eng- landskóngur að eiga Katrínu af Braganca og þessi tengsl komu Madeirabúum ótvírætt til góða og viðskipti og samskipti þeirra við Englendinga hafa verið mikil allar götur síðar. Það má vera dauður maður sem verður ekki snortinn af fegurð Madeira. Landslagið á þessari hálfhitabeltiseyju er undur dægi- legt. Þar skiptast á djúpir, mjúkir dalir og grónar klettasnasirnar ganga í sjó fram. Blóm upp um öll fjöll, enda þekkt um víða veröld og seld út um allan heim. Meðal þeirra frægustu eru vitaskuld orkideurnar og paradísarblómin. Þó svo að Madeirabúar hafi í gegnum tíðina blandast öðrum — enda eyjan um margt í alfaraleið — halda þeir portúgölskum sér- kennum sínum og eru metnaðar- gjarnir fyrir hönd síns móður- lands. 1 Madeiraklasanum eru fimm eyjar og auk Madeira er byggð á Porto Santo og segir frá för þang- að í annarrri grein. Nú búa á Ma- deira um þrjú hundruð þúsund manns, þar af liðlega þriðjungur í Funchal og nágrenni. Madeira varð til við eldgos fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.