Morgunblaðið - 24.07.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 24.07.1983, Síða 1
Sunnudagur 24. júlí — Bls. 45-76 Aldarafmæli Jóhannesar Jósefssonar Kaflar úr bók Stefáns Jónssonar, Jóhannes á Borg Enn tók ég upp á því um þetta leyti að reyna að lyfta hrossi. Faðir minn átti gráan hest, sem var með stærstu hrossum á Oddeyri. Þetta var auk þess lífs- reyndur hestur og æðrulaus, löngu búinn að verða hissa á öllum til- tækjum eigenda sinna. Þennan hest valdi ég mér til þess að lyfta frá jörðu, fór með hann í pakkhús föður míns, gerði gat á loftið og styrkti umgjörð þess, brá síðan segli undir hestinn og festi kaðla í horn þess og byrj- aði að toga. Þetta gekk erfiðlega. Seglið tognaði á misvíxl og kaðlarnir sömuleiðis. Hesturinn lagðist í seglið og þyngdi sig, og dögum og vikum saman rembdist ég þarna yfir gatinu án þess að lyfta Grána. Faðir minn, sem annars var ekki beinlínis hrifinn af því hvern- ig ég varði tíma mínum, íaði ein- hvern tíma í þá átt við mig, hvort hann mætti ekki sjá mig lyfta hrossinu, en ég þvertók fyrir það. Sagðist ekki ráða neitt við hestinn ennþá og vilja vera einn við þetta. Svo rann loks upp sá dagur, að ég fann þetta eina sanna lag til þess að lyfta hesti. Gráni hófst allur á loft, fyrst að framan, svo að aftan, og hneggjaði í góðlát- legri undrun þegar loftaði undir síðari afturfótinn. Og eftir það tókst mér lyftingin i hverri tilraun. Þá kallaði ég á pabba, og hann var þá ekki seinn á sér að bera út söguna: Hann Jó- hannes var farinn að leika sér að því að lyfta hesti. Þessi hrossalyftingarsaga spurðist fljótt um allt land, og menn komu ótrúlega langt að til þess að sjá með eigin augum. Hrossabændum úr Skagafirði var kannski ekki láandi, þótt þeir þeystu norður yfir heiði með tvo til reiðar í þessu skyni. í fyrstu furðaði ég mig á því hvað stóð- hrossaeigendum í Skagafirði virt- ist miklu meira í mun en öðrum mönnum að sjá mig lyfta Grána. Svo var það einn þessara góðglöðu Skagfirðinga, sem kom til mín og bað mig endilega hreint að lyfta nú heldur Grána upp á herðunum. Þetta væri að vísu mikið afrek, að lyfta hestinum svona á köðlum, og vel þess vert að ferðast um langan veg til að sjá það. Hins vegar væri því ekki að leyna að hann hefði tekizt þessa ferð á hendur gagn- gert til þess að sjá hest ríðandi á strák. Og það komu menn alla leið sunnan úr Reykjavík þeirra erinda að sjá mig lyfta hestinum, þeirra á meðal dr. Helgi Péturs, sem var mikill áhugamaður um íþróttir og sjálfur rammur að afli, og Einar Benediktsson, sem dýrkaði hvað- eina það er að karlmennsku laut af skáldlegum fjálgleik. Þegar hér var komið æfði ég mig frá morgni til kvölds og sinnti tæpast neinu öðru en fimleikum, glimum og aflraunum og hef víst Jóhannes glímir við björn. Jóhannes Jósefsson hefði orðið 100 ára 28. júlí nk. Hann var gagn- merkur samtímamaður, eins og kunnugt er, og einn þekktasti íþróttamaður landsins. Hann gerði garðinn frægan út um allan heim. í tilefni af afmælinu hefur Morgunblaðið fengið leyfi höfundar bókarinnar, Jóhannes á Borg, minningar glímukappans, Stefáns Jónssonar, til að birta nokkra sjálfstæða kafla úr henni og fara þeir hér á eftir. gengið fram af mörgum, því einn daginn kom móðir min, eina manneskjan, sem aldrei hafði blöskrað neitt í framferði mínu, og hóf máls á þessu við mig með þeim formála, að nú mætti ég ekki reiðast sér. Mig grunaði nú ekki hvert erindið væri, en sagði eitthvað á þá lund, að henni væri líklega óhætt að haga orðum við mig að geðþótta nú sem áður. Og þá sagði móðir mín ósköp nær- færnislega: — Það er í sambandi við þessar æfingar, Jói minn. Ertu nú bara viss um að þú sért með ö'.lum mjalla? Ég fór náttúrlega að hlæja og spurði hvað hún héldi sjálf. Þá fór hún hálfgert hjá sér og sagðist eiginlega vera á báðum áttum. Fólk væri að segja sér að ég gæti ekki verið með öllum mjalla. Og náttúrlega fór móðir mín líka að hiæja. Hún notaði sínar aðferðir til þess að vara mig við ofurkappinu. Ég notaði mínar að- ferðir til að skilja ekki aðvaranir hennar, þvi þá væri það ekki ofurkapp ef maður heyrði varnar- orð vina sinna. ★ ★ ★ Daginn fyrir sjálfa leikina var konungleg sýning íþróttamanna. Sýningin var á sjálfum leikvang- inum. Þá var hann ekki fullur af áhorfendum, enda tók hann átta- tíu þúsund manns, en pallar allir voru þó setnir og Játvarður kon- ungur og Alexandra drottning heilsuðu þar íþróttamönnum allra þjóða. Þar sýndum við íslenzku glímuna í fyrsta skipti í þessari för. Að vísu stálum við ekki allri sýningunni, enda kannski til full- mikils ætlazt, en okkur var fagnað ákaflega og brezku blöðin skrifuðu mikið um sýningu okkar á eftir. Strax, á þessari fyrstu sýningu varð ég þess var hve íslenzka glím- an kom áhorfendum skemmtilega á óvart. Hún var engu lík, sem nokkurn tíma hafði verið sýnt áð- ur á glímuvelli. Hér kom inn hóp- ur liðlega vaxinna ungra manna, sem glímdu á fótunum, snarplega og létt, án bolabragða og búk- hljóða. Grísk-rómverskir glímumenn og fjölbragðaglímumenn, sem fólk átti að venjast, voru tíðast löngu orðnir vanskapaðir af áflogum. í þeim glímum reynir mest á háls og herðavöðva, svo að þeir þrosk- ast úr hófi fram og allt samræmi, sem er undirstaða lýtalausrar lík- amsbyggingar, fer úr skorðum. Ofan á það bætist svo nudd og sprikl á hnjánum og klukkustunda legur á grúfu, sem geta gert þess- ar kappglímur fáránlegar. Þegar ég hætti æfingum i þessum glím- um þurfti ég skyrtuflibba númer 19, var orðinn einna líkastur gór- illuapa um herðarnar, og það var ekki fyrr en eftir margra ára hvíld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.