Morgunblaðið - 24.07.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 24.07.1983, Síða 2
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLl 1983 Jóhanne8 Jósefsson frá þessum glímum að ég gat tal- izt orðinn i líkingu við mennskan mann um háls og herðar. Ég efast um að hrifningarópin á áhorfendabekkjunum hafi stafað af neinum skilningi á snilld ís- lenzku glímunnar. Sennilegra að þar hafi verið að verki fögnuður yfir því að sjá hóp knálegra, en eðlilega vaxinna manna, eigast við á afturfótunum með slíku stolti að það leyfði þeim ekki að hnoða hverjum öðrum upp úr svaðinu og læsa sig í bak hver annars. Hér var sá sigraður, sem ekki uppfyllti lengur þá kröfu um mannlega reisn að standa á fótunum. Svo sýndum við seinna, á sjálf- um Olympíuleikjunum, við mjög góðar undirtektir, og brezku blöð- in skrifuðu ótrúlega mikið um íþrótt okkar. Og þá kemur að því, hversu okkur heppnaðist að undirstrika sérstöðu okkar frá Dönum. Það var þegar við gengum inn á leikvanginn, snart og snúðugt sjö að tölu undir hláhvíta fánanum okkar, stoltustu og sjálfstæðustu menn í heimi — einn-tveir-einn- tveir. Myndast þá ekki allt í einu hvítur veggur, þvert yfir brautina framan við hliðið inn á leikvang- inn. Þar voru komnir dönsku íþróttamennirnir, fimmtíu í hóp að meðtöldum leikfimiflokknum. Danirnir skipuðu sér þvert fyrir hliðið. Fyrir miðju stóð fararstjóri þeirra, Fritz að nafni, liðsforingi úr hernum, og sagði að hér mynd- um við ekki ganga inn sem sjálf- stæð þjóð, því við værum danskir þegnar og annað ekki. Hvílík stund. — Fritz þessi var borubrattur náungi, ekki ýkja hár en liðlega vaxinn og með miklu hermanns- fasi þannig að enginn þurfti að víla fyrir sér að stjaka hressilega við honum ef með þyrfti. Nú vildi ég ekki láta það á sann- ast, að Islendingar byrjuðu áflog að tilefnislausu á Olympíuleikjun- um, heldur skyldu það verða Dan- ir, sem yrðu berir að ofbeldinu. Þess sinnis vorum við hins vegar allir, þótt við ærið marga væri að fást, að af því yrði nokkur saga ef Danir gerðu alvöru úr því að hindra för okkar inn á leikvang- inn. Ég spurði því Fritz liðsfor- ingja hvort honum væri ókunnugt um samþykkt Olympíunefndar um þátttöku okkar íslendinga í leikj- unum. Hana kvaðst Fritz liðsfor- ingi hvorki vita um né hirða um. Inn á leikvanginn færum við ekki. Við gættum þess að staðnæmast ekki nær danska hópnum en svo að við hefðum atrennu á fylking- una. Við skiptumst ekki á orðum innbyrðis, því hver vissi hug ann- ars, að hafa fyrir sig mann eða tvo. En einmitt á þessu gullna augnabliki, áður en það væri um seinan, var Sir William Henry kominn á milli okkar og Dananna. Hann gnæfði þar yfir hvern mann, brýndi róminn á þann hátt, sem Bretar kunna manna bezt, án þess að hækka hann eða kveða fastar að einu orði öðru fremur, og sagði að íslenzku íþróttamennirnir hefðu fullan rétt til að ganga sam- an á leikvanginn sem slíkir og skyldi enginn hefta för þeirra. Meira þurfti ekki til. Það var eins og hin hermannlega einbeitni væri strokin með klút af ásýnd Fritz liðsforingja og Danirnir hunzkuðust til hliðar fyrir okkur án nokkurrar rómsnjallrar fyrir- skipunar af hans hálfu, en við héldum áfram göngu okkar, snart og snúðugt inn á leikvanginn. Hvaðan Sir William Henry spratt upp á þessu augnabliki veit ég ekki. Grunsamleg þótti mér líka sú tilviljun, að hann skyldi einmitt vera í fylgd með blaða- mönnum frá ýmsum af víðlesn- ustu dagblöðum Stóra Bretlands á þessu þýðingarmikla augnabliki. Frásagnir blaðanna af þessum árekstri við hliðið báru þess vott að einhver góðgjarn maður hlaut að hafa túlkað málstað lítilmagn- ans af nokkurri þekkingu. Að minnsta kosti mátti allur þorri manna á Bretlandseyjum vita það, þaðan í frá, að íslenzku íþróttam- önnunum á Olympíuleikjunum myndi þvert um geð að vera kall- aðir Danir. Sannleikurinn er nefnilega sá, um Bretana, að meðal þeirra hef ég kynnzt orðheldnustum mönnum, svo að ádráttur um lið- veizlu frá brezkum séntilmanni gat jafnast á við svardaga ýmissa annarra. Sir William Henry var auk þess klókur kall. Blessuð sé minning hans. Nú má hver meðalsauður ímynda sér hvernig mér hafi liðið, þegar að kappglímunum kom, að ganga til leiks í flokki þeirra, sem höfðu gert sig bera að fjandskap gegn íslenzkum þjóðarsóma, og það undir blaktandi Dannebrog — Og greindur maður má spyrja sem svo, hvernig annar eins funa þjóðernissinni og Jóhannes Jós- efsson hefði mátt orka því að ganga þannig undir merki Dana. Sannleikurinn er sá, að það var ekki skapstillingu minni að þakka, heldur hinu, að mér heppnaðist að telja sjálfum mér trú um að ég gengi ekki undir danska fánanum, heldur fyrir aftan hann. Þar væri ég ekki í hópi danskra íþrótta- manna af frjálsum vilja, heldur hlekkjaður af mínum hluta þeirra viðja, sem Danir höfðu haldið ís- lendingum öllum í um aldir. Og þessa hlekki hafði ég heitstrengt að hjálpa til að brjóta. Mér var fróun í því að horfa á bakið á danska glímumanninum, sem gekk á undan mér. Hann var í milliþyngdarflokki. Ef svo vildi til að við glímdum saman, þá skyldi hann finna fyrir því með hvaða hugarfari ég hefði gengið nauðug- ur í dönskum flokki til þessa leiks. Svo hófst glíman. Við Oras Ungverji vorum óheppnir, því nú hlutaðist svo til í undankeppni, að við urðum að eig- ast við í fyrstu glímu. Það var okkur báðum ókært, því við vorum smeykir hvor við annan. Ég skammaðist mín ekki við að gefa honum það í skyn, og hann tók hressilega undir það. Oras var rammefldur maður. Ég fann það þegar í fyrstu tökum, að þessir fallegu vöðvar hans lugu engu til. Hann var þrautþjálfaður, snarpur og þolinn. Við fórum báðir fremur hægt af stað, þreifuðum fyrir okkur í von um að finna veikleika- merki á einhverju sviði, sem nægðu til sigurs. Að lokinni þeirri árangurslausu leit hljóp harka í glímuna. Við vorum svipaðir að burðum og þjálfun. En ég mun hafa verið skapmeiri og því getað beitt mér hvassar. Hann var að vísu fylginn sér, en vantaði alltaf herzlumun- inn, og loks lagði ég Oras Ung- verjakappa á herðarnar og hélt honum niðri þar til dómarinn hafði smeygt hendinni undir og sannfært sig um að bæði herða- blöðin snertu gólfið. Næsti andstæðingur minn var sænskur. Ég man ekki hvað hann hét. Hitt man ég, að hann var all- snarpur maður, þótt ég legði hann á níu mínútum. Þriðji mótherjinn var Daninn, sá sem gekk á undan mér um hlið- ið. Hann gekk á móti mér eins og bænheyrsla: Ég sá hann í gegnum rauðan hnoðra þegar við tókumst á. Það liðu tvær mínútur og hálfri betur þar til dómarinn hafði geng- ið úr skugga um það, að sá danski lægi tryggilega á herðunum. Lófa- takið og húrrahrópin á áheyrenda- pöllunum báru þess vott að ófáir skildu réttum skilningi hörkuna, sem ég beitti í þessari glímu. Blaðaskrifin um atburðinn við hliðið höfðu greinilega borið ávöxt. Fjórða glíman var við Svíann Frank Anderson. Ég fann það strax að ég gæti tekið mér hana létt. Á eftir fannst mér skrýtið, að það skyldi flögra að mér þarna í fyrstu tökum, að þessi maður væri ekki nema annarrar handar mað- ur minn. Það var rétt eins og skapanornirnar hefðu sagt sem svo: — Jæja, Jói litli, bezt þú reyn- ir. Ég var bæði sterkari en hann og betur þjálfaður. En mér lá ekkert á. Ég leyfði Anderson að taka hægri hendina á mér aftur fyrir bak, æ ofan í æ og halda henni þar. Það tak óttaðist ég ekki, því hvarvetna á leikvanginum og í búningsklefunum voru myndir af spánska lásnum með yfirlýsingu um það á mörgum tungumálum, að bað tak væri bannað í glímum. Ég hafði hugsað mér að leggja manninn eftir fjórar til fimm mínútur. Ef einhver skyldi ekki átta sig á tilganginum með þeirri hernaðaráætlun, þá skal það tekið fram, að ég vildi gjarnan að eng- inn andstæðinga minna í glímunni stæði í mér skemur en svo að hann entist tvöfalt á við Danann. Og hér varð mér á í messunni, einfaldlega vegna þess, að með slíku hugarfari var einbeitni mín klofin. Ég var þar með að glíma tvær glímur. Aðeins sigurinn, eins skjótt og færi gefst, getur heitið skynsamleg hernaðaráætlun í glímu. Við vorum búnir að vera að í röskar tvær mínútur. Svíinn hefur sjálfsagt haft gát á dómaranum og sætt færis þegar hann sneri sér frá. Hann var enn einu sinni kom- inn með handlegginn á mér aftur fyrir bak. Allt í einu setti hann svo hnéð undir olnbogann á mér, snöggt högg, og ég heyrði brestinn þegar hægra viðbeinið brast. Þar með var hægri höndin mér ónýt. Við glímdum enn í 18 mínút- ur. Ég þuldi upp aftur og aftur fyrir sjálfum mér: Hann er ekki nema annarrar handar maður minn, rækals beinið. Ég hafði hann niðri allan tímann og lá allt- af á honum, en vantaði aflið í hægri handlegginn til þess að velta honum við og halda honum niðri. Ég gat velt honum nokkrum sinnum á bakið með vinstri hend- inni, en hefði þurft hina líka til þess að halda honum á herðunum. Svíar voru í meirihluta í dóm- nefndinni, — þrír á móti tveimur Englendingum. Englendingarnir töldu Svíann sigraðan þar eð hann hefði brotið mig með ólöglegu bragði. Svíarnir dæmdu sínum manni sigurinn. Annars hefði ég ekki getað tekið þátt í lokakeppni hvort eð var með brotið viðbein. Svo urðu talsverðar deilur út af þessari glímu í blöðunum. Ýmsir af brezku blaðamönnunum virtust mér mjög hliðhollir og vilja um- fram allt veita mér einhverjar sárabætur. Eftir einum man ég sérstaklega. Hann staðhæfði að 18 mínútna glíma með brotið viðbein ætti að dæmast sem 18-faldur sig- ur. En glímt gat ég ekki um sinn, og verðlaun fékk ég ekkí. En daginn sem leikunum var slitið var ég kvaddur fyrir konung og drottn- ingu. Alexandra drottning ávarp- aði mig á dönsku, sem hún kvað hæfilegt þar eð ég væri Dani. Ég svaraði henni af fullkominni kurt- eisi og innblásinni alvöru, að Dani væri ég hreint ekki, heldur Islend- ingur. Aftur á móti skildi ég dönsku og væri mikill heiður að því að fá að hlýða á mál hennar, hvaða tungu, sem hún talaði. Alexandra drottning var ákaf- lega vingjarnleg, tók í hönd mér og rétti mér viðurkenningarskjal fyrir frammistöðuna á leikjunum. Mér þótti strax vænt um þetta skjal. Ég lét ramma það inn og átti það í áratugi. En síðustu árin mín á Borginni hvarf það með ein- hverjum hætti úr fórum mínum eins og aðrir verðlaunagripir, sem ég átti. Við dvöldum um kyrrt í Lund- únum nokkurn tíma eftir Olymp- íuleikina og viðbeinsbrotið greri. Strákarnir fengu vinnu í fjölleika- húsum við sýningar á íslenzku glímunni. Þeir buðu mörgum að koma upp á sviðið og reyna við sig þessa íþrótt. Margir komu og eng- inn stóð. Ég notaði tímann vel til þess að kynna mér glímurnar, sem sýndar voru í Bretlandi í sambandi við Olympíuleikina. Að vísu fannst mér ekki, fremur en fyrri daginn, mikið koma til grísk-rómversku glímunnar eða fjölbragðaglím- unnar samanborið við þá íslenzku, og ég minnist þess hvað ég óskaði þess innilega að Oras Ungverja- kappi kynni þjóðaríþrótt okkar, því hann var maður, sem gaman hefði verið að taka við eina brönd- ótta. Meðal erlendra glímuflokka, sem komu til Lundúna um þessar mundir, var einn frá Japan. Það voru jújidsú og súmómenn. Foringi japanska glímuflokks- ins hét Diabutso, risavaxinn mað- ur af Japana að vera, að vísu ekki ýkja hár en ákaflega þrekinn. Hann var meistari bæði í jújidsú og súmó. Jújidsú ætti ekki að þurfa að kynna með löngum skýringum hér á landi, því glímufélagið Ármann hefur tekið upp kennslu í þeirri íþrótt í stað hnefaleikanna, eftir að félagið gafst upp við íslenzku glímuna. Sú glíma er fjölbragða- glíma, sem byggist á lipurð, jafn- vægi og þekkingu á afli og getu líkamans í líkingu við íslenzku glímuna. Aðeins þrjú brögð eru sameiginleg með íslenzku glím- unni og þeirri japönsku, — hæl- krókurinn, sniðglíman og leggja- bragðið. Leggjabragðið ónýta þeir hins vegar með því að leggja það með ilinni en ekki tánni. Þannig missa þeir afls úr fætinum. Hælkrókinn nota þeir eins og við. Síðar í þessari sögu gefst mér tækifæri til þess að rökstyðja þá staðhæfingu mína, að japanska glíman standi íslenzku glímunni langt að baki. Súmóglíman mun vera upp- runnin í Norður-Kína og var í fyrstu íþrótt aðalsmanna einna. Þaðan barst hún svo til Japans. í súmó girða menn sig gildum kaðli. í hann er tekið og síðan stimpazt á og sveiflað, en fótabrögð eru eng- in. Súmómenn eru yfirleitt miklu burðameiri en jújidsú-mennirnir, og kræfur skyldi sá jújidsú- meistari vera í tuski, sem jafn- framt er meistari í súmó. Mig minnir að þeir hafi verið einir tíu saman í glímuflokki Di- abutso, margir hverjir afburða knálegir menn. Einn þeirra hef ég gilda ástæðu til að muna, auk for- ingjans. Sá hét Otagawa, — álíka hár maður og Diabutso, frábær- lega vel vaxinn, grennri en hinn, með fallega vöðva en slétta. Ég fór oft að horfa á þessa Asíu- menn glíma á meðan ég beið bat-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.