Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 18
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 Er þetta ekki jákvæð bjartsýnisplata — rabbaö viö þá félaga Jolla og Kóla „Fáið ykkur flugvélagott," sagði Valgeir. Þetta var eiginlega það fyrsta, sem okkur fór á millum eftir að ég og Ijósmyndarinn höfðum bankað upp á hjá honum á Ægissíðunni, kynnt okkur með pomp og pragt, farið úr skónum, vandrasöast ögn, en að lokum sest í þennan líka fína sófa hjá manninum. Reyndar kaus Ijósmyndarinn að tylla sér annars staöar í stofunni. Ég breiddi því úr mér í sófanum og tók þegar til við að maula fyllt súkkulaöi — útlent aö sjálfsögðu. Þannig á flugvélagottiö að vera. Hljómsveitin Þeyr eins og hún var þegar allt lék í lyndi. Svanasöngur Þeys á leið á kassettu Ákveöiö hefur veriö aö gefa út tónsnældu (kassettu) með lögum hljómsveitarinnar Þeys, sem ekki hafa komiö út áöur. Veröur kass- ettan gefin út í 200 eintökum og er tilgangurinn tvíþættur: annars veg- ar aö gefa út áöur óútkomiö efni og hins vegar aö afla einhverra fjármuna til þess aö stytta skulda- halann, sem er orðinn nokkur. Á meðal laga, sem er aö finna á þessari kassettu eru tvö lög sem Sigtryggur Baldursson syngur af innlifun, en til jjessa hefur hann látiö sér nægja aö berja húöir bet- ur en flestir aörir á landinu. Þá eru þarna einnig þrjú lög, sem tekin voru upp á meðan Jaz Coleman (úr Killing Joke) var hér á landi. Þá eru þarna einhver ,remix“ af lögum af Fourth Reich. Alls mun efni kass- ettunnar veröa 60 mín. langt. Rúsínan í pylsuendanum veröur væntanlega sú, aö þarna veröur einnig aö finna tvö lög af fyrstu plötu Þeysara, Þagaö í hel. Sú plata var bókstaflega þöguö í hel á sínum tíma enda eru ákaflega fá eintök til á markaönum. Áöur en af þessari útgáfu getur oröiö þarf aö fá samþykki frá SG-hljómplötum, sem gáfu út fyrstu plötuna. Von- andi fæst þaö átakalaust svo þessi lög megi koma í eyru fleiri manna. Jafnframt mun fylgja meö þess- ari kassettu bæklingur, þar sem útlistaö er hvernig ekki eigi aö veröa Þeysari. Seafunk í Safari Hljómsveitirnar lcelandic Sea- funk Corporation og Omicron koma fram á tónleikum í Safari nk. fimmtudag, 28. júlí. Báöar þessar sveitir eru ungar aö árum, en hafa á undanförnum mánuöum æft stíft og sótt í sig veörið. Rétt er aö geta þess, aö þetta er eitt síöasta tækifæriö til aö sjá þá fyrrnefndu á tónleikum í bráö því trommuleikari sveitarinnar hverfur af landi í ágúst. Hins vegar sagöi umboösmaöur sveitarinnar, aö stefnt væri aö því aö taka upp þráöinn aö nýju í haust og keyra á fullu. Eftir aö hafa rætt fram og til baka um hefti af lestrarkennslu- bókinni eins og sönnu, Gagn og gaman, og beöiö í drjúga stund eftir hinum viötalsaöilanum, Sig- uröi Bjólu, snerust umræöurnar um dvöl Valgeirs í Bandaríkjunum, en þaöan er hann nýlega kominn eftir nokkurra vikna dvöl, þar sem hann lagöi m.a. síöustu hönd á nýjustu plötu Stuömanna, Gráa fiöringinn. En þar kom aö því aö Bjólan lét sjá sig, kortér í tólf — þremur stundarfjóröungum á eftir áætlun (sjálfur var ég kortéri of seinn) og eftir nokkrar myndir í garöinum gátum viö undiö okkur í spjalliö um hina nýju plötu dúósins Jolla og Kóla (Valli og Bjóla). Aö sjálf- sögöu voru þeir félagar inntir eftir því hvenær fyrst hefði verið fariö aö vinna aö þessu verkefni. „Þessi plata er búin aö eiga sér mjög langan aðdraganda. Þaö má eiginlega segja, aö þaö sé hrein tilviljun aö hún kom út núna — svona rétt á undan Stuömanna- plötunni. Jú, þaö gæti veriö aö þær skemmdu eitthvaö hvor fyrir annarri, þar sem svona stutt er á milli þeirra, en þaö veröur bara aö koma í ljós.“ — Hvað kom til að þið fóruð að vinna saman að breiöskífu? „Viö höfum alltaf verið aö dúlla eitthvaö saman — eigum ákaflega gott meö aö vinna hvor meö öör- um. Sjáöu til, þaö var sosum ekk- ert ákveöiö bara einn, tveir og þrír aö gefa þessa plötu út. Þetta bara þróaöist smám saman." — Hvar unnið þiö aö þessu? „Flest ef ekki öll lögin uröu til á Stokkseyri." — Af hverju Stokkseyri? „Ja, viö áttum innangengt ( ágætt hús þar og fórum þangaö tvívegis í 3—4 daga í hvort sinnið til þess aö semja. Þar ríkir mikil kyrrö og friöur og þar er gott næöi til aö vinna.“ — Hvar er platan tekin upp? „Hún er tekin upp á „dauöum tímum“ í Hljóörita. Var þaö fyrir velvild Jónasar R. aö viö gátum veriö þar þegar ekkert var um aö vera. Viö tókum fyrst upp nokkur lög, en síöan leiö heilt ár áöur en viö tókum til höndunum á ný. Þá höföum viö samiö fullt af nýjum lögum og ætli meginparturinn af eldri lögunum hafi ekki fengiö aö fjúka. Viö erum meö eitt eöa tvö lög af þeim eldri á Upp og niöur. Ef þessi plata heföi ekki komiö út heföu líkast til fleiri laga okkar endaö á plötu Stuömanna, sem er aö koma út. Þar er reyndar eitt lag okkar, Blindfullur." — Hvernig plata er Upp og niður að ykkar mati, þ.e. yfirbragð hennar? „Er þetta ekki jákvæð bjartsýn- isplata," sagöi Valgeir meö spurn- ingarsvip. Þeim félögum bar síöan saman um aö ekki væri rétt aö falla frá þeirri niöurstööu, en bættu því jafnframt við, aö þetta væri líkast til eitthvert áreynslu- minnsta og þá jafnframt skemmti- legasta verkefniö, sem þeir heföu nokkru sinni unniö aö. „Viö nutum aöstoöar hinna hæf- ustu manna og þaö var góöur mór- all í kringum allt verkiö. Menn komu jafnvel bara viö fyrir tilviljun og voru teknir upp um leið. Þetta var allt svona dálítiö „happening“- kennt.“ — En af hverju þetta nafn, Jolli & Kóla? „Já, þú segir nokkuö. Ég veit þaö bara ekki,“ sagöi Valgeir. „Jú, gott ef viö merktum ekki fyrstu spóluna á þennan hátt. Nafniö festist síöan smám saman viö verkefniö." — Nú eruð þið með auglýs- ingar, aem minna mjög á auglýs- ingar þess eðla danska kóla- drykks, Jolly Kola, sem eitt sinn var framleiddur hér á landi. Hefur þetta ekki valdiö neinum árekstr- um? „Nei, þetta var ailt gert í sam- vinnu og meö vitund Sanitas,“ sögöu þeir kumpánar brosandi. Við geröum smáhlé á spjallinu á meðan dreypt var á kaffinu og flugvélagottiö maulað af krafti á meðan birgöir entust. Reyndar hafði ég á tilfinningunni, aö ég væri sá eini sem legöi mig veru- lega fram í þeim efnum. Siguröur Bjóla rauf þögnina. „Annars er platan á undanhaldi almennt séö. Plötur voru ekkert svo mjög dýrar hérna áöur fyrr, en nú eru þær t.d. dýrari en algeng- asta viömiöunin; flaska af brenni- víni.“ Greinilegt er aö Siguröur er yfirleitt ekkert allt of bjartsýnn á „bransann“ af oröum hans aö dæma. — Ætlið þið að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi af ein- hverju tagi? „Þaö er erfitt fyrir okkur aö fylgja henni eftir sem skyldi. Ég er t.d. aö fara í vikutúr meö Eddunni og síöan á fulla ferö með Stuð- mönnum,“ sagöi Valgeir, sem varö fyrri til svars eins og oftast. „Þó svo viö vildum fylgja plötunni eftir hvar á þá aö spila og fyrir hverja? Aösókn aö tónleikum viröist ekki hafa veriö þaö góö hér undanfariö, aö ástæöa sé til þess aö efna til víötæks tónleikahalds. Þetta helst bara í hendur; komi ekkert fólk veröa engir tónleikar." — Þið hafið ekkert verið hræddir við kreppuhjalið í öllum þessa dagana er þiö ákváöuö aö ráöast í að gefa þessa plötu út? „Þaö þýöir bara ekkert. Þetta er bara eins og listmálarinn, sem málar og málar án þess aö vita hvort hann getur selt nokkra mynd. Þetta er reyndar dýr og flókinn „prósess”, en þegar á ann- aö borö er fariö af staö veröur bara aö halda sínu striki.“ Lögin af plötunni renna áfram í bakgrunninum, hvert á fætur ööru og allt viröist meö felldu uns Val- geir sperrir eyrun og segir: „Hvaö, var þetta mixaö aftur eft- ir aö ég fór út?“ „Já, blessaöur vertu,“ svaraöi Bjóla. „Þetta var ekkert nema bassatromman." — Hver stýrði upptökunum og mixinu? „Þaö var aöallega Bjóla,“ svar- aöi Valgeir og bætti svo brosandi viö: „Ég tók upp bassatrommuna.“ „Varstu búinn aö segja hon- um ... “ „Já, þaö var dáldiö gott þarna á Stokkseyri,“ segir Valgeir. „Viö vorum einmitt í miöjum klíöum meö eitt lagiö en vantaöi texta viö þaö. Helduröu aö fljúgi ekki Sí- korskí-þyrla beint yfir húsiö. Þar meö var kveikjan komin. Lagið heitir Síkorskí.“ Eins og gefur aö skilja eru þaö aöallega Stuömenn og Þursar, svo og Spilverksmenn, sem aöstoöa viö gerö plötunnar Upp og niöur. Auk félaganna tveggja, Valgeirs og Bjólu, sem viö skulum bara nefna Jolla og Kóla, eiga þeir Björgvin Gislason og Ásgeir Óskarsson sór- staklega stóran þátt aö máli. Auk þeirra má nefna Björn Thorodd- sen, Hjört Howser, Egil Ólafsson, Eggert Þorleifsson (Dúdda rótara), Jakob Magnússon, Gylfa Krist- insson, Þórö Árnason, Tómas Kúnstin sú aö kunna til verka — leiðrétting vegna fréttar á Járnsíðunni Þau leiðu mistök uröu á Járnsíöunni sl. sunnudag, að farið var örfáum orðum um tónleika hljómsveitarinnar Vál, sem nýlega hefur hafiö störf. í sjálfu sér væri ekkert viö þaö aö athuga ef hljómsveitin hefði komið fram við umrætt tækifæri í veitingahúsinu Safari. Ætla heföi mátt af lestri greinar- innar, aö umsjónarmaöur Járnsíö- unnar heföi veriö á staðnum viö þetta tækifæri. Svo var þó ekki, heldur voru þau fátæklegu um- mæli, er birt voru í blaðinu, höfö eftir tíöindamanni síöunnar. Til stóö aö Vá! léki í Safari um- rætt kvöld. Höföu hljómsveitar- meölimir sjálfir meira að segja orö á því viö umsjónarmann Járnsíö- unnar nokkrum dögum áöur. Ekk- ert varö hins vegar af því og kom önnur sveit fram í hennar staö. Þetta mun ekki í eina sinniö, sem Vá! hefur átt aö troöa upp í Safari því hijómsveitin var auglýst þar sunnudagskvöldiö 10. júlí. Kom þá heldur ekki fram, aö því er best veröur séö. Umsjónarmaöur Járnasíöunnar var ekki í Safari þetta kvöld, enda fór hann ekki mörgum oröum um leik sveitar, sem hann aldrei sá. Tíöindamaöur síöunnar var hins vegar á staönum. Hann þekkti hvorki meölimi Vá! nó þeirrar sveitar, sem fram kom í hennar staö, í sjón og stóö því allan tím- ann í þeirri bjargföstu trú aö hór væri á ferö hinn margumrædda sveit. Þetta er því skýringin á þeim leiöa misskilningi, sem varö Þjóö- viljanum tilefni til þriggja dálka fréttar á baksíöu blaösins sl. miö- vikudag. í sjálfu sér er ekki hægt aö amast viö því þótt blaöamenn hendi gaman aö víxlsporum kolleganna á hinum blööunum. SM'kt hefur veriö stundaö um all- langt skeiö og kippa sér fáir oröiö upp viö hnútuköst af misjafnlega merku tilefni. Hins vegar þykir undirrituöum öllu verra þegar blaöamenn nota tækifæriö í slíkum tilvikum til þess að ata aöra fjölmiöla auri. Treg- lega veröur séö hverju máli þaö skiptir þótt hann hafi unniö á Dagblaöinu á meöan þaö var og hét. Væri Þjóöviljinn vafalítiö betur settur ef fleiri af blaöamönnum hans heföu einhvern tímann „lært til verka“, svo notaö só orötak blaöamannsins, sem greinina rit- aöi. Þá þyrfti ekki aö velta sér upp úr mannlegum mistökum blaöa- manna keppinautanna til þess aö fylla síöur blaösins. Blaöamanni Þjóöviljans til glöggvunar skal þess getið svona í framhjáhlaupi í lokin, að undirrit- aöur „læröi til verka“ á Tímanum í öndveröu. Sigurður Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.