Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 Elín J. Jónsdóttir skrifar frá Vestur-Þýskalandi: Skógarnir deyja Mengun í lofti, á láði og legi Á skiltinu stendur: „Ásökun barrtrésl Ég dó af mengun!“ Þjóðverjar bera alveg sérstakar tilfinningar til skóganna sinna. Ég býst ekki við, að aðfluttur íbúi skóglauss lands eins og ég, geti nokkurn tíma skilið það til fulls. Oftar en einu sinni hefur verið litið á mig stórum spurnaraugum, þegar ég hef lýst landinu mínu: „Er hægt að lifa í landi, þar sem engir skóg- ar eru?“ Ef til vill er þess ekki langt að bíða að þeir fái að reyna það sjálfir, hvort það er hægt; svo uggvænlegur er skógardauðinn í Þýzkalandi orðinn. En er að því kemur, að Þýzkaland verður skóg- laust land, vantar samt ýmis skil- yrði, sem eru (og vonandi verða) fvrir hendi á Islandi, svo sem hreina, tæra loftið. — Það er sár- grætilegt til þess að hugsa að „súra“ regnið er um það bil að gjöreyða mestum hluta skóga þessa fallega, skógivaxna lands. Fyrst eru það barrtrén, sem verða sýkingunni að bráð — á sumum svæðum er allt að þriðjungur trjánna sýktur. Lauftrén, sem hafa meira mótstöðuafl vegna hinnar árlegu endurnýjunar laufsins, sýkj- ast nú einnig unnvörpum. Tjónið f trjávinnsluiðnaðinum er gífurlegt, en raunverulegust er þó hnignun náttúrunnar. Ymsir vísindamenn halda því fram í fullri alvöru, að með dauöa skógartrjánna verði engin lífsskilyrði fyrir mannfólkið lengur fyrir hendi. Mengun er að vísu ekki nýtt fyrirbæri og þaðan af síður sér- þýzkt, en það er ekki fyrr en á síðustu árum, að menn fóru að gefa þessum málum verulegan gaum. Vera má að það sé þegar orðið of seint að grípa til að- gerða, sem geta komið náttúr- unni í jafnvægi aftur. Auk þess virðist erfitt að fá nauðsynlegum lagasetningum framgengt, þar sem hagsmunir einstakra, áhrifaríkra hópa stangast á. Aðalorsök þess, að svo margir þættir lífríkisins eru í svo bráðri hættu, er hið áðurnefnda svo- kallaða „súra“ regn. Loftið er mettað ýmsum efnum frá iðnað- inum, sem koma niður með rign- ingunni og sýkja þannig jörðina og vötnin. Það er ömurlegt að sjá áhrifin á náttúruna. í vötnum ríkir mikill súrefnisskortur, þannig að allt líf í þeim fjarar út smátt og smátt. Vatnajurtir veslast upp, en í staðinn leggst slímug leðja á botninn. Fiskarn- ir fá litla næringu og enn minna súrefni, svo að það er ekkert einsdæmi, að stöðuvötn, sem áð- ur iðuðu af lífi, séu steindauð í orðsins fyllstu merkingu. Aðalskaðvaldurinn er kola- díoxíð eða brennisteinsdíoxíð, sem myndast að mjög miklu leyti við vinnslu kola í kolaraf- verum. í Þýzkalandi er mikið af kolum í jörðu, og skiljanlega er reynt að nota þessar auðlindir landsins og spara með því dýr- keypta olíu. Þriðji möguleikinn er svo að framleiða rafmagn með kjarnorku, en það er um leið um- deildasta aðferðin. Kjarnorku- verin eru hreinlegustu rafver, sem til eru. Frá þeim koma eng- in efni, sem valda tjóni á náttúr- unni. En vandamálin í sambandi við þau eru í fyrsta lagi, hversu varhugaverð þau eru og í öðru lagi, hvað gera á við úrganginn. Eitt smáslys í kjarnorkuveri get- ur valdið ófyrirsjáanlegu tjóni á heilsu manna, því að geisla- virknin er það versta, sem menn þekkja hingað til. Og hvað er hægt að gera við úrganginn, sem heldur geislavirkninni i áratugi, jafnvel aldir? En það er fleira, sem veldur en kolabrennslan í rafverunum. Bensínbrennsla bílanna á ekki svo lítinn þátt í mengun loftsins svo og kola- og olíubrennsla til húshitunar og í iðnaðarfyrir- tækjum. Ekki má gleyma efna- verksmiðjunum í þessu sam- bandi, sem spúa hættulegustu efnunum í loftið, þótt magnið sé tiltölulega lítið miðað við áður- nefndar orsakir. Það er alveg ógerlegt að gera sér grein fyrir því magni skaðlegra efna, sem steypist yfir Sambandslýðveldið Þýzkaland á einu ári, en það er talið vera um 18 milljón tonn! (Sambandslýðveldið er um 251.000 kmz að flatarmáli). Þeg- ar maður sér slíkar tölur, undr- ast maður, að hægt sé að draga að sér andann án þess að detta niður dauður á stundinni — og okkur finnst loftið m.a.s. svo ágætt stundum! En í alvöru tal- að, þá eru t.d. fjölmargir læknar og vísindamenn í Ruhr-héraðinu fullvissir um það, að hina miklu fjölgun sjúkdóma í öndunarfær- um og lungum, hjartasjúkdóma og kransæðastíflu á þessu svæði megi rekja beint til síaukinnar mengunar loftsins. Nú má ekki skilja skrif mín svo, að yfirvöld hafi alveg verið sofandi gagnvart þessu vanda- máli. Á síðustu árum hafa ýmis lög gengið í gildi, sem skuld- binda iðnaðarfyrirtæki til að setja upp alls konar siur o.þ.h. til að minnka magn þeirra efna, sem annars færu út í loftið í gegnum reykháfana. Einkum hafa efnaverksmiðjur orðið að lúta ströngum reglugerðum og liggja þungar sektir við, ef þeim er ekki framfylgt. Blýmagn í bílabensíni hefur verið minnkað mikið, og nú er talað um, að nota algerlega blýlaust bensín. Samt sem áður getur enginn vafi leikið á því, að hinir ábyrgu rönkuðu alltof seint við sér, svo að nauð- synlegar ráðstafanir voru of seint á ferðinni og mjög svo ófullnægjandi þar að auki. Það er nú þannig í pólitíkinni sem öðru; menn karpa svo lengi um hlutina — eru aldrei alveg sam- mála og þannig dragast aðkall- andi mál óþarflega á langinn. Úr því að ég minnist á pólitík í þessu sambandi, þá væri ekki úr vegi að minnast á, að við megum þakka „græningjunum" það, að loks var farið að gefa umhverf- isvandamálum og mengun verð- skuldaðan gaum á sínum tíma. Upphaflega var hér aðeins um hópa áhyggjufullra borgara að ræða, sem létu umhverfismál til sín taka. Smátt og smátt mynd- uðu þessir hópar með sér sam- tök, sem síðar urðu að stjórn- málaflokki. Ný lög og nýjar reglugerðir eiga að koma f veg fyrir frekara tjón. Enn er þörf fyrir strangara eftirlit og reglur, en stóriðnaður- inn — og þá sérstaklega raforku- verin — streitast á móti vegna of mikils kostnaðar. Þröngsýnin er oft svo mikil, að þessir mekt- armenn gera sér ekki grein fyrir því, að ef ekki verður gripið til gagngerra ráðstafana, greiðum við það öll háu verði; með heilsu- tjóni og tortímdri náttúru. Jafnvel þótt allar nauðsynleg- ar lagasetningar næðu fram að ganga, er málið síður en svo leyst með því. Af þeim 18 millj- ónum tonna skaðlegra efna, sem hríslast yfir Þýzkaland árlega, er aðeins helmingurinn „heima- tilbúinn" — hinn helmingurinn berst með vindum og veðri frá nágrannalöndunum. Því er brýn þörf á samstarfi landanna, en því miður vill verða misbrestur á því. Jafnvel innan Efnahags- bandalags Evrópu er samkomu- lag ekki í augsýn. Draumurinn um sameinaða Evrópu ætlar seint að rætast. Þótt æ fleiri þjóðir sæki um inngöngu í bandalagið, þá eru það alltaf þjóðarhagsmunir sem ráða þeg- ar til kastanna kemur. í sam- bandi við mengunina ríkir af- skaplega mikið skilningsleysi sumra laganna á alvöru málsins. Vegna staðsetningar sinnar í Evrópu er Þýzkaland mjög háð samstarfi landanna i kring. Hvað gagnar það t.d. að banna þýzkum verksmiðjum að leiða nema örlítið brot af úrgangsefn- um sínum í Rínarfljót, þegar engar — eða mun færri — slíkar reglugerðir eru til í Frakklandi, og þar verður fljótið að hrein- asta díki, áður en það hefur rennsli sitt í gegnum Þýzkaland? Sömu söguna er að segja um fljótin, sem renna í gegnum Þýzkaland frá austri: í Austur- Þýzkalandi eru engin takmörk fyrir því sett, sem pumpa má í árnar, enda eru þær eftir því mengaðar. Eins og ég sagði í byrjun, bera Þjóðverjar alveg sérstakar til- finningar til skóganna sinna. í skógunum bjuggu allar furðu- verur þjóðsagnanna á tímum hjátrúar og fáfræði; ótalin eru þau ljóð, sem hafa verið ort um skógana. Enn er hægt að ganga sér til hressingar og skemmtun- ar í skógunum, og auga leik- mannsins sér ekki svo glöggt, hvernig tönn eyðileggingarinnar sverfur að þeim. En kannski má brátt byrja nútímaævintýri á þessa leið: „Einu sinni var landið okkar skógi vaxið. Þá var líka hægt að baða sig í öllum ám og vötnum, og enginn varð neitt veikur af því. Þá lifðu margir, margir fiskar og aðrar lífverur í vötnunum. Fiskana mátti veiða og þeir voru hollur og góður matur..." Sumarbúðir að Hólum í Hjaltadal BÆNDASKÓLINN og þjóðkirkjan samslilltu krafta sína nú í vor og settu á stofn sumarbúðir fyrir börn og unglinga. Ákveðið var að bjóða upp á tvö tímabil, a.v. fyrir unglinga á aldrinum 12—14 ára og h.v. fyrir börn á aldrinum 9—11 ára. Ungl- ingarnir dvöldu á Hólum dagana 3.—10. júní og börnin 4.—9. júlí. Vegna mikillar aðsóknar var ákveðið að bæta einu tímabili við, fyrir börn (9—11 ára), og var sá hópur á Hólum 11.—16. júlí. Milli 30 og 40 börn voru í hverjum hópi. Dagskrá búðanna var miðuð við það að þroska einstaklinginn andlega og líkamlega. Blandað var saman íþróttum, leikjum, starfi og helgistundum. Viðfangs- efnin voru mjög fjölbreytt: kennslusund, leiksund, fjallganga upp í Gvendarskál, farið var á hestbak og leiðbeint var í þeim efnum, skógrækt, tiltekt á her- bergjum, nefndarstörf vegna kvöldvöku og kvöldvökuhald, helgistundir og skipulagðir frjálsir tímar við siglingar og fl. Laxeldistöðin, minkabúið og hesthúsið voru skoðuð og kunn- ugir sögðu frá. Sögu Hólastaðir var einnig gerð ítarleg skil. Leiðbeinendur voru: Karl Lúð- víksson, íþróttakennari frá Skagaströnd, Jón Bjarnason, skólastjóri Bændaskólans, Sr. Hjálmar Jónsson, Sauðárkróki og staðarprestur, sr. Sighvatur Birgir Emilsson. Aðrir prestar úr Skagafjarðarprófastsdæmi heim- sóttu hópana og dvöldu með þeim. Að sögn Karls Lúðvíkssonar, sumarbúðarstjóra, eru allar að- stæður á Hólum mjög góðar til sumarbúðarstarfs og er fyrirhug- að að starfrækja sumarbúðirnar með svipuðu sniði næsta sumar. Þess má geta að síðustu, að þátt- takendum, úr hópi barna og ungl- inga líkaði mjög vel og þvi til staðfestingar endar þessi frétt á sumarbúðarsöngnum, sem sam- inn var af börnum í einum hópn- um: „Á Hólum í Hjaltadal unum vér oss íþróttir stundum og förum á hross Sundlaugin gefur oss svalandi koss og svo er maturinn algjört hnoss." Þórsteinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.