Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983
25
fWtrgim Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið.
Skólar — heimili
— atvinnulíf
Ragnhildur Helgadóttir,
menntamálaráðherra, hefur
skipað tvær nefndir til að gera
tillögur um tengsl skóla og
fræðslukerfis við aðra þjóðlífs-
þætti. Hin fyrri fjalli um tengsl
milli skóla og atvinnulífs; sú síð-
ari um samskipti skóla og fjöl-
skyldna.
Það er mjög mikilvægt að
þróa skólamenntun þann veg, að
hún búi nemendur betur undir
hvers konar þátttöku í marg-
slungnu atvinnulífi nútíma
þjóðfélags. Það er því að vonum
að erindisbréf þeirrar nefndar,
sem vinna á að nánari tengslum
skóla og atvinnulífs, mælir fyrir
um könnun á því, hvern veg bein
þátttaka í atvinnugreinum geti
orðið hluti náms, og hvort skól-
inn geti miðlað atvinnuvegum
fræðslu með beinni hætti en nú
er.
Vegna örrar þróunar og stöð-
ugra breytinga í þjóðarbúskapn-
um er nauðsynlegt, að viðvar-
andi endurskoðun fari fram á
spám um þörf einstakra at-
vinnugreina fyrir vinnuafl í
fyrirsjáanlegri framtíð. Nem-
endur þurfa og að eiga greiðari
aðgang að upplýsingum um at-
vinnuhorfur í þeim greinum,
sem þeir hyggjast stunda nám í.
Finna þarf verulega betri farveg
upplýsinga milli atvinnuvega og
skóla.
Mikill fjöldi ungs fólks leitar
nýrra starfa í þjóðlífinu á næstu
árum. Vélvæðing og tækniþróun
hefðbundinna atvinnuvega mun
hinsvegar leiða til vaxandi
framleiðni þeirra með færri
starfsmönnum. Þar af leiðir að
skjóta verður nýjum stoðum
undir atvinnu, lífskjör og efna-
hag landsmanna. Það er kjarna-
atriði á leið þjóðarinnar upp úr
öldudalnum að byggja upp arð-
bært og fjölþættara atvinnulíf.
Þar þarf að treysta á innlenda
þekkingu, verklega og bóklega,
sem og vaxandi rannsóknir í
þágu atvinnuvega. Skólarnir
þurfa að búa nemendur sína
undir slík verkefni.
Það er nánast orðin viðvar-
andi regla að báðir foreldrar
stundi vinnu utan heimilis.
Þessu veldur allt í senn: þörf at-
vinnuveganna fyrir vinnuafl,
tekjuþörf heimila vegna hækk-
andi framfærslukostnaðar og
vaxandi hlutur kvenna í at-
vinnu- og félagsstarfi. Fámenn
þjóð hefur ríkulega þörf fyrir
starfskrafta allra þegna sinna,
þegar rétt miðar í framvindu
þjóðarbúskapar.
Þessi þróun veldur því að upp-
eldi barna og unglinga hefur að
hluta til færzt frá heimilum til
skóla, samhliða almennu
fræðslustarfi. Þar af leiðir að
efla þarf tengsl fjölskyldna og
skóla, frá því sem verið hefur, og
samræma betur vinnutíma for-
eldra og skólabarna.
„Hvað er unnt að gera í skóla-
starfi til að styrkja samband
barna og foreldra og þar með
stuðla að samheldni fjöl-
skyldna?" Þetta er ein af þeim
spurningum, sem vinnuhópur
um tengsl fjölskyldu og skóla á
að leita svara við.
Þær nefndir, sem hér um ræð-
ir, sinna mikilvægum störfum,
og vonandi tekst þeim að skila
ábendingum, sem auðvelda
göngu til góðs götuna fram eftir
veg; að búa skólafólk undir heil-
brigt líf, persónulega velferð og
óhjákvæmilega þátttöku í þjóð-
félagi nútímans.
Konur
og stjórnmál
átttaka kvenna í stjórnmál-
um — sveitarstjórnarmál-
um og þjóðmálum — hefur farið
vaxandi. Enn skortir þó töluvert
á að hlutur þeirra á þessum
vettvangi sé sá sem hann er í
nágrannalöndum, að ekki sé tal-
að um samsvarandi hlut og
karla. Þennan mun verða konur
að vinna upp innan stjórnmála-
flokkanna. Kjósendur eiga að
velja á milli einstaklinga, flokka
og stjórnmálakenninga eftir
pólitískri sannfæringu sinni,
ekki kynferði frambjóðenda.
Margrét S. Einarsdóttir, frá-
farandi formaður Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna og ný-
kjörinn formaður Sjúkraliðafé-
lags íslands, sagði í viðtali við
Morgunblaðið sl. miðvikudag:
„Konur hafa gert kröfur um
raunverulegt jafnrétti, en á
sama tíma hafa þær ekki haft
sig í frammi sem skyldi. Konur
verða sjálfar að vera tilbúnar til
að nýta sér frelsi einstaklings-
ins og axla ábyrgðina, sem því
fylgir að takast á við ný verk-
efni í þjóðfélaginu. Konur verða
sjálfviljugar að ganga fram
fyrir skjöldu og taka í auknum
mæli að sér stjórnunarstörf í at-
vinnulífinu og á félagslegum
grundvelli. Þær þurfa, eins og
karlar, að berjast fyrir fram-
gangi sínum og til þess hafa þær
bæði menntun og möguleika...
Það þarf dugnað, hæfni og
sterkan vilja til þess að ryðja úr
vegi fordómum og gamalli hefð,
sem rótgróið veldi karla hefur
skapað, jafnt innan stjórnmála-
flokka og úti í þjóðfélaginu.“
Við þessi orð Margrétar S.
Einarsdóttur er því einu að
bæta, að stjórnmálaflokkar, sem
ganga vilja í takt við tímann inn
í farsæla framtíð pólitískra
sjónarmiða sinna, hljóta að gera
hlut kvenna í framboðum og for-
ystumálum meiri hér eftir en
hingað til.
Mezzoforte „in full swing“ á svidinu.
LftHl gutti í skondnum bol
Hrifningin leynir sér ekki i augum kvenþjóðarinnar.
„Fílingurinn" leynir sér ekki i þessari mynd. FriArik
Karlsson í dúndrandi sólói.
Bassinn þaninn. Jóhann Ásmundsson skreyttur der-
húfu.
Eyþór Gunnarsson við óvanalegar aóstæóur. Hljómborðið á bak og burt.
Einbeitnin leynir sér ekki í svip Gunnlaugs Briem að
baki trommusettinu.
Blásið af alefli. Kristinn Svavarsson með tilþrif.
Fengu eitt sinn 6 manns
á tónleika og voru að
hugsa um að hætta
Grein og myndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson
„Þetta er búið að vera ágaett,
sums staðar hefur þetta verið stór-
kostlegt," sögðu félagarnir í Mezzo-
forte er ég hitti þá að máli í Leather-
hcad. „Við héldum meiriháttar tón-
leika í Croydon. Þar mættu 1.200
manns á staðinn og þar var mikið
fjör. Þar var m.a. blaðamaður frá
tímaritinu Black Echo og við fengum
góða dóma fyrir konsertinn í því
blaði.
Daginn eftir lékum við í
Bournemouth og þar voru fullir
fslendingar til stakra leiðinda.
Stóðu við sviðið og voru með læti
og frammíköll. Þaðan fórum við
til Chippenham, slakir tónleikar
þar, og síðan lékum við í South-
ampton. Það voru fínir tónleikar
,mikið fjör og góðar undirtektir."
Ferðalagið hélt áfram og í
Tunbridge Wells mættu 7—800
manns á tónleika Mezzoforte. Var
þar fullt út úr dyrum og urðu
margir að standa. Sömuleiðis fékk
sveitin fínar móttökur í Margate,
en bærinn þótti draugalegur. Það-
an var haldið til Lincoln og síðan
Ipswich, þar sem fimmmenning-
arnir kíktu m.a. á landbúnaðar-
sýningu.
Tónleikarnir í Sussex, sem voru
næstir á dagskránni, þóttu góðir,
en síðan kom fyrsti og eini
„bömmerinn". Það var í Bristol,
þar sem aðeins 50 manns voru
mættir í einhverjum bjórkjallara.
Þrátt fyrir fámennið voru góðar
undirtektir. í Swansea var hins
vegar rækilega bætt upp fyrir
deyfðina. Leikið var í háskólanum
í borginni og sama dag og tónleik-
arnir fóru fram var útskriftardag-
ur. Þar var mikið fjör og mikil
stemmning.
Hér á eftir fer síðan langt viðtal,
sem tekið var við strákana í Glas-
gow nokkru áður.
„Þetta hefur gengið svona upp
og ofan og það hefur verið mis-
jafnt hversu margir hafa mætt á
tónleika. Það kann kannski að
hljóma undarlega, en undirtekt-
irnar hafa alla jafna verið betri
því færri sem mætt hafa,“ sögðu
strákarnir í Mezzoforte er blaða-
maður Morgunblaðsins spjallaði
við þá í Glasgow á meðan tón-
leikaferð þeirra um Bretlandseyj-
ar stóð yfir.
Sátu strákarnir í sendiferðabíl
er gegndi því hlutverki að koma
hljómsveitinni á milli staða dag
hvern. Þetta var engin lúxuskerra,
skyldi einhverjum hafa dottið í
hug að vagninn væri búinn öllum
þægindum, svo sem hljómflutn-
ingstækjum, myndbandi og öðru
viðlíka, eins og stórar hljómsveitir
myndu líklegast notast við á
ferðalögum sínum. Þessi bfll var
búinn rétt nægilega mörgum sæt-
um til að allir í hljómsveitinni
kæmust fyrir.
Þegar spjall þetta fór fram sátu
strákarnir í kringum litla borð-
plötu, þar sem allt úði og grúði af
kassettum, tómum kókdósum og
öðru smádrasli. Sjálfur var bilinn
grænmálaður, beyglaður hér og
þar, og litað gler huldi þá félaga
forvitnum augum. Ætli lag ómars
Ragnarssonar „Þrjú hjól undir
bílnum ...“ hæfði ekki best lýsing-
unni á þessum Mezzoforte-far-
kosti. í honum lögðu strákarnir
þúsundir og aftur þúsundir kíló-
metra að baki um heiðar og dali
Bretlandseyja.
„Það er einhver blaðamaður frá
Mogganum búinn að elta okkur á
röndum og gera okkur lífið leitt,"
sagði Friðrik Karlsson í gaman-
sömum tón aðspurður um hvort
fjölmiðlar hefðu sýnt þessu ferða-
lagi þeirra einhvern áhuga. Rétt í
þessu jarmaði Eyþór Gunnarsson
ámátlega, en þetta var eitt allra
vinsælasta hljóðið sem hann
framkallaði á ferðalaginu, a.m.k.
innan hópsins. „Jú, það var eitt
blað í Aberdeen, sem tók okkur
tali og síðan var einhver þýsk
stelpa að taka af okkur myndir
eftir tónleikana í Bailey’s í Wat-
ford, var að mynda fyrir nokkur
blöð í V-Þýskalandi,“ sagði Jó-
hann Ásmundsson og blandaði sér
í spjallið. Hann hafði annars alla
jafna orð fyrir þeim félögum.
„Nei, þetta hefur annars gengið
vonum framar. Það hafa reyndar
komið upp smávægilegar bilanir,"
sagði Gunnlaugur Briem, „en það
er ekki óeðlilegt því við erum með
svo mikið af nýjum græjum.
Strákarnir, sem vinna með okkur,
kunna ekki ennþá almennilega á
þetta allt saman, en þetta er allt
að smella saman. Það er verst með
ljósin. Rafmagns„systemið“ hérna
í Englandi er svo skrýtið, að við
höfum ekki getað notað nema
hluta af þeim ljósum, sem við höf-
um leigt okkur. Veistu hvað þetta
er mikið af græjum?" spurði
Gunnlaugur. „Sex tonn skal ég
segja þér, sex tonn,“ bætti hann
við dreyminn.
„Við höfum aldrei átt svona
mikið af góðum tækjum áður,“
sagði Jóhann, „enda búið að kaupa
fyrir sex stafa tölur a.m.k. í ís-
lenskum krónum." „Þetta er því
lífstíðareign," skaut Eyþór inn í.
„Þetta eru mjög góð tæki, sem bú-
ið er að kaupa." Kristinn Svavars-
son tók nú við. „Toppmerki í öllu,
það besta sem til er.“
„Sem dæmi um það hversu góð
tæki við erum komnir með má t.d.
nefna, að strákarnir, sem hafa
verið að leika með okkur, írska
hljómsveitin Tokyo Olympics, eru
bara með lánsdrasl. Gítarleikar-
inn þeirra er t.d. með eftirlíkingu
af gítarmagnaranum, sem ég
nota,“ sagði Friðrik. „Það er gam-
an að vera í þessari stöðu nú,“
bætti Gunnlaugur inn í. „Við höf-
um átt okkar erfiðu tíma heima á
íslandi og þurft að fá lánuð tæki
hér og þar.“ „Við spiluðum nú líka
svo sjaldan," sagði Eyþór. „Veistu,
að við höfum fengið sex manns á
tónleika heirna," sagði Friðrik og
kfmdi.
— Situr sú minning kannski enn-
þá í ykkur?
„Nei, nei, þessir tónleikar sitja
ekkert í okkur." Jóhann er fyrstur
til að svara. „Málin stóðu bara
þannig á tímabili að við vorum al-
varlega að spá í að hætta áður en
þessi Englandsferð varð að raun-
veruleika. Hætta að spila opinber-
lega, þar sem ekki var grundvöllur
fyrir slíku. Við vorum búnir að
gefa út plötu, sem seldist í þrjú
þúsund eintökum og við vorum
búnir að spila hingað og þangað
um landið, en aldrei var nein sér-
stök stemmning. Það virtist aldrei
neinn sérstakur „fílingur" fyrir
þessu ... en svo eftir að við „meik-
uðum“ það þá varð hljómsveitin
helmingi betri í allra augum."
„Þá kom snobbið upp,“ skaut
Eyþór inn í. „Hinir og þessir fóru
að hringja í okkur, sumir meira að
segja til þess að biðja um góðgerð-
artónleika. Þetta kom okkur væg-
ast sagt undarlega fyrir sjónir.
Við vorum búnir að vera að reyna
að bjóða fólki upp á almennilega
tónlist, okkar tónlist, í fjögur ár!“
Það færðist skyndilega ró yfir
mannskapinn eftir þessi ummæli.
Engu líkara en strákarnir væru
búnir að koma einhverju frá sér,
sem hvílt hafði á þeim. Ég breytti
um umræðuefni og spurði þá
hvernig þeir höguðu tíma sínum á
meðan þeir væru á ferðalagi.
„Þetta er mikið til það sama,“
svaraði Kristinn. „Það er „sánd-
tékk“, spilamennska, akstur ...“
„Það fer mikið eftir hótelunum
hvernig okkur líður. Hótelið, sem
við fórum t.d. á hér í Glasgow lítur
vel út, a.m.k. í bæklingnum; sund-
laug, tennisvöllur og barinn opinn
alla nóttina ...“ bætti Gulli við
brosandi. „Þetta var „off the re-
cord“ var það ekki?“
Úr því minnst var á barinn á
hótelinu sakar kannski ekki að
geta þess, að strákarnir í Mezzo-
forte hafa vakið athygli fyrir
reglusemi sína.
„Þetta gengur oftast þannig
fyrir sig, að við komum á staðinn,
tækin eru sett upp, síðan er smá-
bið eftir tónleikunum sjálfum, þá
beint í háttinn og upp næsta
morgun," sagði Jóhann. „Þetta
hefur verið sérstaklega erfitt
hérna í Skotlandi, þar sem við höf-
um orðið að keyra langar vega-
lengdir dag hvern."
„Paul Bolton, sem er „tour man-
ager“ hjá okkur, hefur verið frá-
bær,“ skaut Friðrik inn í. „Fínn
náungi og allt þetta fólk, sem hef-
ur unnið með okkur er góður
mannskapur. Paul hefur verið með
margar hljómsveitir, m.a. Shaka-
tak. Hann hefur því gert mikið
grín að okkur og tónlistinni, sem
við spilum. Sagt hana vera hund-
lélega. Hann er „kántrí-frík“ ...
alveg laglaus ... en.við höfum oft
staðið hann að því að raula lögin
okkar fyrir munni sér, hreint
óafvitandi."
— Er ekkert erfitt að vera vera
fjarri heimahögum og fjölskyldunum
í svona langan tíma í einu?
„Það er slæmt, dálítið erfitt,"
svaraði Eyþór og hinir voru fljótir
að taka undir. „Það er sama hvað
má segja um ísland og veðurfarið
þar, maður saknar þess alltaf."
„Maður saknar þess að sjá ekki
fjöllin," sagði Kristinn. Jóhann
stakk sér inn í umræðurnar á ný:
„Ef þetta ævintýri gengur vel og
við getum haft einhverjar tekjur
upp úr þessu getum við kannski
spilað í 2—3 mánuði á ári og tekið
upp plötur þess á milli og sinnt
öðrum tilfallandi verkefnum. Með
því gætum við verið 4—5 mánuði á
Islandi."
— Hvaða aðili er það, sem sér um
skipulagningu á öllu þessu tónleika-
stússi?
„Það er heilt fyrirtæki, Con-
corde, sem sér um þetta allt sam-
an. Steinar Berg sér um að ganga
frá plötusamningum, sérstakt
dreifingarfyrirtæki sér um plötu-
dreifinguna og enn annað um að
koma okkur að í útvarpi. Síðan er-
um við með blaðafulltrúa, sem sér
um að útvega blaða- og útvarps-
viðtöl." Eyþór romsaði þessu öllu
upp úr sér á örskömmum tíma.
„Já, svo er eitt fyrirtæki, sem fylg-
ist með áhuga fólks á hljómsveit-
inni víðs vegar um Bretland. Það
sendir síðan eins konar skoðana-
könnun til diskótekara. Ætli það
séu ekki 60—70 manns, sem
standa beint og óbeint að baki
okkur, þar af 10—12 sem eru í
beinum tengslum við okkur,"
bætti Jóhann við.
— Hvernig er það, er ekki
ofboðslegur kostnaður samfara öllu
þessu umfangi?
„Jú, þessu fylgir mikill kostnað-
ur, en við höfum a.m.k. ekki enn
grætt nein ósköp. Fáum 10 pund
svona annan hvern dag. Það eru
ekki nema rétt sæmileg mánaðar-
laun þegar allt kemur til alls.
Þetta er svo óskaplega dýrt allt
saman í byrjun,“ kveða þeir félag-
ar hver í kapp við annan.
— Svona í lokin, er ekki þreyt-
andi að lifa á svona þeytingi?
„Jú, það er ömulegt,“ svöruðu
strákarnir í kór. „Það hefði líka
þurft að koma þessu betur fyrir í
byrjun, hótelin voru heldur slök
framan af,“ sagði Jóhann. „Þetta
er æðislega þreytandi til lengdar
... rétt eins og að búa í ferða-
tösku. í framtíðinni munum við
ekki fara í svona langa túra, í
hæsta lagi 2—3 vikur í senn. Við
verðum bara að fylgja vinsældun-
um eftir, en enginn enskur popp-
ari leggur slíkt á sig sem þetta
ferðalag okkar.“