Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 ... aö dansa viö hann eins og í þá gömlu góöu daga. TM Rm U.S. Pat. Off — all rights reserved © 1981 Los Angefes Times Syndicate Nei, ég er vissulega ekki á móti þróuninni, en ég ætla mér ekki að verða þræll vélvæðingarinnar! Ég fullvissa þig um að ég hef ekki gefið einum einasta gauk auga! HÖGNI HREKKVÍSI Tilvera huldufólks Páll H. Árnason, Vestra-Þór- laugargerði, Vestmannaeyjum, skrifar. „Velvakandi. í maíhefti „Heima er best" er talsvert rætt um huldufólk og byggðir þess í Halllandsbjörgum gegnt Akureyri og víðar. Einnig er brugðið upp nokkrum kenningum um tilveru þess og hverskonar skynjun það sé, er komi mðnnum í samband við það. Þar er m.a. drepið á þá ályktun, sem dregin er af kenningu dr. Helga Pjeturss, að „Það sem þús- undir milljóna hafi álitið líf í and- aheimi eða goðheimi, sé lífið á öðrum hnöttum." Ég sem þetta rita er mikill aðdáandi dr. Helga, en mér finnst auðvelt að fara út í öfgar með ályktanir af sumum kenningum hans, t.d. þá, að það sé hug.samband við aðra hnetti, er skapi huldufólkskynninguna, í sjón og raun, hér á landi og hér á jörð. Það eru að mér finnst sömu öfgarnar og ég hef rekið mig á hjá fleiri Nýalssinnum, sem halda því fram að sálfarir séu alls ekki per- sónuleg reynsla hlutaðeigandi sál- farenda, heldur aðeins því líkt sem draumasamband við aðra hnetti, eða bara sjónsamband við ein- hvern nærstaddan. Það er þó fjarri mér að álíta að margvísleg bein sambönd geti ekki átt sér stað við aðra hnetti. Og það er jafn fjarri mér að álíta að lífið á jörðunni sé í raun eins einfalt og okkur, sem ekki erum ófresk, sýn- ist. Mismunandi bylgjulengdir him- ingeimsins, — sem útvarpið hefur svo rækilega kynnt okkur; þar sem hver og ein bylgjulengd er sem sjálfstæður persónuleiki, ef svo má að orði komast, og geta jafnvel bent til orða Jesú um margvísleg híbýli í húsi föðurins, — sýna okkur og sanna að margvísleg lífsmynstur geta lifað og dafnað hlið við hlið, og það í eins nánu sambandi og sál okkar og líkami. Jafnvel getur sami líkaminn hýst i einu fleiri en einn anda, og svo segir Biblían. Þó sanna sálfarirnar að sálin, eða andinn, er á annarri bylgju- lengd en líkaminn, — þó bæði sé náin sameining þar á milli og furðu auðveldur aðskilnaður stundum, eins og glögg dæmi eru um, — þar sem sálfarendur fara í gegnum þétt og hörð efni, án þess að finna fyrir mótstöðu. Því spyr ég; Af hverju geta þá ekki verur á þeirri eða þvílíkum bylgjulengd- um búið í því, sem við teljum heilt efni, eins og hólum og klettum. Þannig held ég einmitt að tilveru huldufólksins sé háttað. Og ófreskleiki hinna dulrænu finnst mér líklegast að byggist á því, að hjá þeim sé sálræna bylgjan óvenjulega lausbundin við hina efnislegu bylgjulengd líkamans, og þá geti jafnvel smávægileg at- vik eða hughrif skapað ófresk- isambönd, eða slitið þau. Mér finnst líklegast að hvor aðilanna fyrir sig, er að slíkum samböndum standa, framleiði þau ósjálfrátt, eins og flestar sálfarir gerast, þó að sumir virðist stundum geta stjórnað þeim sjálfir, eins og hlýt- ur að gerast, þegar menn geta sannað nærveru sína í mikilli fjar- lægð, á fyrirfram ákveðnum tíma. Mörgum finnst óskiljanlegt hvemig huldufólk á að geta búið við sömu bjargræðisvegi og við, til lands og sjávar, án þess að við verðum þess vör, meira en raun ber vitni. T.d. sjáum við aldrei sleginn blett af því. En þetta er alveg eðli lífsins samkvæmt. Eru ekki vísindin sammála um það, að ekkert i sköpuninni verði að engu; þó svo virðist, þá sé að- eins um efnisbreytingar að ræða en ekki eyðingu. Það hlýtur að þýða það, að alheimurinn sé eilif- ur og allt þrungið af lífi. Þetta er einmitt fullkomnun Guðshug- myndarinnar, er hin stutta trúar- játning Steingríms túlkar svo vel: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér.“ Og einmitt þetta, að Guðsneistinn er i allri sköpun, gerir það að verkum að hver efnis- ögn hefur líka sína sálrænu bylgjulengd, jafnframt hinni efn- islegu. Og þar með er enginn óleysanlegur hnútur í tilveru huldufólksins hér. Til þessa bendir einnig það, að engin takmörk virðast fyrir fjöl- breytninni í sýnum eða annarri reynslu ófreskra. ..M-SKj***- '*• — ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Rod Stewart Hvernig væri að fá Rod Stewart á listahátíð? R.V. og S.Á.G., Akureyri, skrifa; „Kæri Velvakandi. Okkur langar til að grennslast fyrir um, hvort ekki væri leið til að fá útgefinn bækling með text- um 20 vinsælustu laganna hverju sinni (kæmi t.d. út vikulega). Við vitum, að þetta var gert hér áður fyrr og gafst vel. Og svo langar okkur til að setja fram hugmyndir í sambandi við listahátíðina ’84. Hvernig væri að fá Rod Stewart, sem er alveg geysivinsæll? Það myndi ekki síð- ur verða troðið hjá honum en t.d. Kiss. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna (ef af henni verður).“ Þessir hringdu . . . Lýsti selið sólarbjarmi Hildur Björnsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er með í huganum kvæði, sem ég er búin að hafa mikið fyrir að rifja upp, en ekki tekist. Ég held að kvæðið heiti „Kolfinna" og það byrjar svona: Lýsti selið sólarbjarmi, senn var þornuð dögg á greinum. Kolfinna með kæfðum harmi kveikti eld á hlóðarsteinum. Síðan man ég ekki nema hrafl úr áframhaldinu, en það gæti verið að þetta kvæði væri eftir Gísla frá Eiríksstöðum. Gaman væri ef einhver lesenda þinna gæti hlaupið undir bagga með mér og látið framhaldið í té. Um óskilakisur í Hafnarfirdi Björg P. Tryggvason, Suður- braut 10, Hafnarfirði, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Oft gerist það að fólk leitar til mín með kisur, sem eru í óskil- um og ég geri mitt besta til að koma þeim til síns heima. Stund- um tekst það og stundum ekki. Það hefur verið mikið um þetta nú í sumar og núna er ég t.d. með alveg einstaklega fallega litla læðu, sem er greinilega vel upp alið heimilisdýr, hvar sem hún á heima. Hún er hvít, með sérkennilega röndótt skott; með gulbröndóttan blett á öðru lær- inu og dökkbröndóttan á hinu og kollurinn er í þremur litum, hvítum, svörtum og gulum. Ég bið eigendur læðunnar að hafa samband við mig í síma 51243, svo og aðra sem vita um eða eru með óskilaketti. Þá gengur það oftast hratt og vel að koma þeim í réttar hendur. Stórmót ekki nefnt á nafn Fríður Guðmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að lýsa furðu minni á því að hvergi skuli finn- ast stafkrókur í blöðunum um íþróttamót, sem haldið var í Laugardalnum um helgina, nán- ar til tekið á laugardag, með rúmlega 350 þátttakendum. Þarna var um að ræða meistara- mót í yngri flokkum frjálsíþrótt- amanna. Það var ekkert um þetta í Dagblaðinu í gær (mánu- dag) og ekkert í Morgunblaðinu í dag, en þar var hins vegar getið aukagreina, sem fram fóru á þessu móti fyrir stóru stjörnurn- ar. Þær fengu að hlaupa þarna til að slá met, sem er vissulega allrar umfjöllunar vert, en það réttlætir ekki að sniðganga með öllu aðalmótið, þótt krakkar ættu í hlut. Á mótinu voru sett tvö íslandsmet og auk þess ein jöfnun. Þetta finnst mér svolítið hart gagnvart krökkunum. Týndi gullmeni Hulda Snorradóttir, Selfossi, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Á sunnudaginn brá ég mér til Reykjavíkur og var þá svo óheppin að týna gullháls- meni, sem ég held mikið upp á. Það er með rauðum steini í og gullið í því er ekki alveg slétt, heldur rákað. Ég bið finnanda að gjöra svo vel að hafa samband við mig í síma 99-1966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.