Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 Lfównynd QuAmundur Ragnar Guðmundaaon. • Sigurvegarar í kvennaflokki, frá vinstri: Steinunn Guönadóttir, sem varö í þriðja sæti, Guöný Eiríksdóttir, en hún sigraði í mótinu, Elísabet Jóhannsdóttir, sem varö í ööru sæti, og lengst til hægri er Árni Þór Árnason frá Austurbakka hf. Opna tennismótið: Christian var í sérflokki OPNA Dunlop-mótið í tennis fór fram um helgina í Kópavogi. Keppt var í karla- og kvenna- flokki og voru keppendur alls 40, 32 karlar og 8 konur. í karlaflokki uröu úrslit þau aö Christian Straub sigraöi Kristján Baldursson í úrslitaleik 6—3 og 6—0. í undanúrslitum lék Kristján viö Arnar Arinbjarnarson og vann hann 4—6, 6—4 og 6—4, en Christian lék gegn Klaus Peter og sigraöi auðveldlega 6—0 og 6—1, en þannig enduöu flestir leikir hans og haföi hann mikla yfirburöi á þessu móti. í kvennaflokki sigraöi Guðný Eiríksdóttir Elísabetu Jóhannes- dóttur í úrslitaleik 6—2 og 6—0 og var eins meö hana og Christian aö hún var í nokkrum sérflokki á þessu móti. Þaö vakti athygli á þessu móti hve gott veöur var á meöan þaö fór fram, logn og blíöa, en þaö hef- ur ekki verið of algengt hér sunn- anlands, en aö sögn áhugamanna um tennis þá er alltaf gott veöur þegar tennismót er haldiö hér á landi, en þrátt fyrir þaö veröur næsta mót ekki fyrr en í lok ágúst. — sus. • Þessir kappar sigruöu í karlaflokki, taliö frá vinstri: Claus Peter lenti í 3. sæti, Christian Straub, sem vann, og Kristján Baldursson sem varö annar. Meö þeim á myndinni er Árni Þór Árnason. Nýtt heimsmet TÉKKNESKA hlaupakonan Jarm- ila Kratochilova setti í gær nýtt heimsmet í 800 metra hlaupi í Þýskalandi. Tími hennar var Sumarmót í handknattleik Sumarmót HSÍ í handknattleik veróur haldiö dagana 11. til 14. ágúst í íþróttahúsinu vió Strandgötu í Hafnarfirði og er þaó landsliósnefnd kvenna sem sér um mótiö aó þessu sinni. Keppt veröur í meistaraflokki kvenna og karla og í 2. flokki kvenna. Þátttökutilkynningar þurfa aö berast til Arnþrúðar Karlsdóttur í sima 54716 eða Þóröar Sigurös- sonar í síma 72156 fyrir 3. ágúst. FH Aöalfundur handknattleiksdeild- ar FH veröur haldinn í kvöld í kaffistofu Barkar hf. og hefst hann kl.22, eöa strax aö loknum leik FH og Einherja í 2.deild. 1:53,28, en eldra metiö átti Olisar- enko frá Sovátríkjunum, en þaö setti hún í Moskvu áriö 1980. Körfuknattleiksbannið: Minn qIwqkIdíi i# nf of woi^Aiif Mifijuy divdricy |i ci di veruur — segir Einar Bollason, þjálfari Hauka „Mér finnst þetta frekar mannréttindamál en aö þaó varói aöeins spurninguna hvort leyfa eigi erlendum leikmönnum aö leika hér á landi eöa ekki. Menn sem eru giftir hér og hafa unniö sína vinnu, stofnaó heimili og borgað sína skatta og þar fram eftir götunum geta varla verió undir sama hatti og þeir erlendu leikmenn sem hér hafa verió und- anfarin ár og leikiö körfubolta á launum,“ sagöi Einar Bollason, þjálfari Hauka, þegar Mbl. bar þaö undir hann hvernig máliö sneri aö honum varöandi bann viö erlendum leikmönnum I körfuboltanum næsta vetur. Eins og viö skýröum frá á þriöju- daginn þá eru nú uppi hugmyndir í Bandaríkjunum aö banna íslend- ingum aö leika meö áhugamanna- liöum þar i landi en eins og kunn- ugt er hafa nokkrir íslendingar leikiö körfubolta þar jafnframt því sem þeir hafa stundaö nám. Ef af þessu banni verður, yröi þaö mjög alvarlegt mál fyrir körfuknattleik- inn hér á landi því þaö hefur ávallt veriö mikil lyftistöng fyrir körfu- knattleikinn aö fá menn aftur til landsins eftir aö þeir hafa stundaö nám og leikiö körfubolta í Banda- ríkjunum. „Þaö er alveg Ijóst aö ef af þessu banni veröur er þaö mjög alvarlegt fyrir okkar menn, því bæöi Axel Nikulásson og Matthías Matthíasson ætluöu sér aö dvelja ytra í vetur og einnig erum viö ný- búnir aö fá bréf frá þjálfara Ken- tucky, sem var hór á landi fyrir skömmu, þar sem hann lætur í Ijós áhuga á aö fá nokkra pilta til Bandaríkjanna til aö leika körfu- bolta. Hann nafngreinir nokkra og segist hafa áhuga á fleirum og hann biöur okkur um aö hafa sam- band viö foreldra þessara pilta og skýra þeim frá þessu. Hann segir jafnframt aö þeir muni fá ókeypis skólavist og ýmislegt fleira. Þetta er auövitaö mikiö tækifæri fyrir þessa pilta og ég get sagt þér aö bæöi Finnar og Svíar hafa gert mikiö af þvi aö fara til Bandaríkj- anna og hefur þaö veriö körfubolt- anum þar mikil lyftistöng." Einnig sagöi Einar aö þaö heföi aldrei veriö meiningin hjá Haukum að banna erlendum leikmönnum sem væru hér búsettir til lengri tíma aö leika, heldur aö koma í veg fyrir aö fengnir væru leikmenn hingað á launum og á þingi KKÍ var Þór — KA leika í kvöld ÞÓR OG KA leika fyrri leik ainn í Akureyrarmótinu í knattapyrnu í kvöld og verður aö ajálfaögöu leikiö á Akureyri. Leikurinn hefat kl. 20 og veröur örugglega gaman aó fylgjast meö leik þessara nágranna því bæöi liöin munu ætla sér sigur í þessari vióureign. • Axel Nikulásson, ÍBK. Fær hann ekki að leika körfubolta í Bandaríkjunum? þetta samþykkt, þannig aö þaö hlyti aö endurspegla fjáhagshliöina á málinu, en aö banna leik- mönnum sem heföu allar sömu skyldur og íslendingar aö leika væri mannréttindabrot og ekkert annaö. „Þaö er von mín að stjórn KKÍ grípi fljótt Inní þetta mál þannig aö þaö leysist farsællega. Viö munum gera allt til aö Webster fái aö leika meö okkur næsta vetur og ef þaö fæst ekki er ég hlynntur því aö fara lengra meö máliö,“ sagöi Einar aö lokum. Kristinn Guönason formaöur körfuknattleiksdeildar Hauka tók mjög í sama streng og Einar og sagöi aö hann heföi bent á þessa hættu strax á umræddu þingi en þá heföu menn ekki tekiö þetta al- varlega, taliö aö þaö væri engin ástæöa til aö óttast aö Bandaríkja- menn geröu eitthvaö í málinu, en nú virtist annaö vera aö koma á daginn. „Viö í Haukum viljum ekki aö erlendir leikmenn fái aö leika hér eins og hefur veriö undanfarin ár, fyrir borgun, en um menn sem hafa búsetu hér og allar sömu skyldur og Islendingar finnst mér ekki gilda þaö sama. Ég veit aö þetta stenst ekki samkvæmt regl- um FIBA og viö munum berjast fyrir aö þessu veröi kippt í lag, viö sættum okkur alls ekki viö þetta eins og þaö er í dag. Þegar ég benti á þetta á þinginu á sínum tíma voru fáir sem sáu þennan möguleika en nú er hann ef til vill aö koma í Ijós og ef svo veröur þá er nauðsynlegt aö taka þessa sam- þykkt til endurskoðunar." Morgunblaöiö haföi einnig sam- band viö Þórdísi Kristjánsdóttur formann KKÍ og tjáði hún okkur aö frá sínum bæjardyrum séö væri nokkuö augljóst að Webster fengi ekki aö leika hér fyrr en hann heföi fengiö íslenskan ríkisborgararétt, samþykkt þingsins hljóöaöi þannig og stjórn KKÍ gæti lítiö gert annað en framfylgja þeirri samþykkt. Hún kvaöst annars ekki vilja tjá sig um máliö aö svo komnu máli. En hvernig fá erlendir menn ríkisborgararétt hér á landi ? Við lögöum þá spurningu fyrir Halldór Frímannsson, fulltrúa í dómsmála- ráöuneytinu. „Þaö er Alþingi sem samþykkir lög um aö einhver ákveöinn maöur sé oröinn íslenskur ríkisborgari og viö sjáum um aö framkvæma þá samþykkt. Annars gengur þetta þannig fyrir sig að umsóknir eru sendar til okkar og viö förum yfir þær, sendum þær síöan viökom- andi lögreglustjóra til umsagnar og þaöan fer umsóknin til Alþingis sem tekur máliö fyrir og oftast er þaö gert í þinglok. í reglugerö um ríkisfang segir aö hafi erlendur maöur eöa kona veriö gift íslensk- um ríkisborgara í þrjú ár þá geti viökomandi fengiö íslenskt ríkis- fang enda hafi maki, sem hefur ís- lenskt ríkisfang, veriö ísienskur ríkisborgari i aö minnsta kosti fimm ár.“ Halldór sagöi einnig aö í þessu ákveöna tilfelli sem spurt væri um gætu þeir ekki gert neitt annaö en aö gefa út vottorð um aö viökom- andi maður heföi sótt um rikis- borgararétt. Samkvæmt heimildum sem Mbl. aflaöi sér hefur DeCarsta Webster veriö búsettur hér á landi síöan 1979 og hann hefur veriö giftur í rúm tvö ár þannig aö samkvæmt reglugerö um íslenskt ríkisfang fær hann ekki íslenskan ríkisborgara- rétt fyrr en næsta vor, en hvaö gerist þangaö til veröur tíminn aö leiöa í Ijós. — sus Verðlaun fyrir fallegasta markið Hver skoraði fallegasta markiö í knattspyrnunni í sumar? Um þaö veróa sjálfsagt ekki allir sammála og kann þar aö sannast hið fornkveóna, aö hverjum þyki sinn fugl fagur. Engu aö síöur hefur Seiko- umboöiö hérlendis, Þýsk-íslenska verslunarfélagiö hf., ákveöiö aö veita verðlaun fyrir fallegasta markiö í 1. deild íslandsmótsins og bikarkeppninni frá og meö 16 liöa úrslitunum. Knattspyrnudómarar hafa tekiö aö sér aö veita umsögn um fallegustu mörkin i þeim leikj- um sem þeir dæma eöa sjá sem áhorfendur og veröur reynt að velja fallegasta markiö úr, sam- kvæmt skýrslum þeirra. Hér er um tilraun aö ræöa og hefur veriö beöiö meö aö skýra opinberlega frá henni þar sem stjórn knattspyrnudómarasam- bandsins vildi sjá til hvernig dóm- arar tækju þessari nýbreytni. Þegar keppnistímabilinu lýkur veröur mark sumarsins valiö og verölaun veitt. Þaö verða Seiko- armbandsúr meö sérstakri áletrun. Þegar síöasta heimsmeistara- keppni í knattspyrnu fór fram voru Seiko-úr notuö viö dómgæslu. Þá voru framleidd Seiko-úr meö sér- stakri áletrun FIFA, alþjóðaknatt- spyrnusambandsins. Dómararnir, sem dæmdu í keppninni, fengu slík úr. Seiko-umboöiö hérlendis, Þýsk-íslenska verslunarfélagiö hf., fékk nokkur þessara úra og veröur eitt þeirra veitt í verölaun fyrir fal- legasta markið nú í haust. Jaóarsmótiö í golfi GOLFKLÚBBUR Akureyrar heldur hið árlega Jaðarsmót dagana 30. og 31. júlí, eöa næstu helgi. Leiknar veröa 36 holur. Mótiö er sem fyrr opiö öllum kylfingum. Jaöarsvöllurinn eöa „Stóri- Boli“ eins og margir kalla hann er 18 holu völlur í afar skemmtilegu landslagi. Kylfingar eru hvattir til aó fjöl- menna á Jaröarsmótiö á Akureyri um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.