Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 Roðinn í austri Leninisminn — eftir dr. Sigurð Pétursson Leninisminn Það var í apríl 1917 að innsigl- aður járnbrautarvagn fór sem leið liggur gegnum Þýzkaland frá Sviss norður til strandar Eystra- salts. f vagninum voru nokkrir rússneskir útlagar, forustumenn úr flokki bolsévika, og héldu þeir síðan ferðinni áfram gegnum Sví- þjóð og Finnland alla leið til Rússlands, en til Pétursborgar var komið þann 16. apríl. Foringi þessa hóps var V.í. Lenin. Heimsstyrjöldin fyrri stóð sem hæst, þegar þetta gerðist, og börð- ust Þjóðverjar á báðar hendur, við Rússa t austri og bandamenn í vestri. Sýnilega höfðu Þjóðverjar samt leyft för þessara manna gegnum Þýzkaland, þó að furðu- legt mætti teljast, eins og á stóð. Bylting sósíalista var þegar hafin í Pétursborg, bráðabirgðastjórn mynduð og keisarinn, Nikulás II, hafði sagt af sér. Bæði Rússar og Þjóðverjar munu þegar hafa leitað fyrir sér um vopnahlé á austur- vígstöðvunum, og má því ætla, að leyfið fyrir heimför Lenins hafi verið veitt með tilliti til þess. En hvað um það. Rás viðburðanna varð sú, að Lenin gerðist foringi byltingarinnar, bolsévikar tóku völdin í iandinu 7. nóvember 1917 og daginn eftir var gefin út vilja- yfirlýsing um vopnahlé. Vladimir ílich Lenin (1870—1924) Lenin fæddist í grennd við þá „miklu móðu“, Volgu. Faðir hans var úr kennarastétt, en sjálfur lauk Vladimir prófi í lögum frá háskólanum í Pétursborg, 21 árs gamail. Annars hafði Lenin strax mikinn áhuga fyrir þjóðfélagsmál- um og gerðist fljótlega sósíalisti, eða nánar tiltekið marxisti, og einn af forustumönnum rússneska verkamannafiokksins, sem stofn- aður var 1898. Þegar flokkurinn klofnaði árið 1903, gerðist Lenin foringi bolsévika, meirihlutans, en minnihlutinn, mensévikar, voru ekki eins róttækir og hneigðust meira til þingræðis. Lenin tók þátt í byltingaraðgerðunum í Rúss- landi 1905—1907, sem báru lítinn árangur, en leiddu þó af sér veik- burða þingræði. Lenin hélt barátt- unni áfram og varð hann oft að gjalda þess í viðskiptum við stjórnvöldin. Var hann ýmist sendur til Síberíu eða rekinn í út- legð, var m.a. langdvölum í Sviss af þeim sökum. Kosningarnar til Þjóðþingsins fóru fram 25. nóvember 1917, eins og ráð hafði verið fyrir gert, en þá höfðu bolsévikar tekið völdin fyrir 18 dögum. Af 41,7 milljónum at- kvæða fengu bolsévikar 9,3 millj- ónir, byltingarsinnaðir sósíalistar og bændur 22 milljónir, og borg- araflokkar ásamt mensévikum 10,4 milljónir. Þegar Þjóðþingið kom svo saman í fyrsta sinn 18. janúar 1918, var það leyst upp af Rauða hernum. Lenin hafði tekið afstöðu gegn Þjóðþinginu og með Ráðstjórnarlýðveldinu. Bylting- unni var lokið. Vopnahlé milli Rússlands og Þýzkalands var gert 15. desember 1917 og hófust friðarsamningar í Brest-Litowsk þann 22. desember. Þeim lauk 3. marz 1918 og urðu mjög auðmýkjandi fyrir Rússa. Létu þeir af hendi Eystrasalts- löndin og Pólland, er komu undir þýzka forsjá, en Finnland og Úkraina fengu fullt sjálfstæði. Alls misstu Rússar þarna 386.000 fermílur lands með 46.000.000 íbúa. Lenin upplýsti síðar að sér- friður þessi við Þjóðverja hafi ver- ið ívilnun af Rússa hendi, til þess gerð að tvístra andstæðingunum og fá frjálsari hendur til þess að halda áfram hinni sósíölsku bylt- ingu. Leo Trotzki (1879—1940), er stofnaði Rauða herinn og hafði forustuna í byltingunni ásamt Lenin, hann hafði mótmælt frið- arskilmálum Þjóðverja, en varð þó að láta undan. Valdaferill Lenins Sjöunda þing rússneska komm- únistaflokksins var haldið í marz 1918. Var það fyrsta flokksþingið eftir Október-byltinguna og, að talið er, það síðasta þar sem meirihluti atkvæða var látinn ráða úrslitum í meiri háttar mál- um. Aðalmál þingsins var stað- festing á friðarsamningunum í Brest-Litowsk, en auk þess var þar skipulögð æðsta stjórn Sovétlýð- veldisins. Miðstjórn flokksins (Central Committee) skyldi skipuð 19 mönnum, og þar af voru 3 ritar- ar í forsætisnefnd. Miðstjórnin fór einnig með stjórn þjóðarinnar meðan Lenin lifði. Lenin réð nú Iögum og lofum í Rússlandi, en það var honum ekki nóg. Yfirlýst takmark kommún- ista var að sameina öreiga allra landa, og Lenin stofnaði nú Al- þjóðasamband kommúnista i Moskvu árið 1919. Fékk það nafnið III. Internationale, og hófu nú kommúnistar harða baráttu fyrir útbreiðslu þess. Þrátt fyrir sitt mikla vald, var Lenin á móti allri persónudýrkun varðandi hann sjálfan. Mátturinn og dýrðin skyldi vera flokksins og miðstjórnarinnar. En beiting þessa valds var í höndum Lenin, og á þeim fáu árum, sem hann átti eftir ólifuð, beitti hann valdi sínu af mikilli hörku. Hófust þá hinar alræmdu útrýmingarherferðir gegn pólitískum andstæðingum, stórbændum og öðrum borgurum, sem mikils máttu sín. Létu þar þúsundir manna líf sitt. Auk þess gekk á þessum árum mikil hung- ursneyð yfir landið, en hún var fyrst og fremst afleiðing bylt- ingarinnar, sem ætlað var það hlutverk að „rífa í rústir" hið borgaralega þjóðfélag. Á 11. Flokksþinginu, í marz 1922, var Stalín gerður aðalritari flokksins. Hinir tveir ritararnir voru tilnefndir að hans ósk: Molo- tov og Kuibyshev. Skömmu seinna fékk Lenin slag og missti þá heils- una. Hann andaðist 21. janúar 1924, og varð þá Stalín eftirmaður hans. Það átti eftir að koma í ljós síð- ar af bréfum og erfðaskrá Lenins, að hann var ekki ánægður með þróun alræðisins og óttaðist fram- haldið. Reyndi hann árangurs- laust að afstýra vandræðum með því að gefa bændum og atvinnu- rekendum frjálsari hendur við að byggja upp atvinnukerfið. Verður sagt frá þessu nánar síðar. / Alþjóðasambönd verkalýðsins Fyrsta alþjóðasamband verka- lýðsins, I. Internationale, var stofnað í London árið 1864. Aðal- höfundur þess var Karl Marx. Það lagðist niður „eftir 10 ára dáðlaust starf", sagði einn, en að sök stjórnleysingja (anarkista) undir forustu Bakúnins, sögðu aðrir. Annað alþjóðasambandið, II. Internationale, var stofnað í París árið 1889. Þar höfðu sósíalista- flokkar hvers lands mikið sjálf- ræði og fóru gjarnan sínar eigin leiðir. Þessi frjálslegu afbrigði kommúnismans áttu sér þó lengri sögu, og er sagt frá þeim í III. kafla Kommúnistaávarpsins, eins og áður var getið. Sósíaldemókratar náðu brátt Vladimir flich Lenin yfirhöndinni í II. alþjóðasam- bandinu, og voru þeir harðlega fordæmdir af kommúnistum fyrir pólitíska spillingu, svik við hags- muni og sögulegt hlutverk verka- lýðsins og fyrir að hafa gengið til iiðs við borgarastéttina. Tveir þekktir „rétttrúaðir" marxistar, þeir Kautsky og Plek- anoff, gerðust að síðustu for- svarsmenn II. alþjóðasambands- ins. Karl Kautsky (1854—1938) var stórvirkur rithöfundur og lengi vel á móti „endurbótasinn- um“, sem vildu endurskoða marx- ismann. í lok styrjaldarinnar 1918 snérist honum þó hugur og hann varð síðar ákafur andstæðingur ráðstjórnarinnar í Rússlandi. Georg Plekanoff (1856—1918) var talinn einhver sá gáfaðasti í hópi Marxista, að þeim Marx og Engels liðnum. Hann var lærifaðir Lenins um margt, en barðist þó af alefli með mensévikum á móti byltingu bolsévika 1917. Þeir L. Trotzky og N. Búlganine gerðust aldrei málsvarar II. alþjóðasambands- ins, enda þótt þeir væru ekki alveg sammála Lenin. Alþjóðasamband kommúnista Þriðja alþjóðasambandið, III. Internationale, var stofnað í Moskvu árið 1919, eins og áður sagði. „Það steig út út höfði Len- ins með alvæpni, eins og stríðs- gyðjan Aþena út úr höfði Seifs, en naumast fædd rak hún upp óp svo mikið, að bifaðist himinn og jörð.“ Þannig reit Boris Souvarine, franskur sósíalisti, er hér kemur við sögu. Stefna III. alþjóðasambandsins, sem Lenin markaði árið 1919, er stefna Kommúnistaávarpsins frá 1948 endurvakin, einkum þó bylt- ingarsinnaðir þættir þess. Þar við bættist svo sú eldskírn, er marx- isminn hlaut í Október-bylting- unni í Rússlandi undir forystu Lenins. Nefndist stefnan því oft leninismi. Þetta alþjóðasamband skyldi reka hreina kommúníska út- breiðslustarfsemi og pólitik, og aðilar þess máttu ekki þola innan sinna vébanda „endurbótatrúaða bræðingsstefnumenn" og var þar átt við fylgjendur II. Internation- ale, oft líka kallaðir „tækifæris- sinnar". III. Internationale barðist fyrir samfylkingu öreigalýðsins á grundvelli stéttabaráttunnar, en II. Internationale hafnaði þeirri stefnu. Þessi ágreiningur leiddi af sér klofning sósíalistaflokka víða um heim, þegar taka átti afstöðu til upptökuskilyrðanna í alþjóða- samband kommúnista. Einkum var söguleg afgreiðsla þessa máls í Frakklandi, þessu föðurlandi frelsis og byltinga, en frá henni segir Boris Souvarine í vikuritinu L’Express 13. 12. 1980, þá 85 ára gamall. Á 18. þingi franska sósíalista- flokksins í Tours, í desember 1920, lágu fyrir til samþykktar upp- tökuskilyrði Lenins, 21 að tölu. Þessi skilyrði komu aldrei til'at- kvæðagreiðslu á þinginu, heldur var málið afgreitt með ályktun (resolution) þingsins, en hún hafði verið samin í fangaklefa Boris Souvarines í París. Þar sat Boris í pólitísku fangelsi ásamt félögum sinum, en þeim þótti Lenin hafa gengið of langt. Ekki mun sú af- staða þó hafa verið orsök fanga- vistarinnar, sem staðið hafði í 6 mánuði, þegar þetta gerðist. Aðildin að III. alþjóðasamband- inu var því aldrei samþykkt á þinginu í T-ours, þó að sumir vildu síðar halda því gagnstæða fram. Þar með skildi leiðir sósíalista og kommúnista í Frakklandi. Boris getur þess, að á þinginu í Tours hafi Leon Blume lýst sig andvígan svokölluðu „alræði öreiganna", en Blume myndaði síðar vinstri stjórn í Frakklandi árið 1936. Haustið 1920 kiofnaði einnig flokkur óháðra sósialista í Þýzka- landi (USPD) um upptökuskilyrði Lenins. Það var í október á fundi flokksins í Halle, að þetta gerðist. Meirihlutinn gekk í kommúnista- flokkinn, en minnihlutinn hvarf aftur til sósíalistaflokksins (SPD). II. alþjóðasambandið var síðan endurreist árið 1923 í Hamborg undir nafninu Alþjóðasamband sósialista. Dr. Sigurður Pétursson var forstöðumaður gerladeildar At- rinnudeildar Háskólans og síðar (til 1976) gerladeildar Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. [ Opið í Itvöld til kl. 21) HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.