Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 23 Hús í rúst ----------- Tveir ísraelskir hermenn athuga rústir húss í eigu Araba nærri Kiryat Arba, landnámi gyðinga noröaustur af Hebron á vesturbakka Jórdanár. Landnemarnir töldu húsið byggt á landi sínu og eyðiiögðu það. (Símamynd AP.) Norðmenn veiða sfld að nýju í Norðursjó ()sló, 27. juli. Fra Kolf Löyström fréttaritara Mbl. NORSKA utanríkisráðuneytið freistar þess nú að fá Efnahagsbandalag Evr- ópu til aö heimila Norömönnum að veiða allan þann sfldarkvóta, sem þeim hafði áður verið úthlutaður í Norðursjó, en í gær ákváðu sjávarútvegsráðherr- ar bandalagsins að þeir fengju aðeins að veiöa 20.500 tonn, en fyrr höföu þeim veriö úthlutuð 31.500 tonn. Norðmenn voru um tíma útilok- aðir frá öllum síldveiðum á yfir- ráðasvæði EBE-ríkjanna vegna innbyrðis ágreinings ríkjanna um skiptingu fiskveiða. Norsk yfir- völd tóku málið upp við EBE og sögðu óeðlilegt að norskir sjómenn yrðu látnir líða fyrir innbyrðis ágreining ríkjanna. Jafnframt hótuðu Norðmenn að útiloka sjó- menn bandalagsríkjanna frá norskri lögsögu ef lausn fyndist ekki á málum og Norðmenn fengju aðgang að síldarmiðunum á ný. EBE-ríkin náðu enn ekki sam- komulagi um aflaskiptingu sín á milli, þar sem Danir beittu neit- unarvaldi sínu. 200 handteknir vegna Emanuellu Meirihluti hlynntur stjórn Helmut Kohls Bonn, 27. júlí. AP. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem gerð var opinber í dag, bera Vestur- Þjóðverjar traust til ríkisstjórnar Helmut Kohls kanslara, en fellur betur við fyrirrennara hans, Helmut Schmidt. Kom fram, að 53% töldu stjórn Kohls framför frá stjórn Schmidts, en 75% töldu Schmidt hæfan kanslara. Hins vegar töldu 59% Kohl hæfan í embættið. Þá leist 53% vel á hinn nýja leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Hans- Jochen Vogel. Elisabeth Noelle-Neumann, framkvæmdastjóri hjá Allens- bach-fyrirtækinu, sagði meiri- hluta þeirra 4030 Þjóðverja, sem spurðir voru, telja ríkisstjórnina bæta sambúðina við Bandaríkin með því að minnka samskipti sín við Sovétstjórnina. Meirihlutinn gagnrýndi þó stefnu stjórnarinnar í efnahags- og félagsmálum. Kvartað var und- an atvinnuleysi og öryggisleysi ellilífeyrisþega. Övinsælasti stjórnmálamaður landsins, að mati 52% þeirra sem spurðir voru, var Franz Josef Strauss, formaður systurflokks kristilegra demókrata í Bæjara- landi. Tímaritið Bunte komst að þeirri niðurstöðu í skoðanakönnun Bonn, Vestur-I*ýzkalandi, 27. júlí. AP. FJÁRKÉGARI sendi nýlega arsenik á skrifstofur þriggja þingmanna Jafnað- armanna í Bonn og hótaði að byrla vinstrisinnum innan flokksins eitur ef honum væru ekki greiddar nær ellefu milljarðar íslenzkra króna, að sögn yf- irvalda í dag. Engar handtökur hafa enn farið fram vegna máls þessa, en Rudolf Gerling, saksóknari í Bonn, segist ekki útiloka þann möguleika að um geðbilaðan mann sé að ræða. Fyrsta bréfið, sem sent var frá Darmstadt þann 7. júlí, hafði að geyma 3.8 grömm af arseniki. Þar var skrifað að „allir vinstrisinnaðir stjórnmála- menn Jafnaðarmannaflokksins" yrðu eitri að bráð, nema flokkurinn greiddi óþekktum samtökum með nafninu „Baráttusamtök fyrir vernd frá vinstri og hægri" eina milljón marka. Gerling sagði fréttamönnum að peningana hefði átt að nota til að prenta áróðursplögg til að andæfa frjálslyndis- og vinstristefnu. Öryggismálaráðgjafi Jafnaðar- mannaflokksins, Hans-Peter Weber, Göngugarpar Muestair, Sviss. 27. júlí. AP. ÞRIR svissneskir göngugarpar luku í gær 538 klukkustunda stanslausri gönguferð beint af aug- um, þvert yflr Sviss þar sem landið er breiðast. Prfluðu þeir upp og niður öll þau fjöll sem á vegi þeirra urðu og sveigðu aldrei af braut sinni. Þeir voru hressir í bragði eftir gönguna og sögðust geta gengið i nokkra daga í viðbót án teljandi erfiðleika. Þeim taldist svo til að þeir hefðu klifið samtals 43.370 metra, en þeir klifu m.a. 32 tinda og fjöll sem eru 2.000 metrar á hæð eða meira. Sögðu þeir það stórkostlegasta við ferðina hafa verið að koma á slóðir þar sem enginn hefði farið um áður. blaðsins, að 64% hinna 1000, sem blaðið spurði, vildu fá Helmut Schmidt í embætti forseta Vestur-Þýskalands, en Karl Carst- ens hefur lýst yfir, að hann muni ekki gefa kost á sér að nýju á næsta ári. í skoðanakönnun Sample- stofnunarinnar í Hamborg vildu hins vegar 66% aðspurðra Car- stens áfram sem forseta. Kómarborg, 27, júlí. AP. ÍTALSKA lögreglan hefur handtekið rösklega 200 manns í sambandi við leitina að ræningjum stúlkunnar Emanuellu Orlandi, að því er AP- fréttastofan sagði í dag. Komið hefur fram í fréttum, að ræningjar hennar krefjast þess að Mehmet Agca, tilræðismaðurinn við Jóhannes Pál páfa II, verði lát- inn laus. Ekki hefur verið látið neitt uppskátt um hvort þessar handtökur og yfirheyrslur yfir fólkinu hafa gefið lögreglunni ein- hverjar vísbendingar. Ýmsir þeirra sem hafa verið handteknir síðustu daga eru alræmdir eitur- lyfjasalar og neytendur fíkniefna og hvers kyns óreiðufólk. Mannræningjarnir hafa hvað eftir annað hótað að stúlkan verði líflátin ef ekki verði fallist á kröf- ur um að leysa Acga úr haldi, en hafa jafnan ákveðið að framlengja frestinn. Jóhannes Páll páfi II hefur margsinnis beðið ræningj- ana í ræðum að sleppa stúlkunni, en hún er dóttir starfsmanns í Páfagarði. ERLENT Begin stóð af sér vantraust Jerúsalem, 27. júlí. AP. ÍSRAELSKA þingið felldi í dag þrjár vantrauststillögur, sem voru bornar fram á stjórn Begins, forsætisráðherra. Atkvæði féllu 59—53 í öllum atkvæðagreiðslun- um. Knesset kom saman í dag eftir sumarhlé og lögðu talsmenn Verkamanna- flokksins l.ommúnista og Shinui, sem er miðflokkur, snarlega fram vantrauststil- lögur. Menachem Begin, sem hefur lítt áfergju á umræðurnar í dag. Fjár- verið í sviðsljósinu upp á síðkastið málaráðherra ísraels, Yoram Ari- og hefur sætt vaxandi ámæli fyrir að dor, varði stjórnina við umræðurnar gegna ekki starfi sínu sem skyldi, en Begin tók ekki til máls. var í þingsölum og virtist hlýða með Hyggst kúga út fé með arseniki segir að flokkurinn muni ekki láta beita sig fjárkúgun. Enn eitt Hagkaupsveróiö! Nýi,hreini appelsínusafinn UANDA kostaraöeins 29.95kr.pr. lítra! Blanda er framleidd af Mjólkursamlagi S.A.H.á Blönduósi, úr C-vítamínríku appelsinuþykkni frá Brasilíu blönduöu meö íslensku lindarvatni. Engum sykri eöa aukaefnum er bætt í safann. Þeir sem fylgjast meö verölagi vita hvarer hagkvæmast aöversla! 1 Mm | appeisínu isafi tvniííV opiöíSkeifunnitilkl.2l íkvöld HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 169. tölublað (28.07.1983)
https://timarit.is/issue/119249

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

169. tölublað (28.07.1983)

Aðgerðir: