Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 37 Minning: Stefán O. Thordersen hakarameistari að rumska af þeim djúpa svefni, sem hún féll í á svæfingaborðinu suður í Reykjavík fyrir mörgum mánuðum? Nú er Elsa Sigurðardóttir vökn- uð af svefni sínum og komin heim — alkomin. Ekki í húsið sitt að Engjavegi 21 heldur til þess heim- ilis, sem bíður okkar allra handan við landamæri lífs og dauða. Veg- urinn heim varð henni lengri og torsóttari en flestum. Heimkoman hefur verið góð þreyttum ferða- langi. Það er erfitt að kveðja hinstu kveðju manneskju, sem verið hef- ur í hópi nánustu vina og tilheyrt næsta umhverfi manns frá æsku- árum. Þau hjónin, Kristján Kristjánsson og Elsa Sigurðar- dóttir, bjuggu í næstu íbúð við for- eldra mína í Alþýðuhúsinu á ísa- firði um nokkurra ára skeið þegar ég var barn og mikill samgangur var á milli fjölskyldnanna. Allt frá því voru þau Kristján og Elsa í hópi nánustu og tryggustu vina okkar. Margar ferðir hef ég átt til þeirra bæði á meðan þau bjuggu í Alþýðuhúsinu og eins eftir að þau fluttust á Engjaveginn. Margar minningar eru því við Elsu bundn- ar frá ýmsum skeiðum ævi minn- ar. Þegar ég síðar þurfti á stuðn- ingi og hjálp að halda til þess að Alþýðuflokkurinn næði aftur fót- festu á Vestfjörðum leitaði ég lið- sinnis þeirra hjóna. Þau voru jafn- aðarmenn, svo liðsbónin kom þeim síður en svo á óvart, en þeim mun kærara var þeim að veita mér lið sem liðveislan var fremur af vin- áttunnar rótum runnin. Voru fáir sem jafn glaðir og fúsir gengu til baráttunnar eins og þau Elsa og Kristján. Ávallt var stuðningur þeirra og hjálp velkomin, heimili þeirra mér opið og vinátta þeirra jafn fölskvalaus. Elsa Sigurðardóttir var mynd- arleg kona í sjón og raun. Heimili hennar er vandað og vel búið og þangað er gott að koma. Hún var glaðvær og fjörug og hafði létta lund — ávallt kát og hress. Þau hjón voru einstaklega samrýnd og samtaka. Kristján hefur mikið misst. Sagt er, að menn taki stundum tryggð við stað. í rauninni er þá átt við fólkið, sem menn tengja staðnum fremur en ópersónulega strönd, fjall eða eyri. ísafjörður er í mínum huga fólkið, sem þar býr og atburðir, sem þar hafa gerst, fremur en hús, fjöll og fjara. En fólk flytur á brott. Og fólk deyr. „Að skilja, það er að deyja svo- lítið," er orðtak, sem ég lærði einu sinni í tíma hjá Þórarni heitnum skólameistara. Sérhver viðskiln- aður við fólkið, sem tengist mynd ísafjarðar í hugskoti mínu, lætur þá mynd deyja svolítið. Þannig breytist smám saman lifandi mynd líðandi stundar í ilm liðinna daga. Elsa Sigurðardóttir er látin. Mínir vinir fara nú fjöld. Myndir dofna og dvína. En vestanblærinn er farinn að bera með sér ilm hinna liðnu daga. Sighvatur Björgvinsson Minning: Fædd 4. ágúst 1889 Dáin 18. júlí 1983 í dag kveðjum við Önnu Sigurð- ardóttur frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi, en hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 18. júlí sl. Foreldrar Önnu voru hjónin Sigurður Jónsson og Jóhanna Guðmundsdóttir frá Ásum í Gnúpverjahreppi. — Anna giftist 1924 Rögnvaldi Þorsteinssyni múrarameistara, frá Baugsstöð- um í Stokkseyrarhreppi, en hann andaðist árið 1948. Einkabarn þeirra var Áslaug, sem bjó á heimili foreldra sinna og síðar með móður sinni eftir að Fæddur 9. ágúst 1907. Dáinn 19. júlí 1983. Fregnin um andlát góðvinar míns, Stefáns ó. Thordersen, kom mér að vísu ekki með öllu á óvart, þar eð hann hafði átt við mikla vanheilsu að stríða um árabil. Ég sat hjá honum síðast fyrir skömmu í Vífilsstaðaspítala og við röbbuðum saman glaðlega. Ekki datt mér þá í hug að endalokin væru svo nærri, enda þótt honum væri mjög þungt fyrir brjósti eins og svo oft endranær. Stefán fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1907, og hefði því orðið 76 ára í næsta mánuði. Hann var sonur hjónanna Vigdísar Stef- ánsdóttur Thordersen og ólafs Thordersen söðlasmiðs. Þau hjón fluttu til Hafnarfjarðar er Stefán var á barnsaldri og ólst hann þar upp hjá þeim. Langafi Stefáns í föðurætt var Helgi Thordersen biskup og var ættarnafnið frá honum komið. í Hafnarfirði hóf Stefán nám í bakaraiðn, en fluttist brátt til Reykjavíkur og vann í Björnsbak- aríi hjá Birni Björnssyni bakara- meistara uns hann lauk námi. Árið 1929 þegar hann var orðinn meistari í sínu fagi sigldi hann til Kaupmannahafnar og dvaldi þar eitt ár og stundaði framhaldsnám við Teknologisk Institut. Eftir heimkomuna hélt hann áfram störfum í Björnsbakaríi og vann þar óslitið þar til hann varð að hætta störfum sakir heilsu- brests fyrir um það bil sjö árum. Stefán gegndi ýmsum trúnað- arstörfum. Hann var m.a. í stjórn Sveinafélags bakara, Bakara- meistarafélagsins og Landssam- bands bakarameistara um langt árabil. Hann var einn af stofnendum Sultu- og efnagerðar bakara og í stjórn þess fyrirtækis í mörg ár. Við Stefán kynntumst fyrst árið 1954, er hann gekk í Frímúrara- regluna, þrem árum eftir að ég gerðist þar félagi. Kynni okkar urðu brátt náin og áður en langt um leið vorum við orðnir góðir vinir. 1 reglunni störfuðum við saman í mörg ár og eftir því sem ég kynntist Stefáni meira, komst ég betur að raun um hvern mann hann hafði að geyma. Hann var fluggáfaður og var margt til lista lagt, afbragðs ræðumaður og söngmaður góður, söng t.d. í Karlakór iðnaðarmanna allt frá stofnun hans, í mörg ár. Betri og glaðværari félaga var vart hægt að finna enda hrókur alls fagnað- ar á gleðistundum. Stefán var með afbrigðum minnugur og hafði alltaf frá mörgu að segja, enda fjölfróður á ýmsum sviðum. Hann rakti stund- um ættir, bæði sína og annarra, svo nákvæmlega, jafnvel með ár- faðir hennar andaðist. Áslaug, sól- argeisli móður sinnar og lífsfyll- ing, lést árið 1975. Fyrir nokkrum árum atvikaðist það svo að leiðir okkar önnu lágu saman, kunningsskapur myndað- ist, sem smám saman varð að góðri vináttu. Nú á kveðjustund rifjast upp ótal margar samveru- stundir liðinna ára, fyrst á Hóla- vallagötu, síðar á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem Anna dvald- ist síðustu árin, sátt við örlög sín og í sérstaklega góðri umsjá, sem hún sannarlega kunni að meta, Veit ég með vissu að Anna þakkar af alhug öllu því góða fólki á Hrafnistu, sem hjálpaði henni og hjúkraði. Þar féll aldrei skuggi á. tölum, að ég var undrandi. Elsku- legri og drenglyndari mann en Stefán er vart hægt að hugsa sér. Hann var svo hjálpfús, örlátur og góðviljaður að sjaldgæft er. Mér og fjölskyldu minni hefur hann reynst hinn tryggasti vinur. Lista- maður var hann í sínu fagi og var gaman að sjá hann búa til og skreyta kökur eins og t.d. kransa- kökur. Slíkar kökur bjó hann til fyrir mig, fyrir nokkur hátíðleg tækifæri. Var hann þá sjaldnast fáanlegur til að taka við borgun, sagði þetta bara gjöf frá sér og konu sinni, en þau voru oft gestir okkar og við þeirra, og eigum við hjónin margar ljúfar endurminn- ingar frá þeim samverustundum. Stefán var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Dómhildi Skúla- dóttur, átti hann son, en þau hjón- in slitu samvistum. Þessi sonur, Ólafur Thordersen, er búsettur í Ytri-Njarðvík. Hann er kvæntur Guðnýju Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn, og heita þau Vigdís, Stefán og ólafur. Síðari kona Stefáns, Sigþrúður Einarsdóttir Thordersen, er ættuð frá Stokkseyri. Einkabarn þeirra hjónanna, Margrét, giftist Þor- finni Egilssyni lögfræðingi. Þau slitu samvistum. Börn þeirra tvö heita Egill og Sigþrúður. Einnig átti Stefán eitt barnabarnabarn, son Stefáns nafna hans, heitir hann ólafur Viggó. Frú Sigþrúður hefur búið Stef- áni indælt og smekklegt heimili, enda mjög listræn kona. Hún hef- ur fengist mikið við málaralist, einnig útsaum og ýmsa handa- vinnu. Hún er dugleg og góð hús- móðir. Mikið hefur á henni mætt, einkum síðan maður hennar veikt- ist, og hefur hún verið honum hin mesta stoð og stytta í þjáningum hans, umhyggjusöm og nærgætin. Stefán hefur þurft að leggjast inn á Vífilsstaðaspltala alloft síð- ustu árin og eru það ófáar ferðir, sem kona hans og Margrét dóttir þeirra hafa farið þangað til þess að heimsækja hann. Margrét hef- ur reynst þeim báðum hin besta dóttir og barnabörnin verið þeim til gleði. Við Þórdís, kona mín, og fjöl- skylda okkar vottum frú Sigþrúði og fjölskyldunni allri innilega samúð okkar vegna fráfalls Stef- áns, þökkum trausta vináttu og óskum honum Guðs blessunar og velfarnaðar á þeim leiðum, sem hann nú hefur lagt út á. Útförin fer fram í dag frá Dómkirkjunni kl. 15.00. Erlingur Þorsteinsson Stefán ó. Thordersen bakara- meistari lést að Vífilsstöðum 17. júlí sl. á 76. aldursári. Hann var fæddur 9. ágúst 1907. Stefán lærði bakaraiðn innanlands og utan og tók sveinspróf í þeirri grein 20. Gestrisnin og höfðingsskapur- inn var henni í blóð borinn, hverja heimsókn gerði hún að sérstakri hátíð; glettin, fróð og skemmtileg. apríl 1926. Hann var mjög dugleg- ur starfsmaður, fjölhæfur, iðinn og skyldurækinn alla sína starfs- tíð. Lengst og síðast vann hann í Björnsbakaríi, Vallarstræti 4, og var meðeigandi þess. En síðustu árin hefur hann barist við van- heilsu af ýmsu tagi. Stefán var félagslyndur og góð- ur samstarfsmaður, alltaf tilbúinn þegar með þurfti. Okkar fundum bar fyrst saman fyrir réttum 40 árum, þegar hann gerðist meðlim- ur Bakarameistarafélags Reykja- víkur eftir að hafa fengið meistararéttindi í sinni iðngrein. Fljótlega komst hann í stjórn þessa félags sem ritari í nokkur ár. í stjórn fyrirtækja þess var hann meira og minna alla tíð. Hann var tillögugóður og hafði einkar gott lag á því að koma því efni til skila sem til umræðu var á fundum hverju sinni. Stefán var söngelskur, eins og fleiri bakarar á þessum árum. Hann var í Karlakór iðnaðar- manna, sem einu sinni var til. Annars er ég ókunnugur um ætt og afkomendur Stefáns en ég veit þó að hann var einn af afkomend- um Helga Thordersen biskups. Tilgangur minn með þessum fá- tæklegu línum er að koma á fram- færi innilegu þakklæti mínu fyrir langa samfylgd og snurðulaust samstarf í mörg ár. Einnig viljum við hjónin hér með votta Sigþrúði konu hans og öllum öðrum ætt- ingjum hans okkar innilegustu samúð. Gísli Ól. Kveðja frá Landssambandi bakarameistara. Landssamband bakarameistara kveður í dag einn af stofnfélögum sínum, Stefán ó. Thordersen, bak- arameistara. Hann var kjörinn í fyrstu stjórn Landssambands bakarameistara og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sambandið og sat m.a. í mörg ár í prófnefnd í bakaraiðn fyrir bakarameistara og innti þau störf vel af hendi. Um leið og stjórn Landssam- bands bakarameistara vottar ætt- ingjum Stefáns samúð sína eru honum þökkuð vel unnin störf á liðnum árum. f.h. Landssambands bakarameistara Jón Albert Kristinsson Það var erfitt átak fyrir Önnu að flytjast frá óvenju fallegu heimili sínu að Hólavallagötu, þar sem hún hafði lifað langa ævi í blíðu og stríðu, en hún hélt reisn sinni til dauðadags þótt þrekið dvínaði og heilsunni hrakaði. Stolt og æðru- laus bauð hún lasleika og háum aldri birginn og sjaldan var kvart- að þótt hún væri sárþjáð. „Ég nenni ekki að tala um aumingja- skapinn í sjálfri mér, tölum held- ur um eitthvað skemmtilegt,” var viðkvæði hennar þegar spurt var um heilsuna. Slík hetja var hún Anna. Sálarþrek hennar var með ólík- indum, kjarkurinn óbilandi, hún gladdist yfir litlu, reyndi að njóta lífsins og gerði það þrátt fyrir margvíslega þjakandi lífsreynslu. Öfundsverð var hún af hinni sterku trú og vissu um það hvert hún færi og hverja hún hitti aftur handan við þennan heim. Að leiðarlokum þakka ég ljúfar samverustundir. Sól hefur til við- ar hnigið, langur dagur er að baki. Kjartan Magnússon Anna Sigurðardótt- ir frá Hrepphólum Flaggstangir úr trefjagleri, fellanlegar með festingu, fleiri stæröir. Islensk flögg allar stærðir Flaggstang- arhúnar FLAGGLÍNUR FLAGGLÍNUFEST- INGAR SÓLÚR MINKAGILDRUR MÚSA- OG ROTTUGILDRUR BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR OLÍUOFNAR GASLUKTIR OLÍULAMPAR Útigrill GRILLTENGUR — GAFFLAR VIÐARKOL — KVEIKILÖGUR Gasferðatæki OLÍUPRÍMUSAR STEINOLÍA, 2 TEG. PLASTBRÚSAR Garðyrkjuáhöld ALLS KONAR GARÐSLÖNGUR GREINAKLIPPUR GREINASAGIR GRASKLIPPUR HRÍFUR OG BRÝNI GARÐSLÁTTUVÉLAR GARÐVRKJUHANSKAR BLÓMASTANGIR (Tonskinstokkar) • Handverkfæri ALLS KONAR. Múraraverkfæri ALLS KONAR Málbönd ALLS KONAR Málning og lökk VIDAROLÍUR TJÖRUR, ALLS KONAR Vængjadælur NR. 0, 1, 2, 3. BÁTADÆLUR • Plötublý HESSÍANSTRIGI • Björgunarvesti ÁRAR — ÁRAKEFAR BÁTADREKAR — KEÐJUR Silunganet Handfæravindur MEÐ STÖNG Sjóveiðistengur MED HJÓLI SJÓSPÚNAR — PILKAR Stillongs Ullarnærföt REGNFATNAÐUR KULDAFATNADUR GUMMÍSTÍGVÉL VEIÐISTÍGVÉL FERÐASKÓR Föstudaga opiö til kl. 7 • \ 'tf Ananaustum Simi 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.