Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 Evrópumótið f bridge: íslenzka liðið er í 20. sæti Wieshaden, 27. júlí. Frá blaAamanni Morgunblaósin.s Arnóri Kagnarssyni. ÍSLENDINGAR unnu Jógóslava sem nú eru í neðsta sæti á Evrópu- mótinu í bridge með 19 stigum gegn 1 í 17. umlerð mótsins sem spiluð var í dag. íslenzka liðið spilaði ekki vel í þessum leik en Júgóslavar spil- uðu bara enn verr. í hólfleik var okkar lið með 10 punkta forskot og í síðari hálfleik bættu þeir við 32 punktum og sigruðu eins og áður sagði, 19—1. Jónarnir Baldursson og Ásbjörnsson spiluðu þennan leik ásamt meðspilurum sínum, Sævari Þorbjörnssyni og Simoni Sfmonar- syni. Frakkar unnu í dag Portúgali, 20—0, og hafa örugga forystu í mótinu. Reyndar hafa þeir unnið alla sína leiki að einum undan- skildum en það var gegn Rúmen- um en ísland á einmitt að spila við Rúmena í kvöld. Á morgun verður svo tekist á við ísraela og Norð- menn en hinir síðarnefndu eru nú í fimmta sæti í mótinu og eiga góða möguleika á að verða í bronzsætinu. í fyrrakvöld tapaði íslenzka lið- ið fyrir Dönum, 20 mínus 1. Nokk- uð gekk á í þessum leik. Jón og Símon fengu á sig kæru fyrir óeðlilega hegðun við spilaborðið og voru þeir dæmdir. Guð-iundur Pétursson fyrirliði kærði ui æðsta dómstóls og þar gekk allt til baka okkur í hag. Staða efstu þjóða: Frakkland 279, Ítalía 225, Ungverjaland 206.5, Þýskaland 203, Noregur 201.5, Austurríki 198, Holland 197,5, Belgía 189,5, Svíþjóð 186,5, Danmörk 184. Islenska liðið er enn í 20. sæti með 130,5 stig. f kvennaflokknum er keppnin hálfnuð og er brezka liðið efst með 91 stig, Holland hefir 84 stig, Þýskaland 71, Frakkland 70, frar 65 og ítölsku konurnar eru með 62 stig. Alls taka 12 þjóðir þátt í kvennaflokknum. Gífurlegur hiti er hér dag hvern og ef vel á að vera þarf að skipta um föt og baða sig tvisvar til þrisvar á dag. Evrópumótinu lýk- ur á laugardaginn með lokahófi í þessari glæsilegu spilahöll sem reyndar er spilavíti. Bæði er hér hátt til lofts og vítt til veggja og gífurlegur íburður í húsinu sem komið er til ára sinna. • Ölpy'sur • Harötisksurval • Áleggstilboö 9 Soöiö hangtkjot • Grillaöir kiuklingar • Roönar kartötlur Soöin sviö Steiktar kótilettur Soöiö saltkjot c __ Niöursuöuvörur Pfastdiskar og glós Saltstangir — Öi — Saelgæti Til helgarinnar rkaónum t Tilboösverö á „Herragarðs- grillsteik“ kr 124. 00í pr. kg. • Kryddlegið nautakjöt • Kryddlegiö lambakjöt t Grillkótilettur t Bökunarkartöflur t Grillpinnar t Grillolíur t Tilboösverö á grillkolum t25aoo Lagt af stað í sjóorrustu í Vatnaskógum. Vatnaskógur: Opið hús um versl- unarmannahelgina AF ÞVf tilefni að 60 ár eru liðin frá því að starf í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi hófst, verður haldin fjöl- skylduhátíð þar yfir verslunar- mannahelgina eða einskonar „opið hús“. Hátíðin hefst á fóstudags- kvöldi kl. 21 og lýkur á mánudag. Fjölbreytt dagskrá verður, en hún er miðuð við að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þarna verða lánaðir bátar, skipulagðar gönguferðir, kostur verður á að iðka ýmiskonar íþrótt- ir og svo verður fjölskyldu- samvera og kvöldvökur. Ferðaáætlun BSÍ um verslunarmannahelgina FVRIR þá sem hyggjaNt TeröaBt með áætlunarbílum um verslunarmannahelgina birtir Mbl. eftirfarandi ferðaáætlun frá Bifreiðastöð íslands, sem gildir þessa mestu feröahelgi ársins. Til að tf7WU* sér s*1' fólki bent á að kaupa farseðla með góóum fyrirvara. Nánari upplýsingar gefur BSI. ÞJÓRSÁRDALUR - GAUKURINN 83: Frá Reykjavík Föstudag kl. 16,00, 18.30, 21.00 Laugardag kl. 14.00, 21.00 Sunnudag kl. 21.00 Mánudag kl. 21.00 Þriðjudag Aðgangseyrir að Gauknum ’83 kr. 800.-. Fargjald m/ áætlunarbíl, fram og til baka Landleiðir hf. Frá Ujórsárdal kl. 03.00, 17.00 kl. 10.30, 17.00 kl. 09.00 , kr. 360.-. GALTALÆKUR - BINDINDISMÓT: Frá Reykjavík Föstudag kl. 20.30 Laugardag kl. 13.30 Sunnudag Mánudag Aðgangseyrir að bindindismóti kr. 450. Fargjald m/ áætlunarbíl, fram og til baka, kr. 360.-. Austurleið hf. Frá Galtalæk kl. 16.30 kl. 12.00, 16.00 WÓÐHÁTÍD 1 EYJUM: Frá Reykjavík Fimmtudag kl. 11.00, 19.30 Föstudag kl. 08.00, 16.30 Laugardag kl. 11.00 Sunnudag kl. 16.30 Mánudag kl. 11.00, 19.00 Aðgangseyrir að Þjóöhátíð í Eyjum kr. 700.-. Fargjald m/ Herjólfi kr. 290.-. Fargjald m/ áætlunarbíl kr. 170.- fram og til baka. Þorlákshöfn — Herjólfur sérl.h.: Kristján Jónsson Frá Þorlákshöfn kl. 11.00, 21.00 kl. 09.30, 17.30 kl. 11.00 kl. 17.30 kl. 11.00, 21.00 HÍJSAFELL: Sæmundur Sigmundsson Frá Reykjavík Frá Húsafelli Föstudag kl. 12.30, 18.30, 22.00 Laugardag kl. 13.00 Sunnudag kl. 15.00 Mánudag kl. 15.00 Ballferðir verða frá tjaldsvæðinu í Húsafelli að Brautartungu og Brún. Tjaldstæði kr. 250.-. Fargjald m/ áætlunarbíl, fram og til baka kr. 520.-. ÞÓR.SMÖRK: Austurleið hf. Frá Reykjavík Frá Þórsmörk Daglega kl. 08.30 Daglega kl. 15.00 og einnig föstudag kl. 20.00 Tjaldstæði kosta kr. 50.-. Gisting í skála Austurleiðar kr. 100.- á nótt. Fargjald m/ áætlunarbíl, fram og til baka, kr. 750.-. LAUGARVATN: Ólafur Ketilsson hf. Frá Reykjavík Frá Laugarvatni Föstudag kl. 10.00, 19.30 Laugardag kl. 10.00 Sunnudag kl. 10.00 kl. 17.00 Mánudag kl. 16.00 Tjaldstæði kosta kr. 50.- á nótt (lágmarksgjald). Fargjald m/ áætlunarbíl, fram og til baka, kr. 290.-. Sætaferðir frá Laugarvatni á ballstaði í nágrenninu. ARNARSTAPI Á SNÆFELLSNESI: Sérl. Helga Péturssonar hf. Ferðir í sambandi við áætlunarferðir vestur. Fargjald m/ áætlunarbíl, fram og til baka, kr. 630.-. ÞINGVELLIR: Þingvallaleió hf. Frá Reykjavík Frá Þingvöllum Daglega kl. 14.00 Daglega kl. 17.00 einnig föstudag kl. 20.00 Fargjald m/ áætlunarbíl, fram og til baka, kr. 160.-. ATLAVÍK: Frá Akureyri Frá Atlavfk Föstudag kl. 16.00 Mánudag kl. 14.00 Fargjald m/ áætlunarbíl, fram og til baka, kr. 1.250.-. Einnig eru sætaferðir í Atlavík frá Húsavík, Egilsstöðum o.fl. stöðum. LAUGAR: Frá Akureyri Frá Laugum Föstudag, fyrsta ferð kl. 17.30 og eftir það á klst. fresti meðan þörf er. Mánudag Ferðir á uþb. klst. fresti. Fargjald m/ áætlunarbíl, fram og til baka, kr. 350.-. Einnig eru sætaferðir að Laugum frá Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.