Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 5 Valtýr Pétursson sýnir í Þrastalundi í 10. sinn VALTÝR Pétursson listmálari, opnar í dag málvcrkasýningu í veitingastofunni Þrastalundi við Sog. Þessi sýning er tíunda einka- sýning hans í Þrastalundi, þar sem hjónin Kristín Harðardóttir og Trausti Víglundsson hafa rekið veitingastofu í tíu ár. „Ég vildi breyta um stíl og ákvað að fara „off BroadwayV sagði Valtýr Pétursson á fundi með blaðamönnum í gær, er hann var spurður um ástæðu þess að hann hefur kosið að sýna utan höfuðborgarinnar á hverju sumri í þessi tiu ár. Hann sagði tilefni sýningarinnar nú vera tíu ára starfsafmæli hjónanna Kristínar og Trausta í Þrasta- lundi. Valtýr kvaðst fyrir löngu vera hættur að hafa tölu á einkasýn- ingum sínum hér á landi, en hann hefur einnig tekið þátt i fjölda sýninga erlendis. Á sýningunni verða 21 mál- verk sem öll eru máluð á undan- förnum mánuðum. Sýningin verður opin daglega næstu tvær vikur frá klukkan 9 til 23.30. Þrastalundur er eign Ung- mennafélags íslands, en þau Kristín Harðardóttir og Trausti Víglundsson hafa sem fyrr segir rekið þar veitingastofu í tíu ár og hafa málverkasýningar jafn- an verið fastur liður í starfsem- inni. Mynd þessi var tekin á vinnustofu Valtýs Péturssonar í gær. Talið frá vinstri: Trausti Víglundsson, Valtýr og eiginkona hans, Herdís Vigfús- dóttir, Kristín Harðardóttir og Þráinn Stefánsson, sem tók þátt í rekstri veitingastofunnar í Þrastalundi í upphafi. Ljósm.: Mbl. ól.K.M. Uppselt með ms. Eddu í síðustu ferð FARÞEGAFERJAN m.s. Edda hélt úr höfn í Reykjavík í gærkvöldi með fullfermi af bílum og farþegum og er þetta í annað skipti sem uppselt er með skipinu það sem af er sumri. Aðeins eru eftir sex hringferðir m.s. Eddu að þessu sinni. Fararstjóri í þessari ferð skips- ins er Guðni Guðmundsson, rekt- or, en hljómsveitin Örlagatríóið, undir stjórn Friðriks Theodórs- sonar, skemmtir. Einnig er Litli sirkusinn um borð, en það er dag- skrá ætluð börnum á öllum aldri. Á heimleiðinni skemmtir Róbert Arnfinnsson, leikari, farþegum. Norðurlanda- mótið í skák: Curt Hansen er langefstur GUÐMUNDUR Sigurjónsson gerði jafntefli við Norðmanninn Thiller í biðskák, sem tefld var í gærmorgun á Norðurlandamótinu í skák, sem fram fer í Esbjerg í Danmörku um þessar mundir. Biðskák sína úr sjöundu umferð, við Svíann Lars Ake Schneider, vann Guðmundur á hinn bóginn. Þá vann Dan Hansson skák sína við Andrias Ziska frá Fær- eyjum. Staðan í úrvalsflokki Norður- landamótsins, þegar þrjár um- ferðir eru eftir, er sú, að Daninn Curt Hansen er lang-efstur, með 7 vinninga af 8 mögulegum. Guð- mundur Sigurjónsson er með 4 vinninga og Dan Hansson 3. , f dag mun Guðmundur tefla við Andrias Ziska en Dan Hansson mun tefla við Finnann Heikki Westerinnen. Kæru- frestur 30 dagar KÆRUFRESTUR álagningar skatta fyrir tekjuárið 1982, en skattárið 1983, er 30 dagar frá framlagningu álagningarskrár hjá skattstjórum í skattumdæm- um landsins. Álagningarskrá var lögð fram í gær og hafa menn þvi 30 daga til að kæra niðurstöðu skattútreiknings síns. ÚBb KARNABÆR P V LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 85055 Og umboðsmenn um allt land í Reykjavík: Austurstræti 22 — Laugavegi 20 — Laugavegi 66 — Glæsibæ. Úti á landi: Epliö — Isafiröi, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fataval — Keflavík, Álfhóll — Siglufirði, Nína — Akranesi, Ram — Húsavík, Bakhúsiö — Hafnarfiröi, Austurbær — Reyöarfiröi, Kaupfél. Rangæinga — Hvolsvelli, Sparta — Sauöárkróki, Skógar — Egilsstööum, isbjörninn — Borgarnesi, Lea — Ólafsvík, Lindin — Selfossi, Paloma — Vopnafiröi, Patróna — Patreksfiröi, Báran — Grindavík, Þórshamar — Stykkishólmi, Hornabær — Höfn Hornafiröi, Aþena — Blönduósi, Nesbær — Neskaupstaö, Pex — Akureyri. RMANNAHELGINA og gleymið ekki að hafa ... bros á vör Mikið úrval af léttum sportfatnaði á hagstæðu verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.