Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 48
BILLINN BILASALA SlMt 79944 SMIÐJUVEGI4 KOPMOT' munirt trúlofunarhringa iitmvndalistann fffl) (@uU & &útm Laugavegi 35 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 Mezzoforte-strákarnir gera þaö gott þessa dagana f Evrópu, en hérna sjást þeir í þann mund að gæða sér á forláta köku er gerö var í tiiefni af því að tónleikaferðalagi þeirra um Bretland er iokið. Var myndin tekin í garðveislu er hljómsveitin hélt daginn eftir lokatónleikana í Englandi. Ljósm. Mbl. Gunnlaugur RðRnvaidsson Mezzoforte: 5-600.000 plötur hafa selst erlendis Vinsældir aukast í V-Þýzkalandi og Japan „Þeir hjá Deutsche Grammophone hafa unnið geysilega mikið undir- búningsstarf í V-Þýskalandi og það er nú að skila sér hægt og bítandi," sagði Steinar Berg ísleifsson, forstjóri Steina hf., er Morgunblaðið ræddi við hann í Lundúnum í gærdag. Velgengni Mezzoforte hefur farið ört vaxandi í V-Þýskalandi á undanförnum vikum og er tveggja laga platan „Garden Party" nú komin í 36. sæti smá- skífulistans þarlendis. Lyfti hún sér upp um 6 sæti frá því í síð- ustu viku. Stóra platan, „Sur- prise, Surprise" tók hins vegar undir sig mikið stökk, fór úr 76. sæti í það 41. V-þýski plötumarkaðurinn er stærri en sá enski, næstur á eftir þeim bandaríska og japanska. í Japan er plata hljómsveitarinn- ar komin í 19. sæti yfir erlendar plötur. Mezzoforte hefur selt næstum jafn margar plötur í Þýskalandi og í Bretlandi. Alls nemur heildarplötusalan um 200.000 breiðskífum og á milii 3 og 400.000 smáskífum. „Við erum eðlilega ákaflega ánægðir með hvernig gengið hef- ur í V-Þýskalandi, en þróunin þar er á allan hátt mun hægari en í Bretlandi. Líkari því sem gerist í Bandaríkjunum. Plöt- urnar eru lengi að mjaka sér upp vinsældalistana, en þegar á toppinn er komið er algengt að þær sitji þar allt upp í 6-8 vik- ur,“ sagði Steinar. Að sögn hans er þegar búið að gera ráð fyrir 7 tónleikum i stærstu borgum V-Þýskalands í haust, auk þess sem efnt verður til tónleika bæði í Belgíu og Hollandi. Þá er Frakkland einn- ig inn í myndinni, allt þó óstað- fest, og frekara tónleikahald í Englandi. Þá hefur verið gerður samningur um útgáfu í Kanada, en að sögn Steinars hafa við- brögð Bandaríkjamanna valdið vonbrigðum. „Við höfum fengið samnings- tilboð frá Bandaríkjunum, en einfaldlega ekki nægilega góð. Okkur liggur ekkert á og höfnum hiklaust tilboðum, sem við telj- um óviðunandi. Tímaþátturinn er svo afstæður í þessum bransa." En það eru fleiri en Mezzo- forte, sem vakið hafa athygli er- lendis þessa dagana. Þann 8. ág- úst kemur út tveggja laga plata með Jóhanni Helgasyni í Eng- landi. Er þar að finna lagið „Take Your Tirne", sem varð vinsælt hér heima í fyrra. Er það í splunkunýrri útgáfu. Jóhann kemur fram undir nafninu Joe Ericson erlendis. Sjá viðtal við Mezzoforte á miðopnu. Patreksfjörður: „Engar formlegar tillögur hafa borist frá Svíum“ segir Uffe Ellemann-Jensen um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum „VIÐ HÖFUM í fyrsta lagi ekki fengið neinar formlegar tillögur frá Svíum, um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, og við getum vitaskuld ekki tjáð okkur um slíkar tillögur áður en þær berast,“ sagði Uffe Ellemann- Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ráðherrann var spurður hvort rétt væri að danska ríkisstjórnin hefði vísað á bug hugmynd sænsku ríkisstjórnarinnar um að Norðurlönd yrðu lýst kjarnorku- vopnalaust svæði frá áramótum 1984—85. Frétt þessa efnis var lesin í útvarpsfréttum í gærkvöldi. Uffe Ellemann-Jensen sagði að hér væri lýst mjög stuttaralega því sem hann hefði sagt í viðtali við Svenska Dagbladet fyrir nokkrum dögum. Blaðið hefði bor- ið undir sig spurningu framan- greinds efnis og hann hefði svarað henni á þá leið að engar formlegar tillögur hefðu borist frá Svíum. Hann hafi þá verið inntur álits á lausafregnum um efni slíkra til- lagna og sagðist hann þá hafa sagt að sér virtist sem þær væru óraunsæjar. „Okkar afstaða er og hefur verið sú, að þessi mál beri að skoða í samhengi við öryggismál allrar Evrópu og, hvað okkur varðar, einnig með hliðsjón af stefnu Atlantshafsbandalagsins, þar sem við erum aðilar að banda- laginu. Við höfum gert Svíum grein fyrir þessari afstöðu okkar og þeim er hún kunnug," sagði Uffe Ellemann-Jensen ennfremur. í gærkvöldi bauð utanríkisráð- herrann gestgjöfum sínum til kvöldverðar í danska sendiráðinu og var það síðasti liður opinberrar heimsóknar hans hingað til lands, en hann heldur heimleiðis síðdegis í dag. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til íslands og ég hef hrifist mjög af landinu og þjóðinni. Dvöl- in hér hefur í einu orði verið dá- samleg," sagði Uffe Ellemann- Jensen þegar hann var spurður Reyna að ná Sermelik af hafsbotni KAFARARNIK tveir á Patreksfirði sem keyptu flak grænlenska rækju- togarans Sermelik, sem liggur á hafsbotninum skammt út af mynni Patreksfjarðar, eru að undirbúa björgun hans. Ásgeir Einarsson, annar kafar- anna, sagði í samtali við Mbl. í gær, að ætlun þeirra væri að fara út að flakinu á hraðbát um eða eftir helgina til að kafa niður að honum og kanna aðstæður. Siðan væri fyrirhugað að fara fljótlega á stærri bát og kafa eftir ýmsum lausum hlutum til að létta hann, en Ásgeir sagðist ekki vita fyrir víst hvenær ráðist yrði í að hífa sjálft skipið upp. Veður hefur hamlað því í sumar að hægt hafi verið að fást við skip- ið, að sögn Ásgeirs, en það liggur að því er virðist óskemmt á sand- botni eina og hálfa mílu utan við mynni Patreksfjarðar, en þar er einmitt straumröst sem gerir verkið erfiðara en ella. Togarinn er 52 metrar að lengd og sökk fyrir rúmum tveimur árum. Ásgeir sagði einnig að þeir hefðu aflað tilboða í belgi sem þeir hygðust nota til að lyfta togaranum á flot, Einar hlaut við- urkenningu fyrir bestan árangur EINAR Vilhjálmsson spjótkastari fékk í gær viðurkennngu fyrir best- an árangur Norðurlandabúa á frjáls- íþróttamótinu í Stokkhólmi en hann kastaði spjótinu 90,66 m og sigraði glæsilega eins og sagt var frá í gær. Þetta kast Einars er að sjálf- sögðu glæsilegt íslandsmet en hann stefnir á að ná enn betri ár- angri á næstunni. Einar sigraði á þessu móti sjálfan heimsmeistar- ann Petronoff, en hann varð að láta sér lynda þriðja sæti. Uffe Ellemann-Jensen um ferðalag hans hingað til lands. Hann bætti því við í gamansömum tón, að sér væri óskiljanlegt hvernig hann hefði getað, áður en hann kom hingað, haft afskipti af málum tengdum fslandi án þess að hafa haft minnstu hugmynd um hvernig hákarlar væru á bragðið! I en þeir hefðu reynst of dýrir og myndu þeir því nota það ráð að hífa hann upp með björgunar- | pramma. Verslunar- mannahelgin: Sólrfkast um suðaustan- vert landið GERT er ráð fyrir suð-vestan- átt með hlýju og björtu veðri á norðaustanverðu landinu í dag og á morgun, en votviðri hér sunnanlands. Þó gæti hann hangið þurr hér á suð- vesturhorni landsins. Á laug- ardag er gert ráð fyrir norð- anátt og kólnandi veðri. Raun- ar er spáð köldu veðri um allt land á laugardag og sunnudag, að sögn Magnúsar Jónssonar veðurfræðings. Norðanáttinni mun væntanlega fylgja rign- ingarhraglandi norðanlands, en létta mun til sunnan- og suðaustanlands. „Ef ég ætlaði að eltast við sólina um helgina þá myndi ég fara á suðaustur- hluta landsins," sagði Magnús Jónsson. Morgunblaðið/ ÓI.K. Mag. Reykjavík í gær. Ein af fáum sólskinsstundum sumarsins. Auglýsendur athugið: MORGUNBLAÐIÐ kemur ekki út sunnudaginn 31. júlí og síðasta tölublað fyrir versl- unarmannahelgi kemur því út laugardaginn 30. júlí. Skila- frestur auglýsinga í það blað er til kl. 18,1 dag, fimmtudag- inn 28. júlí. Vegna frídags verslunarmanna kemur fyrsta tölublað Morgunblaðsins eftir helgina út miðvikudaginn 3. ágúst. Skilafrestur auglýsinga í það blað er til kl. 11, þriðju- daginn 2. ágúst.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 169. tölublað (28.07.1983)
https://timarit.is/issue/119249

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

169. tölublað (28.07.1983)

Aðgerðir: