Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 169. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins HARMLEIKUR í LISSABON Lögreglumaður ber Ifk eiginkonu tyrknesks sendifulltrúa í Lissabon út úr sendiherrabústaðnum eftir sprengjuárás armenskra hryðjuverkamanna. Armenarnir drápu einnig portúgalskan lögreglumann, en sviptu sjálfa sig því næst lífi. Sjálfemorðssveit ræðst á sendiráð LÍHHabon, 27. júlí. AP. FIMM ARMENSKIR hryðjuverkamenn létu lífið eftir að þeir réðust á bústað tyrkneska sendiherrans í Lissabon í Portúgal í dag. Eiginkona tyrkn- esks sendiráðsstarfsmanns svo og einn portúgalskur lögreglumaður biðu bana af völdum sára í árásinni. Að sögn dómsmálaráðherra Portúgals, Eduardo Pereira, er talið að armensk sjálfsmorðssveit hafi staðið að verkn- aðnura. Pereira sagði að allt benti til að fjórir hryðjuverkamannanna hefðu sprengt sjálfa sig í loft upp af ásettu ráði, og hefði eiginkona tyrkneska sendifulltrúans látið lífið í sömu sprengingunni. Fimmti Armeninn féll hins vegar fyrir byssukúlu öryggisvarða, er áráá- arliðið ruddist inn í húsið, sem er í útjaðri höfuðborgarinnar. Sér- þjálfaðar lögreglusveitir gerðu áhlaup að byggingunni fjórum klukkustundum síðar, en mættu engri andspyrnu. Lítt þekkt samtök, er kalla sig „Armenska byltingarherinn", lýstu á sig ábyrgðinni af árásinni í skilaboðum er þau komu áleiðis til fréttastofu AP. Þar sagði: „Við höfum ákveðið að sprengja bygg- inguna í rúst án þess að hörfa frá henni sjálfir. Þetta er ekki sjálfsmorð, heldur öllu heldur fórn á altari frelsisins." í orðsend- ingunni sagði að ástæða árásar- innar væri sú að „Tyrkir og bandamenn þeirra hefðu neitað að játa á sig þjóðarmorð á Armen- um.“ Tyrkneski sendifulltrúinn, Ca- hide Mihcioglu, og sautján ára gamall sonur hans, særðust lítil- lega í sprengingunni, en portú- galskur lögreglumaður hlaut skot- sár á fæti í byrjun árásarinnar. Sendiherra Tyrklands í Portú- gal, Ismail Soysal, hætti störfum og snéri aftur til heimalands síns fyrr í mánuðinum. Reagan vill fá heit íyrir brottnámi liðs Biskupar sjá vofu Stalíns Varsjá, Póllandi, 27. júli. AP. KAÞÓLSKA kirkjan í Póllandi mótmælti í dag nýsamþykktum kúgunarlögum kommúnista- stjórnarinnar og lét að því liggja aó þau minntu á ógnarstjórn stalínista á sjötta áratugnum. Talsmaður kirkjunnar sagði að biskupar í Póllandi hefðu undirritað bréf og afhent það pólska þinginu í morgun. Þrátt fyrir að texti bréfsins hafi ekki verið birtur, er haft eftir heimildum innan kirkj- unnar að þar hafi lögum stjórnarinnar aimennt verið mótmælt tæpitungulaust. Seg- ir einnig að í bréfinu komi fram að kirkjan óttist að verið sé að hörfa aftur að tímabilinu fyrir 1956. Stalín er ekki nefndur á nafn í bréfinu, en stalínisminn er að jafnaði tal- inn hafa liðið undir lok í Pól- landi 1956. Þegar herlögum var aflétt í Póllandi í síðustu viku veitti pólska þingið nær átta hundr- uð manns sakaruppgjöf, en samþykkti jafnframt viðbót- artillögur við stjórnarskrána, er herða yfirstjórn valdhafa í stjórnmálum og efnahagslífi. Sendibréf Jozef Glemps, kard- ínála, varð þó til þess að stjórnvöld frestuðu umfjöllun frekari þvingunaraðgerða, og er talið að þingið muni ræða þær á morgun, fimmtudag. Aðstoðardómsmálaráðherra Póllands, Tedeusz Skora, skýrði frá því í dag, að seinni lagaflokknum væri ætlað að vera „fyrirbyggjandi". Wa.shington, 27. júlí. AP. Bandaríkjastjórn vill aö ísra- elsmenn skuldbindi sig opinberlega til að afturkalla allt herlið sitt í ifóng- um frá Líbanon, að sögn háttsetts starfsmanns bandaríska utanríkis- ráðuneytisins í dag. Starfsmaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að hugs- anlegt væri að Bandaríkjamenn myndu einnig fara fram á að ísra- elsmenn settu fram áætlun með dagsetningum. Hann bætti þó við að ekki væri hægt að ætlast til þess að ísraelsmenn kölluðu sitt herlið aftur nema að Sýrlendingar gerðu slíkt hið sama. Hann sagði að Bandaríkin vonuðust þó til að skuldbinding ísraelsmanna yrði til þess að knýja Sýrlendinga til sam- starfs. Fari svo að ísraelsmenn sam- þykki tillögur Bandarikjamanna, er búist við að tilkynning verði gef- in út á morgun, fimmtudag, að YITZHAK SHAMIR MOSHE ARENS loknum fyrirhuguðum fundi Ron- ald Reagans forseta, Yitzhak Shamirs utanríkisráðherra og Moshe Arens varnarmálaráðherra, í Washington. Ráðherrarnir ræddu í dag við George Shultz utanríkis- ráðherra, en Arens sat einnig fund með Caspar Weinberger varnar- málaráðherra. Talið er að einkum hafi verið rætt um brottflutning liðs frá Líbanon á fundunum. í fréttum frá Tel Aviv í dag segir að fjórir Arabar hafi særst í átök- um ísraelskra hermanna og mót- mælenda við palestínskan háskóla norðan við Jerúsalem. Áhrifamikill Palestínuleiðtogi, Bassam Shakaa, borgarstjóri í Nablus, bar ísraelsku stjórnina þungum sökum er hann sagði að árásin á Hebron-háskóla í gær hefði verið „þáttur opinberrar stefnu Israelsstjórnar, sem Banda- ríkin styðja“. Sjá nánar um Mió-Austurlönd bls. 20. Forsetar til fundar við Stone San Salvafor, El Salvador. Washin^ton. 27. júlí. AP. SENDIMAÐUR Bandaríkjafor- seta í Mið-Ameríku, Richard Stone, ræddi í dag við forseta Col- ombíu og Panama í El Salvador meðan fulltrúadeild bandaríska þingsins skeggræddi í Washington hvort hætta skyldi stuðningi við andstæðinga stjórnarinnar í Nic- aragua. Forseti Cólombíu, Belisario Betancur, og forseti Panama, Ricardo del la Espriella, hittu Stone og forseta E1 Salvador, Alvaro Magana, á skyndifundi í forsetahöllinni í San Salvador. Mun ekki hafa verið efnt til slíkra fundarhalda síðan borg- arastyrjöld brauzt út í E1 Salva- dor fyrir fjörutíu og fimm mán- uðum. Talið er að Stone reyni enn að fá fulltrúa vinstrisinn- aðra skæruliða í landinu til við- ræðna. Engar fregnir hafa þó borizt af fundi hans með forset- unum í dag. Ráðgert er að bandaríska full- trúadeildin greiði atkvæði á morgun, fimmtudag, um hvort haldið skuli áfram leynilegum stuðningi við andstæðinga sand- ínista í Nicaragua. Þrátt fyrir að andstæðingum stjórnarinnar þyki sem fyrirætlanir hennar í Mið-Ameríku hafi ekki verið skýrgreindar sem skyldi eru taldar litlar líkur á að þeir muni bera sigur úr býtum í atkvæða- greiðslunni. Reagan Bandaríkjaforseti skýrði frá því í gærkvöldi að sovézkt flutningaskip, hlaðið þyrlum og öðrum hergögnum, hefði sézt halda til hafnar í bænum Corinto í Nicaragua. Að sögn embættismanna er þetta þriðja skipið, sem flytur sandin- istum sovézk og kúbönsk her- gögn það sem af er árinu. Sjá nánar um Bandaríkin og Mið-Ameríku bls. 22. Óskaði að vera fiskur Argenteuil. Frakklandi. 27. júli. AP. MAÐl'R á sjötugsaldri, sem lang- aði að endurholdgast sem fiskur, kastaði sér í Signu í dag og drukknaði, að sögn lögreglu í bæn- um Argenteuil í Frakklandi. Siglingamaður á ánni suður af París fann líkið og dró það að landi. í jakkavasa mannsins upp- götvaði lögregla langt bréf þar sem höfundurinn útskýrði að hann hefði „tröllatrú á endur- holdgun" og óskaði „að verða fiskur". Þegar síðast spurðist hafði lögreglu enn ekki tekizt að bera kennsl á manninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.