Morgunblaðið - 05.08.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 05.08.1983, Síða 1
56 SÍÐUR 174. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Loftárásir á tvær nýjar borgir í Chad N’Djamena, 4. ágúst. AP. LÍBÝSKAR sprengjuflugvélar gerðu loftárásir á stöðvar í Chad sjötta dag- inn í röð og að þessu sinni á ný skotmörk. Arásirnar voru gerðar á borgirnar Kalait og Oum Chalouba, sem eru hernaðarlega mikilvægar. Tvaer sovézkar herflutninga- flugvélar af gerðinni Antonov-26, merktar lofther Líbýu, millilentu í Aþenu í dag á leið sinni frá Kænu- garði í Sovétríkjunum til Trípolí í Líbýu. Þær voru ekki tollskoðaðar, en flugvélunum flugu sovézkir og líbýskir herflugmenn. Tvær bandarískar AWACS-rat- sjárflugvélar eru komnar til Egyptalands viku á undan áætlun og er talið að þeim sé ætlað að fylgjast með umsvifum líbýskra herflugvéla í námunda við víg- stöðvarnar í Chad. Flugvélarnar munu síðar taka þátt í árlegum heræfingum Bandaríkjamanna og Egypta. Spenna eykst stöðugt milli Bandaríkjanna og Líbýu vegna síð- ustu atburða í Chad og í því sam- bandi hafa Líbýumenn hlotið stuðning Sovétmanna. Þrír banda- Skákeinvígi: Rússar vilja fara framhjá FIDE Moskvu, 4. ágúst. AP. Skáksamband Sovétríkjanna hvatti til þess í dag að keppendur í áskor- endaeinvígjunum í skák héldu eigið mót framhjá Alþjóöaskáksamband- inu (FIDE). Hvöttu Sovétmenn til þess að viðkomandi skáksambönd tækju sig út úr FIDE og buðust þeir til að halda einvígin tvö. Kváðust Sovétmenn reiðubúnir að stuðla að því að sérstakt mót yrði haldið framhjá FIDE og sögð- ust af því tilefni reiðubúnir til við- ræðna við fjórmenningana, sem rétt hafa unnið til þátttöku í áskor- endaeinvígjunum, og skáksambönd þeirra. Fjórmenningarnir eru Sov- étmennirnir Gary Kasparov og Vasily Smyslov, Victor Korchnoi, sem keppir í nafni Sviss, og Ung- verjinn Zoltan Ribli. Sovézka skáksambandið mót- mælti þeirri ákvörðun FIDE að halda fast við áætlanir Campom- 'anesar forseta um að halda áskor- endaeinvígin í Abu Dhabi og Pasa- dena í Kaliforníu. Sagði sambandið að Kasparov og Smyslov vildu gjarnan að einvígin færu fram, en ekki á áðurgreindum stöðum, og því hefðu þeir krafist þess að fundnar yrðu leiðir út úr sjálfheldu þeirri sem málið væri komið í. Þar sem FIDE virti óskir keppenda að vettugi væri ekki um annað að velja en fara framhjá FIDE og kanna hvort hægt væri að koma einvígjunum í kring með öðrum Sjá nánar á bls 15. rískir hernaðarráðgjafar, frá Bliss-herstöðinni í Texas, eru komnir til N’Djamena til aðstoðar hersveitum Hissene Habre forseta. Reagan Bandaríkjaforseti átti viðræður við Mobutu, forseta Zaire, í Hvíta húsinu í dag um ástandið í Chad og hrósaði Reagan Mobutu fyrir það „hugrekki,, að senda sveitir til Chad til aðstoðar sveit- um Habre. Hét Reagan Zaire auk- inni efnahagsaðstoð við þetta tæki- færi. Sveitir uppreisnarmanna, sem styðja Goukouni Oueddi fyrrum forseta, náðu Kalait og Oum Chal- ouba á sitt vald 9. júlí sl. en stjórn- arherinn náði þeim aftur þremur dögum seinna. Um borgirnar liggja aðalsamgönguæðar til austurhluta Chad. Þær eru 350 kílómetra suð- austur af Faya Largaeu. Talsmaður stjórnarinnar sagði „nokkurt tjón“ hafa hlotist af loft- árásum Líbýumanna. Hingað til hafa Líbýumenn einskorðað loftár- ásir sínar við vígstöðvarnar við Faya Largeau, sem stjórnarherinn náði úr klóm uppreisnarmanna sl. laugardag, en þá hafði borgin verið í höndum þeirra í röskan mánuð. Landgönguliði úr bandaríska flotanum mundar byssu með Redeye-loftvarnarflaug, sömu gerðar og þær flaugar eru sem Bandaríkja- menn hafa sent stórnarhernum í Chad. Þrír bandarískir hernaðarráðgjafar eru komnir til Chad til að kenna þarlendum að nota flaugarnar gegn líbýskum árásarflugvélum. AP/sim.mynd. ísraelsher flytur hergögn til strandar Beírút, 4. igúst. ap. I Beirút og er talið að um sé að ræða ÍSRAELSHER hóf að flytja her- fyrsta skrefið í fyrirhugaðri til- gögn úr Chouf-fjöllunum, í mið- færslu ísraelskra hersveita í Líban- hluta Líbanon, til strandar suður af | on. Palme tilbúinn til viðræðna við Dani Stokkhólmi, 4. ágúst. AP. OLOF Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, sagði á blaðamannafundi í dag að ákvörðun Dana um að hefja olíuleit á umdeildu svæði á Kattegat ætti enga hliðstæðu í samskiptum Dana og Svía undanfarin 30 ár. Kröfðust Svíar þess formlcga í dag að borununum yrði hætt þegar í stað. Palme kvað ákvörðun Dana „gerræðislega" og gagnrýndi það harðlega að fyrri mótmæli sín skyldu að vettugi virt. Palme endurtók margsinnis á fundinum að sænska stjórnin væri reiðubúin að setjast niður með þeirri dönsku til að reyna að jafna ágreininginn um miðlínu á Kattegat. Búist er við að Palme og Paul Schlúter ræði um deilu þessa þeg- ar þeir hittast á fundi forsætis- ráðherra Norðurlandanna um helgina. Eyjan umdeilda á Kattegat, Hesseleyja, sem Svíar og Danir þrátta um. Sagði Palme að ríkisstjórn borgaraflokkanna hefði setið að völdum í Svíþjóð þegar síðast var reynt að jafna ágreining ríkjanna um yfirráð yfir Kattegat, en það var árið 1978. Kvað Palme það alvarlegast í deilu þessari að dönsk yfirvöld hefðu í júní sl. leyft tilraunabor- anir á umdeilda svæðinu, án þess að hafa samráð um það við sænsk yfirvöld. Palme sagði ákvörðun Dana brjóta í bága við hafréttarsátt- málann frá 1982 og einnig væri hún á skjön við samþykktir nor- rænu umhverfisráðstefnunnar frá 1974. Palme sagði að Svíum væri áfram um að deila þessi yrði leyst á friðsamlegan hátt. Aðspurður sagðist hann vona að ekki þyrfti til þess að koma að Svíar færu með deiluna fyrir Alþjóðadóm- stólinn í Haag. Robert C. McFarlane, sendi- maður Bandaríkjanna í Miðaust- urlöndum, sagði eftir viðræður við Begin forsætisráðherra, Shamir utanríkisráðherra og Ar- ens varnarmálaráðherra í ísrael, að „framfaraskref" hafi verið stigið í tilraunum til að tryggja brottflutning erlendra herja frá Líbanon. McFarlane skaust að vörmu spori til Beirút til fundar við Elie Salem utanríkisráðherra og Wa- dih Haddad, aðalráðgjafa Gema- yels í varnarmálum, en ekkert fréttist um gang viðræðnanna þar áður en Mbl. fór í prentun. Viðræður McFarlane í Jerúsal- em og Beirút snerust um til- færslu Israelshers i Libanon og hvernig tryggja mætti að til- færslan skildi ekki eftir sig tóma- rúm sem hrinda kynni af stað borgarastríði milli kristinna manna og múhameðstrúarmanna í Chouf-fjallahéruðunum. Leiðtogar drúsa hafa krafist pólitískra samninga af stjórn Gemayels áður en stjórnarherinn verður sendur inn á svæðið til að taka þar við af ísraelum. Krefj- ast drúsar að sveitir kristinna manna, sem styðja Gemayel, hverfi frá fjöllunum og að stöðv- um þeirra þar verði lokað, ella muni þeir veita stjórnarhernum mótspyrnu. Robert C. McFarlane Langar lestir ísraelskra her- flutningabifreiða sáust aka eftir Sídonveginum gamla til hafnar- borgarinnar Damour, sem er 15 km suður af Beirút. Samtímis var sagt að ísraelar væru að gera vegi og reisa stöðvar meðfram Awali-fljótinu. íbúar á svæðinu segja ísraela undirbúa flugvall- arbyggingu við ána. Vestrænn diplómat sagði ísra- ela einungis vera að flytja óþarfa búnað frá Chouf-fjöllunum, þeir yrðu þar áfram með fullum herstyrk, með skriðdreka og loftvarnarbyssur, en þegar eigin- leg tilfærsla kæmi til yrði hún auðveld og fljótleg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.