Morgunblaðið - 05.08.1983, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.08.1983, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 Góð veiði Sigiu- fjarðarbáta Siglufirði, 3. ágúst. SIGLUVÍK landaði hér 150 lestum í gær, Siglfirðingur landar 60 lestum f dag og Stálvík mun væntanlega landa 140 lestum á morgun. Afli togaranna hefur verið nokkuð góður að undanförnu og mestmegnis þorskur. Þá er veiðin einnig að glæðast hjá þeim á trillunum. Þeir hafa komið með allt að einu Miklar vegaframkvæmdir hafa verið í sumar í Mikla- dal í Patreksfirði og á Víðieyrum í Tálknafirði. Vegagerðarmenn að störfum. Morgunblaðíð/ J6n Pétursson. Patreksfjörður: Miklar vegaframkvæmdir í sumar Patreksfirdi, 29. júlí. í SUMAR hafa verið miklar vegaframkvæmdir á milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Að sögn Braga Thoroddsen vegaverkstjóra var hafist handa við framkvæmdirnar í byrjun júní. Hafa þær gengið nokkuð vel en verkið hefur verið mjög erfitt, sérstaklega aksturinn á efninu sem allt þarf að taka í Tálknafirði. Þetta mun nálægt því að vera um 5 kílómetra vegarkafli, og hefur hann allur verið undirbyggður, um 1,5 km í Tálknafirði og 3,5 í Patreksfirði. Búið er að leggja bundið slitlag Tálknafjarðarmegin, þ.e. á veginn um Víði- eyrar frá Norður-Botnsá að Keldeyrará en fljót- lega eftir verslunarmannahelgina verður lagt bundið slitlag á veginn í Mikladal. P.S. tonni eftir daginn. Veðrið er mjög gott hér um þessar mundir. Margir ferðamenn hafa lagt leið sína hingað í sumar og venju fremur stansað fremur lengi hér í bænum. Það kæmi mér ekki á óvart að það væri vegna þess að þeir kviðu svo mikið fyrir að fara vegna þess hve vegurinn er slæmur út úr bænum. Ég hef ekki farið eftir verri vegi og mér dettur oft í hug skriðdreki þegar ég er að fara hér út ströndina. Vegagerðin hefur nokkrum sinnum sett niður hæla þarna á veginum, en þeir hafa jafnóðum dottið í burtu og ekkert meira verið aðhafst. Menn eru að velta því fyrir sér hvort Vegagerðin hefur að þessu sinni sett upp hælana fyrir fjár- málaráðherrann sem væntanlegur er hingað á morgun! — Matthías. Breytt eiturlyfjalöggjöf á Spáni: Reynslan verður að leiða í Ijós þörfina á hertu eftirliti — segir Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustj. á Keflavíkurflugyelli „ÞAÐ ER RÉTT að ígrunda það vandlega, en sjálfsagt verður reynsl- an að segja til um það hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði Þorgeir Þor- steinsson, lögreglustjóri á Keflavík- urflugvelli, aðspurður um hvort breytt eiturlyfjalöggjöf á Spáni, þar sem sú breyting er gerð að ekki er lengur saknæmt að hafa undir hönd- um eiturlyf til einkanota, gerði kröf- ur um hert eftirlit með farþegum frá Spáni frá því sem nú tíðkast. Að minnsta kosti 8 þúsund íslendingar lögðu leið sína til Spánar á síðasta Bókaútgáfan Iðunn: Ný bók eftir Þórarin Eldjárn KYRR KJÖR heitir bók eftir Þór- arin Eldjárn sem væntanleg er hjá bókaútgáfunni Iðunni í haust, að því er Jóhann Páll Valdimarsson hjá Iðunni tjáði Mbl. í gær. Þetta er fyrsta langa saga Þórarins Eld- járns og er efni bókarinnar svið- sett á 18. öld. Aðalpersónan, Guðmundur Bergþórsson, sem ber sitt rétta nafn í bókinni, gekk undir nafn- inu Stapakrypplingurinn. Hann var dvergvaxinn og mikið lík- amlega bæklaður, en talinn mik- ið ákvæðaskáld og orti m.a. Olgeirsrímur, sem eru með lengstu rímum sem ortar hafa verið á íslandi. Að sögn Jóhanns Páls bera fleiri persónur sem koma við sögu sín réttu nöfn, en ekki er þó um heimildaskáldsögu að ræða. Fyrsta skáldsaga Stefaníu Þorgrímsdóttur kemur einnig út hjá Iðúnni síðar á þessu ári. Þessi skáldsaga hefur ekki enn fengið nafn, en Stefanía er dóttir Jakobínu Sigurðardóttur í Garði. Ljóðabók Hannesar Péturs- sonar, 36 ljóð, er nýkomin út hjá Iðunni, en frá útkomu hennar hefur áður verið sagt í Mbl. Af þýddum bókum kemur m.a. út bók eftir rúmanska rithöf- undinn Zaharia Stancu, en hún ber íslenska nafnið Meðan eld- arnir brenna, og er i þýðingu Kristínar Thorlacius. Einnig verður gefin út bók eftir kúb- anska rithöfundinn Alejeo Car- pentier. Hún heitir Ríki af þess- Þórarinn Eldjárn um heimi og er í þýðingu Guð- bergs Bergssonar. Að auki verð- ur gefin út ný þýðing Hannesar Péturssonar á Hamskiptunum eftir Franz Kafka og fleiri sög- um. Þetta eru allt sögur sem Kafka heimilaði útgáfu á meðan hann lifði. Hannes þýddi þessa bók fyrir mörgum árum og kom hún þá út hjá Menningarsjóði, en hann hefur nú endurþýtt hana. Öldin okkar kemur út í haust og verður í þeirri bók fjallað um tímabilið frá 1971 til 1975 og það er Gils Guðmundsson sem hefur tekið hana saman. Jóhann Páll gat þess að lokum að hér væri aðeins stiklað á stóru, enda sendi Iðunn frá sér um 100 bókatitla á þessu ári. ári með beinu leiguflugi, fyrir utan þá sem sóttu Spán heim með öðrum hætti. Þorgeir sagði að þeim hefði ekk- ert borist formlega ennþá um þessar breytingar á spánskri eit- urlyfjalöggjöf eða um viðbrögð ís- lendinga við þeim. „Við reynum að hafa það eftirlit með þessu sem mannaráð leyfa og munum ekki síður fylgjast með farþegum frá Spáni en annars staðar frá, eins og gert hefur verið hingað til,“ sagði Þorgeir ennfremur. „Það er vissulega alvarlegt, ef einhverjir eru að gefast upp í þeirri viðleitni að hamla á móti notkun eiturlyfja," sagði Jón Helgason, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið um þessar breytingar og hvernig þær horfðu við fslendingum. Jón sagði að ráðuneytið myndi afla sér upp- lýsinga um þetta mál og gera þær ráðstafanir sem þyrfti vegna þessa. Jón sagði aðspurður um hvort til greina kæmi að mótmæla þessari lagasetningu Spánverja eins og Norðmenn hyggjast gera, að ef að í ljós kæmi að þarna væri um brot á alþjóðasamningi að ræða, þá myndi það verða skoðað, en það færi eftir efni málsins og hvað í ljós kæmi við könnun þess. Aðspurður um hvort tollgæsla á Keflavíkurflugvelli varðandi far- þega frá Spáni yrði hert, sagði Jón, að það yrði athugað, en eftir- lit með farþegum erlendis frá væri í ágætu horfi. 10. þúsundasti far- þeginn með Eddunni BÍLA- og farþegaferjan Edda hefur nú flutt liðlega 10.000 farþega frá því að skipið hóf siglingar í byrjun júní sl., að sögn Einars Ilermannssonar, fram- kvæmdastjóra Farskips. Einar Hermansson sagði enn- fremur, að 10. þúsundasti farþeg- inn hefði komið um borð í Eddu í Bremerhaven í Vestur-Þýskalandi, sem er annar viðkomustaður skips- ins í Evrópu, en hinn er Newcastle í Englandi. Einar sagði að mikill fjöldi far- þega hefði farið með skipinu á mið- nætti í gærkvöldi og voru t.d. allir farþegaklefar uppseldir fyrir ferð- ina. Þá koma það ennfremur fram, að fólksflutningar á milli Bret- lands og Þýskalands hafa stöðugt verið að aukast og í sl. viku fóru t.d. 202 farþegar með skipinu frá New- castle til Bremerhaven. Einar Hermannsson sagði, að bókanir í ferðir það sem af er sumri hafi aukist jafnt og þétt að undanförnu og væru fáir klefar eft- ir í ferðirnar 17. og 24. ágúst nk. Landsmálafélagið Vörður: Rit um þróun íslenskra þjóðmála komið út Landsmálafélagið Vörður hefur gefið út rit er nefnist Þróun ís- lenskra þjóðmála í Ijósi stefnu Sjálfstæðisflokksins. í ritinu birtast erindi er flutt voru á ráðstefnu Varðar sl. vor. Eftirfarandi erindi birtast í rit- inu: Stjórn peningamála og lána- markaðar: Bjarni Bragi Jónsson. Atvinnumál: Víglundur Þorsteins- son. Utanríkismál og viðskipta- tengsl: Björn Bjarnason. Skatt- heimta á íslandi og hlutur hins opinbera: Pétur H. Blöndal. Þá birtist í ritinu útdráttur úr pallborðsumræðum sem fram fóru í lok ráðstefnunnar, en auk fram- sögumanna tóku þátt í þeim þau Geir Hallgrímsson, Sverrir Her- mannsson, Salome Þorkelsdóttir, og Davíð Oddsson. Umræðunum stjórnaði Jónas Bjarnason. Ábyrgðarmaður og ritstjóri rits Landsmálafélagsins Varðar er Kristinn Jónsson. Ritið fæst afhent ókeypis á skrifstofu Varðar í Valhöll, Háa- leitisbraut 1. Breytingar á umferð í Reykjavík: Leyfilegt að aka norður Aðalstræti af íslandsplani NOKKRAR breytingar munu eiga sér stað á umferð í Reykjavfk í dag, 5. ágúst. Þá verður leyfilegt að aka norður Aðalstræti af Hótel ís- landsplani svonefndu, en það hefur hingað til verið bannað. Þá verða bifreiðastöður einnig heimilar á Túngötu milli Hólsvallagötu og Hofsvallagötu, fyrir framan Landa- kotsspítala, að hluta til upp á gang- stétt. Aðrar breytingar sem verða á umferð í Reykjavík eru: Ein- stefnuakstur verður á Ránargötu til austurs frá Ægisgötu að Garðastræti og heimilt verður að leggja bílum beggja vegna götunn- ar á sama kafla. — bifreiðastöður verða bannað- ar á 12 metra kafla á sunnan- verðri Leifsgötu til austurs frá húsalínu Barónsstígs. — á húsagötu vestan megin Grensásvegar verður einstefnu- akstur til suðurs. — á húsagötu austan megin Grensásvegar verður einstefnu- akstur til norðurs. Bifreiðastöður verða leyfðar beggja vegna ak- brautar, skástæði að austanverðu, en langstæði að vestanverðu við Grensásveg. — á húsagötu meðfram Síðu- múla verður einstefnuakstur til norðurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.