Morgunblaðið - 05.08.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983
15
Nýjar sannanir
um „gult regn“
Washington, 4. ágúst. AP.
BANDARÍSK stjórnvöld sendu
Sameinuóu þjóðunum í gær ný gögn
sem sýndu fram á að notuð hafa
verið bönnuð eiturvopn í Suðaustur-
Asíu fyrir tilstilli Sovétríkjanna.
Gögnin sem um ræðir eru blóð-
sýni tekin úr flóttamönnum frá
Laos sem hafast við í nágranna-
ríkinu Thailandi. Fjögur sýni voru
send til Sameinuðu þjóðanna, úr
þremur konum og einum skæru-
liða stjórnarandstæðinga. Öll sýn-
in báru þess merki að eiturefni
sem bönnuð hafa verið með al-
þjóðlegum samþykktum hafa verið
notuð.
Talsmaður bandaríska utanrík-
isráðuneytisins sagði í gær, að
Angóla:
þessi gögn væru ekkert annað en
viðbót við fjölmörg önnur. í þrjú
ár hafa Bandaríkjamenn sakað
Sovétríkin um að nota ólögleg ejt-
urefnavopn í baráttunni við frels-
issveitir í Afganistan, auk þess
sem þeir hafi séð stjórnvöldum í
Kambódíu og Laos fyrir sams kon-
ar vopnum til að beita gegn frels-
issveitum.
Sovétmenn hafa jafnan neitað
harðlega að þeir noti þessi vopn,
en þau eru afar hryllileg, valda
miklum blæðingum, uppköstum og
ógleði áður en þau draga fórnar-
lömb sín til dauða ef þau hafa orð-
ið fyrir þeim í of ríkum mæli. Hef-
ur verið talað um „gula regnið".
Stórsókn UNITA
Uppreisnar minnst
Þúsundir Pólverja söfnuðust saman í Powazki-kirkjugarðinum í Varsjá sl. mánudag til að minnast þess, að þann
dag voru 39 ár liðin frá því að borgarbúar gerðu uppreisn gegn nasistum. Talið er, að um 200.000 manns hafi
látið lífið í uppreisninni. Það, sem einkenndi minningarhátíðina að þessu sinni, var V-merkið, merki Samstöðu,
sem táknar sigur fólksins yfir kúgurum sínum hvort sem þeir eru af nasískum eða kommúnískum toga. AP.
HM í skák:
Campomanes útilokar
ekki nýja keppnisstaði
Ridursð liiírnulavíu A ámiut AI*
Belgrað, Júgóslavíu, 4.ágúst. AP.
Lissabon, 4. ágúst. AP.
Skæruliðar UNITA í Angóla segj-
ast hafa hrundið af stað mikilli
sókn gegn stjórnarhernum í land-
inu um mánaðamótin síðustu og
hafi þeir sótt fram í 5 héruðum, sem
þekja hálft landið.
Þessi tíðindi komu fram í
fréttatilkynningu sem UNITA
sendi frá sér í Lissabon í Portú-
gal í gær. Sagði í tilkynningunni,
að skæruliðunum hefði orðið vel
ágengt og mikið mannfall hefði
verið í röðum stjórnarhersins. Til
dæmis segjast þeir hafa fellt
tæplega 300 stjórnarhermenn og
15 kúbanska ráðgjafa í miklum
bardögum við borgirnar Chicala
og Cangumbe. Víðar hefur stjórn-
arherinn beðið talsvert afhroð,
auk þess sem skæruliðarnir segj-
ast hafa skotið niður 3 MIG
orrustuþotur og hertekið mikið
magn vopna og annarra her-
gagna.
Talsmenn UNITA segja að-
gerðirnar miða að því að neyða
stjórnvöld til að semja um vopna-
hlé. Hefur UNITA margóskað
eftir slíku samkomulagi, en
stjórnvöld jafnan neitað. Þá vilja
UNITA-menn að kúbanskir her-
menn og ráðgjafar verði sendir
til föðurhúsanna. Stjórnvöld
neita öllum viðræðum og segja
stjórnvöld í Suður-Afríku standa
á bak við UNITA. Hafa skærulið-
arnir hótað að auka aðgerðir sín-
ar á næstu dögum.
Florencio Campomanes, forseti Al-
þjóða skáksambandsins, sagði í sam-
tali við dagblað í Júgóslavíu í gær, að
það væri ekki útilokað lögum sam-
kvæmt að breyta um keppnisstaði und-
anúrslitakeppnanna í áskorendaein-
vígjunum í skák, en Sovétmenn hafa
mótmælt keppnisstöðunum harðlega
og neitað keppendum sínum að mæta
til leiks. Garri Kasparov á að mæta
Viktor Korchnoi í Pasadena í Kali-
forníu, en Vasily Smyslov á að keppa
gegn Ungverjanum Zoltan Ribli f Abu
Dhabi, keppnin á að hefjast 6. ágúst.
Arabarnir hafa hins vegar dregið til-
boð sitt til baka vegna óvissunnar sem
nú ríkir.
Álasaði Campomanes Sovét-
mönnum jafnframt fyrir furðulega
stífni og „sérþarfapólitík“. Hann
sagði að FIDE gæti fundið nýja
keppnisstaði og Sovétmenn myndu
fá tvo daga til að samþykkja þá ef út
í það færi, en tapa einvígjunum að
öðrum kosti.
Bozidar Kazic, varaforseti FIDE,
lagði áherslu á orð Campomanes, að
Sovétmennirnir myndu tapa ein-
vígjunum ef þeir mættu ekki til
leiks. „Reglurnar eru skýrar og
fram hjá þeim verður ekki farið,"
sagði Kazic í samtali við AP.
Campomanes var gramur í garð
Rússa er hann ræddi við umrætt
dagblað, þar sagði hann Sovétmenn
vera vísvitandi að eyðileggja mikið
starf og skýringarnar, sem gefnar
væru, væru lélegar. „Smyslov hefur
sjálfur sagt mér að hann hefði ekk-
ert á móti því að tefla í Abu Dhabi,
því er þetta verk stjórnvalda og ekk-
ert annað,“ sagði forsetinn. Vara-
forsptinn Kazic sagði að Sovétmenn
hefðu borið fyrir sig slaka öryggis-
gæslu í Pasadena, en gerði lítið úr
þeim orðrómi að Sovétmenn óttuð-
ust að Kasparov myndi leita hælis
setn pólitískur flóttamaður í Banda-
ríkjunum.
Bæði Kasparov og Smyslov hafa
látið hafa eftir sér hnjóðsyrði um
Campomanes og FIDE í sovéskum
fjölmiðlum að undanförnu. Kasp-
arov hinn ungi sagði m.a.: „FIDE
mun hreinlega deyja út ef það gerir
sig sekt um að ýta til hliðar óskum
snjöllustu stórmeistaranna eins og
þeir væru ekkert annað en ágengir
betlarar." Orð Smyslovs hafa verið á
sama veg, en Kasparov sagði að lok-
um: „FIDE hefur ávallt haft kepp-
endur með í ráðum er keppnisstaður
hefur verið ákveðinn og bæði mót-
herji minn og ég lýstum áhuga
okkar á því að keppa í Rotterdam í
Hollandi. Til hvers er FIDE að
spyrja okkur álits ef ekkert mark er
svo tekið á okkar óskum? Ég held að
Campomanes myndi alls ekki setja
niður við að skipta um skoðun, held-
ur myndi hann vaxa í áliti, því slíkt
bæri vott um að maðurinn hefði
heilbrigða skynsemi til að bera.“
Sovéska skáksambandið ítrekaði í
gær, að ákvörðun sín stæði óhagg-
anleg, Kasparov og Smyslov myndu
ekki keppa í Pasadena og Abu
Dhabi.
Bettino Craxi, forsætisráðherra Italíu:
Tækifærissinni eða
fæddur til forystu?
Bettino Craxi, forsætisráðherra, spjallar við fréttamenn meðan á tilraun -
um hans stóð til stjórnarmyndunar.
BETTINO Craxi, fyrsti italski for-
sætisráðherrann úr flokki sósíal-
ista, hefur átt skjótum frama að
fai'"". í llokki sínum og ítölskum
stjórnmálum en getið sér nokkuð
misjafnt orð á ferli sínum. í augum
sumra er hann maður, sem er lítt
treystandi, „skemmdarvargur",
sem ávallt kemur illu til leiðar, en
aðrir hafa tröllatrú a hæfileikum
hans. Flestum ber þó saman um, að
hann sé í raun óráðin gáta, sem
fyrst nú muni fást einhver botn í.
Craxi, sem er 49 ára að aldri, er
ákaflega metnaðargjarn maður
og kann vel við sig í sviðsljósinu.
Andstæðingar hans segja, að
hann sé frekur og yfirgangssam-
ur og hafi velt úr sessi fjórum
ríkisstjórnum með hagsmuni
Sósíalistaflokksins eina að leið-
arljósi, en stuðningsmenn hans
eru hinir ánægðustu. Forsætis-
ráðherrann er nú úr flokki sósíal-
ista, litla flokknum, sem svo lengi
hefur verið eins og á milli steins
og sleggju, milli kristilegra demó-
krata og kommúnista.
„Sem stjórnmálamaður hefur
Craxi ýmislegt til brunns að
bera,“ sagði nýlega Indro Mont-
anelli, framámaður í Kristilega
demókrataflokknum, „en sem
landsfaðir er hann óskrifað blað.
Við skulum þó vona, að hann
komi okkur á óvart því að það
sem við höfum séð til hans, er
ekki uppörvandi." Á það má líka
minna, að við borð lá að ítalska
stjórnin félli á síðasta ári þegar
ráðherra ríkisfjarmála, Nino
Andreatta úr flokki kristilegra,
lét þau orð falla, að aðferðir
Sósíalistaflokksins minntu mest
á „þjóðernissósíalismann", með
öðrum orðum nasismann.
Bettino Craxi er fæddur í Míl-
anó, sonur lögfræðings, sem
fluttist þangað frá Sikiley á
valdadögum Mussolinis. Á há-
skólaárum sínum gekk hann til
liðs við Sósíalistaflokkinn og fékk
brátt svo mikinn áhuga á pólitík-
inni að hann hætti námi til að
geta helgað sig henni óskiptur.
Hann var fyrst kjörinn á þing ár-
ið 1968, 34 ára gamall, og átta
árum síðar tók hann við forystu
flokksins, sem þá hafði lengi ver-
ið að missa fylgið yfir til komm-
únista.
Ríkisstjórn Bettino Craxi á við
ærinn vanda að glíma og er hall-
inn á ríkisfjármálunum hvað al-
varlegastur, en hann nemur 18%
af þjóðarframleiðslunni. Flestum
þykir þó ólíklegt, að ríkisstjórn
undir forystu sósíalista muni
geta tekið á þessum vanda af
nægilegri hörku en þó er augljóst,
að eitthvað verður að gera.
Hingað til hafa sósíalistar ekki
viljað fallast á mikinn niðurskurð
hjá hinu opinbera, segja mein-
semdina vera hin gífurlegu skatt-
svik, sem lengi hafa tíðkast á Ita-
líu, en hætt er við að þeim muni
reynast erfitt að koma í veg fyrir
þau á stuttum tíma. I utanrík-
ismálunum er Craxi eindreginn
stuðningsmaður Atlantshafs-
bandalagsins og flokkur hans
hefur samþykkt, að komið verði
fyrir bandarískum eldflaugum á
Sikiley í lok þessa árs.
Ríkisstjórnir á Italíu verða að
jafnaði ekki langlifar og enginn
treystir sér til að spá nokkru um
framtíð ríkisstjórnar Bettino
Craxi. Craxi segist gera sér grein
fyrir, að „kristilegir demókratar
hafa fært mér hengingarólina á
silfurfati en ég er bara klókari en
þeir og mun sjá við öllum þeirra
bellibrögðum".
Vörumarkaðurinn hf.